Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2006, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2006, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók | bækur BESTA LYF Í HEIMI! HVAÐ ER BETRA EN AÐ VERA Í GÓÐU SKAPI? ÁN LYFSEÐILS í samantekt Bjarna Jónassonar læknis kemur öllum í gott skap. Þjóðverja sem hafa fram á þennan dag varla mátt heyra minnst á ís- lenskar fornbókmenntir án þess að tengja þær við nasismann. Til marks um þessa lifandi tengingu má segja frá því að fyrir nokkrum árum kom ungur Þjóðverji á handritasýningu Árnastofnunar í Árnagarði og sá Konungsbók. Hann bað um að fá að vera einn með bókinni svolitla stund. Að því loknu spurði hann hvar hann gæti komist í síma. Hann yrði nefni- lega að hringja í afa sinn í Argentínu og deila með honum þessari helgi- stund. Afinn hafði flúið til Argentínu í stríðslok en greinilega náð að miðla einhverju af ljóma æskuhugsjóna sinna til barnabarns síns. Sama arf- leifð lifir einnig góðu lífi meðal þýsku feðganna hjá Arnaldi á sjötta áratug síðustu aldar. Eins og gefur að skilja stóðu þeir fræðimenn sem ekki vildu taka þátt í upphafningu Konungsbókar á þess- um forsendum í ströngu við að verja þann bókmenntaarf sem hún geymir og halda áfram að fást við hann án þess að vera tengdir hinni hug- myndafræðilegu misnotkun þýskra nasista í augum almennings – líkt og prófessorinn hjá Arnaldi leggur alla krafta sína í. Á stríðsárunum voru ís- lenskir listamenn í Höfn einnig virkir í andstöðunni við Þjóðverja. Sigurjón Ólafsson slapp þannig naumlega við rassíu á Hvids vinstue þegar hann kom þangað með gögn and- spyrnuhreyfingarinnar falin í stígvéli sínu og Jakob Benediktsson sagði stundum frá því að hann hefði varð- veitt félagatal hreyfingarinnar innan- um bækurnar í Konungsbókhlöðu. Þau átök sem Arnaldur lýsir í bók sinni stóðu þessum mönnum því mjög nærri. Aldur og ferill Konungsbókar eddukvæða Misnotkun nasistanna á Konungsbók eddukvæða rýrði auðvitað í engu gildi hennar. Fyrir bókmenntirnar og hug- myndasöguna er hún einstök fyrir þá sök að langflest eddukvæða eru hvergi varðveitt nema þar. Og án þeirra myndum við vita svo miklu minna en við gerum um hinn forna norræna hugmyndaheim – fyrir utan þá listrænu nautn sem hafa má af kvæðunum. Bókin var skrifuð á Ís- landi um 1270 og hafa ýmsar kenn- ingar verið settar fram um tilurð hennar þó að lítið sé hægt að fullyrða. Kvæðunum er raðað eftir efni þannig að í fyrri hlutanum eru goðakvæði en hetjukvæði í þeim seinni. Ekkert er síðan vitað með vissu um feril Konungsbókar fyrr en Brynj- ólfur biskup Sveinsson (1605–1675) merkti hana með fangamarki sínu LL (lupus loricatus sem er latína og þýðir brynjaður úlfur) og ártalinu 1643. Ár- ið 1662 sendi Brynjólfur hana til Dan- merkur og fól hana konungi til geymslu. Völuspá og Hávamál voru prentuð með latneskri þýðingu í Kaupmannahöfn strax árið 1665 en heildarútgáfa eddukvæða, ætluð fræðimönnum, birtist fyrst í þremur bindum liðlega hundrað árum síðar, á árunum 1787–1828. Á 19. öld komu fleiri útgáfur og þýðingar erlendis en það var ekki fyrr en árið 1905 að Finnur Jónsson prófessor í Kaup- mannahöfn réðst í að láta prenta kvæðin í fyrsta sinn á Íslandi með skýringum fyrir íslenska lesendur. Konungsbók var í Konungsbókhlöð- unni í Kaupmannahöfn til ársins 1971. Í vetrarlok það ár var hún flutt með viðhöfn til Íslands ásamt Flat- eyjarbók, en þessi tvö handrit voru þau fyrstu sem Danir afhentu Íslend- ingum: „Vær så god, Flatøbogen.“ – „Tak.“ – „Og Ældre Edda.“ Kon- ungsbók eddukvæða er nú varðveitt sem helsti kjörgripur Norðurálfu af Stofnun Árna Magnússonar í íslensk- um fræðum. Týnda örkin Þegar Brynjólfur fékk þetta merka handrit í hendur, sem hann kallaði Sæmundar Eddu vegna þess mis- skilnings á hans dögum að Sæmund- ur fróði (1056–1133) hefði sett bókina saman (elsta þekkta tilvísun í Eddu Sæmundar er hjá Jóni lærða 1623), var eyða á undan kvæðisbrotinu sem nefnt er Brot úr Sigurðarkviðu og hefur sá kveðskapur sem þar var ekki fundist síðan. Sú örk eða kver sem þarna var verður Arnaldi að yrkisefni í sinni nýju bók – og er hann ekki fyrstur til að gera leitina að týndu örkinni að lykilatriði í skáldverki því að Arnas Arnæus í Íslandsklukkunni leitar einnig að hinum týndu blöðum úr Skáldu eins og frægt er. Sjálfur rýndi Jón Helgason, prófessor í Kaupmannahöfn, mikið í Konungs- bók og velti fyrir sér vandamálum eyðunnar í tengslum við útgáfu sína á eddukvæðunum sem hann vann að á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina – líkt og prófessorinn í bók Arnalds þó að líkindi með persónum þeirra séu að öðru leyti ekki fyrir hendi. Eyðan í Konungsbók hefst í 29. er- indi Sigurdrífumála en kvæðislokin eru til í yngri pappírsuppskriftum sem voru gerðar eftir Konungsbók áður en kverið eða örkin glataðist úr henni. Sigurdrífumál gegna lykilhlut- verki í uppvexti og undirbúningi Sig- urðar Fáfnisbana fyrir hetju- hlutverkið. Hann hefur þegar sannað hreysti sína og hugrekki með því að hefna föður síns og vega Fáfni, og nú aflar hann sér þekkingar, meðal ann- ars í rúnum ýmiss konar sem nota má til galdra. Í kvæðinu gengst hann því undir eins konar manndómsvígslu hjá Sigurdrífu áður en hann kemst í sam- félag höfðingja. Hægt er að gera sér mynd af söguþræði hinna glötuðu kvæða (eða kvæðis) sem á eftir fóru af Völsunga sögu. Hún var skrifuð á 13. eða 14. öld, líklega eftir glötuðu systurhandriti Konungsbókar og ef til vill fleiri heimildum. Af henni má fá hugmynd um það helsta sem á daga Sigurðar hefur drifið frá því að hann var í læri hjá valkyrjunni Sigurdrífu. Þar eru einnig tilfærð fjögur erindi af þeim kveðskap sem ætla má að hafi staðið þar sem eyðan er nú. Eins og gefur að skilja um svo mik- ilvægt handrit sem Konungsbók hafa fræðimenn þráfaldlega velt fyrir sér hvernig geti staðið á því að þessa einu örk vanti í bókina – og hvenær hún hafi orðið viðskila. Það er ætlun þeirra að það hafi gerst skömmu áður en Brynjólfur fékk bókina í hendur því að pappírsuppskriftir af Sig- urdrífumálum sýna að niðurlag þeirra hefur verið aðgengilegt á 17. öld. Einar G. Pétursson telur að það hafi gerst eftir 1641 og tengir það áhuga Brynjólfs á Völsunga sögu sem hann eignaðist á skinni það ár og fór þá þegar að huga að Sigurdrífu- málum. Í leitinni að því hvar bókin gæti hafa verið á árunum rétt fyrir 1643 hefur því öllum brögðum verið beitt. Þekkt var að Þormóður Torfa- son (f. 1636), sagnaritari og fornfræð- ingur konungs, sagði Árna Magn- ússyni árið 1697 þegar þeir voru samtíða í Höfn að faðir sinn, Torfi Er- lendsson, hefði þekkt Sæmundar Eddu, kunnað eitthvað úr henni, lesið hana og nefnt hana svo áður en hún komst í hendur Brynjólfs biskups 1643. Tilgátur og ágiskanir Erfitt var að setja þessa fullyrðingu Þormóðar í samhengi áður en Stefáni heitnum Karlssyni og Jonnu Louis- Jensen varð starsýnt á nafnið Magn- ús Eiríksson sem er skrifað með 17. aldar skrift á 5. blað Konungsbókar. Þau rituðu um það grein árið 1970 (sem var endurprentuð í afmælisriti Stefáns Stafkrókum árið 2000) og gátu með samanburði við undirskrift á hyllingarskjali Friðriks 3. frá 1649 sýnt fram á að þetta væri rithönd Magnúsar Eiríkssonar lögréttu- manns í Njarðvík en ekki nafna hans á Höfðabrekku eins og áður hafði ver- ið talið. Magnús lögréttumaður var kvænt- ur Guðrúnu Jónsdóttur sem var sam- mæðra Torfa Erlendssyni (f. 1598, föður Þormóðar). Torfi var sýslumað- ur og bjó fyrst á Svignaskarði en fluttist þaðan 1634 og bjó eftir það í Engey, Stafnesi og Torfabæ í Sel- vogi. Stefán og Jonna settu því fram þá tilgátu að hann hefði auðveldlega getað haft samband við hálfsystur sína og hennar mann í Njarðvík – og séð Sæmundar Eddu þar. Um þetta hefur Helgi Guðmunds- son einnig sett fram ýmsar ágiskanir í grein um Konungsbók í Land úr landi, byggðar á þeirri gömlu tilgátu að Konungsbók hafi verið rituð í Þingeyrarklaustri. Hann getur sér til um mögulegan eigendaferil frá þýsk- um bartskera, Henrik Gerkens sem hélt klaustrið um 1569–1577 (miðað við þær forsendur að bókin hafi verið á Þingeyrum fram yfir siðbreytingu). Ekkert er að vísu vitað um handrita- áhuga hans né hvort handritið var á Þingeyrum á hans tíð en dóttir hans var Þórdís, móðir Guðrúnar Jóns- dóttur og því gæti þessi ágiskun skýrt eigendasögu handritsins – að því gefnu að það hafi verið á Þing- eyrum og að Magnús Eiríksson eða kona hans hafi raunverulega átt handritið en hann ekki bara skrifað nafn sitt í það hjá öðrum. Þáttur Hallgríms Péturssonar Árið 1986 rakti Stefán tilgátuþráðinn frá Magnúsi enn lengra í afmælisriti til Jonnu (epr. í Stafkrókum) og rýndi þá í spássíukrot á 14. blaði Konungs- bókar þar sem stendur með fljóta- skriftarhendi frá 17. öld: „Fallega fer þier enn Ordsnillinn og Mier skrifft- inn Ja Ja.“ Með samanburði við eig- inhandarrit Hallgríms Péturssonar að Passíusálmunum tókst Stefáni að sýna fram á að þarna væri komin rit- hönd sjálfs Hallgríms Péturssonar. Það varð honum tilefni til að rifja upp að Hallgrímur var vígður til prests á árunum 1642–45 eftir þvæling á Suð- urnesjum, meðal annars í Njarðvík. Hann kom frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur 23 ára með Guðríði árið 1637, og voru þau „grunuð um hór- dóm en sönn að frillulífisbroti“ eins og þar stendur. Til er sögn um að Hallgrímur hafi verið á vegum ein- hvers bónda sem hvatti hann til að leita á fund biskups þegar prest vant- aði til Hvalsnesþinga – en þar var prestlaust 1642. Stefán telur líklegt að Hallgrímur hafi þekkt Magnús lögréttumann í Njarðvík en hann var sýslungi hans að norðan, úr Djúpadal í Blönduhlíð, og Stefán getur sér til að Magnús hafi sent Hallgrím til Brynjólfs frænda síns, en þeir Magn- ús voru fjórmenningar, báðir komnir af Jóni biskupi Arasyni, og lagt með honum Konungsbókina. Þessi gjöf, sem Hallgrímur gæti hafa komið með, hefði þá dugað til að mýkja skap biskups, eftir hrösun Hallgríms, og skýrði um leið af hverju biskup leysti hann út með klæðnaði, prestshempu og hesti með reiðtygjum: „Ferðalag Hallgríms Péturssonar í Skálholt hefur verið einn merkasti viðburður í íslenskri menningarsögu. Þangað gengur púlsmaður og ber bókina góðu í mal sínum, en þaðan ríður prestur og reiðir hempu á bisk- upshesti. Eddu var tryggð varðveisla og skáldgáfu Hallgríms þroski. Orð- snilli og skriftar fáum við enn notið.“ Rúnir og galdraáhugi Enn rennur týnda örkin okkur þó úr greipum. Ef til vill má reyna að spinna þráðinn ögn lengra því að ári áður en Brynjólfur fær Sæmundar Eddu í hendur skrifar Sveinn Jóns- son til Ole Worm fræðimanns í Kaup- mannahöfn og spyr hvort einhver Ís- lendingur hafi látið hann hafa Brynhildarljóð (líklega Sigurdrífu- mál) – eins og Einar G. Pétursson birtir í merkri grein í Griplu 1984 um aldur eyðunnar. Ári síðar gerir Sveinn ráð fyrir að Brynjólfur geti sent honum ljóðin og hefur þá hugs- anlega frétt um bókina hjá honum. Sveinn hafði farið utan til náms 1634, vígðist sjálfur 1639 og var mjög forn- fróður. Í þessu samhengi má minnast þess að Magnús lögréttumaður var faðir hins kunna Eiríks galdramanns í Vogsósum sem fór ungur í fóstur og nám hjá séra Jóni Daðasyni. Jón hafði vígst á Hólum árið 1632 og fengið Arnarbæli 1641 þar sem Ei- ríkur var hjá honum, en var jafn- framt mjög áhugasamur um galdra og rúnir, orti kvæði og stóð fyrir galdrakærum. Hann er einnig þekkt- ur í þjóðsögum fyrir að hafa varist af kunnáttu sendingum Vestfirðinga (sjá um hann grein Silju Hrundar Barkardóttur á http://www.hi.is/ ~mattsam/Kistan/_private/ afkimar.htm). Þegar Jón vígðist á Hólum var áðurnefndur Sveinn Jóns- son þar í hópi sveina Þorláks Skúla- sonar biskups – sem hafði vígst til embættisins 1628 eftir að Arngrímur lærði hafði færst undan því að taka það að sér. Þorlákur og Arngrímur voru báðir miklir fræðimenn og með- al annars hafði Arngrímur hvatt Magnús Ólafsson í Laufási til að leggja fyrir sig forn fræði. Þessir menn hafa þekkt til rúna en Magnús var engu að síður mjög hikandi við að upplýsa Ole Worm um rúnir, líklega af ótta við að vera tengdur við galdra – eins og Jakob Benediktsson gat sér til í útgáfu á bréfaskiptum Worm. Týnda örkin hefur að hluta til geymt texta þessa rúna- og galdra- kvæðis sem Sigurdrífumál eru og hefur það örvað ímyndunaraflið til að tengja það að örkina skuli vanta í Konungsbók við galdraáhuga sam- tímamanna Brynjólfs biskups og Magnúsar lögréttumanns. Þar standa þeir nærri Jón Daðason, sem fóstraði hinn verðandi galdramann son Magnúsar, og Sveinn Jónsson sem virðist vera „fyrstur með frétt- irnar“ af Sigurdrífumálum ef svo má segja, árið 1642. En hvað um örkina varð eftir að hún týndist úr handrit- inu góða sem fór um hendur Magn- úsar lögréttumanns Eiríkssonar og Hallgríms Péturssonar verður ekki rakið nú nema með aðferðum skáld- skaparins. Þar sem fræðunum sleppir örvar skáldsaga Arnalds Indriðasonar um Konungsbók sannarlega ímyndunar- aflið og sýnir okkur hvað við getum ætlað mönnum að leggja í sölurnar þegar kemur að dýrgripum sem standa tilfinningum þeirra jafn nærri og Konungsbók eddukvæða hefur gert um aldir, bæði á meginlandi Evrópu og hér heima. Þetta eru sömu tilfinningarnar og eru jafnan virkjaðar til að knýja áfram styrj- aldir og þjóðarmorð og því skyldi enginn efast um áhrifamátt þeirra. Með verki sínu tekst Arnaldi bæði að vekja nýjar kynslóðir Íslendinga til vitundar um mikilvægi þeirra gríð- arlegu menningarverðmæta sem okkur hefur verið trúað fyrir – um leið og hann notar hugmyndirnar og tilfinningarnar sem aflgjafa fyrir magnaða og trúverðuga spennusögu í samtíma okkar. Höfundur er rannsóknarprófessor við Stofn- un Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þjóðernisvakningin „Í þeirri þýsku þjóðernisvakningu sem þessi forn- fræðaáhugi var hluti af gegndu eddukvæðin í Konungsbók lykilhlutverki. Þau voru álitin varðveita kjarnann í hinni fornu trú og menningu.“ » Síðustu 11 þúsund eintökin af Die Edda. Volks- ausgabe árið 1945 voru merkt: „Sérútgáfa fyrir Hitlersæskuna. Ekki til sölu.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.