Morgunblaðið - 03.01.2006, Page 19

Morgunblaðið - 03.01.2006, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 19 MINNSTAÐUR Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Eldspýtur og kerti eru ekki barna meðfæri Munið að slökkva á kertunum i LANDIÐ Selfoss | „Lögreglan í Árnessýslu hefur haft sjúkraflutninga á sinni hendi í 49 og hálft ár og ég horfi á það með trega að þetta verkefni fari frá lögreglunni en er jafnframt sannfærður um að þeir verða í góð- um höndum framvegis. Sjúkraflutn- ingamenn og lögreglumenn þurfa að eiga í góðu samstarfi áfram,“ sagði Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, meðal ann- ars er hann afhenti heilbrigðisráðu- neytinu og Heilbrigðisstofnun Suð- urlands sjúkraflutningana í Árnessýslu með formlegum hætti 30. desember og lét fylgja með haus af súrefnistækjum sem fylgdu jafnan sjúkra- og lögreglubílum embættisins. Jón Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra þakkaði lögreglunni í Ár- nessýslu langa og dygga þjónustu við heilbrigðiskerfið með sjúkra- flutningunum. „Heilbrigðisstofnun Suðurlands tekur nú við sjúkra- flutningunum og hefur metnað til þess að efla flutningana. Leiðir sjúkraflutningamanna og lögreglu- manna munu liggja saman í útköll- um og því nauðsynlegt að þeir hafi gott samstarf,“ sagði Jón er hann tók við minjagripnum úr hendi sýslumanns og afhenti Magnúsi Skúlasyni, framkvæmdastjóra Heil- brigðisstofnunar Suðurlands. Á árinu 2005 hafa sjúkraflutningar verið um 930 talsins. Afhending sjúkraflutninganna fór fram á árlegum fundi lögreglu- manna í Árnessýslu í lok árs er þeir koma saman og fara yfir árið. „Það er gott að finna til sam- kenndar hjá þeim sem sinna þess- um störfum. Það hafa ekki orðið nein stóráföll á liðnu ári og við eig- um þátt í því að alvarlegum um- ferðarslysum og banaslysum hefur fækkað en ein ástæða þess er aukið eftirlit á vegunum,“ sagði Ólafur Helgi sýslumaður. Hann sagði og að lögð yrði áhersla á að viðhalda þekkingu lögreglumanna á því að veita fyrstu hjálp en mikil þekking væri í þeim efnum innan lögregl- unnar enda hafi þeir þurft að sinna sjúkraflutningum og bregðast við á slysstað. Ólafur sagði að hjá lög- reglunni hafi fjögur stöðugildi fylgt sjúkraflutningunum. Nú þegar þeir færu frá embættinu fækkaði lög- reglumönnum um tvo. Embættið fengi eitt stöðugildi við þessa breytingu og með aðhaldi og sam- stilltu átaki stjórnenda yrði bil eins stöðugildis brúað þannig að það yrðu 25 lögreglumenn starfandi hjá embættinu. Hann sagði það leggj- ast vel í sig að ný björgunar- og viðbragðsstöð yrði byggð gegnt lögreglustöðinni þar sem yrði mið- stöð sjúkraflutninganna, Björg- unarfélag Árborgar og Brunavarnir Árnesinga. Samstarf þessara aðila og lögreglunnar væri því innan handar. „Við megum hvergi slaka á til að teljast besta lögreglulið landsins og við munum leggja áherslu á að efla og styrkja lög- gæslu og eftirlit á svæðinu þó svo lögreglumönnum fækki um tvo,“ sagði Ólafur Helgi Kjartansson í ávarpi sínu til lögreglumanna og gesta. Heilbrigðisstofnun tekin við sjúkraflutningum Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Athöfn Magnús Skúlason framkvæmdastjóri, Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra og Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður við athöfnina. Þórshöfn | Heimilisfólkið á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn fékk óvænta og skemmtilega heimsókn núna milli hátíða. Gesturinn var Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður sem kom og hafði meðferðis mynda- syrpu frá Íslandsgöngu sinni í sumar sem leið, frá Reykjanestá að Langanesfonti. Myndirnar sýndi hann með skjávarpa á stóru tjaldi og rakti ferðasöguna og út- skýrði myndirnar, eins og honum einum er lagið. Sýningin var á við heila kennslubók í landafræði en auk þess afar skemmtileg, að áliti allra viðstaddra en margir gestir höfðu áhuga á að sjá Íslands- göngu Steingríms og drifu sig því í heimsókn á Naustið. Það er kærkomin tilbreyting fyrir fólk sem orðið er lasburða og fer lítið af bæ að fá heimsókn sem þessa, ekki spillir að sjá á heilum vegg fallegar sumarmyndir af Ís- landinu góða, kryddaðar litríkum lýsingum og vísukornum. Kalt var vatnið, hvíldin holl kyrrð í fjallasalnum. Yndislegt var að á við Koll innst í Heljardalnum; sagði Steingrímur J. Sigfússon göngumaður í lok sýningarinnar og hlaut hann bestu þakkir áhorf- endanna og skemmtun og fróð- leik. Sýndi gamla fólkinu myndasyrpu frá Ís- landsgöngu sinni Eftir Líneyju Sigurðardóttur Morgunblaðið/Líney Íslandsganga Margir höfðu gaman af að sjá myndir Steingríms J. Hvammstangi | Fulltrúaráð Kaup- félags Vestur-Húnvetninga (KVH) hefur heimilað stjórn félagsins að stofna hlutafélag með Kaupfélagi Skagfirðinga (KS) um kaup og rekst- ur sláturhúss félagsins á Hvamms- tanga. Þá hefur einnig verið sam- þykkt að selja flutningasvið félagsins til Vörumiðlunar ehf. á Sauðárkróki sem KS er meirihlutaeigandi að. Mikil fundarhöld hafa verið um málefni KVH í héraðinu á liðnum vik- um og hafa um 60 nýir félagar gengið í KVH. Um fimmtíu manns vinna hjá félaginu nú, og skiptist til helminga milli afurðasviðs og verslunarrekst- urs. Stefnt er að helmingaskiptum KVH og KS í hlutafélagi um slát- urhúsið. Stjórnun þess verður á Hvammstanga og leitast verður við að halda áfram úrvinnslu afurða á staðnum. Í samningi félaganna er KVH heimilað að kaupa hlut KS í fé- laginu innan þriggja ára, óski stjórn KVH þess. Rætt hefur verið um framtíð versl- unarreksturs KVH og virðast nokkr- ar leiðir í stöðunni. Rekstur KVH hefur ekki gengið sem skyldi á liðn- um árum. Á árinu var húsnæði bygg- ingavörudeildar selt og deildin flutt í aðalverslunarhús félagsins. Þá var innlánsdeild KVH færð til Sparisjóðs Húnaþings og Stranda á árinu og þar með uppfylltar kröfur um slíka starf- semi. KVH er með jákvætt eigið fé og vonast stjórn til að þessar aðgerðir styrki fjárhagslega stöðu þess veru- lega. Á máli héraðsbúa má heyra að miklar vonir eru bundnar við að KVH komi málum sínum á þann veg, að þjónustu skerðist sem minnst, inn- leggjendur afurða beri traust til af- urðastöðvarinnar og að atvinna hald- ist sem mest í héraðinu. KS kemur inn í rekst- ur slátur- húss KVH Eftir Karl Á. Sigurgeirsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.