Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2006, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2006, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2006 3 lesbók Eftir Steindór J. Erlingsson steindor@akademia.is Í ár eru fjörutíu ár frá því Raunvís- indastofnun Háskóla Íslands hóf starfsemi, en hún var formlega opn- uð 14. október 1966. Með stofnun hennar var eðlisvísindum í fyrsta sinn skipaður veglegur sess í ís- lensku samfélagi, en innan vébanda stofnunar- innar hafa frá upphafi verið stundaðar rann- sóknir í eðlisfræði, efnafræði, jarðeðlisfræði og stærðfræði, og nokkrum árum síðar bættist jarðfræðin við. Hér á eftir hyggst ég lauslega gera grein fyrir aðdragandanum að stofnun Raunvísindastofnunar sem nær aftur til 1955. Rætur nútíma raunvísinda eru oft taldar liggja í „vísindabyltingu“ 17. aldar. Þessi stað- hæfing er rétt að því leyti að þá var lagður hugmyndagrundvöllur að raunvísindum nú- tímans, sem fólst í myndlíkingunni um heim- inn sem vél. Það var hins vegar ekki fyrr en um og upp úr aldamótunum 1800 sem raunvís- indin fóru að taka á sig þá mynd sem við þekkjum í dag, það er sem stofnun með sterka samfélagslega stöðu. Grunnforsenda þessarar nýju þróunar, sem stundum er kölluð „seinni vísindabyltingin“, var stofnanavæðing raun- vísindanna. Í henni fólst að einstök ríki settu á laggirnar rannsóknastofnanir, ýmist innan eða utan háskólanna, þar sem hinir nýju raunvís- indamenn höfðu fulla atvinnu af því að rann- saka náttúruna og miðla þekkingunni sem þeir öfluðu út í samfélagið. Þessi þróun hófst ekki hér á landi fyrr árið 1937 er atvinnudeild há- skólans, Í kjölfarið fylgdu Tilraunastöð Há- skólans að Keldum árið 1948 og Nátt- úrugripasafnið árið 1951. Þessar stofnanir fengust fyrst og fremst við rannsóknir á sviði lífvísindanna, en eðlisvísindin voru látin sitja á hakanum. Staða eðlisvísindanna hér á landi batnaði lít- illega er leið á sjötta áratuginn og markar fyrsta alþjóðlega ráðstefnan um friðsamlega hagnýtingu kjarnorkunnar, sem Sameinuðu þjóðirnar stóðu fyrir í Genf dagana 8.–20. ágúst árið 1955, þar viss tímamót. Af Íslands hálfu sátu ráðstefnuna Kristján Albertsson sendiráðunautur, Þorbjörn Sigurgeirsson eðl- isfræðingur, sem þá var framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins, og Magnús Magn- ússon eðlisfræðingur. Eins og Magnús gat um í ritgerðinni „Raunvísindastofnun Háskólans“ (1968) vakti þessi ráðstefna „almenna athygli og áhuga á kjarnorkuvísindum eða kjarn- fræðum um allan heim, einnig hér á landi“. Áhugann hér á landi má að einhverju leyti rekja til Magnúsar sjálfs því í kjölfar ráðstefn- unnar birti Morgunblaðið þrjár ítarlegar greinar eftir hann þar sem fjallað var um Genfarráðstefnuna, eiginleika frumeindanna og hvernig vinna má orku úr þeim og loks um úran og plúton og notkun þessara frumefna til orkuframleiðslu. Eins og Magnús bendir á í fyrstu greininni voru tildrög ráðstefnunnar þau „að 8. desem- ber 1953 hélt Eisenhower Bandaríkjaforseti ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann lagði til, að þau ríki, sem fengj- ust við kjarnorkurannsóknir, færu að gefa af birgðum sínum af úraníum og öðrum slíkum efnum til alþjóðastofnunar“, sem finna ætti leiðir til þess að nota efnin í friðsamlegum til- gangi. Þetta varð til þess að 4. desember 1954 „samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna ályktun um alþjóðasamvinnu um frið- samlega notkun kjarnorku“. Meðan málið var rætt á allsherjarþinginu, heldur Magnús áfram, tilkynntu Bandaríkin „að þau vildu gefa 100 kg af kjarnakleyfu efni til að nota í tilrauna-kjarnaofna, sem byggja ætti í ýmsum löndum. Næsta dag bauð Bretland 20 kg í sama tilgangi“. Þessi áhugi á friðsamlegri notkun á kjarnorku var fræið sem Raunvís- indastofnun Háskóla Íslands spratt upp af. Kristján, Þorbjörn og Magnús biðu ekki boðanna með að gera ríkisstjórninni grein fyr- ir veganestinu sem þeir höfðu fengið á ráð- stefnunni, því eins og Magnús bendir á í rit- gerðinni „Kjarnfræðanefnd Íslands“ (1987) sendu þeir tillögur til utanríkisráðuneytisins 20. ágúst 1955 og var ein þeirra sú „að komið verði á fót rannsóknarstofu, sem hafi með höndum geislamælingar og forgöngu og eft- irlit með notkun geislavirkra efna í þágu læknavísinda og atvinnuvega“. Til þess að ýta á eftir framgangi þessa máls og annarra sem tengdust mögulegri nýtingu kjarnorkunnar hér á landi var í byrjun september haldinn fundur hjá landsnefnd Íslands í Alþjóðaorku- málaráðstefnunni, en formaður hennar var Jakob Gíslason. Á fundinum gerði Þorbjörn grein fyrir Genfarráðstefnunni, en það sem telst markverðast við þennan fund er að þar kom fram tillaga að stofnun „atómnefndar“, sem m.a. átti að „gera tillögur um kjarn- fræðileg rannsóknar- og tilraunastörf hér á landi og vinna að því að hrinda þeim í fram- kvæmd“. Strax var hafist handa við að vinna að stofnun „atómnefndarinnar“, sem leiddi til þess að hinn 25. janúar 1956 var haldinn stofn- fundur kjarnfræðinefndar Íslands. Eitt af stefnumálum kjarnfræðanefnd- arinnar var að stuðla að uppbyggingu rann- sóknarstofu. Þetta má berlega sjá í skýrslu um störf nefndarinnar fyrir árið 1956 og vænt- anleg verkefni ársins 1957, sem send var rík- isstjórninni hinn 12. febrúar 1957 og und- irrituð af Þorbirni Sigurgeirssyni, formanni nefndarinnar og Magnúsi Magnússyni, fram- kvæmdastjóra hennar. Fyrsta tillagan sem borin var upp í skýrslunni var um „stofnun rannsóknastofu til að annast mælingar á geislavirkum efnum“. Bent var á að án hennar væri „ógerlegt að hagnýta geislavirka ísótópa hér á landi svo nokkru næmi, en sjálfsagt er að færa sér í nyt þá miklu möguleika, sem notkun þeirra skapar“. Í ítarlegu fylgiskjali við þessa tillögu eru rakin möguleg starfssvið rannsóknarstofunnar. Þar er til að mynda bent á nauðsyn þess að mæla geislavirkni í vatni, jarðefnum og lofti, enda sprengdu stór- veldin þá og síðar kjarnorkusprengjur ofan jarðar, og á mögulega beitingu geislavirkra efna í læknisfræðilegum tilgangi. Lagt var til að ráðinn yrði einn eðlisfræðingur til starfa á rannsóknarstofunni, auk eins aðstoðarmanns, og var gert ráð fyrir að hún gæti tekið til starfa í byrjun ársins 1958. Varðandi stöðu rannsóknarstofunnar innan stjórnkerfisins var talið heillavænlegast að hún heyrði undir Háskóla Íslands, enda „gæti það ýtt undir þá eðlilegu þróun, að við Háskólann skapist mið- stöð fyrir náttúruvísindalegar rannsóknir“. Tillögur kjarnfræðanefndarinnar báru strax árangur. Þess var farið á leit við Háskóla Ís- lands að hann tæki að sér að stofna rannsókn- arstofuna, en skólinn taldi sér það ekki fært nema að komið yrði á fót prófessorsstöðu í eðl- isfræði og yrði prófessornum ætlað að veita rannsóknarstofunni forstöðu. Ríkisstjórnin studdi málið og var prófessorsembættið stofn- að með lögum frá 1957. Þorbjörn Sigurbjörns- son var skipaður í stöðuna, en rannsókn- arstofan var stofnsett árið 1958 og var til húsa í kjallara Þjóðminjasafnsins. Rannsókn- arstofan, sem seinna varð að Eðlisfræðistofn- un Háskólans, bjó við þröngan kost fyrstu starfsárin eins og berlega má sjá í grein sem Björn Sigurðsson, forstöðumaður Til- raunastöðvarinnar að Keldum, ritaði í Morg- unblaðið 15. mars árið 1959. Þar sagði hann tvo eðlisfræðinga, Þorbjörn og Pál Theódórs- son, vinna mikið brautryðjendastarf við að byggja upp rannsóknarstarfsemi innan verk- fræðideildarinnar, en eins og Björn benti á stóð fjárskortur starfi þeirra fyrir þrifum. Björn benti á ýmsar leiðir til úrbóta og endaði greinina á því að biðja fjárveitinganefnd Al- þingis og aðra góða „menn, sem einhvers mega sín í þessu efni, [að] taka þetta til yf- irvegunar“. Starfsemi Eðlisfræðistofnunar þróaðist næstu árin og var Magnús Magn- ússon til að mynda skipaður prófessor í eðl- isfræði síðla árs 1960. Árið 1966 var stofnunin lögð niður er hún gekk inn í Raunvís- indastofnun, en eins og Magnús segir var Eðl- isfræðistofnunin „sá voldugi vísir, er Raunvís- indastofnunin óx upp af“. Í ritgerðinni „Um eðlisfræði“ (1961) sá Þor- björn Sigurbjörnsson fyrir sér að við Háskól- ann þyrfti „að starfa myndarleg rannsókn- arstofnun, sem sé miðstöð vísindalegrar starfsemi í landinu hvað snertir undirstöð- ugreinar tæknivísindanna“. Umræðuna um mikilvægi slíkrar stofnunar virðist mega rekja til ársins 1959 er Alexander King, forstjóri fræðslu- og tæknideildar Efnahagssam- vinnustofnunar Evrópu, kom til þess að kynna sér aðstöðu raunvísinda hér á landi. Hann taldi Íslendinga þurfa að endurhugsa stöðu þeirra við Háskólann, „bæði hvað varðar kennslu og ráðstafanir til þess að setja á lagg- irnar rannsóknarstofnanir í sumum undirstöð- ugreina raunvísindanna“. Sama ár og King heimsótti landið setti Rannsóknaráð ríkisins á laggirnar nefnd sem gera átti áætlun um efl- ingu rannsókna í raunvísindum. Samkvæmt fyrirliggjandi heimild virðast nefndarmenn hafa hugsað sér að byggja upp slíka rann- sóknaaðstöðu á Keldnaholti, en ekki við Há- skólann eins og King mælti með. Í marsmánuði árið 1961 tók Háskólinn frumkvæðið af Rannsóknaráðinu er Ármann Snævarr, rektor Háskólans, skipaði nefnd sem átti að koma með tillögur um hvernig auka mætti veg rannsókna í raunvísindum við stofnunina, en eins og Magnús bendir á „var þetta einn þáttur í undirbúningi rektors fyrir 50 ára afmæli Háskólans í október 1961“. Til- lögur nefndarinnar voru kynntar opinberlega á ráðstefnu sem haldin var dagana 28.–29. ágúst sama ár, þar sem íslenskir raunvís- indamenn ræddu um framtíðarskipulag rann- sókna hér á landi. Í ítarlegri frétt Morg- unblaðsins um ráðstefnuna kemur fram að tillögur nefndarinnar gerðu ráð fyrir að innan vébanda Háskólans „ætti að rísa stofnun, sem gæti orðið miðstöð fyrir vísindalegar rann- sóknir á sviði stærðfræði, eðlisfræði, efna- fræði og jarðeðlisfræði“. Tillögurnar gerðu ráð fyrir að starf stofnunarinnar yrði þríþætt: Í fyrsta lagi færu þar fram fyrirfram ákveðnar og áframhaldandi mælingar, sem að einhverju leyti yrðu hluti af alþjóðasamstarfi, í öðru lagi eiga þar að fara fram tímabundnar rannsóknir einstakra vísindamanna og deilda, og í þriðja lagi var gert ráð fyrir að stofnunin tæki þátt í kennslu við Háskólann og þjálfun ungra vís- indamanna. Þessar fyrirætlanir Háskólans spurðust til stjórnvalda í Bandaríkjunum því í ræðu sinni á fimmtíu ára afmælishátíð skólans, hinn 6. október 1961, tilkynnti rektor um 5 milljón króna „gjöf til háskólans frá Bandaríkjastjórn, sem ætluð er til aðstoðar við að koma á fót raunvísindastofnun á sviði eðlisfræði, efna- fræði, jarðeðlisfræði og stærðfræði“, eins og segir í forsíðufrétt Morgunblaðsins um málið. „Þessi mikilsmetna gjöf reið baggamuninn“, enda er óvíst að mati Magnúsar „hvort Raun- vísindastofnun Háskólans væri risin af grunni, ef hennar hefði ekki notið við“. Ári síðar veitti menntamálaráðherra Háskólanum leyfi til þess að hefja byggingu stofnunarinnar. Rekt- or gerði þetta að umtalsefni í ræðu sinni á Há- skólahátíð í lok október 1962. Þar gat hann þess að eftir að gjöf Bandaríkjanna barst hefði Háskólinn unnið nýjar tillögur varðandi stofn- unina, sem miðuðu að því „að hið fyrsta sé hægt að reisa raunvísindastofnun fyrir hand- bært fé“. Var það von rektors „að nú verði hægt að gera verulegt átak í raunvísindum hér við skólann, því að þau mikilvægu fræði hafa ekki notið þeirrar aðstöðu hér á landi, þegar litið er til hins síaukna gildis þeirra fyr- ir vísindalegar og efnahagslegar framfarir“. Bygging Raunvísindastofnunar hófst árið 1964 og hóf hún starfsemi sína árið 1966. Magnús Magnússon prófessor var fyrsti for- stjóri hennar. Tilkoma stofnunarinnar átti stóran þátt í því að á næstu árum var hafin kennsla í helstu greinum raunvísinda við verk- fræðideild Háskólans, sem árið 1968 varð að verkfræði- og raunvísindadeild. Um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar var mikil gerjun í íslensku rannsóknaumhverfi, því auk þess sem Raunvísindastofnun var þá í byggingu hafði staðið yfir endurskoðun á lög- gjöf um rannsóknastofnanir atvinnuveganna. Af þessu tilefni stóð Morgunblaðið fyrir stór- merkilegu framtaki þegar það bað nokkra raunvísindamenn og yfirmenn vísindamála hér á landi að svara spurningunni „Hvað er hægt að gera til þess að efla íslensk raunvís- indi?“ Blaðinu bárust svör frá 17 ein- staklingum og voru þau birt í janúar 1965. Tveimur mánuðum síðar birti Morgunblaðið ítarlega úttekt Benjamíns Eiríkssonar á svör- um sautjánmenninganna og í niðurlagi hennar sagði hann það sína persónulegu „skoðun að við eigum að fara að ráðum vísindamann- anna“, enda fælist mikill ávinningur í „því að fara að ráðum þeirra í þessum málum“. Enn er alls óvíst hvaða áhrif þetta framtak Morg- unblaðsins hafði á stefnumótun í málefnum raunvísinda hér á landi, en ólíklegt má telja að umræða sem þessi hefði átt sér stað ef ekki hefði komið til framsækin viðhorf einstakling- anna sem stofnuðu kjarnfræðanefndina árið 1956. Raunvísindi og kalda stríðið AP Dwight D. Eisenhower Raunvísindastofnun á sennilega upphaf sitt að rekja til hans. Upphaf Raunvísindastofnunar Háskóla Ís- lands má rekja til samþykktar allsherj- arþings Sameinuðu þjóðanna um alþjóða- samvinnu um friðsamlega notkun kjarnorku 1954 en hugmyndin kom upphaflega fram í ræðu Eisenhowers Bandaríkjaforseta á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1953 þar sem hann lagði til að þau ríki sem fengjust við kjarnorkurannsóknir færu að gefa af birgðum sínum af úraníum. Raunvís- indastofnunin var sett á fót árið 1966 og á því 40 ára afmæli um þessar mundir. Höfundur er vísindasagnfræðingur. Í HNOTSKURN »Raunvísindastofnun Háskólans ervettvangur rannsókna í raunvís- indum við Háskóla Íslands. »Raunvísindastofnun hóf starfsemisína 12. júlí 1966, en forveri hennar var Eðlisfræðistofnun Háskólans. »Raunvísindastofnun skiptist í tværfaglega sjálfstæðar stofnanir, Eðlis-, efna- og stærðfræðistofnun Háskólans (EH) og Jarðvísindastofnun Háskólans (JH).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.