Fréttablaðið - 19.03.2009, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 19.03.2009, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 19. MARS 2009 7nýsköpun ● fréttablaðið ● Í tilefni af nýrri úthlutun Rann- sóknasjóðs fyrir styrkárið 2009 verður dagskrá í Ráðhúsi Reykja- víkur föstudaginn 20. mars frá klukkan 15 til 18. Kynntar verða áherslur í starfsemi sjóðsins og haldin sýning á nokkrum verkefn- um sem hlotið hafa styrk úr sjóðn- um. Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra ávarpar gesti í upp- hafi kynningarinnar og kynnir Guðrún Nordal, prófessor og for- maður stjórnar Rannsóknasjóðs, nýja úthlutun fyrir styrkárið 2009. Stjórn Rannsóknasjóðs hefur úthlutað styrkjum til nýrra rann- sóknaverkefna fyrir styrkárið 2009. Um 314 milljónum króna var úthlutað í þrjár styrktegundir; önd- vegisstyrki, rannsóknastöðustyrki og verkefnastyrki. Bárust 237 um- sóknir í Rannsóknasjóð fyrir 2009 og var 51 þeirra styrkt. Sótt var um ríflega 1,3 milljarða króna en um 314 milljónir króna veittar. Meðalupphæð umsókna var um 5,5 milljónir króna en meðalupphæð styrkja nú er ríflega 6,1 milljón króna. Til samanburðar má geta þess að fyrir styrkárið 2008 bár- ust 241 umsókn og var 71 þeirra styrkt. Þá var sótt um tæpan millj- arð en rúmar 303 millj- ónum veittar. Meðal- upphæð umsókna var um 3,9 milljónir króna en meðalupp- hæð styrkja um 4,2 milljónir króna. Kynning Rann- sóknasjóðs Katrín Jakobsdóttir menntamálaráð- herra ávarpar gesti. Framtíðarsýn IBM í samskipta- lausnum er til umfjöllunar á ráðstefnunni Lotusphere 2009, sem verður haldin í Salnum í Kópavogi í dag. Nýjasta útgáfa tölvupósts- og samskiptafor- ritsins Lotus Notes og raun- tímaspjallið Lotus Sametime verða meðal annars kynnt á ráðstefnunni. IBM Lotusphere 2009 verður haldin í Salnum í Kópavogi í dag fimmtudaginn 19. mars. Ráðstefn- an er haldin á vegum Nýherja og TM Software og miðar að því að kynna framtíðarsýn IBM í sam- skiptalausnum. Má þar nefna lausnir sem auðvelda fjarfundi innan fyrirtækja og spara gagna- magn og ókeypis skrifstofuhug- búnað sem býr yfir ritvinnslu, töflureikni og glærusmið. „Á Lotusphere verður meðal annars sagt frá nýjustu útgáfu Lotus Notes, tölvupósts- og sam- skiptaforritsins, og Lotus Sa- metime rauntímaspjalli sem gerir starfsfólki mögulegt að ná sam- bandi við samstarfsfélaga sína, hvort sem það er um tölvu eða farsíma,“ segir Gísli Þorsteins- son, upplýsingafulltrúi Nýherja. Þá nefnir að með Lotus Sametime sé auðvelt að halda veffundi. Að auki verður kynnt Lotus Quickr sem geri fólki mögulegt að miðla upplýsingum í gegnum miðlægan stað. „Einnig verður greint frá Lotus Symphony, sem er ókeypis skrif- stofuhugbúnaður og býr yfir öfl- ugri ritvinnslu, töflureikni og glærusmið. IBM hefur hlotið lof fyrir Lotus Symphony, sem var valinn sá skrifstofuhugbúnaður sem stuðlar að mestri framleiðni starfsfólks, að mati lesenda Data- mation tímaritsins í fyrra,“ segir Gísli. Enn ein nýjungin er Lotus Notes í farsíma. „Lotus Traveler er svo ókeypis fyrir þá farsímanotendur sem eru með Lotus Notes. Í Lotus Traveler er Lotus Notes póstur og Sametime rauntímaspjall fyrir alla Notes notendur á vinnustaðnum.“ Ráðstefnan verður eins og áður segir haldin í Salnum í Kópavogi og hefst klukkan 13 en skráning hefst hálftíma fyrr og er þátttaka ókeypis. Sjá www.nyherji.is/lotus- phere2009. - sg Lotusphere 2009 í Salnum Gísli Þorsteinsson og Heimir Erlingsson frá Nýherja, og Jón Gunnar Björnsson frá TM Software. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Algjör umskipti Júlíus með eintak af dvergkafbátnum sem Hafmynd hefur verið að hanna og framleiða síðan 1997. MYND/ÚR EINKASAFNI „Við vorum að selja tvo dvergbáta sem eru ætlaðir til sprengjuleitar á vegum NATO. Nýlega gekk félagið svo frá samningi um sölu tveggja annarra dvergkafbáta til NCS Sur- vey í Bretlandi, en það félag ann- ast meðal annars eftirlit með olíu- pípum í sjó víðs vegar um heim- inn,“ segir Júlíus B. Benediktsson, framkvæmdastjóri Hafmyndar, sem hefur frá árinu 1999 þróað og hannað sjálfstýrðan dvergkaf- bát sem er meðal annars notaður til öryggiseftirlits og leitar, til eft- irlits með olíupípum, og til rann- sóknarverkefna í undirdjúpum hafsins. Að sögn Júlíusar er af sem áður var, þar sem nokkuð tvísýnt var um afdrif fyrirtækisins í að- draganda bankahrunsins á síð- asta ári. „Þá gekk illa að fjár- magna framleiðsluna, enda eru þetta dýr tæki. En fyrir tilstuðl- an hlutafjáraukningar og lána var hægt að fjármagna framleiðsluna og þannig hefur Hafmynd tryggt sér yfir 400 milljón króna veltu á árinu. Líkur eru á að félagið nái í fyrsta skipti rekstrarhagnaði af starfsemi sinni,“ bendir hann á og leynir ekki ánægju sinni með þessi umskipti. - rve Innovit býður öllum áhugasömum á verðlaunaafhendingu Frumkvöðlakeppni Innovit 2009. Verðlaunaafhendingin fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 21. mars á milli klukkan 17:00 og 18:30. Dagskrá: Ávarp borgarstjóra Andri Heiðar Kristinsson, Innovit Guðjón Már Guðjónsson, Hugmyndaráðuneytið Þátttakendur kynna 10 efstu viðskiptahugmyndirnar Verðlaunaafhending Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri, Finnbogi Jónsson framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Jón Steindór Valdimarsson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins afhenda vegleg verðlaun. Sigurhugmyndin hlýtur að launum verðlaunagripinn Gulleggið 2009 og 1.500.000,- kr. í verðlaunafé. Allir velkomnir, vinsamlegast tilkynnið mætingu með tölvupósti á netfangið skraning@innovit.is GULLEGGIÐ 2009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.