Morgunblaðið - 03.01.2006, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 03.01.2006, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 15 ÚR VERINU Innritun og greiðsla á neti stendur yfir og er opin til 4. jan. 2006 á www.ir.is. Innritun með aðstoð verður í matsal skólans, þri. 3. og mið. 4. jan., frá kl. 16–19. (Hægt er að greiða með peningum, debet- eða kreditkorti). Kennsla hefst mán. 9. janúar 2006. Kennsla einstakra áfanga er með fyrirvara um næga þátttöku. Kvöldskóli Fjarnám Bygginga- og mannvirkjagreinar Verklegt og bóklegt grunn- og framhaldsnám. Rafiðnanám Grunnnám rafi›na 2. önn. Rafvirkjun 3.–7. önn. Listnám †msir áfangar í kjarna og á kjörsvi›i almennrar hönnunar. Öflugur undirbúningur fyrir framhaldsnám í hönnun. Upplýsinga- og fjölmiðlagreinar Grunnnám uppl‡singa- og fjölmi›lagreina. Undirbúningur fyrir nám í grafískri mi›lun, vefsmí›, ljósmyndun, nettækni, prentun og bókbandi.. Tækniteiknun Fjölbreyttir áfangar í AutoCad. Meistaraskóli Allar rekstrar- og stjórnunargreinar. Faggreinar byggingagreina. Almennt nám Bókfærsla, danska, e›lis- og efnafræ›i, enska, félagsfræ›i, fríhendisteikning, íslenska, grunnteikning, spænska, stær›fræ›i, tölvugreinar, fl‡ska, notkun upplýsingatækni og tölva. Innritun og grei›sla á neti stendur yfir og er opin til 15. jan. 2006 á www.ir.is. Kennsla einstakra áfanga er með fyrirvara um næga þáttöku. Allar frekari uppl‡singar í síma 522 6500 eða á vef skólans www.ir.is. me› áherslu á starfstengt nám Byggingagreinar Efnisfræ›i, framkvæmd og vinnuvernd og grunnteikning. Tækniteiknun Húsateikning, raflagnateikning, innréttingateikning, vélateikning, AutoCad og grunnteikning. Tölvubraut Forritun, gagnasafnsfræ›i, vefsí›ugerð, vefforritun, netstýrikerfi og vélbúnaður. Uppl‡singa- og fjölmi›labraut Allar greinar í grunnnámi uppl‡singa- og fjölmi›labrautar; eins og myndbygging og formfræði, myndgreining, týpógrafía og grafísk hönnun, myndvinnsla og marg- miðlun, hljóðtækni, ljós- og litafræði, inngangur að fjölmiðlun. Meistaraskóli Allar stjórnunar- og rekstrargreinar. Almennt nám Enska 212, ENS303, grunnteikning, STÆ202, algebra og föll, STÆ 303, stærðfræði, UTN103, notkun upplýsingatækni og tölva í námi. I ‹ N S K Ó L I N N Í R E Y K J A V Í K SJÓMANNAALMANAK Skerplu 2006 er komið út og er þetta alman- ak það tíunda í röðinni. Í bókinni eru rúmlega 1.200 litmyndir af ís- lenskum skipum en um fimmtungur þeirra hefur verið endurnýjaður frá síðustu útgáfu. Auk skipaskrár- innar er bókin fullgilt íslenskt sjó- mannaalmanak. Sérstök áhersla hefur verið lögð á það á undanförnum árum að end- urnýja myndir af skipum í skipa- skránni í Sjómannaalmanakinu sem og á vefnum Skip.is. Við það verk hafa ljósmyndararnir Alfons Finns- son, Hafþór Hreiðarsson, Jón Páll Ásgeirsson og Þorgeir Baldursson, sem eiga flestar skipamyndanna í skipaskránni, lagt mest af mörkum. Í Sjómannalmanaki Skerplu 2006 er m.a. að finna upplýsingar um skipaskrá, aflaheimildir, hafna- skrá, sjávarföll, vitaskrá, sól- artöflur og auk þess upplýsingar eins og lög og reglur sem snúa að veiðum ásamt mörgu öðru. Sam- kvæmt könnunum sem útgefandi hefur gert þá nota um 90% skip- stjórnarmanna Sjómannaalmanak Skerplu mikið eða mjög mikið. Sjómannaalmanak Skerplu er 880 síður að stærð. Ritstjóri er Sæv- ar Helgason, sölustjóri skráninga er Sigríður Hermannsdóttir og auglýsingastjóri er Hertha Árna- dóttir. Útgefandi er Fiskifréttir ehf. en allir áskrifendur Fiskifrétta fá bók- ina senda sér að kostnaðarlausu. Almennt verð er 4.480 kr. Pönt- unarsími er 511-6622 en einnig verður hægt að panta Sjó- mannaalmanak Skerplu á Skip.is. Sjómanna- almanak Skerplu 2006 er komið út Útgáfa Sævar Helgason ritstjóri og Sigríður Hermannsdóttir, sölustjóri skráninga, með nýja almanakið. SEX krókaaflamarksbátar hafa fiskað meira en 1.000 tonn á árinu. Þá er fjöldi þeirra sem aflað hafa meira en 500 tonn 21. Aflahæstur er að venju Guðmundur Einarsson með 1.360 tonn. Afli þessara sex báta var eftirfarandi: Guðmundur Einarsson ÍS 1.360 tonn, Hrólfur Einarsson ÍS 1.346 tonn, Narfi SU 1.158 tonn, Hópsnes GK 1.081 tonn, Daðey GK 1.067 tonn og Kristinn SH 1.017 tonn. Tölurnar hér að ofan eru fengnar af heima- síðu Landssambands smábátaeig- enda, sem hefur sótt þær til Fiski- stofu. Sex bátar yfir 1.000 tonn SKIPVERJAR á þýzkum togara fengu á dögunum fiskinn lúsífer í trollið við veiðar í Rósagarðinum. Þessi fiskur er frekar fá- séður við landið, en árlega veiðast tveir eða fleiri fisk- ar þessarar tegundar hér. Hans varð fyrst vart við landið 1886, er einn lúsífer fannst rekinn í Vest- mannaeyjahöfn. Lúsíferinn verður allt að 60 sentímetrar að lengd og er hon- um meðal annars þannig lýst í bók Gunnars Jónssonar, Íslenzkir fisk- ar: „Hár og stuttvaxinn fiskur, dá- lítið kúlulaga, minnir mest á gaml- an leðurfótbolta, sem loft hefur lekið úr. Haus er mjög stór, kjaftur víður og skástæður. Neðri skoltur nær fram fyrir þann efri. Tennur á skoltum eru allstórar og hvassar og vísa aftur. Augu eru mjög lítil. Bol- ur er stuttur og stirtlan mjög stutt. Spyrðustæðið er þykkt. Bakuggar eru tveir, og er sá fremri aðeins einn sver geisli, alveg frammi á enninu og kvíslast hann í endann eins og trjágrein. Á enda hans eru lýsandi kúlur.“ Lúsíferinn finnst í öllum heims- höfum. Eins og gamall loftlaus leðurbolti Ljósmynd/Guðmundur Gunnarsson Hlíðasmára 11, Kópavogi sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.