Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2006, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2006, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Vér með- mælum allir Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur bab@mbl.is Af því að nú er komið að mér!“ segirsjálfsörugg kona og brosir breitt í áttað myndavélinni sem fylgir hennieftir þar sem hún valhoppar frjáls- lega eftir grænni grasflöt með hárið flaksandi. Textatengsl við klassíska perlu úr auglýsinga- sögunni eru augljós, þarna er komin ein af kon- unum sem dansaði eftir mjúkri hlíð í hvítum bómullarkjól undir frönskum nunnusöng svo dásamlega áhyggjulaus enda með Vespre-bindi í buxunum. Nú, sirka tuttugu árum seinna, hef- ur konan orðið viðskila við hópinn. Áður val- hoppuðu þær saman en núna er komið að henni. „Allir hafa sínar ástæður!“ segir glaðbeitt karlmannsrödd og við blasa myndbrot af öðrum upplitsdjörfum og hamingjusömum konum. Ein segir: „Af því að ég á mig sjálf!“, önnur seg- ir: „Af því ég má vera falleg!“ Sjálfstæðið skín af konunum og einstaklingseðli þeirra er undir- strikað með því að sýna aðeins eina þeirra í einu. Þetta eru engar hópsálir eins og vinkonur þeirra með Vespre-bindin, enda varan sem hér um ræðir ekki eitthvað sem sameinar heldur aðgreinir. Greinir þær sem „mega“ vera fal- legar og „eiga“ sig sjálfar, frá þeim sem eiga kvenleika sinn helst undir því að fara bara á túr eins og allar hinar. Valhoppandi konur auglýsa ekki lengur dömubindi, heldur Botox. Og þessi tiltekna auglýsing (sem er sýnd án afláts á öll- um stærstu sjónvarpsstöðvunum í Bandaríkj- unum) sýnir að framleiðendur efnisins vilja ýta þeirri hugmynd út af kortinu að konur noti vöru þeirra vegna þrýstings frá umhverfinu. Æsku- dýrkun og yfirnáttúrlega fullkomnar fyr- irmyndir í formi fótósjoppaðra kvikmynda- stjarna og súpermódela koma málinu ekkert við. Nei, konur fá sér Botox af því að „nú er komið að þeim“. „Elskan!“ sagði eiturhress náungi sem hafði óumbeðið skellt mér niður á stól í snyrti- vörudeildinni í Bloomingdales og byrjað að smyrja nýju og byltingarkenndu meiki á kinn- arnar á mér. „Meik með andoxunarefnum! Þú verður ung á ný, ég lofa þér!“ sagði hann stolt- ur og hafði alls ekki húmor fyrir því þegar ég sagðist telja mig sæmilega unga enn. „Darling, ég kem frá suðurríkjunum og þar eru stelpur niður í tvítugt farnar að fá sér Botox. Fyr- irbyggjandi aðgerðir!“ Litli proffinn í mér stóðst ekki mátið og sagðist hafa haft þann skilning á Botox að það lamaði andlitsvöðva sem yrði til þess að slaknaði á hrukkóttri húð- inni fyrir ofan þá tilteknu vöðva. Hvernig gæti Botox þá gagnast þeim sem hefðu engar hrukk- ur til að byrja með? „Baby! Þær fá sér þetta til að lama vöðvana áður en þeir ná að valda nokkrum skaða.“ Mig langaði mest til að spyrja hann hvort hann vissi að kollagenið sem er not- að til að framleiða svokallað Cosmoplast – efni sem er notað er til að fylla í varir – væri búið til úr frumum sem teknar voru úr forhúð á einu tilteknu fóstri. Þennan fróðleiksmola hafði ég upp úr nýrri og umtalaðri bók eftir Alex Kuc- zynski, blaðamann á New York Times, sem ber heitið Beauty Junkies – Inside Our $15 Billion Obsession With Cosmetic Surgery. Kuczynski bætir því við frásögnina að ef drengur þessi hefði ekki látist á fósturstigi væri hann kominn á unglingsaldur og yrði sennilega illa sjokk- eraður ef hann vissi að frumur úr forhúð hans væri að finna í vörum „hundraða þúsunda manna og kvenna um heim allan“. Bók Kuczynski er í bland rannsóknarblaða- mennska og sjálfsævisaga en Kuczynski er sjálf fyrrverandi fegurðarfíkill, eins og hún orðar það, en náði tökum á fíkn sinni fyrir ári þá fer- tug að aldri. Hún fór að fara í Botox reglulega um þrítugt, fékk sér svo kollagen í varirnar, fór í ítrekaðar aðgerðir á augnlokum og fitusog, en hætti síðan þegar hún fann á eigin skinni að þetta færði henni hvorki hamingju né lífsfyll- ingu. Sjálf segist hún hafa verið frekar hófsöm í þessum efnum miðað við margar bandarískar konur og nefnir sem dæmi eiginkonu kvik- myndaframleiðanda í Hollywood sem hún kall- ar Frú X. Sú fer í hárlitun tvisvar í viku, and- litsbað, vax og tannhvítun vikulega, smyr andlit sitt og líkama með kremum sem búin eru til úr kavíar, 24 karata gulli og vaxtarhormónum, lætur sprauta í sig Botoxi, Gore-Texi, Restalyni (gegn hrukkum), og Artecoll-i (í varir), hefur farið í fitusog, brjóstastækkun -minnkun, svo aftur -stækkun, og er búin að láta laga á sér augun, stækka augnsvæðið og kynfærin. Kuc- zynski heldur því fram að á meðal þeirra sem hún umgengst teljist Frú X vera normið. Þegar Kuczenski spurði hana hvort hún hefði ein- hvern tímann íhugað að vinna úti svarar hún neitandi. „Ég hefði aldrei orðið góð í neinu. Ég hefði allavega ekki orðið það góð að ég hefði skipt neinu máli.“ Raunsætt form þessar sjónvarpsauglýs- ingar. Bótox „Mig langaði mest til að spyrja hann hvort hann vissi að kollagenið sem er notað til að framleiða svokallað Cosmoplast – efni sem er not- að til að fylla í varir – væri búið til úr frumum sem teknar voru úr forhúð á einu tilteknu fóstri,“ segir Birna Anna sem fjallar um auglýsingar. Nú er komið að mér! » Sú fer í hárlitun tvisvar í viku, andlitsbað, vax og tannhvítun vikulega, smyr andlit sitt og líkama með kremum sem búin eru til úr kavíar, 24 karata gulli og vaxtarhormónum … FJÖLMIÐLAR I „Að þú skulir ekki skammast þín að verakominn – og það lifandi!“ sagði Margrét kona Þórbergs Þórðarsonar þegar hún tók á móti honum í stigaganginum á Hringbraut- inni eftir að hafa látið lýsa eftir honum í út- varpi en Þórbergur hafði farið að heiman um morguninn og ekki látið frá sér heyra allan daginn. Þessi saga er ein af mörgum skemmtilegum í áhugaverðu Skáldalífi Halldórs Guðmunds- sonar um Þórberg og Gunnar Gunnarsson. Þórbergur var skrýtinn og einhvern veginn á skjön við allt og alla, en stundum var hann bara eins og óþekkur krakki. Það segir þó ekki alla söguna. II Þetta á líka við um stöðu hans í íslenskribókmenntasögu. Eins og Halldór rekur virðist reyndar sem sú almenna viðurkenning að Þórbergur sé einstakur stílisti og vitn- isburður nokkurra samtímamanna hans um að hann hafi verið eins konar hirðfífl eða „nánast ídjót“, eins og Laxness sagði, eigi sinn þátt í þeirri útbreiddu skoðun að hann hafi verið „vel skrifandi trúður“. Þessi skoð- un fær ekki staðist,“ segir Halldór, og bætir við: „Fleyg orð Georges Buffon frá 1753, að stíllinn sé maðurinn sjálfur, eiga vel við Þór- berg. Buffon sagði að umfjöllunarefni og ytri þættir væru breytilegir en rithátturinn væri maðurinn sjálfur, eða öllu heldur: Maðurinn er einsog hann skrifar. Það er vissulega rétt að Þórberg brast dómgreind til að endur- skoða sína pólitísku hugsun, gat verið auð- trúa og æði barnslegur þegar hann stóð and- spænis því sem hann taldi vitnisburð að handan. Hann hafði líka gaman af eftirherm- um og ólíkindalátum svo viðmælendur vissu stundum ekkert hvar þeir höfðu hann. En rit- háttur hans var háþróuð og útpæld tækni til að segja sögur og draga upp persónur og þó öllu öðru fremur eina persónu: Hann sjálfan.“ III Stundum hefur Þórbergur verið talinntil fyrstu módernistanna í íslenskum bókmenntum en Halldór skýtur það niður í bókinni, bendir á að Þórbergur hafi ekki staðið með formbyltingarmönnum í ljóðlist þegar deilurnar um atómljóðin stóðu sem hæst. Honum þóttu atómljóð bæði leiðinlegur og lélegur kveðskapur, segir Halldór og ítrekar að Þórbergur hafi ekki verið nútíma- höfundur í anda atómskáldskapar eða abs- úrdleikhúss. Frumleiki hans er skyldari því sem felst í eldri merkingu orðsins „original“, það er „til frá upphafi“. Bókmenntaleg rödd hans hafi mótast þegar í Suðursveit þar sem hann byrjaði að kortleggja heiminn með sín- um hætti. „Í þessu á tal hans um nátt- úrulegan stíl, orðaforða og rithátt sem hefur samlagast sál höfundarins, rætur,“ segir Halldór. IV Glíman við að flokka Þórberg innan ís-lenskra bókmennta hefur staðið ansi lengi. Að setja hann utan allra flokka, eins og Halldór gerir, er orðið að kunnuglegu stefi. Enn vantar okkur ýtarlega rannsókn á skrif- um hans. neðanmáls Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs- ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins Eftir Gunnar Theodór Eggertsson gunnaregg@gmail.com ! Í síðasta mánuði var haldinn útifundur á Austurvelli til að mótmæla stöðu menntakerfisins í landinu. Fundurinn var hald- inn af Stúdentaráði HÍ og til- gangurinn var að gera mennta- málin að kosningamáli, að búa betur að öllum menntastigum og leggja meiri metnað og peninga í kerf- ið. Samkoman var vel sótt af stúdentum og undirskriftasöfnun var hleypt af stað til að vekja þjóðina til vitundar. Hvort þessi fundur hafi haft áhrif á stefnuskrá stjórnmálaflokkana veit ég ekki, né held- ur hvort þessi fundur geti talist sér- staklega merkilegur hvað varðar menntamál á Íslandi um ókomin ár. Hins vegar gæti þessi fundur átt sér sögulegan sess á allt öðru sviði. Ekki varðandi menntamálin, heldur ákveðna samfélags- lega tilhneigingu til að hræðast allt það sem við kemur mótmælum. Stúdentar – sá samfélagshópur sem á sér orðstír sem hópur hugsandi ungmenna sem taka fyrir málefni, benda á rökvillur og búa yfir orku og styrk til að hafa raunveruleg áhrif á umhverfið (nógu ung til að standa ekki á sama, nógu gömul til að mark sé á þeim tekið) – gátu ekki notað orðið “mót- mæli“ til að lýsa útifundinum eða tilgangi hans heldur urðu að grípa til andheitisins “meðmæli“, vegna þess að þau óttuðust að ekki yrði tekið mark á mótmælum því það þætti of neikvætt. “Við viljum [...] gera þetta með jákvæð- um hætti,“ útskýrir formaður Stúd- entaráðs í viðtali við Morgunblaðið 10. október síðastliðinn. Hugsa sér hvílíka hræðslu við mótmæli sem þetta felur í sér – að geta ekki notað orðið sem orðabæk- ur hafa komið sér saman um til að lýsa þeim atburði sem þarna fór fram! Í stað þess að nota þetta orð – sem ber hvorki með sér neikvæðan né jákvæðan merk- ingarauka eitt og sér – þurfti Stúd- entaráð að fara 180° snúning til að koma skoðunum sínum á framfæri. Í stað þess að mótmæla einfaldlega áherslum Al- þingis varðandi menntunarmál, þurfti að mæla með þeim áherslum sem eru ekki til staðar hjá Alþingi – “mæla með“ menntun. Hver er tilgangurinn með þess- um orðaleik, þessum útúrsnúningi? Hann er hvorki gerður út í loftið né til að vera sniðugur, heldur til að friða ráðandi for- dóma. Á síðari árum hafa “mótmæli“ og “mótmælandi“ ekki aðeins fengið á sig neikvæðan blæ heldur beinlínis breyst í skammar- og blótsyrði. Ég mótmæli ekki virkjun. Ég mótmæli ekki stríðsstuðn- ingi. Ég mæli heldur með eitthverju allt öðru. Vér mótmælum ekki allir – vér meðmælum. Ég veit ekki hvaðan tilhneigingin kem- ur, hvers vegna sögnin “að mótmæla“ er orðin meiðyrði. Það gæti verið vegna er- lendra mótmælenda við Kárahnjúka, vegna sokkinna hvalveiðiskipa, þeirrar ímyndar sem fjölmiðlar hafa skapað af mótmælafundum eða kaldhæðni nýrra kynslóða – um það má deila. En mótmæl- endur eru ekki lengur einstaklingar mót- fallnir ólíkum málstöðum, heldur eins- leitur hópur fólks sem virðist ekki gera annað en að mótmæla – hverju sem er, hvenær sem er. Ert þú Mótmælandi – ert þú einn af Þeim? Orðið er við það að missa merkingu sína því samfélagið segir okkur að mótmæli séu tilgangslaus. Þau eru andfélagsleg, vitlaus, leiðinleg og röng. Þetta eru skilaboðin sem bíða næstu kynslóðar. En ef fólk getur ekki staðið með eigin skoðunum, ef það smjaðrar fyrir samfélaginu með andheit- um og getur ekki sett sig hreinskilnings- lega upp á móti því sem það er mótfallið, hvernig er þá hægt að taka mótmælin al- varlega? Með því að meðmæla missir at- höfnin allan kraft, allt líf og blóð. Orðið geldist, merking þess hverfur, og tilgang- urinn með því. Ég vil frekar sjá tíu mót- mælendur samankomna á Austurvelli að mæla af sannfæringu heldur en fimm hundruð meðmælendur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.