Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2006, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Eftir Ásdísi Ólafsdóttur
asdis@club-internet.fr
Í
Statement hluta Paris
Photo tekur gallerí i8 þátt í
fyrsta sinn með myndum
eftir Hrafnkel Sigurðsson
og Rúrí var valin sem ein
af fimm kvenljósmynd-
urum í Exhibition centrale – Stella
Polaris. Gjörningaklúbburinn, Egill
Sæbjörnsson og Ragnar Kjartansson
eiga myndbandsverk í Project-
Room, þar sem þemað er „The Sing-
ing, Swinging North“. Þegar farið er
inn á vefsíðu Paris Photo prýðir
Gjörningaklúbburinn titilsíðuna og
lagið við myndband þeirra „Thank
You“ fer sjálfkrafa í gang. Sýning-
arstjóri norræna hlutans er þýski
listfræðingurinn Andrea Holzherr
sem náðist á spjall í París.
Markaður með sérstöðu
Fram til þessa hefur einu landi í einu
verið boðið að vera heiðursgestur
Paris Photo. Aðspurð hvers vegna
ákveðið hafi verið að bjóða nú fimm
löndum svarar Andrea að það hafi
verið erfitt að velja aðeins eitt Norð-
urlandanna. „Okkur langaði til að
sýna það sem er að gerast í norðrinu,
en hvert um sig eru þessi lönd frem-
ur fámenn, þannig að fjöldi lista-
manna, gallería og stærð markaðar-
ins eru takmörkum háð. Þannig
fæddist hugmyndin að sýna þau sam-
an. Sendiráð Danmerkur, Finnlands,
Íslands, Noregs og Svíþjóðar í París,
svo og safnstofnanir viðkomandi
landa studdu hugmyndina frá upp-
hafi og hjálpuðu okkur að gera hana
að veruleika.“
Andrea kemur síðan inn á sérstöðu
ljósmyndamarkaðarins á Norð-
urlöndum og segir að hann virki á
annan hátt en á meginlandi Evrópu
eða í Bandaríkjunum. „Á Norð-
urlöndum eru ljósmyndir órofa hluti
af hinum almenna listmarkaði, á
sama hátt og málverk, höggmyndir
eða myndbönd. Galleríin eru því ekki
sérhæfð eingöngu í ljósmyndum. Aft-
ur á móti eru til ljósmyndasöfn og
samtök ljósmyndara sem eru víða
með sýningaraðstöðu. Það er því
sterk vitund um sérstöðu ljósmynd-
arinnar í þessum löndum, en mark-
aðurinn er ekki nógu stór. Galleríin
sem voru valin fyrir Statement hlut-
ann eru með þeim stærstu, hvert í
sínu landi, þetta eru metnaðarfull
gallerí sem taka þátt í alþjóðlegum
sölusýningum, sem hafa góða lista-
menn á sínum snærum og láta til sín
taka jafnt innanlands sem utan.“
– Hver er, að þínu mati, hluti nor-
rænnar ljósmyndunar í alþjóðlegu
samhengi?
„Þar sem þetta er hlutfallslega
takmarkaður hópur eru þessir ljós-
myndarar ekki mjög sýnilegir, en
þeirra á meðal eru þó alþjóðlegir
listamenn sem vekja aukna athygli á
hinum stóru messum. Gallerí eins og
Anhava, i8 og Riis taka þátt í Basel
og Miami sýningunum með ljós-
myndurum sem eru að verða þekktir.
Þetta eru ekki stórstirni á himni list-
heimsins, eflaust vegna þess að
markaðurinn er fremur einangraður
og lítið þekktur enn sem komið er.“
Þegar Andrea er innt eftir því
hvort þessi markaður lumi á lista-
mönnum sem á eftir að uppgötva
svarar hún umyrðalaust játandi.
„Fyrir mér er það sérstök ánægja að
kynnast þessum ljósmyndurum
vegna þess að þeir eru að gera mjög
spennandi hluti. Norræni ljós-
myndamarkaðurinn er ekki eins
snobbaður og víða annars staðar og
ber í sér vissan ferskleika. Mér finnst
skipta miklu máli að láta koma sér á
óvart, að vera opinn fyrir því sem er
að gerast annars staðar en í hinum
þrönga, vestræna listheimi. Á tíunda
áratugnum var norrænni list talsvert
hampað til að mynda í Frakklandi, en
síðan hefur nýjungagirnin beint at-
hyglinni að öðrum svæðum eins og
Kína eða Austur-Evrópu. Ég held að
tíu árum síðar sé mikilvægt að skoða
aftur það sem er að gerast á Norð-
urlöndum, frá öðru sjónarhorni og
með öðrum listamönnum. Þetta er
auðvitað takmarkað úrval, en hér
gefst samt tækifæri til að öðlast vissa
heildarmynd og til að bera hana sam-
an við þær hugmyndir eða klisjur
sem við höfum um þennan heims-
hluta.“
Landslag í sókn
Ég spyr Andreu hver sé tilfinningin
þegar hún horfir á verkin sem eru
sýnd á Statement eða Exposition
centrale, hvort þau samsvari þeim
hugmyndum sem fólk gerir sér al-
mennt um norræna ljósmyndun eða
hvort þau komi á óvart. „Þær klisjur
sem fólk hefur um Norðurhvelið og
þá ljósmyndun sem þar er iðkuð
tengjast yfirleitt landslagi, tærleika,
vistfræði, lífi í dreifbýli fremur en í
borg og að sjálfsögðu ís og snjó! Þeg-
ar ég var að undirbúa sýninguna
rakst ég á alla þessa þætti, en einnig
á ótal margt annað. Klisjur eru
sprottnar upp úr ákveðnum veru-
leika, en í dag eru listamenn, sýning-
arstjórar og aðrir sem starfa að
menningarmálefnum hluti af al-
þjóðlegu samfélagi. Ljósmyndarar
nýta sér þjóðleg viðfangsefni til að
segja mjög persónulega hluti. Þetta
kemur skýrt fram í myndum Hrafn-
kels Sigurðssonar, Delivery system,
sem tekur hina rómantísku ímynd
sem við höfum af náttúrunni, af
hreinleika hennar og fegurð, og teflir
henni saman við ímynd okkar sjálfra,
þ.e.a.s. sorpið sem við fleygjum út í
þessa sömu náttúru. Hann kallar síð-
asta stig sorpferlisins „The moment
when culture meets nature“ og stillir
okkur frammi fyrir tvöfaldleika nú-
tímasamfélags.“
– Landslagið virðist enn vera mik-
ilvægt viðfangsefni norrænna ljós-
myndara, hvert er viðhorf þeirra til
náttúrunnar?
„Sumir nota landslagið sem aðal-
viðfangsefni, eins og dönsku ljós-
myndararnir Trine Søndergaard og
Nikolai Howalt, sem gera stórar
myndir af veiðimönnum sem er dreift
líkt og peðum um náttúruna, að hætti
rómantískra málverka 18. aldar. Í
syrpu sinni Whiteout tekur Finninn
Axel Antas landslagsmyndir sem eru
nánast alhvítar og þar sem blandast
saman dulúð, nálægð og óendanleiki.
Hjá öðrum er náttúran aðeins bak-
grunnur, en hefur samt mikilvægu
hlutverki að gegna, líkt og hjá norska
ljósmyndaranum Mette Tronvol.
Hún varð þekkt fyrir portrett mynd-
ir sínar af Grænlendingum í heitum
laugum og á Paris Photo sýnir hún
syrpu sem tekin var í æfingabúðum
norsku sérsveitanna í norð-austur
Noregi. Hjá henni minnir náttúran á
máluðu baktjöldin á 19. öld, það er
eitthvað óraunverulegt við hana en
um leið tengist hún sterkt manneskj-
unni sem myndin er tekin af.
Ég valdi fossamyndir Rúríar á Ex-
position centrale vegna þess að þær
snertu mig mjög djúpt. Með ljós-
mynd af fossi og hljóði hans sem
hlusta má á í heyrnartólum við hlið
myndarinnar tekst henni að vekja
upp þá tilfinningu að maður sé allt
annars staðar, í beinum tengslum við
náttúruna. Hún notar einfaldar að-
ferðir sem eru mjög áhrifaríkar. Mér
finnst verkin hennar vera falleg,
sterk og segja margt. Hún er mjög
meðvituð um áhrif mannsins á nátt-
úruna og er virkur umhverfisvernd-
arsinni. Ég sá verk Rúríar í fyrsta
skipti á Tvíæringnum í Feneyjum
2003 og hef fylgst með henni síðan,
hún er að mínu mati frábær listamað-
ur.“
Borgir, konur og þráhyggja
– Hvaða önnur viðfangsefni finnst
þér vera áberandi hjá skandinav-
ískum ljósmyndurum í dag?
„Astrid Kruse Jensen frá Dan-
mörku og Eline Mugaas frá Noregi
hafa báðar borgarlandslag að mynd-
efni. Í syrpu sinni Imaginary Reali-
ties sýnir Astrid konur sem eru einar
að næturlagi, án skýringa á hverjar
þær séu né hvað þær séu að gera.
Myndirnar eru súrrealískar að vissu
marki og virkja ímyndunarafl áhorf-
andans. Eline Mugaas, sem hefur bú-
ið lengi í New York, tekur bæði
myndir af byggingum í borgum og af
eigin lífi. Hún blandar þannig saman
tveimur ljósmyndanálgunum sem
hingað til hafa verið aðskildar.
Aðrir ljósmyndarar vinna með
þemu eins og sjálfsmyndina, kven-
leika, minningar, tilfinningar o.fl.
Sænski listamaðurinn Charlotte Gyl-
lenhammar tekur t.d. vídeóverk af
konum sem eru hengdar upp á fót-
unum þannig að fötin falla yfir höfuð
þeirra og mynda eins konar blóma-
umgjörð. Hún velur síðan myndir
þar sem þær sjást að neðan, í fallegri
en varnarlausri og fáránlegri stell-
ingu. Heli Rekula frá Finnlandi tek-
ur myndir af sjálfri sér í gjörningum
þar sem hún smyr líkama sinn mat-
arefnum. Önnur finnsk kona, Ulla
Jokisalo, notar ljósmyndir sem hún
bróderar í eða límir á aðrar myndir.
Verk hennar fjalla um undirmeðvit-
undina að hætti súrrealista, en á al-
gerlega nútímalegan hátt. Í syrpu
sinni The Conversation sýnir sænski
ljósmyndarinn Anneè Olofsson sjálfa
sig leggjandi eyrað við vegg eða
hurð. Áhorfendur geta lagt eyrað að
verkunum og heyrt óljóst slitur af
leynilegu samtali. Listakonan vinnur
iðulega með valda-, þráhyggju- og til-
finningamynstur.“
Tónlistartengd myndbönd
Þegar Andrea er spurð hvers vegna
myndbandahluti sýningarinnar Proj-
ect-Room heiti „The Singing, Swing-
ing North“ svarar hún að sér hafi
þótt sláandi hversu margir norrænir
vídeólistamenn noti tónlist í verkum
sínum, til að skapa andrúmsloft, und-
irstrika tilfinningar, söguþráð o.fl.
Sumir listamannanna eru líka tónlist-
armenn, eins og Egill Sæbjörnsson,
sem gerði myndbandið Oh, I Need
Your Love Babe við fyrstu plötuna
sem hann gaf út. Í „You Are My Lo-
ving Insane“ leikur hann á gítar og
syngur ýmsar raddir. Í myndband-
inu „The Opera“ framdi Ragnar
Kjartansson tónlistarlegan gjörning í
tíu daga, þar sem hann söng a capella
í fjóra tíma á dag í litlu rókókó leik-
húsi. Aðrir vinna með tónlist-
armönnum, líkt og Gjörningaklúbb-
urinn gerði með Ólafi Birni Ólafssyni
sem samdi og flutti trommusólóið við
myndband þeirra Sympathy. Tónlist
er einnig mikilvæg í myndbandinu
„Thank You“ þar sem þær fremja
gjörning á íslenskum þorski. Mér
finnst mjög gaman að Gjörn-
ingaklúbburinn skuli vera á forsíðu
Paris Photo vefsíðunnar, þær eru að
gera skemmtilega og frumlega
hluti.“
Að lokum bið ég Andreu Holzherr
um að draga stutta ályktun af nor-
rænu þátttökunni í Paris Photo. Hún
hugsar sig um og segir síðan: „Þegar
ég lít á verk þessara ljósmyndara
kemur í ljós að Rúrí og Anneè Olofs-
son nota hljóð, Ulla Jokisalo útsaum
og klippimyndir, Charlotte Gyllen-
hammar vídeó, Søndergaard og Ho-
walt breyta myndum á stafrænan
hátt o.s.frv. Margir af þessum lista-
mönnum eru á mörkum ljósmynd-
arinnar, þeir leitast við að víkka mið-
ilinn út, eins og algengt er í
listheiminum í dag. Öfugt við margar
aðrar sölusýningar sem sérhæfa sig í
ákveðnum ljósmyndageirum álít ég
að styrkur Paris Photo felist einmitt í
að vera opin gagnvart nútímalist og
nýjum straumum í ljósmyndun.
www.parisphoto.fr
Sorp, fossar og
þorskur á Paris Photo
Paris Photo er árleg, alþjóðleg
sölusýning helguð ljósmyndum þar
sem helstu gallerí á þessu sviði
bjóða myndir frá 19. öld til dagsins
í dag. Í ár eru Norðurlöndin heið-
ursgestir messunnar, en hún heldur
nú upp á tíu ára afmæli sitt.
Andrea Holzherr Hún telur styrk Paris Photo felist í að vera opin gagnvart
nútímalist og nýjum straumum í ljósmyndun.
Veiðar Myndin er eftir Trine Søndergaard og Nikolai Howalt, Kromanns Remise #II, 2005.
Höfundur er listfræðingur.