Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2006, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2006 15 Símar: 660 4753 • 534 6250 www.tindur.is • tindur@internet.is • tindur@tindur.is BUBBI Morthens er löngu krýnd- ur kóngur rokksins á Íslandi. Sum hans þekktustu laga hafa hreiðrað um sig í þjóðarsálinni líkt og um óopinberar útgáfur af þjóðsöngnum sé að ræða. En þótt hann sé sett- legur kóngur í dag, „sponsoraður“ í bak og fyrir, má þó ekki gleyma því að hann var byltingarsinni og skað- ræðistól þegar hann kom fyrst fram í dægurheiminum; trúbador með meiningar, pönkari með boðskap, trylltur rokkari sem skildi eftir sig sviðna jörð og gaf skít í forverana. Svo mörg eru nú þau orð en ef- laust mætti lýsa Bubba á annan hátt. Það mætti leggja meiri áherslu á það að eftir 1990 hefur hann ekki sent frá sér neinar bein- línis frábærar plötur, eða velta því fyrir sér hvað hann hefur gert til að verðskulda það eftirlíf, sannkallað pönkhelvíti, að dæma í íslensku Idol-keppninni, vera keyptur af ol- íufélagi og banka, og vera fasta- gestur í Séð og Heyrt. Nú, einhver annar myndi kannski benda á það að þótt þjóðin hafi ekki beinlínis tekið undir með Bubba undanfarin tíu til fimmtán ár hafi hann und- antekningalítið gert góða hluti, horft á þjóðfélagið gagnrýnum aug- um og miðlað þessari sýn sinni og skoðunum í þéttum lagasmíðum. Þetta er að sumu leyti ástæðan fyrir því að maður fann fyrir til- hlökkun og ákveðinni spennu þegar fréttir bárust af væntanlegri bók eftir Jón Atla Jónasson, Ballaðan um Bubba Morthens, sem nú er komin út, enda þótt maður hefði nú kannski ekki búist við neinum ævi- sögulegum uppljóstrunum, engu sem ekki hefur áður komið fram í viðtölum, heimildarmyndum eða hinni ágætu ævisögu sem Silja Að- alsteinsdóttir ritaði um rokkarann árið 1990, enda ævi og störf Bubba orðin hálfgerð almannaeign. Málið er samt kannski ekki alveg svona einfalt. Úr fjarlægð virtist verkið spennandi einmitt vegna þess að því var lofað að ekki yrði um hefðbundna ævisögu að ræða, og þótt efnið væri e.t.v. kunnuglegt yrði umgjörðin ný. Þá er athygl- isvert að einn af áhugaverðari ung- höfundum þjóðarinnar stendur á bak við verkið, höfundur sem ein- mitt er þekktur fyrir ákveðið „attí- túd“ og ferskleika. Með Bubba og Jóni Atla mætast tvær kynslóðir. Hugsjónirnar frá ’68, herstöðv- arandstaðan og stéttarvitundin mæta erindreka fjölmiðlaða og gemsavædda allsnægtaþjóðfélags- ins; hassið víkur fyrir e-pillunni, rokkið fyrir hipphoppinu, spilltir fyrirgreiðslupólitíkusar fyrir al- þjóðlegum fjárglæframönnum. Þetta eru vitanlega umskipti sem Bubbi hefur sjálfur lifað og fjallað um en þau eru gerð áþreifanleg í samstarfinu. Hvernig miðlar Jón Atli síðan lífshlaupi Bubba? Er um kraftauk- andi samslátt að ræða eða árekst- ur? Svarið er kannski dálítið marg- þætt. Jón Atli stendur svo sannarlega undir ásökunum um ferskleika og „attítúd“, hann hefur skrifað ævisögu sem eiginlega er ekki ævisaga heldur skálduð frá- sögn um fólk sem (sennilega) á sér stoðir í veruleikanum. Ballaðan um Bubba Morthens er tilraun með ævisöguformið og Bubbi er til- raunadýrið. Hefðbundnum kennileitum frá- sagna sem miðla lífshlaupi ein- staklinga er hér kastað fyrir róða. Sagan er ekki línuleg, hún tilgreinir ekki alltaf staði og nær aldrei tíma- bil, nafnið Bubbi birtist fyrst á blað- síðu 169, en hann og flestar persónur koma fram undir gælunöfnum („ís- björninn“, „kóngurinn“) og starfs- titlum („trommarinn“) og útkoman er að þessu leytinu til impressjónísk, höfundur reynir að lýsa hugarfari, reynslu og tíðaranda frekar en sam- hengi. Þetta er að sumu leyti krass- andi aðferð sem hefur þó þann galla að hún hentar einkum þeim sem þekkja vel til ferils Bubba og geta hálfpartinn fyllt í eyð- urnar, þ.e. ef hinn sögulegi Bubbi er hafð- ur sem viðmið við lest- urinn sem þegar upp er staðið er ekki endilega nauðsynlegt. Þá fylgir líka annar galli því að beita aðferðum skáld- skaparins á jafn- augljósan hátt og hér er gert, að minnsta kosti með þeim upp- spennta og hádrama- tíska stíl sem Jón beit- ir, en vera engu að síður bundinn af ytri mörkum lífshlaups aðal- persónunnar, en hann er að lesand- inn hálfpartinn óskar þess að Bubbi breytist að fullu í sögupersónu og höfundur leyfi sér þannig að skrifa þá dramatísku sögu sem bókin vill miðla en tekst aldrei að framkalla. Verbúðarlífinu er sýndur áhugi og Jóni tekst sæmilega að miðla því sem í þessu umhverfi hafði svo mikil áhrif á unga gítarleikarann en í svo stuttri bók fannst mér óþarflega miklum tíma varið í endurtekn- ingarsamt stef um far- andverkamanninn í mót- un. Aðra kafla bókarinnar, svo sem LA-ferðina, skortir til- finnanlega frásagn- arlegan kraft; höfundur reynir að finna nýja leið til að miðla efninu en týnist í eyðimörkinni. Mögulegir styrkleikar hefðbund- innar samtíma- eða ævisögu, sem gætu falist í nákvæmri tíðarfars- mynd, því að draga eitthvað nýtt fram á sjónarsviðið, möguleikanum á að skapa lifandi samfellu úr ein- hverju sem ekki er lengur til, eru hér viljandi settir til hliðar en meðan á lestrinum stóð varð mér stundum spurn hverju hin frumlega nálg- unarleið ætti að skila. Svarið er kannski sýn Jóns á Bubba, ein- hverjum neista sem átti að verða til þegar sá fyrrnefndi setur sig í spor þess síðarnefnda, eignar sér hann og læðist inn í hugsanir hans og ann- arra og setur fram sem hluta af per- sónusköpun sem tilheyrir kannski hvorki höfundi né Bubba heldur ímynd rokkarans og þeirri sér- kennilegu „lógík“ sem verður til í svona verkefni. Söguljóð um rokkara Jón Atli Jónasson Björn Þór Vilhjálmsson BÆKUR Skálduð ævisaga Eftir Jón Atla Jónasson. JPV útgáfa. Reykjavík. 2006. 196 bls. Ballaðan um Bubba Morthens

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.