Fréttablaðið - 24.03.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 24.03.2009, Blaðsíða 22
18 24. mars 2009 ÞRIÐJUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Vá, ég hef ekki séð þig í nokkur ár. Mikið hefurðu þróast! Þarna höfum við enn eina týpíska myndina af rokksveit! Hm? Nýju Stones? Höfum við séð þetta áður? Sumir horfa beint í myndavélina, aðrir horfa dreymandi út í loftið! Hvað er að? Kannski er þetta lymsku- fullt bragð til að gera þá ómótstæði- lega fyrir almenning? Þetta er það heimskulegasta sem ég hef heyrt! Nei... ekki segja þetta! Veitikki Flott Kannski Ókei Já Nei Þetta er allt og sumt. Þá er það opin- bert, orðaforði Palla samanstend- ur af sex orðum. Blahh! Sjö, teljum þetta óskilgreinda með. Sæktu prikið Lalli! Hann er ekki sá eini sem er í fríi. Jóna! Lóa er að skríða! Ég veit! Er það ekki frábært! Ég verð alltaf svo meyr þegar ég sé barn skríða í fyrsta sinn. Hey! Lóa! Láttu dótið mitt í friði! ... og svo kemst maður yfir það. Maaaaammma! Ég hef kynnst nokkrum stjórnmálamönn-um í gegnum tíðina. Marga þeirra kann ég vel við. Nokkrir þeirra hafa komið mér fyrir sjónir sem heilar manneskjur, samkvæmar sjálfum sér. Þeir traustustu eru þannig að það hefur ekki skipt máli hvort ég hitti þá úti í búð eða í hlutverki blaðamanns; Þeir eru þeir sömu við kjötborðið og í viðtöl- um og breytast ekki í sturlaðar áróðursmask- ínur þegar „blaðamaðurinn“ er á staðnum. Það er hins vegar í raun fáum gefið að stilla ekki inn á eintóna bylju þegar frambjóðandinn heldur að fjölmiðlamaður sé í nánd. Það er nefnilega mikill mis- skilningur að venjulegt fólk úti í bæ sjái ekki í gegnum slíkt. Það eru ekki bara við blaðamenn sem förum að geispa og líta á klukkuna þegar stjórnmála- menn hætta að vera mennskir og umhverfast í „frambjóðandann“. Þetta er eins og með börnin okkar sem taka upp á gestalátum við og við ef nýtt fólk ber að garði og heimilið verður undirlagt af litlum manneskjum sem fara í handahlaup og fara með einræður og söngva þar til allir eru orðnir gaga. Auðvitað vitum við foreldrarnir að blessuð börnin okkar eru ekki svona alla jafna. Og auðvitað vitum við sem hlustum á ykkur frambjóðendur að þegar „útsendingu“ lýkur takið þið upp á því að nota önnur orð, blóta jafnvel og segja brandara. Eftir allt sem á undan er gengið er maður sérstaklega var um sig. Ég hef því tekið ákvörðun um hvert atkvæði mitt fer. Það fer ekki endilega til þeirra sem ég er málefnalega mest sammála. Það fer þangað sem ég eygi mesta von um minnstu falsheitin og sístu spillinguna. Engin gestalæti, takk NOKKUR ORÐ Júlía Margrét Alexandersdóttir 41.900 45.900 51.900 59.900 67.900 76.900 89.900 Markaðurinn fylgir Fréttablaðinu á morgun Sóknarfærin og upplýsingatæknin. Sparisjóðirnir, saga og framtíðarhorfur. Allt um sviptingar viðskiptalífsins. Í Markaðnum á morgun H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 8 -2 5 3 9 Meðvituð um tískuna Ráðstefna um sjálfbærni og tískuiðnaðinn 24. mars, kl. 9.30–12.30 í Norræna húsinu 9.30 Fundarstjóri ávarpar ráðstefnuna: Mary Frances Davidson. 9.45 Turning Conscience into Activism: Ann Thorpe, prófessor við arkitektaskólann Bartlett við University College of London og Open University í Bretlandi. 10.10 Transparency as a key factor for growth: Karin Stenmar, hönnuður DEM collective gallabuxna úr lífrænum efnivið. 10.20 Kaffipása. 10.30 Heimildarmynd: 100% Baumwolle – Made in India. 11.10 Clean Clothes – An ethical perspective on fashion: Malin Eriksson stofnandi Rena Kläder/Clean Clothes Campaign. 11.30 Sustainable Future: Kristín Vala Ragnarsdóttir, forseti verk- og náttúrufræðideildar Háskóla Íslands. 12.00 Spurningar úr sal. 12.30 Lokaorð. Ráðstefnan er öllum opin og fer fram á ensku. Vinsamlegast skráið ykkur á ilmur@nordice.is. Ráðstefnan er hluti af Nordic Fashion Biennale. www.nordicfashion.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.