Fréttablaðið - 19.03.2009, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 19.03.2009, Blaðsíða 46
30 19. mars 2009 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is kl. 20 Félagar í Kór Bústaðakirkju halda einsöngstónleika í kvöld. Undirleikur er í höndum Renötu Ivan, organista Bústaðakirkju. Þar koma fram Jóhanna V. Þórhalls- dóttir, Margrét Helga Kristjánsdóttir, Nathalía D. Halldórsdóttir, Sæberg Sig- urðsson, Agnes Amalía Kristjónsdóttir og eru þá ekki allir nefndir. Öll eru þau félagar í Kór Bústaðakirkju. Á efnis- skránni eru aríur og dúettar úr þekktum óratoríum. > Ekki missa af … Tónleikum kvöldsins í Múlanum. Þar koma tvær hljómsveitir fram og mun Tríó Sunnu Gunnlaugs hefja leik. Ásamt Sunnu, sem leikur á píanó, leika Þorgrímur Jónsson bassaleikari og Scott McLemore á trommur. Tríóið leikur útsetningar Sunnu á íslenskum þjóðlögum í bland við frumsamið efni hljómsveit- armeðlima. Tónlist sem höfðar til fleiri en bara djassunnenda. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00 í nýjum sal í kjallaranum á Café Cultura, Hverfisgötu 18. Í liðinni viku frumsýndi Stúdentaleikhúsið glænýtt íslenskt leikrit: Þöglir far- þegar fjallar um hóp fólks sem þarf að takast á við algjört raunveruleika- hrun. Ungur höfundur, Snæbjörn Brynjarsson, skrifaði verkið og leik- stýrir. Efnið sækir hann í íslenskan samtíma og tíðaranda: „Þetta er samt ekkert raunsæisverk,“ segir hann. „Þetta eru mun drastískari aðstæður en hefðbundið stofudrama býður upp á. Þetta er sér- íslensk sýning.“ Verkið Þöglir farþegar er sýnt í húsnæði á Eyjaslóð úti á Granda við gömlu höfnina í Reykjavík. Stúdentaleikhúsið minn- ist þess með sýningunni en um þessar mundir eru áttatíu ár síðan nemendur við Háskóla Íslands settu á stofn félagsskap til að sinna leiklist og sýning- arhaldi. Allar upplýsing- ar um þetta verkefni og leikhúsið má finna á vef- síðum: : thoglirfartheg- ar.blogspot.com / FACE- BOOK-Þöglir farþegar. Næstu sýningar verða á föstudag 20. mars kl. 20 og miðnætursýning á laugardag kl. 24, - pbb Þöglir farþegar á Grandanum Frægur einleikur byggður á dag- bókum og bréfum ungrar banda- rískar stúlku sem fórst í hern- aðarátökum í Palestínu verður frumsýndur í Borgarleikhúsi í kvöld. Rachel Corrie var drepin á Gasa fyrir sex árum, hinn 16. mars, þar sem hún stóð í vegi fyrir jarð- ýtu sem átti að keyra niður íbúðar- hús palestínskrar fjölskyldu. Jarð- ýtan ók yfir Corrie og hún lést af sárum sínum aðeins 23 ára gömul. Morðið á henni vakti minni athygli en andlát tveggja annarra Vesturlandabúa sem týndu lífi í átökum þar 2003. Leikarinn góð- kunni, Alan Rickman, og breski blaðamaðurinn Katherine Viner skrifuðu upphaflegu leikgerðina en leikritið hefur svo farið eins og eldur um sinu síðan það var frum- sýnt í Royal Court leikhúsinu árið 2005. Corrie skildi eftir sig dag- bækur og bréf til fólksins síns heima sem, auk þess að bera lífs- viðhorfi hennar og baráttuþreki glöggt vitni, gefa sannfærandi mynd af leit ungrar manneskju að sjálfri sér og tilgangi í lífinu. Þóra Karítas Árnadóttir fer með hlutverk Rachel Corrie en hún er upphafsmaður þess að verkið er tekið hér til sýninga og naut meðal annars tilstyrks Leiklistarráðs til að koma sýningunni á svið. María Ellingsen leikstýrir verkinu sem verður flutt á Litla sviðinu. Frum- sýnt er í kvöld kl. 20. pbb@frettabladid.is Stúlka drepin af jarðýtu LEIKLIST Þóra Karítas Árnadóttir leikkona fer með hlutverk Rachel Corrie í kvöld. MYND FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í kvöld flytur Sinfóníu- hljómsveit Íslands þrjú verk eftir Atla Heimi Sveinsson. Eitt þeirra er ný sinfónía, samin á síðasta ári. Hin tvö eru eldri, samin árin 1973 og 1979. Annað þeirra er rómaður flautu- konsert sem Atli samdi upp- haflega fyrir Robert Aitken en nú flytur Melkorka Ólafsdóttir margbreytileg- an einleikinn á móti hljóm- sveitinni. Stjórnandi í kvöld er Baldur Brönnimann. Tónleikarnir eru helgaðir tón- verkum Atla í tilefni af sjötugs- afmæli hans á síðasta ári. Eldri verkin tvö eru vel kunn: verkið frá 1973 er helgað Hreini Friðfinns- syni myndlistarmanni og var sett út fyrir sinfóníu 1979 og kom þá út á vínil í stjórn Pauls Zukofsky. Atli hefur unnið áfram við verkið og nefnir það nú eftir einu verka Hreins: Ég hef horft á hafið gegn- um tárin, eftir einni af myndum Hreins. Atli kennir verkið við endurtekningarmúsík, eins konar minímalisma. Flautukonsertinn frá 1973 hlaut Tónlistarverðlaun Norðurlanda árið 1976. Þar eru notaðar margs konar flautur, pikkólóflautur, vanalegar flautur og austurlenska flautu. Hljómsveitin er styrkt með öflugu hammondorgeli og miklu slagverki. Frumflutningur kvöldsins er sjötta sinfónía tónskáldsins. Hljómsveitin verður stór í kvöld og bætt er við mörgum hljóðfærum sem óvanaleg eru í sinfóníuhljóm- sveit, til dæmis hljómborði raf- knúnu eins og í poppinu, fölskum píanógarmi, rafgítar og -bassa: og allt uppmagnað! Þá eru fimm slag- verksleikarar ásamt pákumeistara. Verkið er í 13 þáttum. Áhugasam- ir sem ekki eiga heimangengt geta hlustað á beina útsendingu á rás 1 Ríkisútvarpsins í kvöld kl. 19.27. pbb@frettabladid.is Ný sinfónía Atla hljómar TÓNLIST Atli Heimir Sveinsson á æfingu Sinfóníunnar í gær. MYND FRETTABLAÐIÐ/GVA Hart í bak Þrettándakvöld Sædýrasafnið Skoppa og Skrítla í söng-leik Eterinn Kardemommubærinn ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.