Fréttablaðið - 19.03.2009, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 19.03.2009, Blaðsíða 62
46 19. mars 2009 FIMMTUDAGUR „Við höfum verið í viðræðum við ferðaskrifstofuna Úrval Útsýn en hugmyndin er að bjóða upp á sér- stakar pókerferðir til útlanda,“ segir Davíð Rúnarsson knatt- spyrnu- og pókermaður. Pókeráhugi landsmanna er vaxandi og fyrir viku var troð- fullt á fyrstu umferð pókermóts ISOP en spilaðar eru tíu umferð- ir. Þessi áhugi hefur ekki farið fram hjá ferðamálafrömuðum og Davíð ásamt Vali Heiðari Sævars- syni, sem kenndur hefur verið við hljómsveitina Buttercup, hefur verið í viðræðum við ferðaskrif- stofur um að skipuleggja ferðir á mót erlendis. Í kvöld verður önnur umferð ISOP keppninnar en fyrir viku voru margir góðkunnir Íslending- ar mættir. Það var enginn annar en Party-Hanz sem er í hljóm- sveitinni Merzedes Club sem sigraði og hlaut hann 135 þúsund í verðlaun. „Hann var „head-on“ (tveir eftir í einvígi) við hálfgerð- an atvinnumann í póker og sigr- aði,“ segir Davíð. Aðrir þekkt- ir sem tóku þátt voru Egill „Störe“ Einarsson, Auð- unn Blöndal og Sig- urður Sigfússon handboltakappi. T veir fyrr- nefndu hafa verið áberandi í pókerumræð- unni að undan- förnu en máttu síns lítils á mótinu. „Svo komu þarna átta menn á fimmtugsaldri saman sem hafa verið að spila saman í heimahúsi og skemmtu sér konunglega,“ segir Davíð sem býst við fullu húsi í kvöld. Spilað er í Casa við Aðalstræti 9 og kostar 4.000 að kaupa sig inn í mótið. Ef menn eru slegnir út geta þeir keypt sig tvisvar inn aftur. - jbg PARTY-HANZ Sigurvegari fyrstu umferðar ISOP- mótaraðarinnar. Davíð Rúnarsson stendur fyrir mótaröð í póker og skipuleggur pókerferðir til útlanda. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. teikning af ferli, 6. þys, 8. drulla, 9. stilla, 11. leita að, 12. alkyrrð, 14. hljóðfæri, 16. málmur, 17. úrskurð, 18. næði, 20. átt, 21. formóðir. LÓÐRÉTT 1. skynfæri, 3. guð, 4. auðsær, 5. af, 7. blóm, 10. keyra, 13. sár, 15. fyrirhöfn, 16. beita, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. graf, 6. ys, 8. aur, 9. róa, 11. gá, 12. alkul, 14. banjó, 16. ál, 17. dóm, 18. tóm, 20. sa, 21. amma. LÓÐRÉTT: 1. eyra, 3. ra, 4 augljós, 5. frá, 7. sólblóm, 10. aka, 13. und, 15. ómak, 16. áta, 19. mm. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Frakklands. 2 Heinrichs Heine. 3 Valdís Óskarsdóttir. „Það er misjafnt hvað ég borða á morgnana. Stundum hafra- graut, stundum ávaxtabúst og stundum kaffi og ristað brauð. Allt fer þetta eftir stemningu dagsins.“ Kristjana Stefánsdóttir söngkona. Pókerferðir til útlanda í farvatninu Vantrú stendur fyrir veitingu árlegra Ágústínusarverðlauna en þau er veitt þeim sem ögrar mannlegri skynsemi hvað mest með ummæl- um sínum á opinberum vettvangi. Að þessu sinni gefst lesendum heimasíðu trúleysingjafélagsins tækifæri til að kjósa en þar má sjá margt góðra manna. Til að mynda er þar fyrr- verandi menntamála- ráðherra, Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir og Karl Sigurbjörnsson biskup. Þá er þar einnig Davíð Þór Jónsson, Gettu betur-dómari. Einar Bárðarson hefur frestað opnun Officera-klúbbsins á gömlu herstöðinni um eina viku. Sagt er að einungis þrír Íslendingar hafi verið meðlimir í Officera-klúbbnum þegar hann var á sínum gullaldar- árum en nú stefnir í að klúbburinn opni laugar- dag eftir viku eða 28. mars. Einn þessara þriggja hefur víst verið með Einari í ráðum og er sagður meðlim- ur í herráði klúbbsins. Bjartur gaf út bókina Konan með hundinn eftir Tjékoff fyrir mörgum árum, Nú bregður svo við að Guðrún Vilmundardóttir og þau hjá Bjarti fá ótal símtöl og fyrirspurnir um bókina. Þessir bókmenntanna vinir urðu að vonum ánægðir með þessa óvæntu Tjékoffvakningu en svarið við þessari óvæntu eftir- spurn fékk svo Guðrún þegar hún fór í bíó og sá Lesarann. En þar lærir Hanna, eða Kate Winslet, að lesa við að hlusta fyrst á Lady with the Little Dog lesna og stauta sig í gegnum hana. - fgg, jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Hann er búinn að reykja í 88 ár og segir oft að hann hafi þekkt marga sem reykja ekki en eru löngu dánir,“ segir Halldór Braga- son, blúsmaður Íslands númer eitt. Undirbúningur fyrir blúshátíð er nú í fullum gangi en meðal gesta er Pinetop Perkins, 95 ára gamall bandarískur blúsari sem spilaði meðal annars á píanó með hinni áhrifamiklu hljómsveit Muddy Waters. Pinetop þessi er mikill reykinga- maður og krafðist þess að honum yrði útvegað sérstakt reykingaher- bergi sem er síður en svo auðvelt enda víðast hvar stranglega bann- að að kveikja sér í sígarettu eða öðru tóbaki. „Við náðum samt að redda þvi,“ segir Halldór og viður- kennir að þetta minni óneitanlega á goðsagnakenndar bransasögur úr tónlistargeiranum þar sem menn hafa þurft að fara á svig við lög og reglur til að uppfylla óskir stórstjarna. Pinetop er goðsögn í bandarísku tónlistarlífi og hefur meðal annars hlotið heiðurs-Grammyverðlaun ásamt öðrum viðurkenningum. Og Halldór er ekki í nokkrum vafa um aðdráttarafl hans. „Hann á eftir að vekja meiri athygli en Victoria Beckham,“ segir Halldór en blús- hátíðin hefur fest sig rækilega í sessi á undanförnum árum og árið í ár verður engin undantekn- ing. „Það er engin kreppa í blúsnum á Íslandi,“ lýsir Halldór yfir en meðal ann- arra gesta má nefna Willie Smith sem einnig lék lengi með Muddy Waters og hefur spilað með Rolling Stones og Bob Dylan. Allar aðrar upp lýsing- ar eru á heima- síðunni blues.is. Aldraður blúsari vildi reykherbergiLAGERSALA Á HÚSGÖGNUM OG SMÁVÖRU í lagerhúsnæði okkar að Norðurhellu 10, Hafnarfirði Opið: Virka daga 12–18 – Laugardaga 10–16 – Sunnudaga 12–16 ALLAR VÖRUR MEÐ 50-90% AFSLÆTTI Mikið úrval af gjafavöru frá Bröste og House-Doctor GJAFAVÖRUHORNIÐ REYKINGAMAÐUR FRAM Í FINGUR- GÓMANA Pinetop vildi fá sérstakt reykherbergi hjá Dóra Braga svo að hann þyrfti ekki að norpa úti í dæmi- gerðu íslensku vorveðri. „Páskaeggjamótin seldust mjög lítið í fyrra og hittiðfyrra því þá átti fólk næga peninga. Nú er þró- unin hins vegar gengin til baka og ég hef í 22 ár ekki selt jafn mörg mót svona snemma,“ segir Paul Newton eigandi búsáhaldaverslun- arinnar Pipars og salts við Klapp- arstíg. Páskaeggjamót í nokkrum stærðum hafa verið seld þar frá því að búðin opnaði en hafa í ár slegið öll sölumet. Þannig segist Paul hafa feng- ið sendingu af mótum og á fyrstu dögunum hafi helmingur for- manna selst. Hann hafi því feng- ið aðra stærri sendingu. „Það er óvenjulegt að svo snemma hafi jafnmörg form verið seld. Við höfum líka verið að selja þau í grunnskóla enda er mjög gaman að útbúa eggin sjálfur.“ Paul segir að fyrir fimmtán árum hafi form sem samsvari páskaeggi númer fjögur kostað 790 krónur en kosti í dag 990 krónur. Form- in séu því á góðu verði og dugi fyrir páskahátíðir framtíðarinn- ar sé fólk að hugsa þetta úr frá hagsýnissjónarmiði. „Fólk er hins vegar ekki bara að nota formin fyrir páskana heldur eru margir sem nota þau í jólaundirbúningn- um og móta til að mynda konfekt í þeim.“ Fréttablaðið hringdi í nokkrar búsáhaldabúðir en svo virðist vera sem mót sem þessi séu ekki seld í helstu búsáhalda- búðum höfuðborgarsvæðisins enda er Pipar og salt þekkt fyrir að hafa á boðstólum ýmsar vörur sem óvenjulegar þykja, Og til er fólk sem safnar „óvenjulegum“ eldhúsgræjum og þykir verslunin koma sterk inn í framboði á ýmsum skemmtilegum vörum. Skáldið Þórarinn Eldjárn er einn þeirra sem hafa um ára- bil safnað að sér óvenjulegum eld- húsáhöldum og þegar Fréttablaðið bar páskaeggjamótin undir hann þá sagðist hann ekki hafa séð þau. „En ég verð endilega að fara og kíkja á þau þótt ég sé nú fyrir löngu búin að gefast upp á því að finna eitthvað sem ég á ekki fyrir í safninu.“ -jma PAUL NEWTON: PÁSKAEGGJAMÓT ROKSELJAST Þjóðin gerir páskaeggin sjálf SELJAST SEM ALDREI FYRR Paul Newton hefur selt páskaeggjamót í tuttugu ár. Hann segir að þau hafi aldrei selst jafnvel og í ár og tengir það við efnahagskreppuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.