Fréttablaðið - 19.03.2009, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 19.03.2009, Blaðsíða 50
34 19. mars 2009 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is 149 kr/skeytið. Vinningar afhendir í ELKO Lindum. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. SENDU SMS ESL MGV Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ EINTAK! VINNINGAR ERU MADAGASCAR Á DVD, TÖLVULEIKIR, AÐRAR DVD MYNDIR, GOS OG MARGT FLEIRA. Dreifing 9. HVERVINNUR! > FÉKK SONINN Í MYND Clint Eastwood ætlar að koma syni sínum, Scott Eastwood, á framfæri á hvíta tjaldinu og hefur útvegað honum hlutverk í mynd um Nelson Mandela sem góðvinur hans, Morg- an Freeman, mun að öllum líkindum gera með Matt Damon. Þrátt fyrir að enn séu tveir mánuðir þar til önnur mynd- in um Transformers eða Umbreytingana verður frum- sýnd þá eru framleiðend- urnir nokkuð öruggir með að hún eigi eftir að mala gull eins og sú fyrsta. Því nú hafa Paramount-kvik- myndaverið og Dream- works tilkynnt að þriðja myndin sé í farvatninu. Og þegar hefur verið til- kynnt um frumsýning- ardag; hún kemur fyrst fyrir sjónir almennings þann 1. júlí 2011. Variety segir þetta sýna mikla herkænsku því svo vill til að þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, 4. júlí, ber upp á þá helgi og er mönnum til efs að nokkru kvikmynda- veri detti til hugar að reyna að skáka þessari dagsetningu með einhverjum fokdýrum sumarsmelli. Þegar 4. júlí ber upp á helgi er það yfir- leitt ávísun á góða aðsókn. Reyndar má segja að bæði Paramount og Dreamworks séu nokkuð djörf því það getur komið kjánalega út ef mynd númer tvö gengur ekki vel í kvikmyndaáhugafólk þótt taldar séu litlar líkur á því. Variety bendir jafnframt á að þetta sé til marks um að kvikmyndaverin verði að tryggja góða aðsókn að jafn dýrum myndum og Trans- formers og því séu frumsýn- ingar nú skipulagðar langt fram í tímann. Besta sönn- unin fyrir því er að ekki er enn búið að ganga frá samn- ingum við leikstjóra Trans- formers-myndanna, Michael Bay, né við aðalleikarana Shia LaBeouf eða Megan Fox. Tilkynnt um þriðju Umbreytingamyndina ÞRIÐJA MYNDIN VERÐUR GERÐ Þriðja myndin um Optimus Prime og félaga hans verður frumsýnd 1. júlí 2011. FRUMSÝNDAR UM HELGINA Duplicity Stórleikararnir Clive Owen og Julia Roberts fara með hlutverk fyrrver- andi leyniþjónustustarfsmanna sem hafa lagt þá iðju á hilluna og græða nú á tá og fingri á köldu stríði milli tveggja stórfyrirtækja. Þau lenda síðan í miklum eltingarleik um leyniformúlu sem talin er geta gefið vel í aðra höndina. Leik- stjóri er Tony Gilroy en meðal annarra leikara má nefna snillinginn Paul Giamatti. Dómur Rotten Tomatoes: 60 af 100 Race to Witch Mountain Glímukappinn sem eitt sinn gekk undir nafninu The Rock en heitir nú Dwayne Johnson fer með hlutverk leigubílstjóra í þessari ævintýra- mynd frá Disney. Farþegarnir sem hann fær eru þó ekkert venjulegir því þótt þeir líti út fyrir að vera venjulegir táningar eru þeir í raun og veru geimverur. Og þessar geim- verur brotlentu skipi sínu á Witch Mountain í Nevada og verða að bjarga því, annars koma óvinveitt- ar geimverur og leggja jörðina í rúst. Dómur Rotten Tomatoes: 37 af 100 Blái fíllinn Það virðist vinsælt að búa til bardaga hetjur í teiknimyndum og nægir þar að minnast á Kung Fu Panda. Nú er það fíll sem fær að reyna sig við bardagalistir. Blái fíllinn á pabba sem var mikil hetja og lét lífið í miklum bardaga við vondan fíl. Litli blái fílinn erfir hæfileika föður síns og þegar árin líða verður hann sjálfur að kljást við þann sem gerði út af við föður hans. Dómur Rotten Tomatoes: Enginn dómur Imdb.com: 5,3 Killshot Mickey Rourke er ekki sestur í helg- an stein þótt hann hafi ekki fengið Óskarinn. Hann heldur áfram að leika og nú er hann í hlutverki leigu- morðingja sem er á mála hjá maf- íunni. Hann hefur hingað til verið ósýnilegur en fyrir slysni sjá venju- leg úthverfahjón hann að störfum. Ekki þarf að fjölyrða um að þau eru í mikilli hættu vegna þessa og eru sett í vitnavernd á vegum FBI. Slíkt stöðvar þó ekki leigumorðingj- ann sálarlausa. Í öðrum hlutverkum eru Diane Lane og Thomas Jane en leikstjóri er John Madden. Dómur Rotten Tomatoes: Enginn dómur Imdb.com: 8,3 af 10 Undanfarin sumur hafa einkennst af umtalsverðum fjölda framhaldsmynda. Árið í ár er engin undan- tekning og kvikmyndaunn- endur geta því ekki búist við því að sjá ný andlit þegar sól tekur að hækka á lofti. Sumarsmellir eru nauðsynlegir fyrir kvikmyndaverin. Af þeim kemur sá gróði sem heldur þeim á floti. Ekki er hægt að sjá að alheimskreppan og lausafjárskort- ur hafi hrellt sumarframleiðsluna í Hollywood því það verður mikið um öskur og læti þegar hverja stór- myndina á fætur annarri rekur á fjörur landsmanna. Í sól og sumaryl með Logan Ofurhetjur hafa verið nokkuð fyrirferðarmiklar því svo virð- ist sem heimsbyggðin þreytist seint á að horfa á venjulegt fólk með óvenjulega hæfileika. Engin kvikmynd um „stórstjörnu“ lítur þó dagsins ljós og því fá áhorfend- ur frí frá Leðurblökumanninum, Köngulóarmanninum og Ofur- menninu þetta árið. Hins vegar telja kvikmynda- spekúlantar að þetta verði ár Wolferine eða Úlfsins en það er Óskarsverðlaunakynnirinn Hugh Jackman sem fer með hlutverk Logan í þessari sérkvikmynd um skaphundinn. Ekki hefur mikið lekið út um söguþráðinn en vitað er að Logan hyggur á hefndir eftir að kærasta hans er drepin af Victor Creed eða Sabertooth. Transformer 2 á eflaust eftir að veita Logan mikla samkeppni en fyrri kvikmyndin hlaut frábæra dóma og mikla aðsókn. G.I. Joe: Rise of Cobra á örugg- lega eftir að berjast við Logan um hylli unglingsdrengja sem elska menn með byssur. Kvikmyndin skartar Siennu Miller í aðalhlut- verk sem sprangar um í níðþröng- um galla og það verður eflaust ekki til að skemma skemmtunina fyrir táningspiltum. Upphaflega stóð til að þessi sérsveit yrði á vegum Sameinuðu þjóðanna en horfið var frá þeirri hugmynd snögglega vegna áskorana frá aðdáendum. Og því verða G.I Joe alvöru amer- ískar hetjur sem berjast við þrjóta og illmenni á sinn sérstaka hátt. Af öðrum leikurum í þessari sum- armynd má nefna reynsluboltann Dennis Quaid. Ekki má heldur gleyma Harry Potter and the Halfblood Prince en þær myndir eru örugg ávísun á gull og græna skóga og má reikna með miklu æði þegar Daniel Radcliffe setur upp gleraugun góðu. Bale bjargar heiminum Fyrrum barnastjarnan Christian Bale hefur undanfarin sumur trekkt áhorfendur að sem Leðurblökumaðurinn og ferill hans náði ákveðnu hámarki í fyrra þegar Dark Knight fyllti hvern kvikmyndasalinn á fætur öðrum. Bale reynir þó að toppa sjálfan sig í ár með tveimur myndum sem þykja báðar líklegar til vinsælda. Annars vegar mun Bale bregða sér í hlutverk framtíðarhetjunn- ar Johns Connor sem Linda Ham- ilton bjargaði frá glötun í gömlu Terminator-myndunum. Connor er nú vaxinn úr grasi og við fáum að fylgjast með honum berjast við vélarnar morðóðu í Terminator: Salvation. Bale verður jafnframt einn af Óvinum ríkisins en það er einmitt nafnið á nýjasta verki hins afbragðsgóða Michaels Mann. Bale verður þar í hlutverki Melvins Pur- vis sem var þjóðþekktur glæpa- maður á tímum áfengisbannsins í Bandaríkjunum en kastljósið mun eflaust beinast að Johnny Depp sem vekur hinn goðsagnakennda John Dillinger upp frá dauðum. Annar gæðaleikstjóri á borð við Mann verður einnig með sumar- mynd í ár en það er bandaríski leikstjórinn og Íslandsvinurinn Quentin Tarantino. Tarantino er að leggja lokahönd á stríðsmynd- ina Inglorius Bastards í Þýska- landi um þessar mundir með Brad Pitt og Mike Meyers og má reikna með að aðdáendur hans flykkist í bíó til að sjá nýjasta meistaraverk þessa sérlundaða manns. Ekki skemmir heldur fyrir að Heba Þórisdóttir sér um förðunina og það ætti að kæta þjóðarstoltið á þessum síðustu og verstu. Hláturinn lengi lifi Grínið hefur stundum stolið sen- unni á sumrin og er skemmst að minnast smellsins Wedding Crashers með þeim Owen Wil- son og Vince Vaughn. Margir spá Adam Sandler miklum vinsæld- um í sumar með myndinni Funny People en þar verður Seth Rogen í einu aðalhlutverkanna. Jack Black hefur einnig átt það til að ramba á réttu hlutina og The Year One gæti höfðað til frummannlegra hvata nútímamannsins. Ekki má heldur gleyma framhaldinu af A nigth at the Museum þar sem Ben Stiller endurtekur rullu sína sem hinn seinheppni safnvörður Larry Daley. Þessi upptalning er náttúru- lega hvergi nærri tæmandi. Ang- els & Demons eftir Ron Howard er byggð á metsölubók Dans Brown og er sjálfstætt framhald Da Vinci- lykilsins. Tom Hanks endurtekur hlutverk táknfræðingsins Roberts Langdon. Þá eru óupptaldar teikni- myndirnar Up og Ice-Age: Tími risaeðlanna sem ættu að geta rakað saman nokkrum krónum. Safaríkt sumar fram undan STJÖRNUR SUMARSINS Andlitin á Hugh Jackman, Siennu Miller, Daniel Radcliffe, Tom Hanks og Johnny Depp verða áberandi á veggjum kvikmyndahúsanna í sumar. Jackman leikur Logan í X-Man mynd um Úlfinn, Miller er í aðalhlutverki í G.I. Joe og Radcliffe setur upp gleraugun sem Harry Potter. Tom Hanks endurtekur leikinn sem Robert Langdon og Johnny Depp er John Dillinger í kvikmynd Michaels Mann um Óvini ríkisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.