Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2006, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2006, Blaðsíða 10
Konungsbók Opna úr Konungsbók eddu- kvæða með niðurlagi Grímnismála og upp- hafi Skírnismála sem heita För Skírnis í handritinu eins og skrifað er með rauðu bleki ofan við miðju hægra megin. Eftir Gísla Sigurðsson gislisi@hi.is A rnaldur Indriðason hefur sent frá sér spennandi skáldsögu um Konungsbók eddukvæða þar sem þýskir nasistar glíma við íslenskan prófessor í Kaupmanna- höfn um þessa litlu bók. Margir les- endur hafa staldrað við og velt fyrir sér trúverðugleika sögunnar, hvernig það megi vera að svo gamalt handrit, sem liggur nú fyrir allra augum á sýningu Árnastofnunar í Þjóðmenn- ingarhúsinu við Hverfisgötu, geti orð- ið uppspretta svo heitra tilfinninga og ástríðna. Spurt er hvort það sé nokk- ur fótur fyrir því að menn hafi verið tilbúnir að leggja allt í sölurnar, jafn- vel að fórna lífi sínu til að eignast eða varðveita þetta handrit. Hvers vegna þetta gamla handrit geti orðið einum vinsælasta rithöfundi okkar inn- blástur í glæsilega spennusögu sem teygir anga sína víða um Evrópu eft- irstríðsáranna og skipar sér um leið við hlið fjölmargra hugmyndalegra spennusagna um burðarstoðir í menningarlífi þjóða sem aðrir rithöf- undar hafa sent frá sér á und- anförnum árum. Átök um uppruna og þjóðerni Eins og dregið er fram á hand- ritasýningunni í Þjóðmenningarhús- inu hafa íslensk miðaldahandrit verið Sagan á bak við Kon Er Konungsbók Arnaldar Indriðasonar trúverðug? Er nokkur fótur fyrir því að menn hafi verið tilbúnir að leggja allt í sölurnar, jafnvel að fórna lífi sínu til að eignast eða varðveita handritið sem sagan er nefnd eftir, Kon- ungsbók eddukvæða? Hér er reynt að svara þessum spurningum með því að rekja söguna á bak við bókina sem allt snýst um. notuð og misnotuð í margar aldir við að byggja upp þjóðarímynd, ekki bara á Íslandi eins og okkur er vel kunnugt um heldur líka annars stað- ar á Norðurlöndum. Þetta tengist einatt illvígum deilum um uppruna þeirra sagna og kvæða sem handritin geyma. Til þess að eignast hlutdeild í þessum „íslenska“ menningararfi lögðu norrænir og jafnvel þýskir fræðimenn á 19. öld til dæmis áherslu á hinn munnlega uppruna sem náði langt aftur fyrir Íslandsbyggð. Þann- ig gátu þeir haldið því fram að þetta væru norrænar og að hluta til sam- germanskar bókmenntir sem Íslend- ingar hefðu varðveitt í minni sínu og skrifað á bók löngu eftir að þær urðu í raun til á vörum germanskra þjóða. Íslenskir fræðimenn, á hinn bóginn, eyddu lunganum úr síðustu öld í að sýna fram á að þetta væru að mestu leyti höfundarverk íslenskra rithöf- unda á 13. og 14. öld. Áherslan var tekin af hetjunni og flutt á höfundinn eins og Jón Karl Helgason hefur bent á í skrifum sínum. Þannig gátu Ís- lendingar haldið því fram að hér væri fyrst og fremst um íslenskan menn- ingararf að ræða, sem þeir gætu sjálf- ir gert tilkall til, en ekki samgerm- anskt og norrænt góss. Þessi gamla glíma birtist með nýstárlegum hætti í Konungsbók Arnalds; upphafið á 19. öld með óhæfuverki en framhaldið í umróti eftirstríðsáranna. Í tengslum við rómantísku stefn- una á 19. öld voru uppi raddir bæði í Þýskalandi og Englandi sem vildu tengja fólk í þessum löndum við nor- rænan uppruna, jafnvel heiðni, and- spænis hinni kristnu Miðjarðarhafs- menningu sem þeim fannst hafa flætt yfir Evrópu á kostnað hins ger- manska uppruna í þessum löndum. Þetta skýrir meðal annars áhuga Englendinga á ferðum hingað til lands á 19. öld og gríðarlega öflug fræði í Þýskalandi þar sem Jakob Grimm (þekktastur af ævintýrunum sem hann gaf út með bróður sínum) skrifaði um goðafræði Snorra Eddu og eddukvæðanna í Konungsbók und- ir titlinum: Þýsk goðafræði. Sérútgáfa fyrir Hitlersæskuna Þessi hugmynd Þjóðverja var ekki með öllu rakalaus því að meðal sinna fornkvæða áttu þeir Niflungaljóðið frá um 1200 þar sem segir af Sigurði Arnaldur Indriðason „Þar sem fræðunum sleppir örvar skáldsaga Arnalds Indriðasonar um Konungsbók sannarlega ímyndunaraflið.“ 10 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók | bækur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.