Morgunblaðið - 03.01.2006, Page 30

Morgunblaðið - 03.01.2006, Page 30
Í JÓLAUNDIRBÚNINGNUM eru sjálfsagt fæstir sem leiða hugann að því hvað verður um allt ruslið sem myndast í kringum hátíðahöldin. Við er- um flest í kappi við tímann og höfum um nóg annað að hugsa. Við viljum gleðja þá sem standa okkur næstir með fallegum gjöfum og veita birtu og yl inn í líf þeirra og okkar sjálfra með fallegum skreyt- ingum, kertaljósi og ljúffengum veitingum. Þetta er árstími kær- leika og friðar. Það er svo gott að geta glatt aðra, sérstaklega þá sem okkur þykir vænt um. En getum við lát- ið gott af okkur leiða á fleiri vegu? Getum við jafnvel látið ruslið sem verður til í kringum okkur færa öðrum gleði? Föt og klæði fara í hjálparstarf Flest lumum við á einhverjum fatnaði eða öðrum klæðum sem við erum hætt að nota, s.s. tepp- um, rúmfötum og handklæðum. Í stað þess að setja þetta í rusla- tunnuna í næstu tiltekt getum við skilað því á endurvinnslustöðvar SORPU. Þá nýtist það Rauða krossinum við hjálparstarf, bæði hér innanlands og erlendis. Fatn- aður þarf að vera hreinn og ákjósanlegt er að honum sé skilað í glærum plastpokum því það flýt- ir fyrir flokkun efnisins hjá Rauða krossinum. Pokunum þarf að loka vel og vandlega til þess að koma í veg fyrir að raki eða óhreinindi komist í fötin. Kertaafgangar geta aftur veitt birtu og yl Á jólunum kveikjum við flest á kertum til að lýsa upp skamm- degið. Við getum látið kerta- afgangana okkar halda áfram að veita birtu og yl með því að skila þeim á endurvinnslustöðvar SORPU. Þar er þeim safnað fyrir Kertagerð Sólheima í Grímsnesi og þar verða þessir afgangar að nýjum og fallegum kertum. Með því að skila þeim leggjum við okkar af mörkum til þess að efla það starf sem fer fram á Sól- heimum um leið og við stuðlum að end- urnýtingu úrgangs. Styrktu gott mál- efni með flösk- unum þínum Mörgum þykir gamla góða maltið og appelsínið ómissandi drykkur með jóla- steikinni og á flestum heimilum falla til mun fleiri flöskur og dósir á þess- um árstíma en gera annars. Ef við viljum nota drykkjarumbúð- irnar okkar til að styrkja gott málefni má benda á sérstakan skátagám á endurvinnslustöðvum SORPU. Einnig standa mörg íþróttafélög og jafnvel björg- unarsveitir fyrir söfnun á þessum umbúðum og nýtist þá ágóðinn í þeirra starfi. Með hverri flösku eða dós styrkir þú viðkomandi að- ila um 9 krónur. Gamalt fyrir þér, nýtt fyrir öðrum Ef þú þarft að losa þig við ein- hvern búnað, s.s. gömul leikföng, húsgögn, raftæki, bækur, plötur eða ýmsa aðra smámuni, getur þú skilað slíku í sérstaka nytjagáma á endurvinnslustöðvum. Þessir munir fara þá í áframhaldandi notkun því ef þeir eru gefnir í þessa gáma eru þeir seldir í Góða hirðinum, nytjamarkaði SORPU og líknarfélaga, Fellsmúla 28. Þannig er þeim forðað frá urðun og þeir fá nýtt líf hjá nýjum eig- endum. Munirnir eru seldir á vægu verði í Góða hirðinum sem kemur sér vel fyrir þá sem minna hafa á milli handanna og allur ágóði af sölu þeirra rennur til góðgerðarmála. Árlega veitir Góði hirðirinn svo styrki til ýmissa verðugra málefna. Starfsemi Góða hirðisins hefur einnig góð áhrif að því leyti að Fjölsmiðjan, verk- þjálfunar- og framleiðslusetur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-24 ára, sér um yfirferð á öllum raf- tækjum sem berast Góða hirð- inum. Þannig fá um 10 ungmenni verkefni að vinna að sem nýtist bæði þeim, Góða hirðinum og líknarfélögum. Þú getur því látið gott af þér leiða með því einfaldlega að skila flokkuðum úrgangi í tiltekna gáma á endurvinnslustöðvum SORPU og um leið leggur þú þitt af mörkum í þágu umhverfisins. Ruslið flokkað í anda jólanna Gyða S. Björnsdóttir fjallar um hvernig menn geta styrkt góð- gerðarmál í gegnum Sorpu ’Þú getur því látið gottaf þér leiða með því einfaldlega að skila flokkuðum úrgangi í tiltekna gáma á endur- vinnslustöðvum SORPU og um leið leggur þú þitt af mörk- um í þágu umhverf- isins.‘ Gyða S. Björnsdóttir Höfundur er kynningar- og fræðslufulltrúi Sorpu. 30 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í HÁDEGISFRÉTTUM Ríkis- útvarps hinn 27. desember sl. var viðtal við ráðherra heilbrigðismála, þar sem fjallað var um kostnað í heil- brigðisþjónustu og áform um byggingu nýs spítala við Hring- braut. Tilefni viðtals- ins voru m.a. grein- arskrif mín og útvarpsviðtöl, þar sem ég kem fram með ábendingar um sam- bandið á milli samein- ingar sjúkrahúsanna í Reykjavík á sl. áratug og vaxandi kostnaðar í heilbrigðisþjónustu, svo og gagnrýni mín á þá ákvörðun yfirvalda að byggja einn stóran spítala við Hringbraut. Heilbrigðiskerfi er eitt, sjúkrahús er annað Af tilsvörum ráðherra í um- ræddu viðtali mátti heyra að þar er ekki gerður greinarmunur á heilbrigðiskerfi og sjúkrahúsi, en það er einmitt kjarni málsins. Rétt er að sjúkrahús eru þungamiðja heilbrigðisþjónustunnar. Einmitt þess vegna hafa aðgerðir sem beinast að sjúkrahúsum áhrif langt út fyrir veggi sjúkrahúsanna. Sjúkrahús standa ekki í tómarúmi, heldur eru þau hluti af mjög „dýnamísku“ kerfi, þar sem ein- taka þættir kerfisins tengjast. Vandinn er hins vegar sá, að að- gerðir sem beinast að sjúkra- húsum taka sjaldnast mið af þess- ari sýn eða skilningi á því með hvaða hætti breytingar sem eru að gerast annars staðar í heilbrigðiskerfinu tengjast starfsemi sjúkrahúsa. Í rannsókn minni á aðdragandanum að sameiningu sjúkrahús- anna í Reykjavík má finna glöggt dæmi um slíka yfirsjón. Þar er fyrst og fremst leitast við að varpa ljósi á það hvernig stjórnvöld móta heilbrigðiskerfið með ákvörðunum sín- um í einstaka greinum þjónustunnar. Ekki er lagt mat á áhrif þeirrar ákvörð- unar á rekstur sjúkrahússins sem einstakrar stofnunar í kerfinu, heldur áhrif þessara aðgerða á heilbrigðiskerfið í heild sinni. Með öðrum orðum, í rannsókninni er gerður skýr greinarmunur á heil- brigðiskerfi og sjúkrahúsi, þar sem sjúkrahús er ekki heilbrigðiskerfi, heldur hluti af heilbrigðiskerfi. Í viðvörunum mínum til íslenskra stjórnvalda vek ég athygli á þeim hættum sem því fylgir að leggja nú í framhaldi af aðgerðunum á síðasta áratug megináherslu á sér- greina- og sjúkrahúsmiðaða heil- brigðisþjónustu í stað þess að halda sig við heilsugæslumiðaða heilbrigðisstefnu eins og upp- runaleg lög um heilbrigðisþjónustu frá 1973 gerðu ráð fyrir. Það er staðreynd, að heild- arkostnaður íslenska heilbrigð- iskerfisins hækkaði úr 8,1% í 10,5% á árunum 1997 til 2005, og að Ísland hefur í þessu tilliti farið fram úr hinum Norðurlöndunum (Mynd 1). Það er einnig staðreynd að kostnaður íslenska heilbrigð- iskerfisins er nú sá fjórði hæsti meðal OECD ríkja. Þessu vakti ég athygli á í viðtali Ríkisútvarpsins hinn 13. nóvember sl. og benti jafnframt á að við nánari athugun má sjá að sú innri gerð íslenska heilbrigðiskerfisins, sem hefur áhrif á kostnað á það sameiginlegt með dýrustu kerfum heims, að þar hafa notendur óheftan aðgang að sjálfstætt starfandi sérfræði- læknum, sem vinna samkvæmt af- kastahvetjandi kerfi. Í viðtalinu lét ég jafnframt koma fram að ég teldi að ákvörðunin um sameiningu sjúkrahúsanna sé dæmi um það þegar stjórnvöld hyggjast spara og hagræða á einum stað í kerfinu, í þessu tilviki í rekstri sjúkrahús- anna, en að við það hafi kostnaður- inn komið út annars staðar. Rétt er sem fram kemur í viðtali við ráðherra að þáttur sjálfstætt starfandi sérfræðilækna er orðinn býsna mikill í kerfinu (Mynd 2). Í rannsókn minni kem ég fram með skýringu á sambandinu á milli frestunar á gildistöku tilvís- unarreglugerðarinnar árið 1995, nýrra samninga við sjálfstætt Ráðherra verður að gera greinarmun á heilbrigðiskerfi og sjúkrahúsi Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir fjallar um heilbrigðisþjónustu og byggingu nýs spítala við Hringbraut ’Mér er vel ljóst að rík-isstjórnin hefur ráð- stafað hluta af því fé sem fékkst við sölu Símans til byggingar nýs spítala. Að sú ráðstöfun sé bund- in þeim skilyrðum að byggður skuli einn spít- ali við Hringbraut tel ég vanhugsað.‘ Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir Heildarfjöldi koma til sérfræðilækna 1990 til 2004 0 100 200 300 400 500 600 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 Ár K o m u r Heildarútgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af vergri landsframleiðslu Norðurlönd frá 1990 til 2002 0 2 4 6 8 10 12 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 Ár P ró s e n t a f v e rg ri la n d s fr a m le ið s lu Ísland Svíþjóð Danmörk Noregur Finnland Í MORGUNBLAÐINU á gaml- ársdag birtist grein eftir Eygló Jóns- dóttur þar sem hún fjallar nokkuð um bók mína „Hin mörgu andlit trúar- bragðanna“ og þá sér- staklega kaflann um Soka Gakkai búdd- ismann. Þakka ég henni ljúf orð í minn garð sem þar falla. Þau eru gagn- kvæm. Þó verð ég að leiðrétta örlítinn mis- skilning sem kemur fram í grein Eyglóar. Lesa má úr orðum Eyglóar að ég hafi ekki boðið Soka Gakkai búddistum að lesa kafl- ann um þá yfir áður en hann fór í prentun. Hið rétta er að ég gerði margar tilraunir til þess en fékk engin viðbrögð. Aðrir sendu mér við- brögð frá öðrum trú- félögum og eru þeir sem það gerðu nefndir í bók- inni í heimildaskrá. Eft- ir að bókin kom út átti ég mjög gott spjall við fulltrúa Soka Gakkai búddista. Þar kom fram fyrst og fremst ánægja frá þeim yfir að ég skuli hafa bent á margt hið jákvæða sem hreyfingunni fylgir, og þá sér- staklega friðarverðlaun Sameinuðu þjóðanna sem Daisaku Ikeda fékk árið 1983 en hann stofnaði al- þjóðahreyfingu Soka Gakkai. Einnig þökkuðu þeir mér að ég kæmi ekkert inn á deilur búddista við Soka Gakkai hreyfinguna í Japan. Ein megin heimild bókarinnar um al- þjóðahreyfingu Soka Gakkai er Eileen Bar- ker og rannsókn henn- ar á hreyfinguni sem birtist í bókinni „New Religious Move- ments“. Barker er prófessor í trúarlífsfélagsfræði við London School of Economics, en þar er starfrækt ein virtasta rannsóknarstofnun í trúarbragðafræði í Evrópu. Hvet ég Eygló og aðra sem áhuga hafa til að kynna sér þessa rannsókn nánar. Um leið og ég tek undir með Eygló og Ara fróða að best sé að hafa það sem sannara reynist vil ég þakka fyrir þessar og aðrar umræður er bók mín hefur vakið og óska öllum hins besta á komandi ári. Að hafa það sem sannara reynist Þórhallur Heimisson svarar grein Eyglóar Jónsdóttur um bókina Hin mörgu andlit trúar- bragðanna Þórhallur Heimisson ’... ég tek undirmeð Eygló og Ara fróða að best sé að hafa það sem sann- ara reynist ...‘ Höfundur er prestur. Hulda Guðmundsdóttir: „Ég tel að það liggi ekki nægilega ljóst fyr- ir hvernig eða hvort hinn evang- elísk-lútherski vígsluskilningur fari í bága við það að gefa saman fólk af sama kyni …“ Birgir Ásgeirsson: Opið bréf til vígslubiskups Skálholtsstiftis, biskups Íslands, kirkjuráðs og kirkjuþings. Jakob Björnsson: Útmálun helvít- is. „Álvinnsla á Íslandi dregur úr losun koltvísýrings í heiminum borið saman við að álið væri alls ekki framleitt og þyngri efni notuð í farartæki í þess stað, og enn meira borið saman við að álið væri ella framleitt með raforku úr elds- neyti.“ Þorsteinn H. Gunnarsson fjallar um rjúpnaveiðina og auglýsingu um hana, sem hann telur ann- marka á. Eggert B. Ólafsson: Vegagerðin hafnar hagstæðasta tilboði í flug- vallarrútuna. Örn Sigurðsson: Bornir eru sam- an fjórir valkostir fyrir nýjan inn- anlandsflugvöll. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.