Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.2006, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.2006, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Við Kringilsá var hagi stoltra hreina, í hópum undu þar við grös og fléttur, en álver nýta ekki dýr og steina og aðeins gildir stóriðjunnar réttur. Við jökulinn er jafnan ró og friður og jurtaætum Snæfell er sem vinur, sem fiðluómur fljótsins þungi niður og flókin tónaröð er vindsins hvinur. En stíflan rís með stjarfan ógnarskugga og stefin Kára boða vá og dauða. Í lágsveitunum launráð grimmir brugga, enn litast tennur refs af blóði sauða. Við korgað lónið híma svangir hreinar er hyljast vatni fléttur, grös og steinar. Davíð Hjálmar Haraldsson Við Kringilsá Höfundur er ljóðskáld.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.