Morgunblaðið - 03.01.2006, Page 29

Morgunblaðið - 03.01.2006, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 29 UMRÆÐAN BÆJARSTJÓRINN á Álftanesi hefur ákveðið að leggja til við bæjarráð að skipulagsnefnd vinni áfram það skipu- lag, sem hefur verið í vinnslu undanfarna mánuði. Skipulags- nefnd fer nú yfir efn- islegar athugasemdir við deiliskipulagið og gerir mögulega til- lögur að breytingum á auglýstu skipulagi. Deiliskipulag mið- svæðis Álftaness verði unnið til enda og sent Skipulagsstofnun til lokayfirferðar. Meira verði ekki gert og beðið með undirbún- ingsvinnu við hönnun gatna og aðrar tengd- ar framkvæmdir fram yfir kosningar hinn 27. maí nk., en þá komi málið til úrskurðar kjósenda eins og önn- ur framfaramál í bæj- arfélaginu. Jafnframt verði ósk- að eftir skilningi á málinu, við þá aðila sem bæjarfélagið hef- ur gert bindandi samninga við og varð- ar aðkomu þeirra á miðsvæðið. Þeirra á meðal er Hjúkrun- arheimilið Eir, sem væntanlega mun stöðva frekari vinnu við hönnun og annan undirbúning framkvæmda fyrir eldri borgara á Álftanesi, þar til niðurstaða liggur fyrir. Auglýst var eftir athugasemd- um við skipulagstillöguna í nóv- ember sl. Við lok auglýsinga- tímabils hinn 23. desember sl. höfðu 705 einstaklingar skrifað undir athugasemdir, ýmist á und- irskriftarlista eða með sérstöku erindi. Kjósendur á Álftanesi eru í dag um 1.430, þannig að tvær fylkingar eru á öndverðum meiði, hvað skipulagstillöguna varðar. Því þykir bæjarstjóra eðlilegt, þar sem framvinda þessa máls er unnin samkvæmt samþykkt bæj- arstjórnar og lögum um fram- vindu slíkra mála, að ferlið sé klárað og komi síðan í dóm kjós- enda í almennum kosningum hvort unnið verði áfram. Nokkuð hefur verið um það tal- að og er meðal annars krafa íbúa á Álftanesi á undirskriftarlist- unum að hér verði höfð sam- keppni um deiliskipulagið. Einnig að ein leið gæti verið að kjósa um mismunandi tillögur. Hvorug þessara leiða er fýsileg að mati bæjarstjóra, þar sem mjög langan tíma tekur að und- irbúa og vinna til enda slík mál, allt að tvö til þrjú ár. Og ekki ein- hlítt hvernig og þá hver ætti að velja um hvað verði kosið, til að fá niðurstöðu. Engin leið er að sjá það fyrir að sátt geti orðið um forsögn og forsendur slíkrar sam- keppni, miðað við það sem á und- an er gengið. Sigurður Einarsson arkitekt hjá Batteríinu hefur unnið þetta skipulag með skipulagsnefndinni. Sigurður er virtur og margverð- launaður arkitekt, tók meðal ann- arra þátt í viðamikilli samkeppni arkitekta um skipulag Álftaness á árinu 1991 og var annar vinnings- hafa í þeirri samkeppni. Þrátt fyrir að skipulagsnefnd og bæjarstjórn hafi að minni hyggju kynnt vinnulag deiliskipu- lagsins mjög vel nú og betur en venja er til um slík mál, í þeim tilgangi að fá íbúa til að koma að málinu, hefur komið upp veruleg andstaða. Ég tel það vera vegna þess að hluti íbúa hafi ekki séð sér fært að kynna sér málið á eigin for- sendum. Í þess stað hefur hluti íbúa kos- ið að fara þá leið að mótmæla vinnulagi, án þess að leita eftir eðlilegum upplýs- ingum til að byggja sína skoðun á. Undir þessum kringumstæðum, sem skapast hafa undanfarnar vikur er algerlega óvið- unandi, að mati bæj- arstjóra, að ala mögulega enn á óánægju meðal hluta íbúa með óvissu um málið. Nauðsynlegt var að höggva á hnútinn og fara nú yfir feril þessarar vinnu, klára verk- efnið og kynna vel. Þá mun hver og einn kjósandi í kosn- ingum í maí gera upp sinn hug til málsins og annarra framfaramála á Álftanesi og ekki síður taka afstöðu til þeirra einstaklinga, sem gefa kost á sér í framboði til bæjarstjórnar. Álftnesingar fá nú næði til vors til að kynna sér réttar forsendur og taka síðan sjálfstæða afstöðu í kjörklefanum hinn 27. maí nk. Höggvið á hnút á Álftanesi, vegna deilna um skipu- lag miðsvæðis Guðmundur G. Gunnarsson fjallar um skipulagsmál á Álftanesi Guðmundur G. Gunnarsson ’Undir þessumkringumstæð- um, sem skap- ast hafa und- anfarnar vikur, er algerlega óviðunandi að mati bæjar- stjóra, að ala mögulega enn á óánægju meðal hluta íbúa með óvissu um mál- ið.‘ Höfundur er bæjarstjóri á Álftanesi. Fréttir í tölvupóstiflísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergiðÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar Dalvegi 28 – Kópavogi Sími 515 8700 BLIKKÁS – GLEÐILEGT NÝTT ÁR! Þökkum áhorfendum liðins árs fyrir frábærar viðtökur! Landsbankinn er stoltur bakhjarl sýningarinnar SÝNT Í IÐNÓ. MIÐASALA Í IÐNÓ S. 562 9700 OG WWW.MIDI.IS skámáni PERSÓNA Sýningar: Fim. 5. jan. kl. 20 • Fös. 13. jan. kl. 20 • Lau. 14. jan. kl. 20 • Fös. 20. jan. kl. 20 Lau. 21. jan. kl. 20 • Sun. 22. jan. kl. 20 • Fös. 27. jan. kl. 20 • Lau. 28. jan. kl. 20 • Sun. 29. jan. kl. 20 HILMIR SNÆR GUÐNASON ÚR UMSÖGNUM FJÖLMIÐLA LEIKSTJÓRI: STEFÁN BALDURSSON „Hvílíkur leikari! ... Þetta er stórkostleg flugeldasýning, þar sem hæfileikaríkasti leikari þjóðarinnar sýnir algera virtúósatakta.” (Þorgeir Tryggvason, Mbl.) „Stórkostlegur leiksigur” (Blaðið) „Fyrir þá sem njóta þess að upplifa list leikarans, þar sem hún er hvað sýnilegust er Ég er mín eigin kona einhver stærsti og safaríkasti konfektmoli sem boðið hefur verið upp á hér um árabil.” (Þ.T. Mbl.) „Það var nánast óraunverulegt að verða vitni að þeirri tæru kúnst sem Hilmir Snær býr yfir.” (Súsanna Svavars, Blaðið) „Stóri galdurinn er... sköpun Charlotte von Mahlsdorf...hér nær list Hilmis mögnuðum hæðum. Líkamstjáning, innlifun og tímasetningar óaðfinnanlegar.” (Þ.T. Mbl.) „Það er fáum listamönnum gefið að fá mann til að hlæja og gráta á sama tíma. Charlie Chaplin var snillingur í þessu og Hilmir Snær og Stefán Baldursson ná að galdra þetta fram einnig” (Heimir Már Pétursson, Blaðið) „Svona gera bara snillingar.” (S. Sv. Blaðið) „Stórbrotin í einfaldleika sínum” (Valgeir Skagfjörð, Fréttablaðið) „Hilmir Snær vinnur algeran leiksigur í þessari sýningu.” (H.M.P. Blaðið) „Ég hef ekki orðið fyrir viðlíka áhrifum í leikhúsi áður” (Karl Th.Birgisson, Blaðið) „Ég er mín eigin kona er veisla fyrir leikhúsunnendur af svipuðum toga og Harlem Globetrotters fyrir körfuboltafólk.” (Þ.T. Mbl.) „Ekki hægt að hugsa sér betra kvöld í leikhúsi” (H.M.P. Blaðið)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.