Fréttablaðið - 19.03.2009, Blaðsíða 42
26 19. mars 2009 FIMMTUDAGUR
timamot@frettabladid.is
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
Sigurfinnur Arason
úrsmíðameistari, til heimilis að hjúkrunar-
heimilinu Sóltúni, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn 20. mars
kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkað-
ir. Þeir sem vildu minnast hans eru beðnir um að láta
hjúkrunarheimilið Sóltún og Alzheimersamtökin njóta
þess.
Guðlaug A. Sigurfinnsdóttir Yngvi Þ. Kristinson
Jón K. Sigurfinnsson Bryndís Þorgeirsdóttir
Rúnar P. Sigurfinnsson Sandra S. Ragnarsson
Ari Sigurfinnsson Dóra Þórhallsdóttir
Logi Sigurfinnsson Jónína Ágústsdóttir
Guðrún Sigurfinnsdóttir Gústav Gústavsson
afabörn og langafabörn.
Yndislegur eiginmaður minn, faðir, sonur
og bróðir,
Róbert Bjarnason
Kríuási 43, Hafnarfirði,
sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi
12. mars, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju
mánudaginn 23. mars kl. 13.00. Blóm og kransar vin-
samlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans
er bent á framtíðarsjóð barna hans, banki 0537 14
403110 kt. 110295 2359.
Anna Sigríður Þorkelsdóttir
Lilja Guðrún Róbertsdóttir
Arnar Róbertsson
Daði Róbertsson
Bryndís Róbertsdóttir
Nanna Guðrún Ásmundsdóttir Bjarni Sævar Róbertsson
Guðrún, Þórlaug, Kristín, Lísa og þeirra fjölskyldur.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýju við andlát og útför elsku-
legs eiginmanns míns, föður, tengdaföður,
afa og langafa,
Halldórs B. Stefánssonar
Lautasmára 3, Kópavogi.
Sérstakar þakkir til alls starfsfólks Hjúkrunar-
heimilisins Skógarbæjar sem sýndi honum góða
umönnun og hlýlegt viðmót.
Hallgerður Pálsdóttir
Ólafur Halldórsson Auður Sigurðardóttir
Páll Halldórsson Sólveig Ásgrímsdóttir
Ásta Halldórsdóttir Einar Erlendsson
Elín Ýrr Halldórsdóttir Kristján M. Baldursson
Ólöf Eir Halldórsdóttir Jenni Guðjón Clausen
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg systir okkar og móðursystir,
Guðborg Kristjánsdóttir,
frá Dalsmynni,
Hringbraut 99, Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut laugar-
daginn 14. mars, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
í Reykjavík, mánudaginn 23. mars kl. 13.00.
Anna S. Kristjánsdóttir
Ella Kristjánsdóttir
systrabörn og fjölskyldur þeirra.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
Ingibjargar Kristínar
Jónsdóttur,
Sóltúni 12, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans deild 11E
og heimaþjónustu Karitasar.
Guðrún Lára Kjartansdóttir Bjarni Sólbergsson
Kjartan Kjartansson Halla Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Jónfríður Gunnarsdóttir,
Sóltúni 2, áður til heimilis að
Ferjubakka 4,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn
24. mars, kl. 15.00.
Ólöf Björg Einarsdóttir Grétar Hartmannsson
Gunnur Inga Einarsdóttir
Helgi Einarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
MERKISATBURÐIR
1915 Reikistjarnan Plútó er ljós-
mynduð í fyrsta sinn.
1922 Leikfélag Reykjavíkur
heldur upp á þrjú hundr-
uð ára afmæli Frakkans
Molière með hátíðarsýn-
ingunni „Ímyndunarveik-
in“.
1931 Fjárhættuspil eru leyfð í
Nevada.
1971 Tollstöðvarhúsið í Reykja-
vík er tekið í notkun með
viðhöfn enda er húsið um
fjörutíu þúsund rúmmetr-
ar að stærð.
1972 Indland og Bangladess
undirrita vinaríkjasátt-
mála.
2003 Herlið Bandaríkjamanna
og staðfastir bandamenn
þeirra ráðast inn í Írak.
Í síðasta mánuði úthlutaði Hanna
Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri átta
námsstyrkjum úr Guðrúnarsjóði sem
stofnaður var með samþykkt borg-
arráðs 3. mars árið 2005 í samstarfi
við Eflingu stéttarfélag. Svava Jó-
hannesdóttir var ein þeirra sem hlaut
styrk úr sjóðnum þetta árið en mark-
mið sjóðsins er að styðja við verkefni
eða starf félagasamtaka á þeim svið-
um sem Guðrún Halldórsdóttir hefur
látið mest til sín taka og má lýsa þeim
með þremur einkunnarorðum: jafn-
rétti, fræðsla og fjölmenning.
„Námsstyrkurinn er mér mikil
hvatning til að klára námið en það
hefur verið erfitt um tíma vegna
kreppunnar. Styrkurinn er mér mikils
virði og er hvatning til að gefast ekki
upp,“ segir Svava en hún hefur verið
heyrnarlaus frá fæðingu. „Ég er vön
því að vera heyrnarlaus því þannig
fæddist ég. Ég hef aldrei hugsað um
hvað það sé erfitt að vera heyrnar-
laus og get ég gert allt eins og heyr-
andi fólk, nema heyra. Það eina sem
hefur hindrað mig í að komast áfram
í skóla er að það var enginn túlkur til
hér áður fyrr þegar ég kláraði grunn-
skóla í Heyrnleysingjaskólanum og
því gat ég ekki farið í almenna fram-
haldsskóla þar sem ég gat ekki fylgst
með því sem kennarinn sagði,“ út-
skýrir hún. Þegar Svava var barn að
aldri mátti ekki kenna táknmál og
áttu heyrnarlaus börn bara að læra ís-
lensku og að skrifa eins og aðrir. Síðan
hefur mikið vatn runnið til sjávar.
„Loksins eru til túlkar sem hægt er
að fá til að túlka allt sem er að gerast
í kennslustundum, eða bara hvar sem
er. Túlkar eru mjög mikilvægir fyrir
heyrnarlausa til að komast áfram í líf-
inu án þess að þurfa að fá einhvern úr
fjölskyldunni eða ættingja til hjálpar.
Þó er alltaf erfitt að stunda nám þar
sem íslenskan er ekki mitt mál held-
ur táknmálið,“ segir Svava einlæg
og bætir við: „Þar af leiðandi þarf
maður alltaf að eyða mun meiri tíma
í námið en þeir sem hafa íslenskuna
að móðurmáli. Að vera í námi er því
stöðug barátta og heyrnarlausa sam-
félagið er í stöðugri baráttu við að efla
réttindi sín.“
Svava stundar nám í Borgarholts-
skóla fyrir stuðningsfulltrúa í grunn-
skólum. „Ég hef enga menntun nema
úr Heyrnleysingjaskólanum en núna
vinn ég að því að ljúka námi sem
stuðningsfulltrúi og útskrifast von-
andi í desember. Ég hef unnið á leik-
skóla fyrir heyrnarlaus börn, í banka
og í mörg ár á sambýlum fyrir þroska-
hefta og einhverfa sem eru heyrnar-
lausir, bæði hér heima og erlendis.
Núna starfa ég hjá Samskiptamiðstöð
heyrnarlausra og heyrnarskertra og er
táknmálskennari. Stundum kenni ég
táknmál en vinn þó mestmegnis við að
rannsaka táknmálið,“ útskýrir hún.
Svava hefur nýtt reynslu sína til
hjálpar öðrum bæði í leik og starfi
og segist oft ræða við heyrnarlausa
vini sína um það sem hún er að læra.
„Ég er til dæmis að læra margt at-
hyglisvert um hegðun, atferlismót-
un og fleira sem getur gagnast mér
og öðrum. Í vor vinn ég síðan nokkra
tíma í viku sem stuðningsfulltrúi með
heyrnarlausum sem þurfa aðstoð. Þá
ætti reynsla mín og nám að koma að
góðum notum,“ segir hún ánægð og
nefnir að Guðrúnarsjóður hafi reynst
sér vel. „Sjóðurinn er góð hvatning
fyrir nemendur að halda áfram að
berjast við að klára nám sitt þó svo
hindranir geti verið í veginum. Ekki
má láta þær stoppa sig heldur halda
áfram og klára.“
hrefna@frettbladid.is
SVAVA JÓHANNESDÓTTIR: HLAUT NÁMSSTYRK ÚR GUÐRÚNARSJÓÐI
Mikilvægt að gefast ekki upp
og yfirstíga allar hindranir
HVATNING FYRIR DUGNAÐ OG ELJU Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri úthlutaði 27.
febrúar átta námsstyrkjum úr Guðrúnarsjóði að upphæð 75.000 krónur hver. Guðrún Hall-
dórsdóttir, sem sjóðurinn er nefndur eftir, stendur fyrir miðju en Svava er lengst til hægri í
miðjuröðinni. MYND/ANNA FJÓLA
Á þessum degi fyrir 101 ári flutti kven-
réttindafrömuðurinn Bríet Bjarnhéð-
insdóttir sitt fyrsta mál í bæjarstjórn
Reykjavíkur. Var það tillaga um sund-
kennslu fyrir stúlkur og var sú tillaga
samþykkt.
Bríet var kosin bæjarfulltrúi í
bæjarstjórnarkosningum í Reykja-
vík árið 1908. Þegar hún var sex-
tán ára gömul ritaði hún grein
um stöðu kvenna en sýndi engum
hana fyrr en þrettán árum síðar. Þá
birtist greinin undir heitinu „Nokkur
orð um menntun og rjettindi kvenna“
í tveimur hlutum í tímaritinu Fjallkon-
an, 5. og 22. júní árið 1885. Greinin var birt
undir dulnefninu Æsa. Árið 1894 var Bríet einn
af stofnendum Hins íslenska kvenfélags og árið
1895 hóf hún útgáfu á Kvennablaðinu og var rit-
stjóri þess til ársins 1926. Bríet átti hug-
myndina að stofnun Blaðamanna-
félagsins og voru hún og eiginmaður
hennar meðal stofnfélaga árið 1897.
Hún stofnaði Kvenréttinda félag Ís-
lands árið 1907 en fyrir bæjar-
stjórnarkosningarnar í Reykjavík
sameinuðust Hið íslenska kven-
félag, Kvenréttindafélag Íslands,
Thorvaldsensfélagið, Hvítabandið
og Kvenfélagið Hringurinn um að
bjóða fram Kvennalista. Bríet var
á framboðslistanum og hlaut kosn-
ingu ásamt þremur öðrum frambjóð-
endum hans. Hún sat í bæjarstjórn milli
1908 og 1912 og aftur milli 1914 og 1920.
Árið 1914 var hún einn af stofnendum Verka-
kvennafélagsins Framsóknar og hlaut hún ridd-
arakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1928.
ÞETTA GERÐIST: 19. MARS 1908
Bríet flytur sitt fyrsta mál
GUNNAR HELGI KRISTINSSON
STJÓRNMÁLAFRÆÐINGUR ER
51 ÁRS.
„Stjórnmál skilgreina sig
sjálf á hverjum tíma og
það sama gildir um stjórn-
málafræðina. Það sem voru
stjórnmál árið 1900 eru
ekkert endilega stjórnmál
dagsins í dag.“
Gunnar Helgi varð lektor í
stjórnmálafræði árið 1989,
dósent árið 1990 og prófessor
frá árinu 1997.