Morgunblaðið - 03.01.2006, Side 26
GÍSLI Gíslason, nýráðinn hafn-
arstjóri Faxaflóahafna, segir að
hugsast geti að fyrirtækið komi
að undirbúningi framkvæmda og
fjármögnun við Sundabraut verði
verkefnið boðið út sem einka-
framkvæmd. Spurningin sé
hvaða aðferðafræði menn vilji
beita, verði um einkaframkvæmd
að ræða, en „við erum tilbúin til
þess að verða einn af þeim aðilum
sem kæmu að málinu ef þetta
færi í einhvers konar einkafram-
kvæmd, hvort heldur er beint eða
í gegnum Spöl ehf.“, segir Gísli,
en fyrirtækið á 23,5% eignarhlut í
Speli. Ríkið á einnig stóran hlut í
Speli og þessir tveir aðilar með
sveitarfélögunum norðan Hval-
fjarðar gætu náð samkomulagi
um að útvíkka starfsemi þess fé-
lags.
Með stofnun Faxaflóahafna
sameinaðist rekstur Reykjavík-
urhafnar, Grundartangahafnar,
Akraneshafnar og Borgarnes-
hafnar. Gísli segir ljóst að áhrifin
af sameiningu hafnanna verði
mun fyrr virk ef Sundabrautin
verði tekin í notkun innan fárra
ára. „Þess vegna höfum við veru-
lega hagsmuni af því að þet
verkefni gangi greitt fram,“ seg
Gísli.
Skuggagjaldaleið
Til þess að hægt verði að vin
frekar í málinu þurfi hins veg
Íhuga þátttöku í fjárm
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
Við erum eins og örninn, við lát-um vindinn sem blæs gegnokkur bera okkur hátt. Hér erfólk úr öllum stéttum í með-
ferð,“ sagði Guðmundur Jónsson, for-
stöðumaður Byrgisins á Efri-Brú í
Grímsnesi, á fjölmennri tímamóta- og
kynningarhátíð 30. desember. Tíunda
starfsár Byrgisins er að hefjast og í til-
efni þess var starfsemin kynnt og þær
nýjungar sem bryddað verður upp á. Í
máli Guðmundar og annarra á samkom-
unni kom fram að stöðug eftirspurn er
eftir plássum í Byrginu og sárlega vant-
ar aðstöðu til að taka fíkla í afeitrun. 73
bíða nú eftir plássi á Efri-Brú og Guð-
mundur sagði að hann hefði þennan dag
sem hátíðin fór fram fengið símtal og
var hann spurður hvort hann gæti tekið
9 manns sem voru að missa húsnæði sitt
í Reykjavík, á Hverfisgötunni, allir mjög
illa haldnir. Af orðum Guðmundar að
dæma er ljóst að þörfin fyrir úrræði er
gríðarleg og ljóst að um líf og dauða er
að tefla en Guðmundur lýsti í nokkrum
orðum stöðunni hjá þeim níu sem um
var að ræða. Ljóst var að hann þekkti
aðstæður þeirra mjög vel.
Forvarnar- og
fjölskyldustarf að hefjast
„Afleiðingar vaxandi eiturlyfjaneyslu og
afbrotaaukningar í samfélaginu eru
sundruð heimili og upplausn fjöl-
skyldna, skilnaðir, kynlífsofbeldi, geð-
ræn vandamál og sjálfsvíg,“ sagði Ásta
Guðmundsdóttir sem ásamt Árna V.
Magnússyni kynnti umfangsmikið átak í
Byrginu sem beinast mun að fjöl-
skyldum fíkniefnaneytenda sem hún
sagði illa haldnar af þessum aðstæðum.
Með vorinu mun hefjast í Byrginu
margþætt forvarnar- og fjölskyldustarf.
Hlutverk þess er að efla forvarnir og
bjóða aðstandendum fíkla upp á fjöl-
þætta þjónustu. Um verður að ræða
fræðslu, ráðgjöf og stuðning auk sér-
stakrar meðferðar í Byrginu ef þörf
krefur. Hin nýja áhersla Byrgisins
skiptist í tvo meginþætti, annars vegar
fjölskyldu- og forvarnarstarf og fræðslu
og stuðning við fjölskyldur og forvarn-
arherferð í skólum og félagsmið-
stöðvum. Hins vegar mun starfið bein-
ast að aðstandendameðferð í Byrginu á
Ljósafossi. Haldnir verða kynning-
arfundir á höfuðborgarsvæðinu hálfs-
mánaðarlega og reynt að ná til fólks.
Einnig verða kynningarfundir í Byrginu
á Ljósafossi fyrir Selfoss og nágrenni.
Byrgið mun á komandi hausti leggja
áherslu á að ná til barna 6 – 12 ára og
dreifa til þeirra fræðsluefni. Í sumar
verða síðan ýmis verkefni í gangi í
Byrginu, uppbygging til anda, sálar og
líkama. Útvarp KFM verður með pró-
gramm allan sólarhringinn. „Margir
munu frelsast frá fíkn undir slagorð-
unum: Gegn eitri í æð og Breyttur lífs-
stíll. Og komast þannig að raun um að
nýtt líf í Kristi er það eina sem hindrar
fíkilinn í að neyta vímuefna,“ sagði Árni.
86% vistmanna heimilislaus
„34 einstaklingar dvelja hér í endurhæf-
ingarsambýlinu í Byrginu á Ljósafossi
og fleiri ef fleiri en einn eru í herbergi.
Vímuefnameðferðarprógram hefur
stöðugt verið þróað og lagað að þörfum
þess hóps sem meðferð Byrgisins tekur
til. Áherslan er á andlega og líkamlega
uppbyggingu, þar sem aginn er í fyr-
irrúmi. Einstaklingurinn er hvattur
áfram og aðstoðaður með daglega rút-
ínu, allt í átt til samfélagslegrar ábyrgð-
ar á eigin lífi um leið,“ sagði Guðmundur
Jónsson forstöðumaður meðal annars er
hann kynnti starfsemina. Sem dæmi
sagði hann 86% vistmanna hafa verið
heimilislaus við komuna í Byrgið og 88%
höfðu verið atvinnulaus í 6 mánuði. Að-
eins 12% höfðu einhverja atvinnu áður
en þeir komu í meðferð. 69% ein-
staklinganna komu frá sundruðum fjöl-
skyldum þar sem neysla foreldra, skiln-
aður, ofbeldi og/eða misnotkun höfðu
viðgengist í uppeldi þeirra. Þá sagði
Guðmundur sláandi að margir byrjuðu
neyslu mjög ung
mjög algengur.
Fíknin er miki
„Stærsta þjóðfél
vandamál okkar
vímuefnaneysla
um er að ræða m
ast á hverjum ei
Arnarr Einarsso
væri að gerast í
ólöglegra og lögl
verulega frá ári
og foreldra þeirr
beldisfullum han
arlömbin þyrðu
þá sem stjórnuð
fíkniefnum. Þá s
borgarar væru m
efnaneytendum
arfullri leit að næ
brotamönnum væ
fangavist en þeir
arlaust að fara í
Í Byrginu er stó
anna með afbrot
Fjöldi fólks sótt
Sungið af innlifu
Starfsemi
Byrgisins
bjargar
mannslífum
Endurhæfingarstöðin Byrgið á Efri-Brú er nú á
sínu tíunda starfsári og af því tilefni var haldin
kynning á starfseminni. Sigurður Jónsson sótti
kynninguna og hlýddi á erindi ræðumanna.
26 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
SUKKIÐ, SVÍNARÍIÐ
OG MIÐBÆRINN
Skiptar skoðanir eru augljóslegaum áhrif þess að heimill af-greiðslutími skemmtistaða í
miðborg Reykjavíkur var lengdur
verulega fyrir fáeinum árum. Lög-
reglunni gengur greinilega betur að
hafa stjórn á ástandinu í miðbænum
um helgar þegar fólk streymir ekki
lengur í stórum hópum út á göturnar
upp úr klukkan þrjú. Ástandið, sem
ríkti áður fyrr í miðbænum aðfara-
nætur laugardags og sunnudags, jaðr-
aði við hrein skrílslæti og var borginni
og borgurunum ekki til sóma.
Samkvæmt tölum lögreglunnar hef-
ur ofbeldisbrotum í miðbænum fækk-
að eftir að afgreiðslutíminn var lengd-
ur.
Veitingahúsaeigendur hafa hins
vegar sagt frá því að lengingu af-
greiðslutímans hafi fylgt meiri fíkni-
efnaneyzla. Frásagnir lækna á slysa-
deild Landspítala – háskólasjúkra-
húss í Morgunblaðinu í gær benda líka
til að svo sé.
Kristín Sigurðardóttir, læknir og
fræðslustjóri á slysadeildinni, bendir
á að til að halda út í skemmtanalífinu
heilu næturnar freistist fólk til að taka
örvandi fíkniefni. Afleiðingarnar eru
m.a. að á slysadeildina kemur fólk,
sem er í verra ásigkomulagi vegna
fíkniefnaneyzlu og er umhverfi sínu
hættulegra. Læknar og hjúkrunarfólk
fara ekki varhluta af því; árásum og
ógnunum í þeirra garð hefur fjölgað.
Slysadeildin býst nú til að efla örygg-
isráðstafanir sínar til að bregðast við
þessu.
Í máli læknanna og Ásgeirs Karls-
sonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lög-
reglunnar, kemur fram að margir séu
nú farnir að líta á fíkniefni sem eðli-
legan hluta af skemmtanalífinu. Það
er að sjálfsögðu alveg fullkomlega
skelfilegt, ef svo er. Ásgeir Karlsson
talar um að „ólíklegasta fólk og úr öll-
um stéttum þjóðfélagsins“ noti fíkni-
efni. Ef þetta er að hluta til afleiðing
af breyttri skemmtanamenningu í
kjölfar breytts afgreiðslutíma er
ástæða til að staldra við. Það má
hvergi slaka á í baráttunni við fíkni-
efnadjöfulinn.
Kristín Sigurðardóttir leggur til að
skemmtistaðir verði flokkaðir og þeir
látnir loka á mismunandi tímum. Þá
spyr hún hvort ástæða geti verið til að
selja ódýrara áfengi fyrir miðnætti til
að ýta undir að fólk, sem vill skemmta
sér, fari fyrr út og fyrr heim. Ásgeir
Karlsson segir það sína skoðun að
breyta mætti reglum þannig að sér-
stakir næturklúbbar, sem væru fjarri
miðborginni, fengju að hafa opið leng-
ur á nóttunni en afgreiðslutími ann-
arra staða yrði styttur. Allt eru þetta
tillögur, sem sjálfsagt er að ræða í því
skyni að bæta ástandið í miðbænum.
„Fólk sem er að fara með börnin sín
til að gefa öndunum á Tjörninni rekst
kannski á útúrdrukkið og vansvefta
fólk sem er á leiðinni heim eftir nótt-
ina,“ segir Kristín Sigurðardóttir. „Er
þetta það sem við Íslendingar viljum
vera þekktir fyrir, djamm, sukk og
svínarí?“ Svarið við því hlýtur að vera
nei. Markmiðið á að vera að draga úr
fíkniefnaneyzlunni samfara skemmt-
analífinu og ekki síður að gera mið-
borg Reykjavíkur að fjölskyldu-
vænna, öruggara, snyrtilegra og
meira aðlaðandi hverfi, þar sem er
bæði gott að búa og koma.
ÓHAGRÆÐI BIÐLISTA
Ein af mótsögnum íslensks heil-brigðiskerfis er óhagræðið, sem
iðulega fylgir sparnaði og niður-
skurði. Biðlistar inniliggjandi sjúk-
linga, sem lokið hafa meðferð á Land-
spítala – háskólasjúkrahúsi, eftir
hjúkrunarrýmum eru gott dæmi um
það. Eins og fram kom í frétt í Morg-
unblaðinu í gær eru nú 94 sjúklingar,
sem lokið hafa meðferð á Landspít-
alanum, enn inniliggjandi. Þetta eru
um 11% allra legusjúklinga á sjúkra-
húsinu. Samtals hefur þessi hópur
legið inni í um 12 þúsund daga að lok-
inni meðferð. Meðallegudagur á LSH
kostar mun meira en meðallegudagur
á hjúkrunarheimili. Í nýrri skýrslu
ríkisendurskoðunar um starfsemi
LSH á árunum 1999 til 2004 segir að
sé gengið út frá að meðalbiðtími bið-
sjúklinganna sé 90 dagar sé kostnað-
ur á hvern sjúkling á bilinu 2,7 til 4,5
milljónir króna. Fyrir 94 sjúklinga
þýði þetta 254 til 423 milljónir króna.
þetta hefur einnig í för með sér að
sjúklingar, sem þurfi á þjónustu spít-
alans að halda, komist ekki að á við-
eigandi deildum og verði jafnvel að
dveljast á göngum sjúkrahússins.
Anna Lilja Guðbrandsdóttir, fram-
kvæmdastjóri fjárreiðna og upplýs-
inga á LSH, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að það væri „eitt
af stærstu hagsmunamálum sjúk-
linga og starfsfólks LSH að þessi
vandi yrði leystur til frambúðar“.
Skýrslan um útskriftarvandann
var gerð í september. Anna Lilja seg-
ir að lítið sem ekkert hafi gerst síðan
og bætir við: „Og ég held að hún muni
ekki breytast mikið á næstunni, ekki
fyrr en nýtt hjúkrunarheimili verður
opnað í Mörkinni árið 2007.“
Hér hefur myndast flöskuháls í
kerfinu og allir tapa á ástandinu,
skattborgarar, sjúklingar og heil-
brigðisstarfsfólk. Betur færi um leg-
usjúklinga, sem hafa lokið meðferð, á
hjúkrunarheimilum. Hægt væri að
veita sjúklingum, sem eru lagðir inn á
LSH til meðferðar, betri þjónustu ef
önnur úrræði væru fyrir sjúklinga,
sem lokið hafa meðferð. Starfsfólk
spítalans myndi vinna við betri að-
stæður ef biðlistunum væri eytt og
eiga auðveldara með að sinna störfum
sínum, ekki síst þegar álag myndast
og öll rúm eru nýtt fyrir.
Heilbrigðiskerfið er dýrt í rekstri
og þar þarf vissulega að gæta að-
halds. Þegar aðhaldið verður hins
vegar til þess að mörg hundruð millj-
ónir króna fara í súginn þarf að grípa
í taumana. Það þarf ekki flókna út-
reikninga til að komast að því að það
tekur ekki langan tíma að spara fyrir
hjúkrunarheimili ef leggja mætti
sjúklinga beint þangað inn í stað þess
að láta þá dúsa á LSH og biðlistum
svo mánuðum skiptir.