Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2006 19
lesbók
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
Ævintýrabækur ætlaðar full-orðnum eftir höfunda á borð
við J.R.R. Tolkien og Terry Pratc-
hett eru vinsælt
lesefni víða um
heim, en það er
öllu óalgengara
að íslenskir rit-
höfundar notfæri
sér þennan efni-
við. Nehéz, bók
Einars Hjart-
arsonar, sem
jafnframt sér
sjálfur um útgáf-
una, fellur engu að síður í þennan
flokk. Sagan gerist í Ármörku, af-
skekktu héraði á landamærum
Austurríkis og Ungverjalands, þar
sem tíminn hefur svo gott sem stað-
ið í stað, en ekkert varir að eilífu,
jafnvel ekki í Nehéz. Öldungurinn,
framhald Eragons, bókar hins
kornunga Christophers Paolinis,
fellur vissulega líka í ævin-
týrasagnaflokkinn og hið sama má
segja um Artemis Fowl – Eyjuna
týndu úr hinum geysivinsæla bóka-
flokki Eoin Colfers. Þær koma báð-
ar út hjá JPV og ættu að gleðja
marga úr hópi yngri lesenda.
Það má að vissu leyti líka fellaStrengleika í flokk ævintýra-
bókmennta, þótt af öðrum toga sé,
enda er um að
ræða safn smá-
sagna um ástir
og ævintýri ridd-
ara og hirð-
meyja. Streng-
leikar koma út í
ritstjórn Sveins
Yngva Egils-
sonar hjá Bók-
menntastofnun
Háskóla Íslands.
Sögurnar voru upphaflega skrifaðar
fyrir franskt hirðfólk á 12. öld, en
voru þýddar yfir á norrænu á 13.
öld. Og þótt efnið sé vissulega gam-
alt fjalla sögurnar engu að síður um
samskonar vandamál og fólk glímir
við í dag – ást, hatur, hjónaband,
framhjáhald, ófrjósemi, ofríki og of-
beldi.
Bandaríski spennusagnahöfund-urinn Dan Brown hefur eign-
ast ófáa aðdáendur hér á landi í
kjölfar útgáfu Da Vinci-lykilsins, og
er nú komin út hjá Bjarti bókin
Hringur Tankados eftir Brown í
þýðingu Önnu Maríu Hilm-
arsdóttur, þar sem segir frá stærð-
fræðingnum Susan Fletcher og æsi-
legum ævintýrum hennar hjá
Öryggisstofnun Bandaríkjanna
(NSA). Ósýnilegir glæpir eftir Gu-
illermo Martínes ættu þá ekki síður
að reynast spennusagnaaðdáendum
kærkomin lesning, enda er í bókinni
blanda af lævísum morðum og
hreinni stærðfræði.
Það er töluvert kyrrlátara og ölluhversdaglegra yfirbragð yfir
nýjustu bók Kristínar Steinsdóttur,
Á eigin vegum,
sem út kemur
hjá Vöku-
Helgafelli. Þar
segir frá ekkj-
unni Sigþrúði
sem komin er á
efri ár og vinnur
fyrir sér með
blaðburði. Hún
ræktar garðinn
sinn og potta-
blómin, stundar kaffihús og bóka-
söfn, sinnir köttunum, sækir jarð-
arfarir og er ein en ekki einmana.
Íslenskur veruleiki er líka að vissu
leyti viðfangsefni Sölva Björns Sig-
urðssonar í Fljótandi heimi, þar
sem segir frá Tómasi, ungum stúd-
ent af landsbyggðinni, sem hefur
háskólanám í Reykjavík. Líf hans
gjörbreytist síðan er hann kynnist
hinni hálfjapönsku og dularfullu
Saiko sem kynnir hann fyrir viskí-
drykkju og verkum Harukis Mura-
kamis.
BÆKUR
Christopher
Paolini
Kristín
Steinsdóttir
Dan Brown
Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur
sith@mbl.is
Jólabókaflóðið mitt hófst og endaði í bóka-búð í London, Foyles, sem er á mörgumhæðum með óteljandi deildum, djass-kaffi, nettengingu og öðru sem hugurinn
girnist og heimtar. Þessi verslun er m.a. ein besta
fræðibókabúð landsins og því hefði ég getað
fundið þar lykilinn að lífsgátunni, dýrafræðidoðr-
anta eða nóbelsrit í metravís. En ég labbaði út
með eina, hvíta bók, The World of Karl Pilk-
ington.
Pilkington þessi er bjáni. Eða svo segir að
minnsta kosti Ricky Gervais (The Office, Extras),
sem uppgötvaði kauða. Þannig hefst formáli
Gervais: „Hvernig má það vera að maður sem
hefur þær skoðanir að „Kínverjar eldist illa“ og
„samkynhneigðir fari of seint út“ geti verið við-
kunnanlegur? Af því hann er fífl.“ Gervais lýsir
því hvernig hann og Steve Merchant þurftu á
tæknimanni að halda er þeir stjórnuðu útvarps-
þætti. „Þeir létu okkur hafa Karl. Og þegar hann
opnaði munninn var ljóst að við höfðum uppgötv-
að töfralampa. Ef maður nuddaði hann streymdi
úr honum töfrandi bull …“ Um þetta er bókin.
Hún er prentuð útgáfa af bestu samtölum Karls,
Steves og Rickys, sem upphaflega voru send út
um netvarp (podcast) og náðu verulegri lýðhylli.
Og það er skemmst frá því að segja að þessi
bók er svo fyndin að ég hef ekki komist í annað
eins langa lengi. Sjónarhorn Karls Pilkingtons á
heiminn er svo stórbrotið í glámskyggni sinni að
mestu heimspekingar eiga fótum fjör að launa.
Hann tekur þá bókstaflega í nefið – hann tekur
líka ýmsar eðlisfræðilegar staðreyndir í nefið,
hefur margt við náttúruval að athuga, setur fram
lausn á offjölgunarvanda mannkyns og gerir
frumstæðar tilraunir á sjálfum sér við uppvaskið.
Bókin er sett upp eins og handrit en engar
sviðslýsingar fylgja aðrar en að Steve og Ricky
skella stundum upp úr. Litbrigðin liggja öll í text-
anum sem er blátt áfram þegar Karl á í hlut, full-
ur fyrirlitningar þegar Ricky og Steve eiga í hlut,
en þá er ónefnd dulin aðdáun þeirra, sem skiptir
ekki minnstu máli.
Ég hef aldrei hlustað á netvarpsþætti þre-
menninganna og langar það eiginlega ekki; ég er
búin að gera mér svo skothelda mynd af Karli
Pilkington (uh, reyndar er ljósmynd af honum á
kápunni) að ég vil ekki skemma hana. Reyndar
eru uppi kenningar um að Karl Pilkington sé leik-
inn karakter, en því neita Gervais og Merchant
staðfastlega – benda á að ímyndunarafl hans fari
langt út fyrir þeirra eigið. Og aldrei hefur verið
sannað að þættirnir fylgi handriti. Bókin mun
einfaldlega vera skráð eftirá, þótt ótrúlegt sé að
ljósvakasamtöl geti orðið að svona ágætum texta.
Myndi einhver nenna að lesa prentaða útgáfu
samtala á KissFM, sem dæmi?
Bjánar tröllríða samtímamenningunni og hafa
gert síðan Hómer Simpson kom syndandi í mitt-
isskvapi sínu. Á eftir fylgdu King of Queens og
aðrir sápuhúsbændur, kvalalostabjánar eins og
Jackass og vinaleg kjánaprik allt frá Heimskum,
heimskari til eilífðarstúdents KB-bankaauglýs-
inga. Í fæstum þeirra felst heim(sk)speki sem
eitthvað kveður að. Ég veigra mér reyndar við að
segja hið gagnstæða um Karl Pilkington, minnug
orða Gervais: „Ef þú telur að hann sé snillingur
ertu fífl.“ Hann er samt snjallasti bjáni sem ég
hef lesið.
Hvort hann er tilbúningur og hvort það skiptir
máli er efni í annan pistil. Þangað til má rannsaka
kaldhæðnina í því að á meðan rithöfundar um all-
ar jarðir eyða árum í að þróa eitt stórt plott, eina
frábæra bók, þá nái sköllóttur tæknimaður frá
Manchester metsölu með því að segja við-
stöðulaust að Platón hafi ekki verið nógu klár til
þess að forðast eigið dauðaslys, því þá hefði hann
frekar verið að vinna í verksmiðju og bjargast.
Ég veit, þetta er ekki fyndið í endursögn. Hér
hefur eftir sem áður orðið til ný bókmenntagrein.
Útvarpstextinn. Húrra.
Bjáninn hann Karl
» Bjánar tröllríða samtíma-
menningunni og hafa gert síð-
an Hómer Simpson kom synd-
andi í mittisskvapi sínu. Á eftir
fylgdu King of Queens og aðrir
sápuhúsbændur, kvalalost-
abjánar eins og Jackass …
ERINDI
Eftir Þormóð Dagsson
thorri@mbl.is
E
nglaflug er sjötta bókin eftir
Michael Connelly í seríunni um
rannsóknarlögreglumanninn
óstýriláta Harry Bosch en hún
kom nýverið út hjá Mál og
menningu. Söguhetjan heitir
eftir fimmtándu aldar málaranum Hieronymous
Bosch sem var hvað þekktastur fyrir að mála
manneskjur sem syndugar skepnur og það á
ansi gróteskan hátt. Og hið synduga eðli
mannsins er einmitt viðfangsefni Harry Bosch.
Uppvaxtarsaga Harrys er langt frá því að
vera falleg. Hann ólst upp í Los Angeles, að
mestu foreldralaus en móðir hans var hand-
tekin fyrir vændi og síðar myrt þegar Harry
var aðeins barn. Eftir herþjónustu í Víetnam
hóf hann störf sem lögregluþjónn í Los Angel-
es þar sem hann reis smám saman til metorða
uns hann náði stöðu rannsóknarlögreglu. Harry
er með eindæmum réttsýnn, vinnur eftir eigin
höfði og „talar máli hinna myrtu“ eins og hann
lýsir því sjálfur. Fyrir hann er rannsókn-
armennskan ekki starf heldur köllun.
Englaflug hefst á heimili Bosch um miðja
nótt þar sem söguhetjan bíður áhyggjufull eftir
fregnum af eiginkonu sinni sem ekkert hefur
heyrst í um sólarhring. Síminn hringir loksins
en í stað þess að heyra rödd konu sinnar þá
fær Harry boð um að mæta í Englafluglestina í
Los Angeles þar sem tvær manneskjur hafa
verið myrtar um nóttina. Málinu er lýst sem af-
ar viðkvæmu en annað fórnarlambanna er
mannréttindalögmaðurinn Howard Elias sem
hefur lögsótt ófáa starfsmenn lögreglunnar í
Los Angeles. Grunur beinist því óhjákvæmilega
að lögreglunni og því er ljóst að Harry hefur
fengið mjög erfitt og sérstaklega óeftirsókn-
arvert mál í hendurnar.
Draugar fortíðar
Sá sem valdið hefur heitir ný bók eftir banda-
rískan höfund að nafni Robert Dugoni en hann
er að feta sín fystu spor á sviði spennusagna.
Söguhetjan er lögfræðingurinn David Sloane,
„besti lögfræðingurinn í San Francisco“, en
hann er gæddur þeirri náðargáfu að geta
stjórnað hvaða kviðdómi sem er. Hann getur
fengið kviðdóminn til trúa því ótrúlega og oftar
en ekki gegn eigin sannfæringu. Það eina sem
gæti staðið í vegi fyrir glæsilegum frama hans
er samviskan sem er reyndar farin að hvíla
ansi þungt á honum.
David Sloane er einfari sem hefur fram til
þessa lifað eingöngu fyrir starfið sitt. Hann er
ókvæntur og á engin skyldmenni en hann ólst
upp munaðarlaus, flakkandi á milli fósturheim-
ila, ekki ósvipað Bosch. Einu manneksjurnar í
lífi hans eru Melda, húshjálpin hans frá Aust-
ur-Evrópu, sem hefur svo gott sem gengið hon-
um í móðurstað og Tina, ritari hans til tíu ára.
Sagan hefst á enn einum glæstum sigri
Sloane í réttarsalnum. Skjólstæðingurinn er þó
augljóslega sekur og Sloane veit það. Hann
ákveður að taka sér frí og bregður sér út í
sveit en þegar hann snýr tilbaka aftur kemur
hann að íbúðinni sinn í rúst og augljóst að það
hefur verið brotist inn. Í ljós kemur að inn-
brotið tengist morði á besta vini forseta Banda-
ríkjanna, Joe Brannick, sem af einhverjum
ástæðum reyndi að hafa upp á Sloane skömmu
fyrir ótímabæran dauða sinn. Sloane er nauð-
ugur viljugur dreginn út í blóðuga atburðarrás
sem tengist þrjátíu ára gömlu samsæri sem nú-
verandi forseti átti stóran þátt í.
Það vill svo til að samsærið tengist jafnframt
martröð sem hefur þjáð Sloane í seinni tíð og
hófst eftir að honum tókst að fá einn skjólstæð-
ing sinn sýknaðan af ákæru um hrottalega
nauðgun.
Í martröðinni er hann barn og hann liggur
uppi í rúmi. Skyndilega er hurðinni hrundið
upp og Sloane dettur niður á gólf. Nokkrir
menn koma inn með látum og þá sér hann
konu falla á gólfið hinum megin við rúmið.
Mennirnir nauðga henni og drepa hana svo.
Sloane kann enga skýringu á þessari mar-
tröð en það hvarflar ekki að honum að hún geti
tengst morðinu á vini forsetans.
Gíslataka í beinni
Norski rithöfundurinn Tom Egeland hlaut tölu-
vert umtal fyrir bókin sína Við enda hringsins
sem kom út árið 2001 en hún fjallar um mjög
svipað efni og metsölubók Dan Brown um Da
Vinci lykillinn. Kom bók Egelands þó út tveim-
ur árum á undan henni og hefur hann því
ósjaldan verið inntur að því hvort honum finnst
Brown hafa stolið frá sér.
Spennusagan Nótt úlfanna eftir Egaland
kom nýverið út hjá JPV. Sagan gerist á
norsku sjónvarpstöðinni ABC en þar starfar
sjónvarpskonan Kristín Bye sem hefur notið
mikilla vinsælda fyrir umræðuþáttinn „ABC-
deilur“. Klukkan er að verða tíu og þátturinn
er við það að fara í loftið. Kristín stendur
tilbúinn á sporöskjulaga upphækkun með
hljóðnemann í hendi. Gestir þáttarins eru
nokkrir tjetsjenskir hælisleitendur og fulltrú-
ar norskra yfirvalda. Umræðuefnið eru
Tjetsjenskir flóttamenn og stefna Norðmanna
í málefnum flóttamanna. Útsendingin er varla
hafin þegar einn tjetsjenanna byrjar að hrópa
baráttuorð fyrir frelsi Tjetsjeníu. Hann dreg-
ur fram byssu og landar hans gera slíkt hið
sama og þegar hann kastar af sér frakkanum
kemur í ljós að hann er umvafinn sprengiefni.
Og allt gerist þetta í beinni útsendingu og
næstu átta klukkustundirnar fylgist norska
þjóðin með Kristínu og gangi mála fyrir fram-
an sjónvarpskjáinn.
Sagan gerist mjög hratt, nánast í rauntíma,
og er óhætt að segja að bókin sé ein þeirra
sem erfitt er leggja frá sér. Henni hefur verið
tekið mjög vel og sagði meira að segja einn
norskur gagnrýnandi að bókin væri „norsk
spennusaga í heimsklassa, betri en Dan
Brown.“
Munaðarlausar hetjur
Gíslataka í beinni útsendingu, eldfimt morðmál í
Los Angeles og pólitískt samsæri eru viðfangs-
efni þriggja þýddra spennusagna sem forlögin
bjóða upp á þetta árið. Um er að ræða bækurnar
Nótt Úlfanna eftir Tom Egeland í þýðingu Krist-
ínar R. Thorlacius og Áslaugar Th. Rögnvalds-
dóttur, Englaflug eftir Michael Connelly í þýð-
ingu Brynhildar Björnsdóttur og Sá sem valdið
hefur eftir Robert Dugoni í þýðingu Snjólaugar
Bragadóttur.
Vel heppnaðar Sögurnar þrjár eru vel heppnaðar, að mati greinarhöfundar.