Morgunblaðið - 03.01.2006, Page 18
Miðbærinn | Daginn er farið að
lengja, eitt hænufet í einu.
Breytingin er ekki svo mikil að
munur sjáist milli daga en þegar
líður á mun það ekki leyna sér að
skammdegið er á undanhaldi.
Margir fallegir dagar hafa ver-
ið í skammdeginu, ekki síst við
Reykjavíkurtjörn þar sem oft má
sjá húsin og ljósin speglast í
vatninu. Ekki spillir fyrir þegar
endurnar stilla sér einnig upp.
Morgunblaðið/Ásdís
Spegla sig í Tjörninni
Skammdegið
Landið | Akureyri | Suðurnes | Austurland
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes
Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórs-
dóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland
Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir,
austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi-
@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Úr
bæjarlífinu
EGILSSTAÐIR
EFTIR STEINUNNI ÁSMUNDSDÓTTUR
BLAÐAMANN
Þá er runnið upp nýtt ár sem líkt og liðið
ár mun sjálfsagt einkennast af fram-
kvæmdum og þenslu á Austurlandi. Það
hefur blátt áfram verið lygilegt að fylgjast
með kúrfunni hér eystra undanfarið, þar
sem fjórðungurinn er skyndilega orðinn
einkar fjölþjóðlegur og byggingaverka-
mönnum og fjárfestum er skipað til önd-
vegis í uppsveiflunni. Veldur hver á heldur
og sveitarfélögin streitast við að spá rétt í
spilin og hafa vaxtarjarðveginn frjóan,
hvert á sinn hátt. Stundum er veiðin sýnd
en ekki gefin og einhver bæjarstjórinn
sagðist sigla milli skers og báru í skipulagn-
ingu á rekstri sveitarfélagsins; stundum
þyrfti að venda hratt og lítið um lygnan sjó.
Íbúafjölgun hefur hvergi orðið eins mikil á
landinu á undanförnum árum eins og á
Austurlandi og eru Egilsstaðir stærsti þétt-
býlisstaður fjórðungsins. Hagstofan telur
þar nú 1.901 sál og hefur fjölgað um 129 á
milli ára. Í Fellabæ búa 403 íbúar og því
samtals 2.304 íbúar í þéttbýliskjarnanum
við Lagarfljót. Andrúmsloft svæðisins hef-
ur breyst mikið eftir að Kárahnjúkavirkjun
brast á. Allt á fleygiferð. Skilin eru skörp
milli heimamanna og aðkomumanna og
mættum við að ósekju taka ögn betur á
móti Kárahnjúkafólkinu, fá það til að kenna
okkur sitt og njóta þeirrar margbreytni
sem öll þessi þjóðarbrot bera með sér.
Þetta er krydd í tilveruna, hvað sem mönn-
um sýnist að öðru leyti um framkvæmdina
sjálfa og það rót sem henni fylgir.
Vaxandi þrótti Austurlands fylgja ýmis
hundsbit. Eitt þeirra er hækkun fast-
eignamats. Matið á einbýlishúsum á Egils-
stöðum og í Fellabæ hækkaði um 30% um
áramótin, af atvinnuhúsnæði og fjölbýlis-
húsum um 20% og bújörðun og því sem
þeim fylgir um 10%. Bæjarstjórnin ætlar
að hjálpa okkur dálítið með þetta og lækka
álagningarprósentu fasteignagjalda af
íbúðarhúsnæði um 0,5% og af atvinnu-
húsnæði um 0,15%. Nú eru virkjunarfram-
kvæmdir brátt í hámarki og svo tekur að
fjara undan í lok ársins. Menn spyrja hvað
verði handan þess tíma.
Hvað sem uppsveiflu og hundsbitum líð-
ur óska ég íbúum þessa fjórðungs og ann-
arra gæfu á árinu og minni á að jákvætt
hugarfar er lykillinn að lífsgæðum okkar.
afkomendur þeirra sem fórust, svo og
sveitarstjórnarmenn Að lokum sátu
gestir boð hafnarinnar á Kaffi Króki
þar sem kynnt var samantekt Harðar
Ingimarssonar um fárviðrið sem gekk
yfir Norðurland þennan örlagaríka
dag og birtist í fréttablaðinu Feyki.
Alls létust 25 menn í þessu voðaveðri.
Sauðárkrókur | Hafnarnefnd Sauð-
árkróks bauð nýlegra til athafnar við
Sauðárkrókshöfn en tilefnið var af-
hjúpun nokkurra söguskilta sem þar
hafa verið sett upp og rekja sögu
hafnarinnar, en um leið var minnst sjö
sjómanna sem fórust með tveim bát-
um, Öldunni og Nirði, í fárviðri sem
gekk yfir þann 14. desember 1935.
Brynjar Pálsson, formaður hafn-
arstjórnar, sagði að einmitt þetta
hörmulega sjóslys hefði opnað augu
manna fyrir nauðsyn góðrar og
öruggrar hafnar og þá þegar hefði
verið hafist handa við framkvæmdir,
sem enn væri þó ekki að fullu lokið
þar sem seint yrði svo um hnúta búið
að höfn gæti ekki orðið öruggari og
betri. Unnar Ingvarsson skjalavörður
samdi texta á skiltin, en það var hafn-
arnefndin sem stóð fyrir gerð þeirra
og uppsetningu.
Gestir voru fyrrverandi og starfandi
hafnarstjórnarmenn, aðstandendur og
Morgunblaðið/Björn Bjarnason
Höfnin Brynjar Pálsson, formaður hafn-
arstjórnar, við skiltin.
Minnst mannskaðaveðurs árið 1935
Hjálmar Frey-steinsson yrkirum áramót og
þykir tíminn líða hratt:
Áfram tíminn tifar enn
taktfast, örugglega,
ætlar að gera úr mér senn
ellilaunaþega.
Það gerir Einar Kol-
beinsson einnig:
Komin nú er, hver fær séð,
kveðjustundin grimm,
með tregafullum tárum kveð,
2005.
Síðan burtu sorgir rek,
sálarþrekið vex,
og með gleðitárum tek,
mót 2006.
Og loks yrkir Friðrik
Steingrímsson í Mývatns-
sveit:
Framrás tíðar fæst ei breytt
farinn sami slóðinn,
safnast hefur ennþá eitt
ár í tímasjóðinn.
Ort um
áramót
pebl@mbl.is
Selfoss | 821 umsækjandi fékk tilboð
um skólavist í dagskóla Fjölbrautaskóla
Suðurlands á Selfossi. Eru nemendur
boðaðir í skólann föstudaginn 6. janúar
kl. 10. Af þessum hópi eru 19 grunn-
skólanemendur sem taka framhalds-
skólaáfanga í fjarnámi við skólann. Sam-
bærilegar tölur fyrir ári voru 774 og 24 í
fjarnámi.
Átján nemendur eru innritaðir til
náms í meistaraskólanum en á sama
tíma í fyrra voru þeir 31 auk 34 nem-
enda sem þá stunduðu kvöldskólanám í
húsasmíði. 160 nemendur fengu nú sér-
stakt áminningar- eða hvatningarbréf í
ljósi lélegrar skólasóknar og lítils náms-
árangurs en fyrir ári síðan voru þeir
101.
21 nemandi fékk nú synjun um skóla-
vist í Fjölbrautaskóla Suðurlands vegna
lélegrar skólasóknar og slaks námsár-
angurs. Til samanburðar má geta þess
að í júní sl. var sambærileg tala 15, í
desember 2004 var um 9 nemendur að
ræða og 25 nemendur í júní 2004.
821 fékk
skólavist
í FSu
Þingeyjarsveit | Menningarmálanefnd
Þingeyjarsveitar hefur ákveðið að veita
styrki til sjö aðila sem lagt hafa lóð sín á
vogarskálar blómlegs menningarlífs í
sveitarfélaginu. Hæstu styrkirnir eru 140
þúsund kr.
Mýrarmannafélagið fær 140 þúsund kr.
vegna útgáfu á Vesturheimsbréfum Jóns
Jónssonar frá Mýri. Sverrir Haraldsson á
Hólum fær sömu fjárhæð vegna heima-
byggðarverkefnis en það felst í söfnun og
skráningar heimilda til útgáfu á sögu
gömlu hreppa Þingeyjarsveitar.
Símon H. Sverrisson á Hólum fær 100
þúsund kr. vegna ljósmyndasýningar sem
haldin var síðastliðið sumar og vegna söfn-
unar, skönnunar og varðveislu gamalla
ljósmynda úr Reykjadal, Bárðardal,
Köldukinn og Fnjóskadal.
Skákfélagið Goðinn fær 20 þúsund til að
endurvekja og breiða út skákmenningu í
sveitarfélaginu. Ljósavatnskirkja fær 50
þúsund kr. til flygilkaupa. Karlakórinn
Hreimur fær 25 þúsund kr. afmælisgjöf.
Ásgeir Stefánsson og Stefán Þórisson fá
25 þúsund í heiðursskyni vegna útgáfu á
diski.
Menningar-
málanefnd
úthlutar
styrkjum
♦♦♦
Eskifjörður | Aðalsteinn Jónsson,
útgerðarmaður á Eskifirði, fyrrver-
andi forstjóri Hraðfrystihúss Eski-
fjarðar hf., dvelur nú á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Uppsölum á Fá-
skrúðsfirði. Hefur skapast um það
umræða á Eskifirði hvernig það
megi vera að ekki skuli finnast pláss
á staðnum fyrir hann. Fullt er á
hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð á
Eskifirði.
Aðalsteinn verður 84 ára í lok
mánaðarins. Hann naut umönnunar
heima hjá sér þar til fyrir nokkru að
læknir úrskurðaði að hann þyrfti að-
hlynningu allan sólarhringinn á
hjúkrunarheimili. Ekki fékkst pláss
fyrir hann á Hulduhlíð því þar er
fullt, að sögn Árna Helgasonar for-
stöðumanns, en laust rými var á
Uppsölum á Fáskrúðsfirði. Þar hef-
ur Aðalsteinn dvalið á annan mánuð.
Um það bil hálftíma akstur er á milli
Eskifjarðar og Fáskrúðsfjarðar.
Líður vel á Uppsölum
Þorsteinn Kristjánsson, tengda-
sonur Aðalsteins, segir að fjölskyld-
an vilji helst hafa hann heima á Eski-
firði og það sé vilji Aðalsteins sjálfs.
Þorsteinn tekur fram að Aðalsteini
líði að öðru leyti
mjög vel á Upp-
sölum og þar sé
afskaplega vel
hugsað um hann.
Vakin er at-
hygli á þessu máli
á heimasíðu
Helga Garðars-
sonar og sagt að
það sé bæjar-
félaginu til stórskammar að senda í
burtu þann mann sem allir á staðn-
um standi í þakkarskuld við. Er
skorað á Eskfirðinga að sjá til þess
að Aðalsteinn fái inni í Hulduhlíð.
Þorsteinn segist hafa orðið var við
þessa umræðu á staðnum og hún
væri skiljanleg. Hann segist líka
skilja aðstöðu forstöðumanns og
starfsfólks Hulduhlíðar og viti að
Aðalsteinn komist þangað inn um
leið og pláss losni.
Árni Helgason, forstöðumaður
Hulduhlíðar, segir leitt að ekki
skyldi vera unnt að taka við Aðal-
steini þegar hann þurfti á því að
halda en segir jafnframt að starfs-
fólkinu þyki umræðan sem skapast
hefur nöturleg og ekki til framdrátt-
ar þeim sem standi fyrir henni.
Ekki pláss fyrir Aðal-
stein á Hulduhlíð
Aðalsteinn Jónsson