Fréttablaðið - 24.03.2009, Qupperneq 6
6 24. mars 2009 ÞRIÐJUDAGUR
ALÞINGI Það voru mistök að heim-
ila sparisjóðunum að verða hluta-
félög. Þetta er mat Gylfa Magnús-
sonar viðskiptaráðherra.
„Það er einfaldlega hægt að
draga þá ályktun af því sem gerst
hefur undanfarin misseri að hluta-
félagavæðing sparisjóðanna var
mjög misráðin,“ sagði Gylfi þegar
hann flutti í gær Alþingi skýrslu
um yfirtöku stjórnvalda á Spron
og Sparisjóðabankanum.
Spron, sem var breytt í hlutafélag
sumarið 2007, laut einn sparisjóða
lögmálum hlutafélaga. Aðrir spari-
sjóðir bjuggu við stofnfjárkerfi.
Innan Byrs og Sparisjóðs Kefla-
víkur höfðu þó verið stigin skref í
átt til hlutafélagavæðingar.
Gylfi Magnússon upplýsti þingið
í gær um framtíðarsýn sína fyrir
sparisjóðakerfið. Sagðist hann vilja
sjá staðbundna sparisjóði sem þjóni
einstaklingum og smærri fyrir-
tækjum. Ættu þeir að vera held-
ur íhaldssamar fjármálastofnanir
og ekki í starfsemi á borð við fjár-
festingarbankastarfsemi. Þá sagði
Gylfi að standa ætti vörð um stofn-
fjárkerfi sparisjóðanna, ekki síst í
ljósi reynslunnar.
Sá munur er meðal annars á
stofnbréfum og hlutabréfum að
stofnbréf má ekki selja nema
með heimild sparisjóðsins sjálfs
og stofnfjáreign vex ekki með
hugsanlegum vexti sparisjóðsins.
Forsvarsmenn sparisjóðanna
sem eftir standa munu funda með
viðskiptaráðherra í vikunni og
ræða frekar framtíðarskipulag
starfseminnar. - bþs
Viðskiptaráðherra segir vert að standa vörð um stofnfjárkerfi sparisjóðanna:
Háeffun SPRON var misráðin
GYLFI MAGNÚSSON viðskiptaráðherra.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
LONDON, AP Lundúnalögreglan býr
sig nú undir mikil mótmæli og
hugsanlegar óeirðir í næstu viku
þegar leiðtogar tuttugu helstu
iðnríkja heims hittast í London.
Þar á meðal verður forseti Banda-
ríkjanna, Barack Obama.
Lögregla mun í varnaðarskyni
loka vegum og neðanjarðarlestar-
stöðvum. Þá hefur þeim sem
starfa í fjármálageiranum verið
ráðlagt að klæða sig frjálslega 2.
apríl þegar fundurinn fer fram.
Áætlað er að mótmælin muni
kosta London um fimm milljónir
punda á dag og telur lögreglan að
ætlan mótmælenda verði að loka
fjármálahverfinu í London. - ss
Lundúnalögreglan:
Býr sig undir
óeirðir í apríl
SJÁVARÚTVEGUR Fiskvinnslu-
fyrirtækið Ferskvinnslan í
Hafnarfirði opnar útibú í Súða-
vík í næsta mánuði. Tólf vinna
hjá fyrirtækinu í Hafnarfirði en
fimm til sex þar að auki munu
starfa fyrir vestan þegar starf-
semin verður komin á fullt.
„Við höfum verið að kaupa
mikið af fiski frá fyrirtækinu
Sumarbyggð í Súðavík og öðrum
þarna fyrir vestan og í stað þess
að vera að flytja allt suður er
skynsamlegra að vinna hann
bara þar,“ segir Gunnar Bjarki
Finnbogason, annar eigenda
Ferskvinnslunnar. Hann segir
vel koma til greina að opna útibú
annars staðar á landinu skapist
tækifæri til þess. - jse
Opnar útibú í Súðavík:
Í útrás vestur
HJÓNIN HERJA VESTUR Gréta Hrund
Grétarsdóttir og Gunnar Bjarki, eigendur
Ferskvinnslunnar, opna útibú í Súðavík.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐ
Nýir tímar kalla á nýja sýn - gagnrýna hugsun, sköpunarkraft og samskiptaleikni. Það er
einmitt þetta sem starfsemi Háskólans í Reykjavík grundvallast á og endurspeglast í
rannsóknum, kennsluaðferðum og menningu skólans.
Háskólinn í Reykjavík býður 24 námsleiðir í meistaranámi.
H Á S K Ó L I N N Í R E Y K J AV Í K
R E Y K J A V I K U N I V E R S I T Y
Líttu við í dag, þriðjudaginn 24. mars, kl. 16.00 – 18.00.
Staður: Ofanleiti 2, 103 Reykjavík.
KYNNING Á MEISTARANÁMI Í DAG!
Sparisjóður vill ríkisaðstoð
Stjórn Sparisjóðs Bolungarvíkur hefur
óskað eftir því að sjóðnum verði lagt
til nýtt eigið fé sem nemur 20 pró-
sentum af bókfærðu eigin fé í árslok
2007. Stuðningurinn gæti numið um
400 þúsundum króna.
EFNAHAGSMÁL
Fundur um ættleiðingu
Alþjóðleg ættleiðing heldur opinn
kynningarfund á miðvikudagskvöldið í
Safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju. Á
fundinum verður starfsemi félagsins
kynnt og fjallað um helstu verkefni.
Fundurinn hefst klukkan hálfníu.
SAMFÉLAGSMÁL
EFNAHAGSMÁL „Það er eins og við-
skiptavinirnir kenni meira í brjósti
um okkur en sjálfa sig enda má
segja að í mörgum tilfellum hafi
verið farin að skapast vinatengsl
þarna á milli,“ segir Ólafur Már
Svansson, formaður starfsmanna-
félags SPRON.
Þótt engin þjónusta væri veitt
í útibúunum var opið upp á gátt
í gær og mættu nær allir starfs-
menn þótt einungis fáir hefðu þar
skyldum að gegna en nokkrir unnu
að verkefnum fyrir skilanefndina.
Eins komu fjölmargir viðskipta-
vinir SPRON.
„Það var frjáls mæting en svona
um 99 prósent starfsmanna mættu
til að styðja hver annan, halda rút-
ínunni og tala saman,“ segir hann.
Síðdegis var síðan haldinn fundur
þar sem Ólafur Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri bankans, og Harpa
Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri
mannauðs og reksturs hjá bankan-
um, leituðust við að svara spurn-
ingum starfsmanna. „Þetta var svo
sem enginn átakafundur en fram-
kvæmdastjórarnir gerðu okkur
grein fyrir stöðunni og hún er svo
sem bara óbreytt enn þá þannig
að þetta var frekar eins og pepp-
fundur,“ segir Ólafur Már. Einn-
ig var fulltrúi frá skilanefndinni
á fundinum.
Ekki hefur verið ákveðið um
frekari fundarhöld en Ólafur Már
segir að dyrnar standi opnar í úti-
búunum í dag rétt eins og í gær.
Mikið álag var hjá starfsfólki
þjónustuvers Nýja Kaupþings
sem svaraði spurningum þeirra
sem hafa verið í viðskiptum hjá
SPRON (og Netbankanum, nb.is)
en eins og kunnugt er tók bankinn
yfir innstæður SPRON. „Það eru
2.700 manns búnir að hringja inn
í dag,“ sagði Berghildur Erla Bern-
harðsdóttir, upplýsingafulltrúi
Nýja Kaupþings, um klukkan þrjú í
gær en opið er í þjónustuverinu til
klukkan sjö síðdegis. Hún segir að
á venjulegum degi hringi að með-
altali um 1.200 manns. Segir hún
enn fremur að athygli hafi vakið
hversu þolinmóðir og jákvæðir
viðskiptavinir SPRON hafi verið
miðað við þær sorglegu aðstæður
sem uppi eru komnar.
Nýja Kaupþing hefur einnig
sett inn á vef sinn svör við algeng-
um helstu spurningum þessa
hóps. „Það er langmest spurt um
það hvað verður um útlán og svo
lífeyrissparnað,“ segir Berghild-
ur Erla. „En ákvörðun um hvoru
tveggja er í höndum skilanefndar
og Fjármálaeftirlitsins því eins og
staðan er núna þá eru það aðeins
innstæður sem færast yfir til
okkar.“ jse@frettabladid.is
Viðskiptavinir og
starfsmenn hittust
Þótt engin þjónusta hafi farið fram í útibúum SPRON mættu nær allir starfs-
menn til að þiggja og veita stuðning. Einnig mættu fjölmargir viðskiptavinir og
sýndu starfsfólki stuðning. Mikið álag í Kaupþingi sem tók yfir innstæðurnar.
SLYS Tveir menn slösuðust þegar
þeir fóru fram af hengju á vél-
sleðum austan við Sandfell í Öxar-
firði um klukkan tvö á sunnudag.
Talið er að þeir hafi fallið um tíu
metra og fékk annar vélsleðann
yfir sig, að sögn lögreglu á Húsa-
vík. Voru þeir fluttir með þyrlu
Landhelgisgæslunnar áleiðis á
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Annar þeirra var útskrifaður
sama dag en hinn verður að öllum
líkindum útskrifaður í dag. - jse
Vélsleðaslys fyrir norðan:
Féllu um tíu
metra á fjalli
INDLAND, AP Ódýrasti fjöldafram-
leiddi bíll veraldar fer á markað
í Indlandi á næstu tíu dögum.
Bíllinn, sem er framleiddur af
Tata Motors, kallast Nano. Nýr úr
kassanum mun hann kosta tæpa
tvö þúsund dollara, eða um 225
þúsund krónur.
Bíllinn, sem er kallaður „bíll
fólksins“, er þriggja metra langur
og fimm sæta. Hann er fjögurra
dyra og skilar vélin 33 hestöflum.
Tata Motors hefur framleitt
bíla í hálfa öld. Fyrir fimm árum
keypti fyrirtækið suður-kóreska
bílaframleiðandann Daewoo og í
fyrra keypti það Jagúar og Land
Rover af Ford. - th
Tata Nano á markað:
Nýr bíll kostar
225 þúsund
SMÁR EN KNÁR Nanó er sannkallaður
smábíll eins og sést á myndinni.
NORDICPHOTOS/AFP
VIÐSKIPTAVINUR KEMUR VIÐ Þeir sem litu inn í bankann komu ekki til að taka út
heldur veita stuðning og athuga um starfsfólkið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
UPPLÝSINGAR FYRIR VIÐ-
SKIPTAVINI SPRON
Fjármálaeftirlitið hefur látið fresta
innlausnum allra verðbréfasjóða
og fjárfestingarsjóða Rekstrarfélags
SPRON hf., sem stofnað var um eignir
bankans.
Upplýsingar fyrir viðskiptavini SPRON
vegna yfirtöku innstæðna:
http://www.kaupthing.is/?Pa-
geID=5125
Eða smella á „Spurt og svarað“ á
vefsíðu Nýja Kaupþings.
KJÖRKASSINN
Hefur þú farið á skíði í vetur?
Já 12,5
Nei 87,5
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Á að lögleiða kannabisefni?
Segðu skoðun þína á Vísi.is