Morgunblaðið - 03.01.2006, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Úr Verinu á mánudaginn
Veiðar
útlendinga á
Íslandsmiðum
BORIST hefur eftirfarandi ályktun sem stjórn
Skurðlæknafélags Íslands samþykkti á fundi
sínum 29. desember síðastliðinn:
Stjórn Skurðlæknafélags Íslands mótmælir
því harðlega hvernig Landspítali – háskóla-
sjúkrahús hefur staðið að málum Stefáns E.
Matthíassonar yfirlæknis æðaskurðlækninga-
deildar LSH. Ágreiningur hefur verið milli
Stefáns og stjórnenda LSH á túlkun á skrif-
legum samningi sem gerður var milli þeirra
þegar Stefán tók við yfirlæknisstöðunni árið
2002. Stefán var fyrir þann tíma í stöðu sér-
fræðings á deildinni. Í samningnum er gert
ráð fyrir uppbyggingu dagdeildarþjónustu við
LSH og að Stefán hætti stofurekstri. Það er
athyglisvert að Stefáni skuli vera sagt upp
vegna óhlýðni í starfi sem yfirlæknir en ekki
gefinn kostur á að starfa áfram sem sérfræð-
ingur. Það hefur ekki verið upplýst af hverju
Stefáni er einnig gert að víkja úr sérfræðings-
stöðunni. Það þarf mjög alvarlegt brot af Stef-
áns hálfu til þess að réttlæta þessa framkomu
yfirmanna hans gagnvart honum. Sérstaklega
er málið athyglisvert þar sem óumdeilt er að
Stefán er hæfur læknir og stjórnandi og að
uppbygging og stjórnun æðaskurðlækninga-
deildar hefur verið óaðfinnanleg. Ekki eru
margir mánuðir síðan gefin var sú yfirlýsing á
LSH að bæta ætti samskipti innan sjúkrahúss-
ins. Mál Stefáns gerir þá yfirlýsingu ótrúverð-
uga og hafa verður verulegar áhyggjur af deil-
um stjórnenda LSH og starfsmanna. Það er
algerlega óásættanlegt að ekki sé leitað til ut-
anaðkomandi aðila þegar slík deila kemur upp
og að sjúkrahúsið taki einhliða þá ákvörðun að
víkja lækni með uppsögn sem á sér ekki for-
dæmi.
Stjórn Skurðlæknafélagsins hefur áhyggjur
af dagdeildarþjónustu skurðlækna við sjúk-
linga á LSH. Endurtekið hafa komið fram
kvartanir í fjölmiðlum um það hvernig sjúkra-
húsið standi að þeirri þjónustu. Þrátt fyrir yf-
irlýsta stefnu stjórnarnefndar og fram-
kvæmdastjórnar LSH hefur slík þjónusta ekki
byggst upp eftir sameiningu sjúkrahúsanna,
eins og vonir stóðu til. Slík stefna hefur ekki
verið annað en orðin tóm. Skurðlæknafélag Ís-
lands telur meginástæðu þess vera að fram-
kvæmdastjórn og stjórnarnefnd LSH hafi
staðið illa að þessum málaflokki, meðal annars
með uppsögn ferliverkasamnings á sínum
tíma. Ákvarðanir stjórnenda LSH hafa stuðlað
að því að þjónusta skurðlækna hefur í vaxandi
mæli byggst upp utan veggja LSH. Því er al-
gerlega hafnað að hér sé skurðlæknum um að
kenna því góður vísir var að slíkri þjónustu á
Landakotsspítala og síðar á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur. Þar sem sjúkrahúsið hefur ekki
burði til að sinna þessu mikilvæga hlutverki er
ekki hægt að krefjast þess að læknar loki stof-
um sínum úti í bæ enda myndi það hafa í för
með sér verulega skerta þjónustu við sjúk-
linga.
Á sama tíma hefur afstaða stjórnenda til
starfsemi skurðlækna á einkastofum farið
harðnandi og verið mjög ósveigjanleg.
Þjónusta skurðlækna við sjúklinga á sjúkra-
húsinu hefur versnað vegna sparnaðaraðgerða
stjórnenda sjúkrahússins. Stjórnendur LSH
hafa sýnt skurðlæknum óbilgirni í samninga-
málum með einhliða lækkun á launum fyrir
vaktavinnu og álítur stjórn Skurðlæknafélags-
ins það vera samningsbrot. Húsnæði skurð-
lækna fyrir eigin skrifstofur og til að sinna
þjónustu við sjúklinga hefur sums staðar orðið
minna og verra eftir sameiningu sjúkrahús-
anna. Stjórn Skurðlæknafélagsins álítur það
mjög alvarlegt að ríkisendurskoðandi hefur
það álit í nýútkominni skýrslu að ef einstak-
lingar eru ekki sammála stjórnendum sjúkra-
hússins þá ættu þeir að „leita annað“. Álit rík-
isendurskoðanda byggist á því að stjórnendur
LSH séu að framfylgja stefnu ráðherra og
þess vegna hafi læknar ekkert frekar um málið
að segja. Framtíðaruppbygging háskóla-
sjúkrahúss kemur til með að byggjast á fag-
legum sjónarmiðum og þar á meðal faglegum
sjónarmiðum skurðlækna. Vandamál LSH
felst í því að stjórnendum LSH hefur ekki tek-
ist að veita sjúkrahúsinu forystu með ábyrgri
stjórnun þar sem tekið er tillit til fagfólks.
Stjórn LSH hefur í einu og öllu framfylgt
sparnaðarstefnu Alþingis og hefur það komið
niður á aðstöðu starfsfólks til að sinna sjúk-
lingum. Þetta hefur meðal annars valdið því að
skurðlæknar hafa hætt störfum á LSH og
margir staðið að því að þróa og byggja upp
starfsemi sína á eigin stofum úti í bæ. Ósveigj-
anleiki stjórnenda sjúkrahússins hefur einnig
valdið því að skurðlæknar sem eru í vinnu er-
lendis telja ekki eftirsóknarvert að koma til
vinnu á LSH. Stjórn Skurðlæknafélagsins álít-
ur að þetta hafi haft slæm áhrif á þróun skurð-
lækninga á Íslandi og geti haft alvarlegar af-
leiðingar fyrir uppbyggingu háskólasjúkra-
húss.
Það þarf að skapa starfsumhverfi á LSH
sem laðar að hæfustu skurðlæknana og sem
gerir þeim kleift að flytja með sér nýjungar til
landsins. Íslenskir skurðlæknar hafa verið
framarlega í því að gera minni aðgerðir á
einkastofum úti í bæ og koma á dagdeildar-
þjónustu fyrir sína sjúklinga. Þessi þróun hef-
ur komið snemma hér á Íslandi vegna þess
frelsis sem hefur ríkt í starfsumhverfi lækna.
Stjórn Skurðlæknafélagsins álítur að það sé
nauðsynlegt að hafa þetta frelsi til starfa og að
það sé nauðsynlegt að blanda saman vinnu á
sjúkrahúsi og á skurðlæknamóttöku, sem er
stjórnað af skurðlæknum, til að tryggja eðli-
lega þróun í faginu og þjónustu við almenning.
Stjórn Skurðlæknafélags Íslands hvetur yf-
irstjórn heilbrigðismála og ráðherra til að end-
urskoða stjórnunarhætti á LSH. Stjórnin
hvetur LSH til að draga uppsögn Stefáns E.
Matthíassonar til baka og reyna að leita lausn-
ar á vandanum með aðstoð læknaráðs LSH og
Læknafélags Íslands. Ef það reynist ekki unnt
þá þarf að tryggja Stefáni aðstöðu til að sinna
sjúklingum á sjúkrahúsinu meðan deila hans
og sjúkrahússins er leyst fyrir dómstólum eða
hjá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu.
Stjórn Skurðlæknafélags Íslands mótmælir meðferð máls Stefáns E. Matthíassonar
Hvetja til að stjórnarhættir
á LSH verði endurskoðaðir
STEFNT er að því að breyta bíla-
stæðum sem næst eru aðalinngöng-
um Landspítala – háskólasjúkrahúss
við Hringbraut og í Fossvogi í
skammtímastæði með gjaldtöku nú í
byrjun nýs árs. Til að byrja með
verða alls 180 skammtímastæði, 120
á milli kvennadeildarhúss og aðal-
byggingar við Hringbraut og 60
stæði vestan við aðalinngang í Foss-
vogi, en að sögn Ingólfs Þórissonar,
framkvæmdastjóra tækni og eigna
LSH, er um að ræða tilraun til að
bæta þjónustu fyrir þá sem þurfa að
sækja þjónustu á spítalann.
Að undanförnu hefur verið unnið
að því að fjölga bílastæðum við LSH
við Hringbraut og eru þær fram-
kvæmdir á lokastigi, búið er að taka
um 270 ný bílastæði í notkun og að-
eins er eftir vinna í kringum stæðin.
Forsendur fyrir fjölguninni eru
m.a. þær að við færslu Hringbrautar
skapaðist rými fyrir fleiri bílastæði
og bættust 180 ný bílastæði við fyrir
neðan Gömlu Hringbraut. Með
fækkun akreina á Gömlu Hring-
braut úr fjórum í tvær var einnig
hægt að bæta við 60 stæðum og þá
fást 30 ný bílastæði hjá geðdeildar-
húsinu.
„Við erum að taka í notkun betri
stæði en við höfum haft. Einnig er
verið að malbika stæði og svo hefur
umferð um gömlu Hringbraut
minnkað mikið þannig að auðveldara
er að komast yfir hana,“ segir Ing-
ólfur og vonast til að breytingarnar
komi til með að bæta úr brýnni þörf í
bílastæðamálum sjúkrahússins.
Hann vonast enn fremur eftir að
ástandið í nærliggjandi íbúðargötum
lagist en nokkuð hefur borið á því að
gestir spítalans leggi ökutækjum
sínum þar.
Hófleg gjaldtaka
á virkum dögum
„Eins og þeir þekkja sem hafa
þurft að sækja þjónustu á spítalann,
þá hafa verið ákveðin vandræði við
að finna bílastæði nálægt inngöng-
um spítalans. Nú ætlum við að gera
tilraun með að taka, tiltölulega fá
stæði til að byrja með, og hafa þau
merkt sem skammtímastæði,“ segir
Ingólfur en það er Bílastæðasjóður
sem er í samstarfi við spítalann og
sér um gjaldtöku. Reiknað er með að
gjaldtaka hefjist nú í janúar og verð-
ur gjaldi stillt í hóf. Miðast það við
80 krónur á klukkustund frá átta á
morgnana til fjögur á daginn alla
virka daga.
Ingólfur segist ekkert nema gott
hafa heyrt um skammtímastæðin
enda sé fríum bílastæðum ekki að
fækka, heldur þvert á móti fjölgar
þeim um 150 stæði – við Hringbraut.
Morgunblaðið/ÞÖK
Um 120 bílastæðum nálægt inngangi Landspítala – háskólasjúkrahúss við
Hringbraut verður breytt í skammtímastæði með gjaldtöku í janúarmánuði.
Gjaldtaka á bíla-
stæðum við LSH
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
ÍSLENSKIR bændur leyfa sauðfé
sínu að flakka um sjálfala mestan
part árs. Sauðfé hefur ávallt réttinn í
umferðinni hérlendis. Þetta er með-
al þess sem fram kemur í umfjöllun
blaðakonunnar Kim Askey um Ís-
land í bandaríska blaðinu News
Sentinel. Askey dvaldi hér á landi í
tvær vikur ásamt manni sínum, ljós-
myndaranum Chris Askey. Í grein-
inni lýsir Askey gönguferð þeirra
um Vatnajökul, baðferð í heita lind
úti í guðs grænni náttúrunni og
notkun landans á heita vatninu til
upphitunar á gangstéttum og heit-
um pottum sundstaða. Einnig lögðu
þau hjónin leið sína að Mývatni þar
sem þau skoðuðu Dimmuborgir og
fylgdust með gerð hverabrauðs.
Gerir blaðakona trú landans á álfa,
tröll og drauga sérstaklega að um-
talsefni og minnir á að frægir höf-
undar á borð við Jules Verne og
J.R.R. Tolkien hafi heillast af land-
inu sem hafi veitt þeim innblástur í
verk þeirra. Einnig segir hún frá
heimsókn þeirra hjóna í Þjóðmenn-
ingarhúsið í Reykjavík þar sem þau
börðu gömul handrit augum. Greini-
legt er að henni fannst tíminn líða
allt of fljótt í Íslandsheimsókn þeirra
hjóna og tekur hún fram að þau von-
ist til þess að koma hingað aftur.
Íslandsheim-
sókn í News
Sentinel
♦♦♦
NEMENDUR á þriðja námsári á
leikskólabraut í Kennaraháskóla Ís-
lands hafa sent frá sér yfirlýsingu
þar sem segir að þeir telji sér
ómögulegt að koma til starfa sem
leikskólakennarar að lokinni útskrift
í vor verði kjarasamningar ekki
teknir til endurskoðunar.
„Við munum ekki sætta okkur við
núverandi starfsumhverfi og launa-
kjör og krefjumst þess að ástandið
verði lagað. Við styðjum því leik-
skólakennara í þeirra baráttu og í
öllum þeim aðgerðum sem þeir telja
sig knúna til að grípa til,“ segir m.a. í
yfirlýsingunni.
Íhuga að koma
ekki til starfa