Fréttablaðið - 19.03.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.03.2009, Blaðsíða 6
6 19. mars 2009 FIMMTUDAGUR EFTIRLAUNASJÓÐUR SLÁTURFÉLAGS SUÐURLANDS Boðað er til ársfundar Eftirlaunasjóðs Sláturfélags Suðurlands. Fundurinn verður haldinn að Fosshálsi 1, 3. hæð, fi mmtudaginn 2. apríl n.k. kl. 17:00. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Kynning ársreiknings, tryggingafræðilegrar úttektar og fjárfestingastefnu. 3. Önnur mál. Stjórnin SJÁVARÚTVEGSMÁL Íslendingar verða að fá rannsóknarkvóta á makríl og rannsaka hversu mikið sé af honum í þeirra lögsögu áður en þeir hefja hefðbundnar markíl- veiðar, segir Audun Maràk, fram- kvæmdastjóri Sambands norskra útvegsmanna, í samtali við Frétta- blaðið. Hann er afar ósáttur við það að Íslendingar hafi ákveðið einhliða að hefja veiðar á 112 þúsund tonn- um af makríl. Þar af verða 20 þús- und tonn veidd á alþjóðlegu haf- svæði utan lögsögu ríkja. Hann segir slíkt mikla ögrun við Rússa sem þeir hljóti að bregðast við, en hefð er fyrir því að rússn- esk skip veiði makríl á þessu alþjóðlega svæði. Hann ætlar að mælast til þess að norsk stjórnvöld banni innflutn- ing á lýsi og mjöli úr makríl frá Íslandi líkt og hann gerði á síðasta ári. Yfirvöld urðu ekki við þeim tilmælum þá en hann er bjartsýnn á að á því verði breyting nú. „Við Norðmenn höfum þurft að lúta ströngu aðhaldi í þessum efnum í 30 ár,“ segir hann. „Heim- ildir okkar í ár eru um 180 þúsund tonn en ef við viðhefðum vinnu- brögð Íslendinga myndum við veiða milljón tonn.“ Norðmenn, Færeyingar og Evr- ópusambandið sjá um stjórnun á veiðum úr makrílstofninum en Íslendingar hafa ekki fengið að koma að henni. „Á fundi okkar í Lundúnum [þar sem rætt var um stjórn makrílveiða] í haust komum við þeim skilaboðum til áheyrnar- fulltrúa Íslendinga að við værum verulega ósáttir við framferði þeirra,“ segir Maràk. „Við vorum því afar óhressir þegar við sáum að Íslendingar höfðu ekki skilið þau skilaboð.“ Hann segir Íslendinga hafa ve r i ð mj ö g ósamvinnuþýða í gegnum tíðna. „Þeir hafa verið afar hrokafull- ir; þegar þeir fyrst lentu í útistöðum við önnur yfirvöld, á níunda ára- tugnum, var framferði þeirra með ólíkindum. Viðkvæðið hefur í raun oftast verið að ef þeir fái ekki sínu framgengt þá slíti þeir allri sam- vinnu. Og það er satt best að segja ótrúlegt hvað þeir hafa náð góðum samningum þegar samið hefur verið við þá. Ég man til dæmis þegar búið var að semja um norsk- íslensku síldina um miðjan síðasta áratug þá kom einn fulltrúi Íslend- inga að máli við mig og sagði „ef ég væri Norðmaður hefði ég aldrei sætt mig við þetta samkomulag.“ En nú tel ég að norsk yfirvöld séu farin að skilja að slík undanláts- semi gagnvart Íslendingum geng- ur ekki lengur.“ Ekki náðist í Steingrím J. Sig- fússon, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra. jse@frettabladid.is Segir makrílveiðar vera ögrun við Rússa Framkvæmdastjóri Sambands norskra útgerðarmanna er afar ósáttur við fyrir- hugaðar makrílveiðar Íslendinga. Hann hefur mælist til þess að Norðmenn kaupi hvorki mjöl né lýsi frá Íslendingum. Hann segir veiðarnar ögrun við Rússa. AUDUN MARÀK FRÁ VEIÐUM Sátt ætlar ekki að nást um makrílveiðar Íslendinga sem ögra norskum útgerðarmönnum. SJÁVARÚTVEGSMÁL „Konungssátt- málinn frá því 1262 er löngu genginn úr gildi svo Audun hefur ekkert um þetta að segja,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, um gagnrýni Auduns Maràk, framkvæmda- stjóra Sambands norskra útgerð- armanna, á makrílveiðar Íslend- inga. „Ísland hefur fullveldisrétt í efnahagslögsögunni og hefur því fulla heimild til að stjórna veiðum á fiskistofnum hérna. Það sem við viljum er að koma að fiskveiðistjórninni með þeim en meðan við fáum það ekki úthlut- um við okkur einhliða eins og Norðmenn gera reyndar líka því þeir úthluta sér viðbót við það sem þeim er úthlutað í samkomu- laginu við Færeyinga og Evrópu- sambandið.“ - jse Friðrik J. Arngrímsson: Viljum komast að stjórnuninni DÓMSTÓLAR Ung kona hefur verið dæmd í þriggja mánaða fangelsi fyrir stórþjófnaði og fíkniefna- brot. Þá var hún dæmd til að greiða tryggingafélagi 1,4 milljónir króna. Konan braust í febrúar inn í íbúð manns og bar þaðan út yfir í eigin íbúð í sama fjölbýlishúsi, skart- gripi, hárblásara, sléttujárn, gler- augu, hárkollu, íþróttadót, snyrti- vörur, fjögur glös af ilmvötnum, sjö kjóla og annan kvenfatnað, tólf pör af skóm; yfirfatnað og skíða- fatnað. Einnig heimabíókerfi af tegundinni LG, heimasíma, far- tölvu, GSM-farsíma, 32 tommu plasmasjónvarpstæki, antíksverð, veski með öllum skilríkjum, 10 þúsund krónum í reiðufé og inn- eignarnótu frá GP-húsgögnum. Þá tók hún iPod-spilara, spegil, tvær sængur og fjóra kodda og stafræna myndavél. Enn fremur karlmanns- fatnað, jakkaföt, útiföt, spariskó og þrjú pör af skóm, tvö glös af rak- spíra og rakvél. Hún sló eign sinni á allt góssið, Auk þessa fann lögregla heima hjá konunni tölvu og höggborvél sem hún mátti vita að væru stolin. Þá var konan dæmd fyrir tvö fíkni- efnabrot og skemmdarverk á úti- dyrum fjölbýlishúss. Konan á nokkurn sakaferil að baki, þar á meðal dóm fyrir hús- brot, frelsissviptingu, rán og fíkni- efnabrot. - jss Ung kona dæmd í þriggja mánaða fangelsi fyrir stórþjófnað og fíkniefnabrot: Hreinsaði út úr íbúð nágranna HÁRKOLLA Meðal munanna sem konan tók úr íbúð nágrannans var hárkolla. DÓMSMÁL Orkuveita Reykjavíkur á að borga Hafnarfjarðarbæ 7,6 milljarða króna í samræmi við samning um kaup á 15 prósenta hlut bæjarins í Hitaveitu Suður- nesja. Þetta er niðurstaða Héraðs- dóms Reykjavíkur. Fulltrúar OR og Hafnarfjarð- ar skrifuðu í júlí 2007 undir vilja- yfirlýsingu um að OR myndi kaupa allan hlut bæjarins í Hita- veitu Suður nesja. Gengið skyldi frá kaupunum innan sex mánaða samkvæmt ákvörðun bæjarstjórn- arinnar. Kaupverð fyrir um 15 pró- senta hlut átti að vera 7,6 milljarð- ar króna. Í mars 2008 sagðist OR telja að samningurinn væri í andstöðu við samkeppnislög og því yrði ekki af kaupunum. Héraðsdómur hafnar þessari túlkun sem og öðrum hjá lögmanni OR í málinu, sem reyndar var sjálfur forstjóri fyr- ir- tækisins, Hjörleifur Kvaran. Héraðsdómur bend- ir á að OR hafi ekki fyrr en seint og um síðir ýjað að því að samn- ingurinn um kaupin væri ógildur: „Stefnandi [Hafnar- fjarðarbær] mátti því treysta því að full alvara væri hjá stefnda [OR) að efna samninginn.“ Auk kaupverðs- ins á OR að greiða dráttarvexti sem nú nema ríflega hálfum öðrum milljarði króna. „Þetta er það sem við áttum alla tíð von á, enda tekur dómurinn alfarið undir okkar málflutning,“ segir Lúðvík Geirsson, bæj- arstjóri í Hafnar- firði. Hjörleifur Kvaran hefur sagt að OR muni áfrýja dómnum. - gar Orkuveitan greiði Hafnarfjarðarbæ 7,6 milljarða fyrir hlut í Hitaveitu Suðurnesja: Hafnfirðingar voru í góðri trú LÚÐVÍK GEIRSSON HJÖRLEIFUR KVARAN CALGARY, AP George W. Bush, fyrrum Bandaríkjaforseti, ósk- aði Barack Obama velfarnaðar, í fyrstu opinberu ræðu sinni frá því hann lét af forsetaembætti, í Calgary í Kan- ada í gær. „Obama fær enga gagnrýni frá mér, ég elska land mitt meira en pólitík,“ sagði Bush. Hann lýsti því einnig yfir að hann hygðist skrifa bók um tólf erfiðustu ákvarðanirnar sem hann þurfti að taka á forsetastóli. „Ég vil að fólk geti gert sér í hugarlund hvernig það er að sitja á forsetaskrifstof- unni og þurfa að taka allar þessar ákvarðanir,“ segir Bush. - alþ Fyrsta ræða óbreytts Bush: Mun ekki gagn- rýna Obama GEORGE W. BUSH DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur karl- maður hefur verið ákærður af ríkissaksóknara fyrir líkamsárás og rán. Honum er gefið að sök að hafa í október á síðasta ári ráðist á mann, slegið hann nokkrum sinn- um í andlitið þannig að hann féll í jörðina og tekið af honum seðla- veski, sem í voru 100 þúsund krónur, og farsíma. Þjófurinn gerði þetta í félagi við annan mann sem komst undan. Fórnar- lambið hlaut mikla áverka við árásina. Hann krefst þess að árásarmaðurinn verði dæmdur til greiðslu miskabóta og fjártjóns upp á 2,1 milljón króna. - jss Ríkissaksóknari ákærir: Réðst á mann og rændi hann Fylgist þú með fréttum af níð- ingnum Josef Fritzl í Austurríki? Já 61% Nei 39% SPURNING DAGSINS Í DAG: Er rétt að banna kaup á vændi? Segðu skoðun þína á Vísir.is. KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.