Morgunblaðið - 03.01.2006, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
OPIÐ hús var víða í Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli
á gamlársdag og hjá Flugklúbbnum Þyt komu fé-
lagsmenn og gestir þeirra saman eins og venjan er þenn-
an dag. Hallgrímur Jónsson, formaður Þyts, ávarpaði
Dagfinn Stefánsson og færði honum gjöf í tilefni nýlegs
áttræðisafmælis hans. Annars er dagskrá jafnan frjáls-
leg en menn skeggræða um flugsins gagn og nauðsynjar,
skoða vélarnar og velta vöngum yfir fortíð og framtíð. Á
myndinni eru frá vinstri Hallgrímur Jónsson, Ottó Ty-
nes, Dagfinnur Stefánsson og Axel Sölvason.
Morgunblaðið/jt
Skeggrætt um flugmálin
ÓLAFUR Magnússon, deildar-
stjóri á forvarnasviði Slökkviliðs
höfuðborgarsvæðisins, telur tíma-
bært að herða reglur um geymslu
flugelda. Hann segir að víða er-
lendis, eins og t.d. í Bretlandi, séu
gerðar mun meiri kröfur um
geymslu flugelda.
Á gamlársársdag kom upp eldur
í Hveragerði í flugeldageymslu
Hjálparsveitar skáta þegar verið
var að ganga frá sýningarflugeld-
um. Tugmilljónatjón varð á bruna-
stað. Eldvarnaveggir í húsnæðinu
stóðust þó álagið og vörnuðu frek-
ari tjóni.
Í gildi er rúmlega tveggja ára
gömul reglugerð um skotelda þar
sem m.a. er að finna kröfur um
húsnæði þar sem skoteldar eru
geymdir og seldir. Ólafur Magn-
ússon segir að Slökkvilið höfuð-
borgarsvæðisins fylgi þessum
reglum fast eftir. Söluaðilar fái
ekki að setja skotelda inn í hús-
næði fyrr en slökkviliðið sé búið að
ganga úr skugga um að húsnæðið
uppfylli kröfur. Í tilvikum þar sem
húsnæðið sé í eigu fleiri en eins að-
ila hafi slökkviliðið ennfremur gert
kröfu um að söluaðilar fái sam-
þykki allra húseigenda þó að ekk-
ert sé um það að finna í reglugerð.
Ólafur segist vera þeirrar skoð-
unar að gera þurfi meiri kröfur en
gerðar eru í reglugerðinni um gerð
húsnæðisins. „Geymslu- og lager-
húsnæði þarf að vera þannig úr
gerði gert og þannig staðsett að
ekki skapist hætta fyrir aðra. Það
þarf að hafa í huga að þarna er um
að ræða sprengiefni,“ sagði Ólafur.
Sýningarflugeldar hættulegir
Ólafur sagði að í Bretlandi væru
mun meiri kröfur gerðar til hús-
næðis þar sem skoteldar eru
geymdir en hér á landi og að Danir
gerðu einnig meiri kröfur en við.
Ólafur segir að slökkviliðið hafi
lagt mikla áherslu á að engin raf-
magnstæki séu í sama húsnæði og
skoteldar eru geymdir í eða seldir.
Hann segir ljóst að gæta þurfi sér-
stakrar varúðar við meðferð sýn-
ingarflugelda. Þeir séu hættuleg-
ustu skoteldar sem meðhöndlaðir
séu. Slökkviliðið hafi gert tilraun
fyrir nokkrum árum með að
sprengja nokkur hundruð kílóa
sýningartertu og krafturinn sem
hún skapaði hafi verið gríðarlegur.
Þarna sé því um að ræða afskap-
lega hættulegan hlut.
Telur tímabært að
herða kröfur um
geymslu flugelda
umhverfisáhrif við framleiðslu ým-
issa efna til vegagerðar, umhverf-
isáhrif vinnuvéla og um útskolun
frá efnum sem notuð eru.
Meginniðurstöður verkefnisins
voru tilurð hugbúnaðarins, sem
kallast ROAD-RES og mun hann
nú verða notaður af dönsku vega-
gerðinni sem liður til þess að meta
umhverfisáhrif við hönnun hrað-
brauta í Danmörku. Hugbúnaður-
inn var prófaður með því að fram-
kvæma útreikninga á
umhverfisáhrifum vega með og án
gjalls frá sorpbrennslu, auk þess
sem metin voru umhverfisáhrif við
urðun gjalls. Niðurstöðurnar af
þessum útreikningum voru kynnt-
ar í fræðigreinum sem tilheyra
doktorsritgerðinni. Í heildina sam-
anstóð doktorsritgerðin af 40
síðna samantekt, 5 fræðigreinum
fyrir alþjóðleg rannsóknarrit, leið-
beiningum um notkun hugbún-
aðarins, auk viðauka með gögnum
fyrir gagnabanka hugbúnaðarins.
Leiðbeinendur Hörpu við
Tækniháskólann í Danmörku voru
Thomas H. Christensen, prófessor
við umhverfis- og auðlindadeild,
og Michael Z. Hauschild, lektor
við framleiðslu- og stjórnunar-
deild. Verkefnið var unnið í sam-
vinnu við dönsku vegagerðina,
sementsframleiðandann Aalborg
Portland og tvær stærstu sorp-
brennslustöðvarnar í Kaupmanna-
höfn; Amagerforbrænding og
Vestforbrænding. Verkefnið var
styrkt af Tækniháskólanum í Dan-
mörku, auk þess sem það var
styrkt af ofangreindum samstarfs-
aðilum.
Andmælendur voru Kevin
Gardner, prófessor við umhverf-
isdeild Háskólans í New Hamps-
hire í Bandaríkjunum, Göran
Finnveden, lektor við umhverf-
isdeild Konunglega Tækniháskól-
ans í Stokkhólmi, og Peter Kjeld-
sen, lektor við umhverfis- og
auðlindadeild Tækniháskólans í
Kaupmannahöfn.
Harpa er fædd árið 1974. Hún
lauk stúdentsprófi af náttúru-
fræðibraut frá Flensborgar-
skólanum í Hafnarfirði í desember
1993. Hún lauk M.Sc. í um-
hverfisverkfræði við Tæknihá-
skólann í Danmörku árið 2001.
Harpa er búsett í Reykjavík og
starfar nú sem ráðgjafi í umhverf-
ismálum hjá Verkfræðistofunni
Línuhönnun.
HARPA Birg-
isdóttir varði 23.
september sl.
doktorsritgerð
sína í umhverf-
isverkfræði við
umhverfis- og
auðlindadeild
Tækniháskólans
í Danmörku.
Ritgerðin bar heitið „Life cycle
assessment model for road const-
ruction and use of residues from
waste incineration“ eða hugbún-
aður til að framkvæma vistfer-
ilsgreiningar fyrir vegagerð og
notkun úrgangstegunda frá sorp-
brennslu.
Vistferilsgreiningar er aðferð-
arfræði sem notuð er til þess að
meta umhverfisáhrif ákveðinnar
vöru, ferils eða framkvæmdar. Að-
ferðafræðin felur í sér að um-
hverfisáhrif eru skoðuð fyrir allan
líftíma vörunnar. Til þess að fram-
kvæma þessa greiningu er safnað
upplýsingum um notkun auðlinda
og losun efna til lofts, vatns og
jarðvegs fyrir allan líftíma vör-
unnar. Út frá þessum upplýs-
ingum um ílag og frálag eru svo
reiknuð út umhverfisáhrif, s.s.
gróðurhúsaáhrif, súrt regn og eit-
uráhrif á menn og umhverfi.
Í Danmörku er um 25% af öllu
sorpi, eða rúmlega 3 milljónum
tonna, brennt. Orkan frá sorp-
brennslunni er nýtt til rafmagns-
framleiðslu og upphitun húsa. Við
sorpbrennslu minnkar rúmmál
sorpsins um 90%, en eftir verða
úrgangstegundirnar gjall og aska,
sem innihalda háan styrk af þung-
málmum og söltum. Árlega mynd-
ast um rúmlega 730 þúsund tonn
af gjalli og ösku í Danmörku.
Gjallið hefur verið endurnýtt í
vegagerð um nokkurt árabil í
Danmörku en vegna hás styrks af
þungmálmum og söltum er askan
urðuð í sérstökum urðunarstöðum.
Megintilgangur verkefnisins var
að hanna hugbúnað sem danska
vegagerðin gæti notað til vistfer-
ilsgreininga á ýmiss konar vega-
framkvæmdum og sem sorp-
brennslustöðvarnar gætu notað til
þess að bera saman umhverfis-
áhrif endurnýtingar og urðunar
gjalls og ösku frá sorpbrennslu.
Samhliða þessu fór fram ýtarleg
öflun gagna til þess að byggja upp
gagnabanka hugbúnaðarins sem
bæði inniheldur upplýsingar um
Doktor í umhverfisverkfræði
ÞAÐ VERÐ sem
Mjólka ehf. hef-
ur boðið bænd-
um fyrir afurðir
sínar er ekki
11% hærra en
verð Mjólkur-
samsölunnar,
heldur 4,5%
hærra og þegar
horft er til úr-
valsframleiðenda
er MS með 2% hærra verð, að því
er fram kemur í bréfi sem Magnús
H. Sigurðsson, stjórnarformaður
Mjólkursamsölunnar, sendi til fé-
lagsmanna 20. desember síðastlið-
inn.
Í bréfinu er rætt um stöðu
mjólkuriðnaðarins, opinbera verð-
lagningu og styrki auk þess sem
gerður er samanburður á verði MS
og Mjólku til bænda.
Betra verð á úrvalsmjólk
Í bréfi stjórnarformannsins kem-
ur fram að meðalmjólkurverð á öllu
svæði MS í nóvember síðastliðnum
hafi verið 44,60 krónur en 46,43
krónur fyrir úrvalsmjólk, þ.e. mjólk
sem er með yfir 3,51% prótein-
innihald.
Þá fá allir bændur sem versla við
MS svonefnt hvatningarálag, að því
er fram kemur í bréfinu og nemur
það 1,70 krónur á lítrann. Þar ofan
á bætist álag fyrir úrvalsmjólk,
sem er 0,39 krónur fyrir venjulega
mjólk og 1 króna fyrir lítrann af
úrvalsmjólk. Niðurstaðan er því sú
að verð MS fyrir venjulega mjólk
er 46,69 krónur og 49,13 krónur
fyrir úrvalsmjólk, sem er hærra en
Mjólka býður. Þá sé ótalin sú þjón-
usta sem MS veiti félagsmönnum
sínum, t.d. með kvóta- og tankal-
ánum, neyðarþjónustu og heim-
sóknum mjólkureftirlitsmanna.
Nýir aðilar „fleyta rjómann“
Í bréfinu er einnig rætt um sam-
keppnisstöðu í mjólkuriðnaði og
áhrif opinberrar verðlagningar. Þar
segir að opinber verðlagning hafi
skekkt verðlagningu á markaðnum
á þann hátt að verði á grunnvörum
á borð við drykkjarmjólk og fasta
osta hafi verið haldið niðri og fram-
leiðsla þeirra skilað litlum sem eng-
um hagnaði. Nýlega hafi verið
ákveðið að hækka mjólkurvörur um
1,4–2,5% frá og með áramótum og
það sé fyrsta verðhækkun afurða-
stöðva frá 1. janúar 2003. Nýjar
vörur og afurðir hafi hins vegar
verið verðlagðar nokkuð hátt.
„Það mætti líka orða þetta á
þann hátt að vinnsluvörurnar séu
að borga með grunnvörunum,“ seg-
ir í bréfinu.
„Þetta fyrirkomulag hefur leitt
til ákveðinnar slagsíðu sem gerir
það að verkum að mjög auðvelt er
fyrir nýja aðila, sem vel þekkja til á
markaðnum, að koma inn á hann og
fleyta rjómann ofan af í orðsins
fyllstu merkingu. Nýi aðilinn velur
sér þannig framlegðarbestu vör-
urnar á meðan að við sitjum uppi
með grunnvörurnar sem seljast í
miklu magni og skila lítilli sem
engri framlegð. Þetta er ekki góð
staða.“
Mjólka nýtur
opinberra styrkja
Í bréfinu segir að mikil samstaða
hafi ríkt á Alþingi þegar núverandi
búvörulög hafi verið samþykkt fyrr
á árinu.
„Góð pólitísk samstaða ríkti því
um að viðhalda núverandi styrkja-
kerfi og aðlaga það breyttum að-
stæðum í framtíðinni.
Forsvarsmenn Mjólku halda því
fram að þeir njóti engra opinberra
styrkja. Þetta er rangt. Einn fram-
leiðandi með greiðslumark hefur
sagt sig úr viðskiptum við MS og
færði viðskipti sín yfir til Mjólku.
Þar með er Mjólka ótvírætt orðin
afurðastöð samkvæmt skilgrein-
ingu búvörulaganna og því í ná-
kvæmlega sömu aðstöðu og MS,“
segir í bréfinu.
Enn fremur kemur fram að ekki
sé ólíklegt að breytingar verði
gerðar á þeirri umgjörð sem mjólk-
urbændur vinni eftir.
„Þangað til þær breytingar verða
gerðar af löglega kosnum fulltrúum
hljótum við að krefjast þess að allir
standir jafnir frammi fyrir lögun-
um.“
Telur Mjólku gera of
mikið úr verðmuninum
Segir opinbera verðlagningu valda slagsíðu í verði
Magnús H.
Sigurðsson
„ÞETTA er alveg út í hött hvernig
þeir setja þetta upp. Það var ekki
gerð nein tilraun af hálfu Mjólk-
ursamsölunnar til að fá upplýsingar
frá okkur um hvernig við greiddum
fyrir mjólk. Það hafði enginn sam-
band við okkur og þetta eru bara því
miður algerar rangfærslur,“ segir
Ólafur M. Magnússon, framkvæmda-
stjóri Mjólku.
Varðandi verðsamanburð milli
Mjólku og MS segir Ólafur að ann-
ars vegar sé greitt ákveðið grundvallarverð og hins
vegar borgað fyrir próteineiningu og fitueiningu.
Mjólka borgi 9,5% hærra fyrir bæði fitu- og próteinein-
ingar og gefi einnig afslátt af flutningum, 38%.
„Þegar þetta er allt saman vegið saman þá er það
verð sem við greiðum bændum 12,41% hærra en það
sem Mjólkursamsalan borgar. Þetta er miðað við
greiðslur fyrir mjólk á ársgrundvelli, en ekki teknar
inn í einstaka greiðslur, eins og hvatningarálag, sem
MS borgar. Það er bara tímabundið í þrjá mánuði
vegna mjólkurskorts og ekki réttlætanlegt að taka það
inn í grundvallarsamanburð. Ekki heldur er tekið inn í
það álag sem Mjólka borgar bændum fyrir úrvals-
mjólk, sem er auðvitað misjafnt eftir einstaklingum,“
segir Ólafur.
Aðspurður segir hann Mjólku þó ekki hafa í hyggju
að svara bréfi MS eða bregðast sérstaklega við, enda
sé bréfið tæpast svaravert og hafi greinilega verið
skrifað í vanstillingu.
„Það er skammarlegt að fyrirtæki eins og Mjólk-
ursamsalan láti spyrjast að senda svona frá sér. Þeir
hefðu hæglega getað hringt í okkur og fengið þessar
upplýsingar ef þeir hefðu viljað. Okkur finnst þetta
fyrst og fremst broslegt,“ segir Ólafur.
„Eru algerar rangfærslur“
Ólafur M.
Magnússon