Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2006, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2006, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Dreifingarfyrirtækið Janus Filmshefur nú gefið út veglegt kvik- myndasafn í tilefni af hálfrar aldar afmæli fyrirtæk- isins. Janus Films hafa séð um dreifingu mynda leikstjóra á borð við Ingmar Berg- man, Federico Fellini, François Truf- faut og Akira Kurosawa. Safnið hefur að geyma hvorki fleiri né færri en 50 kvikmyndir, sem margar hverjar hafa markað djúp spor í kvikmyndasöguna. Meðal myndanna 50 eru The Virgin Spring (Bergman), La Strada (Fellini), Se- ven Samurai (Kurosawa), The Lady Vanishes (Alfred Hitchcock) og M (Fritz Lang). Auk myndanna 50 fylgir með 240 síðna bók um myndirnar og leik- stjóra þeirra. Safnið er eins og sjá má ansi veg- legt og kostar á bilinu 40 til 60 þús- und krónur. Ódýrast er að kaupa safnið á vefverslunum, til dæmis á vef Janus Film. Myndirnar hafa flestar áður verið gefnar út á mynddiskum en þá oftast án alls aukaefnisins sem prýðir út- gáfu Janus Films. Fyrirtækið Janus Films var stofn- að árið 1956 af þeim Bryant Holiday og Cyrus Harvey og hafði frá upp- hafi á stefnuskránni að dreifa er- lendum myndum sem víðast í Bandaríkjunum.    Handritshöfundurinn Chase Pal-mer er með tvö nýstárleg handrit í smíðum, sem fjalla um ann- ars vegar Alfred Hitchcock og hinsvegar Char- les Darwin. Það fyrrnefnda er lengra komið og tökur að fara að hefjast von bráðar á mynd- inni um hrollvekj- umeistarann sem ber heitið Num- ber 13. Dan Fogler fer með hlutverk leikstjórans en með önnur hlutverk fara Ben Kingsley og Ewan McGre- gor. Myndin um Darwin er byggð á sögu Peter Nichols, Evolutiońs Captain: The Dark Fate of the Man Who Sailed Charles Darwin Around the World. Sagan segir frá Robert FitzRoy, skipstjóra á H.M.S. Beagle, og sambandi hans við Darw- in. Myndin mun fjalla um þrjátíu ára vináttusamband þeirra tveggja og umræðum þeirra um kenningar um þróun mannsins. Nafn myndarinnar verður ekki jafn langt og bókarinnar, hún heitir einfaldlega Evolutiońs Captain. Framleiðandi myndarinnar verð- ur Cathy Schulman, sem framleiddi meðal annars Óskarsverðlauna- myndina Crash.    Leikarinn Sasha Baron Cohenhefur nú rætt í fyrsta sinn op- inberlega um hugarfóstur sitt, Ka- sakann Borat. Nýverið var frumsýnd mynd um Borat og sitt hefur hverjum sýnst um efn- istökin. Á meðan margir veltast um af hlátri eru aðrir ekki eins hrifnir og varðist Cohen meðal ann- ars ásökunum um kynþáttahatur í umræddu viðtali við tímaritið Roll- ing Stone. „Ádeilan er ekki á Kazakstan heldur á þá sem halda því fram að landið sé eins og ég lýsi í myndinni,“ sagði Cohen meðal annars í viðtal- inu. KVIKMYNDIR Ingmar Bergman Borat. Alfred Hitchcock. Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu Kvikmynd breska grínistans Sacha Bar-on Cohen um ferðalag hins ólukku-lega sjónvarpsfréttamanns frá Ka-sakstan um Bandaríkin hefur fengið góðar móttökur þar sem hún hefur verið sýnd, jafnvel í Bandaríkjunum en ýmsir spekingar voru farnir að efast um að hún ætti eftir að falla í góðan jarðveg í landinu sem er sjálfur skotspónn grínsins. Annað hefur þó komið á daginn sem er gott þar sem hér er um ein- hverja merkilegustu mynd ársins að ræða. Ka- sakstan er að vísu undanskilið í sigurför mynd- arinnar um heiminn en hún hefur víst verið bönnuð þar í landi og svipaðar blikur eru á lofti í Rússlandi. En hvers konar fyrirbrigði er Borat eig- inlega? Persónan er kennd við þjóð sem, ef marka má myndina, virðist rétt vera að skríða undan steini myrkustu miðalda. Allar þær kreddur sem virðast fáránlegar og mannfjand- samlegar lifa góðu lífi í þessu landi, samkvæmt kvikmyndinni. Borat ferðast svo til Bandaríkj- anna til að búa til heimildarmynd sem ætluð er til uppfræðslu eigin þjóðar, með öðrum orðum, hann býr til mynd svo þjóð hans geti lært sam- félagslegar lexíur af landinu þaðan sem valdið og auður samtímans virðist eiga sér uppsprettu. En eftir að hafa séð myndina hlýtur maður að velta fyrir sér hvað hún segir um sögulegar kringumstæður þess tímabils sem getur svona verk af sér. Það sem hér er á ferðinni er mynd sem í markaðsfræðilegum skilningi virðist einkum vera beint að frjálslyndum vesturlandabúum og reynir jafnframt að laga sig að ríkjandi hug- myndum þessara áhorfenda um heiminn. Í myndinni leikur gyðingur Mið-Austur- landabúa sem bókstaflega holdgerir alla þá fá- fræði og þau óupplýstu viðhorf sem vestrið gjarnan tengir við þennan heimshluta, en þar á ég við hluti á borð við gyðingahatur, kvenfyr- irlitningu og almenna afturhaldssemi. Þá reyn- ist Borat líka vera hinn mesti ljúflingspiltur, hálfgerður Bakkabróðir sem vill samferðamönn- um sínum vel. Það er samstilling þessara tveggja persónueinkenna sem gerir Borat að jafnáhrifamikilli persónu og raun ber vitni. Þetta er líka að mörgu leyti tilbrigði við góð- lega en e.t.v. pínulítið seinþroska hillbillí-inn (hann kyssir systur sína á munninn, o.s.frv.) sem ferðast til stórborgarinnar og við þekkjum úr fjöldanum öllum af myndum – fiskur á þurru landi. Aukinn kraft fær síðan allur gamanleikurinn sökum þess að blessaður maðurinn þráir ekkert annað en að vera eins og við. Það er sjálfur til- gangur heimildarmyndagerðarinnar. Að leyfa vanþróaðri þjóð að líkja eftir okkur. Í eftiröpun sinni er hann meira að segja hálförvænting- arfullur. Á þennan hátt, og á sviði hinnar nars- issísku sjálfsmyndar, undirbyggir og upphefur Borat okkar síðkapítalíska lífsstíl. Í þessu samhengi er myndin um Borat hin fullkomna uppskrift fyrir frjálslyndan vestræn- an áhorfendahóp sem lifir í greipum hryðju- verka. Við pústum aðeins út, taugaveiklun okk- ar í garð þessa fólks fyrir austan okkur minnkar kannski aðeins, ekki síst þar sem við getum leyft okkur að gera grín að þeim fyrir að vera hræðilega (skemmtilega) gamaldags og ekki eins og við (þó innst inni vilji þau vera eins og við …). Skrípaleikurinn ber samt ekki of mikinn keim af kynþáttafordómum (það myndi svo sannarlega móðga okkar háþróaða siðferð- ismat). Í staðinn er Borat kynþáttahatarinn og við hlæjum dátt. Borat, Bandaríkin og við SJÓNARHORN » Í þessu samhengi er myndin um Borat hin fullkomna uppskrift fyrir frjálslyndan vestrænan áhorfendahóp sem lifir í greipum hryðjuverka. S tóru skyndibitakeðjurnar í Banda- ríkjunum keppast nú við að bæta hvers kyns heilsuréttum á matseðla sína og skapa söluvöru sinni ímynd heilbrigðis og ferskleika. Í stað hefð- bundinna mynda af sindrandi frönskum kartöflum, safa- og sósuríkum risaborg- urum eða djúpsteiktum kjúklingi snúast auglýs- ingar keðjanna nú um brakandi salöt, eplaskífur og nýja fituskerta kjúklingavafninga. Þó svo hinir svokölluðu heilsuréttir skyndibitakeðjanna stand- ist misvel nánari skoðun (einhver könnunin leiddi í ljós að Cesar-salatið frá McDonalds væri fitu- og kaloríuríkara en tvöfaldur hamborgari) er hin breytta áhersla skyndibitafyrirtækjanna engu að síður dæmi um það hvernig þau reyna að snúa vörn í sókn gagnvart aukinni meðvitund neytenda um óhollustu fæðisins. Metsölubók bandaríska blaðamannsins Erics Schlossers, Skyndibitaþjóðin (Fast Food Nation) frá árinu 2001, átti stóran þátt í vitundarvakning- unni um óhollustu skyndibitans, en þar fjallaði Schlosser á afhjúpandi hátt um bandaríska mat- vælaiðnaðinn og skyndibitavæðingu hans. Í bók- inni nálgast Schlosser umfjöllunarefnið ekki ein- göngu út frá heilbrigðisforsendum, heldur einnig siðferðilegum forsendum. Þannig bendir hann á fórnarkostnaðinn sem liggur að baki hræódýrum og lokkandi skyndibitanum. Í kringum skyndi- bitakeðjurnar hafa orðið til risafyrirtæki í mat- vælaiðnaði sem leggja ofuráherslu á stórtæka framleiðslu hráefnis á borð við nautakjöt og kart- öflur, þar sem verðið til bænda hefur verið þving- að niður í krafti markaðsráðandi stöðu. Þá hefur nautagriparækt snúist upp í martröð fyrir naut- gripina, verkafólk, umhverfið og ekki síst neyt- endur kjötsins, sem er afar slakt að gæðum en þeim mun mettaðra af heilsuspillandi en um leið bragð- og ilmbætandi efnum sem framleidd eru í efnaverksmiðju í New Jersey. Bandaríski leikstjórinn Richard Linklater hef- ur nú gert kvikmynd byggða á bókinni, en hand- ritið semur hann í félagi við Schlosser. Ólíkt því sem við hefði mátt búast er myndin ekki heimild- armynd heldur leikin kvikmynd þar sem leitast er við að varpa ljósi á viðskipta- og framleiðsluhætti skyndibitaiðnaðarins í gegnum nokkrar skáldaðar persónur. Upphaflegu hugmyndina að því að gera skáldaða mynd eftir Fast Food Nation áttu fram- leiðendurnir Jeremy Thomas og Malcolm McLa- ren, gamlir pönkarar sem láta sér fátt fyrir brjósti brenna. Eric Schlosser tók vel í hugmynd- ina þar sem hann sagðist telja að þessi aðferð leyfði hispurslausa gagnrýni, sem var að hans mati grunnskilyrði fyrir því að gefa grænt ljós á kvikmyndagerð eftir bókinni. Útkoman er vissu- lega beitt, þó svo myndin búi vitanlega ekki yfir eins umfangsmiklum upplýsingum og bókin, og á stundum er ekki laust við að dramatíkin verði dá- lítið „dídaktísk“, þ.e. að persónum sé gagngert ætlað að miðla tilteknum upplýsingum og við- horfum. Myndin fjallar um persónur sem allar starfa á einhvern hátt í tengslum við hamborgarakeðjuna „Mickey’s“, en þar er um skýra vísun í risafyr- irtækið McDonald’s að ræða. Sögupersónur eru á mismundandi stöðum í fæðukeðju markaðs- lögmálanna, en á botninum eru þrjár sögu- persónur, þau Sylvia, Coco og Paul. Þau eru ólög- legir innflytjendur frá Mexíkó og starfa, líkt og fjölmargir aðrir ólöglegir verkamenn í Bandaríkj- unum, í sláturhúsi eins af stóru nautgriparækt- endunum sem sjá m.a. Mickey’s fyrir hamborg- urum. Líkt og Schlosser gerði rækilega grein fyrir í bók sinni eru sláturhús af þessu tagi einhver sá hættulegasti og andstyggilegast vinnustaður sem fyrirfinnst í landi hinna frjálsu. Starfsfólk er keyrt áfram og er öryggi þess á vinnustað ekki tryggt. Vinnuslys eru því tíð og réttarstaða þeirra réttindalausu ólöglegu verkamanna sem slíta sér út, slasast eða týna lífi er lítil sem engin. Þá er framleiðsluferlið keyrt áfram á svo miklum hraða að oft vill brenna við að verkamennirnir ná ekki að skilja innyflin og garnirnar nægilega vel frá kjötskrokkunum áður en þeir fara í hakkavélina, og því koma reglulega upp e-coli (saurgerlatengd- ar) matareitranir í hamborgurum stóru kjöt- framleiðendanna. Þó svo að matareitrunartilfellin hafi dregið fólk til dauða, einkum börn og gam- almenni, nemur kostnaður vegna lögsókna ekki nema broti af gróðanum sem fæst með því að keyra framleiðsluna áfram með lágmarks- mannafla og á hámarkshraða. Önnur af aðalpersónum kvikmyndarinnar, markaðsstjórinn Don Henderson (Greg Kinnear) sem vinnur fyrir Mickey’s, fær í upphafi mynd- arinnar það verkefni að kanna með leynd hvernig standi á því að saurgerlar (eða skítur eins og hann orðar það sjálfur) hafi greinst í vinsælustu ham- borgarategund keðjunnar. Hann heldur því af stað til Cody og kynnir sér framleiðsluferli ham- borgaranna frá a til ö, og fræðist smám saman um skuggahliðar iðnaðarins. Don Henderson getur hins vegar lítið gert í málunum vilji hann halda starfinu. Þriðja aðalmengið af sögupersónum hverfist síðan í kringum táningsstúlkuna Amber sem vinnur við afgreiðslu á Mickey’s en vaknar smám saman til vitundar um það hvers konar fyr- irtæki hún vinnur fyrir, og fer að huga að því hvað hún geti gert til að berjast fyrir betri heimi. Auk aðalleikaranna stinga ýmsar stjörnur upp kollinum í aukahlutverkum í myndinni, en hér má nefna Patriciu Arquette, Ethan Hawke og Kris Kristofferson. Þá á Bruce Willis skemmtilega inn- komu í hlutverki Harrys, innkaupastjóra hjá Mic- key’s. Willis fer á kostum í stuttu en eft- irminnilegu atriði þar sem Harry útskýrir harkalegur leikreglur kjötiðnaðarins fyrir Don og ráðleggur honum að láta málið kyrrt liggja vilji hann halda vinnunni. Þar klykkir hann út með huggandi spakmæli sem kjarnar e.t.v. stöðu þeirra sem lúta ægivaldi stórfyrirtækja í mat- vælaiðnaðinum: „Við þurfum öll að éta dálítinn skít við og við“. Skyndibitamenningin krufin Bandaríski leikstjórinn Richard Linklater hefur gert kvikmynd í samvinnu við Eric Schlosser sem byggð er á metsölubók þess síðarnefnda, Fast Food Nation. Reuters Skyndibitaþjóðin „Myndin fjallar um persónur sem allar starfa á einhvern hátt í tengslum við ham- borgarakeðjuna „Mickey’s“, en þar er um skýra vísun í risafyrirtækið McDonald’s að ræða.“ Eftir Heiðu Jóhannsdóttur hej1@hi.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.