Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2006, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2006 13
Veist
þú hver
gefur út
Bæk-
urnar að
vestan?
Svarið er í
Bóka-
tíðindum
Desembersvali
Skemmtibók með stuttum smásögum,
ferðasögu frá París og mörgum krossgátum
Hafliði Magnússon
Bókaskápur Þorsteins frá Hamri
Morgunblaðið/Einar Falur
Þorsteinn „Allt frá barnæsku hefur mér liðið vel innan um bækur.“
Höfuðpersóna Sunnudagsklúbbs
heimspekinganna er einhleyp,
ábyggileg og kurteis
kona búsett í Edinborg.
Hún heitir Isabel Dal-
housie, er á fimmtugs-
aldri og hefur erft svo
mikið af peningum að
hún getur bókstaflega
eytt tíma sínum í það
sem henni sýnist. Þann
góða kost notfærir hún
sér óspart, hún lifir
áhyggjulausu velsæld-
arlífi, borðar fínan mat,
drekkur góð vín og safn-
ar vönduðum listaverk-
um. Að auki dundar hún
sér við að ráða kross-
gátur og ritstýra tíma-
riti um hagnýta siðfræði.
Fyrir tilviljun verður
Isabel vitni að því að ungur maður
deyr þegar hann fellur niður af
svölum tónleikahallar á meðan Sin-
fóníuhljómsveit Íslands er að spila.
Atvikið er afgreitt sem slys en að
Isabel læðist lúmskur grunur um
að manninum hafi hreinlega verið
hrint fram af. Af forvitni tekur hún
upp á því að rannsaka málið á eig-
in vegum og beitir til þess ekki
ósvipuðum aðferðum og fræg sögu-
persóna Agöthu Christie, miss
Marple, notaði á sínum tíma, þótt
Isabel sé nú ekki jafn snjöll og hin
skarpskyggna miss Marple. Inn í
söguna fléttast samskipti Isabel við
yngri frænku sína sem rekur sæl-
keraverslun og á í vandræðum með
kærastann, ákveðnu vinnukonuna
og spíritistann Grace og fagottleik-
arann og vininn Jamie. Isabel er
heimspekingur og spáir stöðugt í
heimspekileg vandamál. Hún veltir
t.a.m. vöngum yfir siðfræðilegum
spurningum um sannleika og lygi
sem flestir velta einhvern tíma fyr-
ir sér, t.d. hvort
fólk eigi að segja
satt í kynlífs-
samböndum og
hvort segja skuli
vinkonu frá ef mað-
ur kemst að því að
kærastinn hennar
heldur framhjá.
Hér er aldeilis
ekki á ferðinni
harðsoðinn reyfari
þar sem mönnum er
misþyrmt, blóðið
flýtur og líkin eru
illa útleikin. Nær
væri að tala um lin-
soðna eða hæfilega
mjúka sögu. Sú sem
vinnur að lausn
glæpsins notar sitt kvenlega
innsæi. Hún kemur sér fimlega í
kynni við fólk, spjallar kurteislega
við það og fær þannig á tilfinn-
inguna hvernig í málinu liggur og
hver sé mögulega sá seki.
Isabel Dalhousie er nokkuð ný-
stárlegur spæjari og ég spái því að
bækur um hana eigi eftir að verða
mörgum ágæt dægrastytting. Það
er létt og notalegt andrúmsloft í
þessari bók. Taktur og tónfall
minnti mig á ljúfa djasstónlist sem
fékk mig til að slaka á og brosa
með sjálfri mér.
Forvitni og fínerí
BÆKUR
Skáldsaga
Eftir Alexander McCall Smith, Helga
Soffía Einarsdóttir þýddi. 243 bls. Mál og
menning 2006.
Sunnudagsklúbbur heimspekinganna
Þórdís Gísladóttir
Alexander McCall
Smith