Morgunblaðið - 03.01.2006, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 03.01.2006, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF KOSTNAÐUR við endurskipulagn- ingu FL Group, sem gengið var frá hinn 19. október 2005, nam samtals 532 milljónum króna. Þetta kemur fram í skráningarlýsingu FL Group sem birt var í síðustu viku í kjölfar útboðs nýrra hluta í nóvember síð- astliðnum. Í skráningarlýsingunni kemur fram að Sigurður Helgason, fyrrum forstjóri Flugleiða, fær 161 milljón króna á næstu 4–5 árum í tengslum við starfslokasamning en Sigurður lét af störfum á síðasta ári. Þá fær Ragnhildur Geirsdóttir, fyrrum forstjóri FL Group, 130 milljónir króna á næstu 4–5 árum vegna starfslokasamnings, en hún var forstjóri félagsins á síðasta ári frá júní fram í október, eða í um fimm mánuði. Hannes Smárason hætti sem stjórnarformaður fyrir- tækisins og tók við sem forstjóri þess þegar Ragnhildur Geirsdóttir lét af því starfi. Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður FL Group, sagði í samtali við Morgunblaðið að vissu- lega væri um háar fjárhæðir að ræða en þær væru í samræmi við ráðning- arsamninga Sigurðar og Ragnhildar og tækju mið af þeim skyldum sem þau hefði undirgengist. „Sigurður mun enn sinna ráðgjaf- arstörfum fyrir FL Group og er end- urgjald fyrir þá þjónustu innifalið í greiðslum til hans. Þá má Ragnhild- ur ekki, samkvæmt ráðningarsamn- ingi, vinna fyrir keppinauta FL Gro- up um nokkurt skeið og eðlilegt að umbuna fyrir svo íþyngjandi atriði,“ segir Skarphéðinn. Á rétt á bónusgreiðslum Í skráningarlýsingunni kemur fram að Hannes Smárason, núver- andi forstjóri, fær 4 milljónir króna í laun á mánuði en hann á einnig rétt á bónusgreiðslum sem fara eftir rekstrarárangri og geta orðið allt að þreföld árslaun, eða allt að 144 millj- ónir króna. Heildarlaun hans á ári geta því numið frá 48 milljónir króna og upp í allt að 192 milljónir. Hannes er með 12 mánaða uppsagnarfrest, en ekki er gert ráð fyrir frekari greiðslum til hans komi til þess að hann láti af störfum. Alls nema laun sjö annarra æðstu stjórnenda FL Group 154 milljónum króna á ári auk bónusgreiðslna, sem ákveðnar eru í lok hvers árs. Endurskipulagning kost- aði rúman hálfan milljarð Morgunblaðið/Brynjar Gauti Greiðslur Heildarlaun Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, á ári geta numið frá 48 milljónum króna í allt að 192 milljónir. SIGURJÓN Sighvatsson hefur keypt 75% hlutabréfa í norræna kvikmyndadreifingarfyr- irtækinu Scanbox Entertainment Group A/S en fyrrverandi eigendur Scanbox, Verner Bach Pedersen og stjórnendur fyrirtækisins, eiga 25%. Kaupverð er trúnaðarmál en félagið velt- ir um fjórum milljörðum og hjá því starfa um 150 starfsmenn í Skandinavíu. Fjárfestingar- bankinn FIH Kaupthing í Danmörku var ráð- gjafi Sigurjóns við Kaupin en Kaupþing banki á Íslandi sá um fjármögnun. Sigurjón sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði einkum látið til sín taka á tveimur sviðum, í kvikmyndaframleiðslu undanfarin 20 ár, auk þess sem hann hefði átt í fjölmiðlafyr- irtækjum og kaupin á Scanbox væru því eðli- legt skref í því ljósi. Þá hefði hann stofnað fast- eignafélag með fjölskyldu sinni fyrir rúmum áratug og þær fjárfestingar hefðu undið upp á sig á töluvert löngum tíma. Eina raunverulega undantekning frá þessari fjárfestingarstefnu hefði verið kaup hans á 66° Norður. Scanbox var upphaflega stofnað í Danmörku árið 1980 en er nú með starfsemi á öllum Norð- urlöndunum, utan Íslands, og í London en höf- uðstöðvar þess eru í Viborg í Danmörku. Góð- ur vöxtur hefur verið í starfsemi félagsins á undanförnum árum en einkum hefur verið lögð áhersla á dreifingu sjálfstæðra, alþjóðlegra kvikmynda, kvikmynda frá Norðurlöndunum og sérframleiddra kvikmynda fyrir dvd-mark- aðinn sem stöðugt fer stækkandi. Sigurjón segir Scanbox standa traustum fót- um og það hafi burði til þess að stækka og verða alhliða afþreyingarfélag á Norðurlönd- unum og nálægum löndum. Hann hlakki til þess að fá tækifæri til að starfa á norrænum kvikmyndamarkaði og þá ekki síst þeim danska sem sé orðinn einn sá fremsti í heimi. „Ég þekki auðvitað þessi dreifingarfyrirtæki í heiminum nokkuð þokkalega eftir að hafa starfað í þessum geira í langan tíma og hef kannski fylgst einna mest með Norðurlöndun- um vegna þess að þau eru okkur nær og kær. Ég hafði fylgst með þessu fyrirtæki í töluvert langan tíma ásamt öðrum. Ég hef verið að leita að góðum kostum í þeim efnum og alveg eins í Bandaríkjunum. Scanbox er eitt af stærstu sjálfstæðum dreifingarfélögum á Norðurlönd- unum og það er með töluvert stóra hlutdeild á dönskum markaði, m.a. um 30% af heimafram- leiðslu þar,“ segir Sigurjón. En hvers vegna Danmörk? „Sonur minn flutti til Danmerkur fyrir einu og hálfu ári og þá fór ég að eyða miklu meiri tíma þar og fór að skoða nánar markaðinn í heild sinni. Þessi lönd eru af þægilegri stærð og við þekkjum siði og menninguna þar.“ Sonur Sigurjóns, Þórir Snær, er kvikmynda- framleiðandi í Danmörku og hefur m.a. fram- leitt Næsland og Voksne mennesker og hann og fyrirtæki hans Zik Zak verður meðframleið- andi að næstu kvikmynd Lars von Trier. Sigurjón segir Scanbox eiga töluvert kvik- myndasafn sem sé verðmætt. „Dreifingarleiðir skipta ekki máli, hvort það er videó, dvd, bíó, sjónvarp, breiðband eða playstation. Það verð- ur alltaf verðmæti í safninu. Í kvikmynda- bransanum er talað um það að eiga kvikmyndir sé eins og að eiga fasteignir. Fólk er enn að horfa á gamlar kvikmyndir, alveg burt séð frá því í hvaða formi eða miðli það verður. Með dvd geta menn verið með mörg tungumál með hverri mynd þannig að það er miklu auðveld- ara og ódýrara að framleiða og dreifa yfir mis- munandi tungumálasvæði. Það er hægt að framleiða einn disk fyrir alla Evrópu.“ Scanbox hefur burði til að vaxa Framsækinn markaður Sigurjón segir danska kvikmyndamarkaðinn vera orðinn einn þann fremsta í heiminum. Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is DECODE Genetics, móðurfélag Ís- lenskrar erfðagreiningar, er meðal þeirra fyrirtækja í heiminum sem eru einna álitlegustu fjárfestingar- kostirnir innan heilsugeirans, þegar til framtíðar er litið. Þetta er mat sérfræðinga sem breska blaðið International Herald Tribune leitaði til í þeim tilgangi að velja álitlegustu fjárfestingarkostina í þremur greinum, heilsu, orku og í nanótækni. Í umfjöllun blaðsins um heilsu- geirann segir að þróun í líftækni eigi einna mesta möguleika á því að leiða til betra lífs fyrir flesta. Kortlagning erfðamengis mannsins hafi nú þegar opnað möguleikana á nýjum lyfjum við ýmsum erfiðum sjúkdómum. Fyrirtæki á líftæknisviði séu því vænlegir fjárfestingarkostir. Meðal þeirra fyrirtækja sem sér- fræðingar International Herald Tribune nefna sem vænlega fjárfest- ingarkosti í líftæknigeiranum auk deCODE eru Roche, sem mikið hef- ur starfað með deCODE, og Affy- metrix. Þá eru einnig nokkur ind- versk fyrirtæki nefnd, en þekktust þeirra eru sögð vera Ranbaxy og Dr. Reddy’s. Hættan á orkuskorti í heiminum sem og sífellt aukin losun gróður- húsalofttegunda gerir fjárfestingar í endurnýjanlegri orku áhugaverðar að mati sérfræðinga International Herald Tribune, sérstaklega í fyrir- tækjum sem beisla sólar- og vind- orku. Endurnýjanlegar orkulindir eru þær sem náttúran getur endur- nýjað jafnóðum eða hraðar en þær eru nýttar. Segja sérfræðingarnir að straumhvörf séu að verða í þessum efnum í heiminum. Þannig hafi fjár- festingar í sólar- og vindorku vaxið úr nánast engu fyrir um áratug og upp í næstum 20 milljarða dala árið 2005. Gera megi ráð fyrir að fjárfest- ingar á þessu sviði verði komnar í um 100 milljarða dollara á ári er kemur fram á árið 2015. Þá segir Interna- tional Herald Tribune að ætla megi að fjárfestingartækifærin í svo- nefndri nanótækni séu meiri en á nokkru öðru sviði og muni aukast úr um 13 milljörðum dollara á ári nú í um þúsund milljarða á ári eftir ára- tug, þegar litið er til heimsins alls. DeCODE álit- leg fjárfesting EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Fons, sem er í eigu þeirra Pálma Har- aldssonar og Jóhannesar Krist- inssonar, hefur eignast 12% hlut í sænsku ferðaskrifstofunni Ticket Travel Group. Þetta kemur fram í flöggun í kauphöllinni í Stokkhólmi í gær. Samkvæmt frétt Dagens Industri um málið segir að það sé Nove Capital sem seldi Fons hlutinn en félagið hefur nú losað allan hlut sinn í Ticket. Segir í fréttinni að ætla megi að kaupverðið sé um 40 milljónir sænskra króna, sem svar- ar til um 320 milljóna íslenskra króna. „Ticket er spennandi fyrirtæki sem ég hef haft augastað á í eitt ár. Það er miklir möguleikar á að þróa félagið í áhugaverðum geira sem er að vaxa,“ segir Pálmi Haraldsson í samtali við DI. Þar kemur jafn- framt fram að gengi bréfa félagsins hafi fallið verulega á síðustu fimm árum en jafnframt að þar hafi skort á frumkvæði eigenda. „Við munum vera virkir eig- endur og alþjóðavæða félagið mun meira en gert hefur verið,“ segir Pálmi. Fons eignast 12% í sænskri ferðaskrifstofu " " #"$ #"%    &% &'    %&$ %&% )"'   &*%% ($ )"' )"  !"#$ %&&'% * $& )"% (  )*+)$' %&% &*

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.