Morgunblaðið - 03.01.2006, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
STRÆTÓ HÆKKAR GJÖLD
Fargjöld hjá Strætó bs. hækkuðu
1. janúar sl. um að meðaltali 10% en
stjórn fyrirtækisins tók ákvörðun um
hækkunina 16. desember 2004.
Gjaldskráin hækkaði síðast í febrúar
2003 og þar áður í júlí 2001. Með nýju
gjaldskránni hækkar venjulegt far-
gjald úr 220 krónum í 250 krónur og
barnagjald hækkar úr 60 krónum í 75
krónur.
Fá rannsóknaleyfi við helli
Þríhnúkar ehf. hafa gert tíma-
mótasamning við Kópavogsbæ vegna
rannsókna á Bláfjallafólkvangi þar
sem er að finna dýpstu hraunhvelf-
ingu heims. Samningurinn felur í sér
rannsóknaleyfi til fimm ára og vilyrði
fyrir úthlutun lands ef í ljós kemur að
fýsilegt er að gera hellinn aðgengi-
legan almenningi. Þá fékk félagið 1
milljón kr. í styrk frá bænum.
Lofa nægu gasi
Talsmaður Gazprom, rússneska
orkufyrirtækisins, sagði í gær, að
gasflutningar til Evrópu yrðu komnir
í samt lag í dag en í gær voru þeir 20
til 40% minni en venjulega. Kenndu
Rússar Úkraínumönnum um og
sögðu þá hafa stolið gasi, sem fara
átti til Evrópu, eftir að Rússar lok-
uðu fyrir gasflutning til þeirra. Það
gerðu þeir eftir að Úkraínumenn
neituðu að greiða næstum fimmfalt
verð fyrir gasið frá Rússum eða
heimsmarkaðsverð. Hefur þessi deila
valdið miklum áhyggjum í Evrópu en
í heild kaupa Evrópuríkin 20–25%
gassins frá Rússlandi. Í Austur-
Evrópu er hlutfallið hins vegar um
80-90%. Orkuráðherrar Evrópusam-
bandsins ætla að funda um málið á
morgun en deilan hefur vakið spurn-
ingar um hvort unnt sé að treysta
Rússum og hve viturlegt sé að vera
háður þeim að þessu leyti.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Umræðan 28/31
Viðskipti 14 Bréf 31
Úr verinu 15 Minningar 32/38
Erlent 16/17 Dagbók 40
Heima 18 Víkverji 40
Landið 19 Velvakandi 41
Akureyri 20 Staður og stund 42
Suðurnes 20 Leikhús 44
Austurland 21 Menning 40/46
Daglegt líf 22/23 Bíó 46/49
Menning 24/25 Ljósvakamiðlar 50
Forystugrein 26 Veður 51
Viðhorf 28 Staksteinar 51
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is
Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga
Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson
Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
NOKKUÐ hefur borið á því að
hestar fælist vegna flugelda á ára-
mótum. Hjá Vésteini Vésteinssyni,
bónda í Hofsstaðaseli í Viðvíkur-
sveit í Skagafirði, hvarf 40 hesta
stóð á gamlárskvöld og tók á rás til
fjalla.
„Það var gamlárskvöld hjá mér
eins og fleirum og við erum með
slatta af hrossum hér á þessum bæ.
Sprengingar og flugeldaskothríð
hófust á Sauðárkróki um klukkan
hálfníu,“ segir Vésteinn. „Við gáf-
um hrossunum á sínum stað en
sáum svo um klukkan hálftíu að þau
voru horfin. Þau voru í girðingu en
við skildum hliðið eftir opið því fyrir
tveimur árum gerðist það sama. Þá
stukku hrossin á girðingar í myrkr-
inu og drógu á eftir sér girðinga-
dræsur og annað.“
Vésteinn var með annað stóð í
girðingu og fóru þau hross ekkert
en hann sagði í gær að þau væru
mjög hvekkt. Hann segir viðbúið að
skepnur tryllist og verði mjög
hræddar undir þessum kringum-
stæðum. Helst sé mögulegt að
koma í veg fyrir svona atvik með
því að hafa dýrin í húsi.
„Það er líka spurning hvort þeir
sem standa fyrir þessu þurfi að
hafa svona mikinn hávaða og læti
þótt þeir standi fyrir ljósadýrðinni,“
segir hann.
Aukinn hávaði í seinni tíð
Hross Vésteins fundust í gær en
voru ókomin af fjalli síðla dags.
„Þau voru komin langt upp á reg-
infjöll í um 1.000 til 1.100 metra
hæð og í mikilli fjarlægð héðan,“
segir hann. „Þau eru að fara algera
ófæru, það er aldrei farið um þessar
slóðir á hestum í smalamennsku.
Þetta er svo bratt og grýtt.“
Vésteinn telur að umræða þurfi
að fara fram um hver sé ábyrgur
hann. „Allar skepnur verða skelf-
ingu lostnar, það er mikill hávaði og
loftþrýstingur af þessu. Veður hef-
ur líka mikið að segja. Nú var kyrrt
og hljóðbært og bergmálið mikið
hér fjalla á milli.“
Vésteinn segir að á tveimur bæj-
um í nágrenninu hafi hestar líka
fælst um áramótin en þeir eru allir
fundnir. Björgunarsveitarmenn
voru að sækja þá í gær, en Vésteinn
bjóst ekki við sínum af fjalli fyrr en
undir myrkur í gær. Ástand þeirra
yrði því ekki skoðað fyrr en í dag.
Hann segir að slys hafi orðið með
þessum hætti á undanförnum árum
og hross drepist. Þau ærist oft svo
að þau fari á slóðir sem menn eigi
erfitt með að komast um gangandi.
Nokkuð sem menn
verða að lifa með
Bjarni Finnsson, formaður Fáks,
kveðst ekki hafa heyrt um nein
óhöpp á höfuðborgarsvæðinu.
„Menn passa upp á þetta og
hrossin eru auðvitað aldrei laus hér
í bænum,“ segir hann. „Auðvitað
grípur um sig mikil hræðsla en ég
hef ekki heyrt um nein óhöpp.
Hestar virðast finna til meira ör-
yggis þegar þeir eru inni í húsum.“
Bjarni segir marga reyna að
koma hestum sínum á hús fyrir ára-
mótin en að ekki sé alls staðar að-
staða til þess.
„En á hvers ábyrgð það á að vera
er auðvitað spurning. Þetta er nátt-
úrulega orðið svo geggjað. Þar sem
ég er með hross austur í sveit höf-
um við lent í að missa hross vegna
flugelda um verslunarmannahelgi.
Þá er verið að stelast til þess að
skjóta og þá eru menn ekki eins við-
búnir,“ segir hann. „Þetta er heil-
mikið vandamál víða, því þetta eru
hjarðdýr og um leið og einhver
hræðsla kemur taka heilu flokkarn-
ir á rás.“
Bjarni segist ekki hafa velt því
fyrir sér hvar ábyrgðin liggi ef
bændur verði fyrir skaða vegna
þessa.
„Þetta er nokkuð sem menn
verða væntanlega að lifa með,“ seg-
ir hann. „Varla verður bannað að
skjóta upp flugeldum á gamlárs-
kvöld.“
fyrir uppákomum sem þessum.
„Ég hef enga skoðun á því. En í
seinni tíð virðist mér hávaðinn stór-
aukinn í flugeldunum, menn eru
farnir að leggja svo mikla áherslu á
sprengingarnar. Ég hefði nú talið
að ljósadýrðin myndi nægja,“ segir
Fleiri en 40 hestar hlupu
til fjalla undan flugeldum
Stóðið er hér á leið af fjalli í gær. Sjá má út Gljúfurárdal og út á Skaga-
fjörð. Tindastóll sést handan fjarðarins.
FLUGELDAR eru taldir vera
orsök þess að fimm íslenskir
hestar drápust þegar lest
keyrði á þá í nánd við Køge á
Jótlandi í Danmörku á nýárs-
morgun. Hestarnir höfðu rifið
sig lausa úr gerði, líklega
vegna hræðslu við hljóð sem
þeir þekktu ekki. Lögreglan í
Køge álítur það kraftaverk að
lestin fór ekki af sporinu þegar
hún rakst á hestana og að eng-
inn farþeganna fjögurra í lest-
inni meiddist. Þetta kemur
fram í netmiðli Jyllands-
Posten. Ökumaður hafði
skömmu fyrir slysið tilkynnt
um nokkra lausa hesta á svæð-
inu en sagt er að lestarstjórinn
hafi ekki getað afstýrt slysinu,
enda var þoka og myrkur þeg-
ar það átti sér stað. Lestin var
á 75 kílómetra hraða þegar
slysið varð en hestarnir stóðu
allir á járnbrautarteinunum.
Fjórir þeirra drápust strax en
sá fimmti dróst með lestinni
þar til hún stöðvaðist og drapst
áður en dýralæknir kom á stað-
inn.
Fimm íslenskir hestar urðu
fyrir lest og drápust
Eftir Hrund Þórsdóttur
hrund@mbl.is
MANNLEG og tæknileg mistök ollu
því að sjúkraflugvél var 25 mínútum
lengur að leggja af stað á nýársnótt
en reglur kveða á um. Ennfremur
virðast mistök hafa valdið því að eng-
in sjúkraflugvél var staðsett á Ísa-
firði þessa nótt og því þurfti að kalla
eftir flugvél frá Akureyri.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu
í gær slasaðist ungur maður á
Tálknafirði skömmu eftir miðnætti á
nýársnótt þegar hann fékk flugeld í
augað. Lögreglan á Patreksfirði bað
um að sjúkraflugvél yrði sett í við-
bragðsstöðu kl. 00:20 og tuttugu mín-
útum síðar var óskað eftir að hún
næði í sjúklinginn. Vélin fór þó ekki í
loftið fyrr en um kl. 3:00.
Reglur um sjúkraflug gera ráð fyr-
ir að það eigi ekki að líða meira en 45
mínútur frá því að beiðni berst þar til
flugvél er komin á loft, en í þessu til-
viki virðist hafa tekið 73 mínútur að
gera allt klárt.
Erling Þór Júlínusson, slökkviliðs-
stjóri á Akureyri, segir að sjúkra-
flutningamaður og læknir hafi verið
mættir út á flugvöll á eðlilegum tíma.
Það sé hins vegar flugfélagsins að
skýra tafirnar.
Friðrik Adólfsson, rekstrarstjóri
hjá Flugfélagi Íslands, segir að
mannleg og tæknileg mistök hafi
valdið þessum töfum. Það hafi komið
upp tæknilegt vandamál sem hafi
valdið töfum en eins hafi verið gerð
mannleg mistök þegar gengið var frá
flugplani. Flugvélin kom við á Bíldu-
dal til að taka eldsneyti í stað þess að
taka eldsneyti í Reykjavík. Friðrik
segir að flugmaðurinn hafi tekið
ákvörðun um þetta í samráði við
lækni sem var með í för.
Engin vél á Ísafirði
Ingþór Guðjónsson, lögreglumað-
ur á Patreksfirði, segist vera
óánægður með hversu langan tíma
sjúkraflugið tók, en einnig þyrftu að
fást skýringar á því hvers vegna eng-
in sjúkraflugvél hefði verið á Ísafirði
eins og reglur kveði á um.
Landsflug hefur séð um sjúkraflug
á Vestfjörðum samkvæmt sérstökum
samningi við heilbrigðisráðuneytið.
Samningurinn rann hins vegar út um
áramót. Ingþór segir að sjúkraflug-
vél frá Landsflugi hafi farið frá Ísa-
firði um hádegisbil á gamlársdag.
Mýflug tók við sjúkrafluginu um ára-
mót, en engin vél kom þangað fyrr en
á nýársdag.
Mýflug ætlar að sinna fluginu með
sérhæfðri sjúkraflugvél, en hún er
ekki komin til landsins. Leifur Hall-
grímsson, framkvæmdastjóri Mý-
flugs, segir að vélin verði ekki komin
til landsins fyrr en í mars/apríl og fé-
lagið hafi því samið við Flugfélag Ís-
lands um að sinna sjúkrafluginu á
meðan. Flugfélagið hafi því séð um
flugið á nýársnótt og muni tryggja að
vél sé til taks á Ísafirði. Fyrr um
kvöldið fór Flugfélagið í sjúkraflug til
Vopnafjarðar, en þá tók 35 mínútur
að koma vélinni í loftið frá Akureyr-
arflugvelli frá því að beiðni barst.
Tæknileg og mann-
leg mistök töfðu STÓRU olíufélögin þrjú hækkuðu ígær verð á hverjum lítra af bensínium 1,50 krónur og segja ástæðuna
vera hækkun heimsmarkaðsverðs.
Eftir breytinguna er algengasta
verð á lítra af 95 oktana bensíni í
sjálfsafgreiðslu á stöð með fullri
þjónustu á höfuðborgarsvæðinu
109,80 kr. og lítri af dísilolíu kostar
107,80 kr. Verð hafði ekki verið
hækkað hjá Atlantsolíu síðdegis í
gær og kostar bensín þar 106,9
krónur lítrinn og dísilolíulítrinn
106,3 krónur. Eldsneyti er 0,10
krónum ódýrara á stöðvum Ork-
unnar. Á ÓB-stöðvum og EGO-
stöðvum kostar bensín 108,40 krón-
ur og dísilolía 106,40 krónur.
Bensínverð
hækkar um
1,50 krónur
ÖKUMANNI brá svo í brún þegar
kviknaði í bifreið hans á ferð að
hann keyrði út af. Varð þetta við
bæinn Teig í Eyjafirði um sexleytið
í gærkvöld. Ökumaðurinn slapp
ómeiddur en bíllinn er ónýtur. Þá
rann fólksbíll til á þjóðveginum við
Háreksstaði, á Möðrudalsvegi, í
gær og lenti á veghefli sem kom á
móti. Lögreglan telur bílinn hafa
runnið til af því að hann hafi verið á
sumardekkjum, en hvasst var. Öku-
maður og farþegi sluppu með
minniháttar meiðsli.
Keyrði út af þeg-
ar kviknaði í bíl