Morgunblaðið - 03.01.2006, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 37
MINNINGAR
veðrabrigðum lífsins, gleði og sorgum
og markað því stefnu í umróti tímans
til blessunar og heilla. Hann lagði sig
fram í verkum sínum og hugsjónabar-
áttu, var traustur og samviskusamur,
drenglundaður og ósérhlífinn. Og enn
hefur hann viljað vanda sig við jóla-
undirbúninginn á aðventunni og látið
sig varða hvernig sóknarbörnunum
liði og þeim gengi að halda jól. Hin
helga jólahátíð færir með sér hækk-
andi sól svo að daginn lengir. Jól lýsa
himinbirtu í næturhúmi heims og
Guðs blessun í nýfæddu barni, sem
gefið er nafnið Jesús sem þýðir Drott-
inn frelsar. Sá er vandi og vegsemd
presta í kirkju hans að boða og segja
frá því á sannfærandi hátt að lausn og
líkn er fólgin í nafni hans á vegferð í
tímans hverfula heimi og líka í dauða.
En sá er grunntónn fagnaðarerindis
Jesú Krists að Betlehemsbjarmi og
kærleiks- og upprisuljós hans lýsi í
gegnum allt myrkur dauðans og geri
hann að hliði inn í ríki Krists þar sem
innra líf, sál og andi sem byggst hefur
upp af ljósi hans á vegferðinni hér í
heimi íklæðist ljóssins líkama er
mynd hans ber. Megi sú trúarvitund
og sýn hugga og styrkja ástvini sr.
Ólafs Odds og söfnuð hans, sem best
fær haldið minningu hans á lofti og
metið svo sem vert er fórnfús verk
hans með því að sækja og sinna kirkju
sinni vel og efla enn safnaðarstarf.
Gunnþór Þ. Ingason.
Fyrstu kynni mín af séra Ólafi Oddi
Jónssyni, sóknarpresti í Reykja-
nesbæ, urðu við setningu á umdæm-
isþingi Kiwanisumdæmisins Ísland-
Færeyjar í Keflavíkurkirkju árið
2000 en þar ræddi hann á svo eftir-
minnilegan hátt um sjálfsvíg og kall-
aði eftir aðstoð til þess að sporna gegn
sjálfsvígum. Séra Ólafur hreyfði svo
við okkur að undan orðum hans varð
ekki vikist, það má segja að hann hafi
kallað okkur til verka.
Eftir þingið ræddum við saman frá
klúbbunum í Ægissvæði (þ.e Kivanis-
klúbbar á Suðunesjum. Hafnarfirði,
Garðabæ og Kópavogi) hvernig við
gætum komið að svo viðkvæmu og
vandmeðförnu máli sem þessu og var
ákveðið að skipa fulltrúa í málið sem
héldu síðan fundi með séra Ólafi og
um á hvern hátt við í Kiwanis gætum
unnið að málinu og niðurstaðan varð
sú, að hans leiðsögn, að gefa út miða í
formi bókamerkis þar sem á voru
skráðar „Leiðbeiningar til að sporna
gegn sjálfsvígum“.
Textinn skiptist í þrennt með leið-
andi leiðbeiningum til þess að átta sig
á einkennum.
1. Ef einhver sem þú þekkir: 2. Þú
getur hjálpað: 3. Leitaðu hjálpar, þú
getur ekki gert þetta einn og fylgdu
skjólstæðingi þínum.
Einnig fengum við til samstarfs
Salvöru Bjarnadóttur, forvarnafull-
trúa Landlæknisembættisins, til þess
að yfirfara texta og vera okkur til fag-
legrar leiðbeiningar og segir það um
sýn séra Ólafs Odds eftir að teymi hjá
Landlæknisembættinu hafði yfirfarið
málið að þar var engu breytt frá til-
lögu hans.
Miðinn fékk nafnið „Lífs-vísir“ og
sá Bragi Einarsson, grafískur hönn-
uður, um hönnun og er skírskotun til
verndar og umhyggju. Lífs-vísirinn
er gefinn út af Kiwanishreyfingunni
og í samráði við Landslæknisembætt-
ið. Við vildum að nafn séra Ólafs Odds
Jónssonar yrði á miðanum þar sem
hans þáttur var mestur en hann vildi
það ekki sem segir til um hans lít-
illæti.
Lífs-vísirinn fór til dreifingar í tíu
þúsund eintökum, í fyrstu til fram-
haldsskóla, presta, stofnana og félaga
sem vinna með ungu fólki í gamla
Reykjaneskjördæmi. Síðar var verk-
efnið samþykkt sem landsverkefni
Kiwanishreyfingarinnar og miðinn
gefinn út 60 þúsund eintökum.
Fyrir rúmu ári sagði kona mér eft-
irfarandi: „Ég átti í miklum andlegum
vanda og fór til Geðverndar og er ég
var að fara þaðan út þá tek ég fyrir
rælni miða úr standi sem var þar. Ég
sá enga leið, ég vildi deyja og er ég
kom heim þá leit ég á miðann og fór
að lesa þennan „Lífs-vísi“. Þá var eins
og væri kveikt á mér og ég sá að það
eru til leiðir. Konan vissi ekki að ég
væri Kiwanismaður og ekki að ég
hefði komið að málinu. Þetta sannaði
SJÁ SÍÐU 38
Bróðir okkar,
ÞORLEIFUR HÓLM GUNNARSSON,
Sólvangsvegi 3,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju
miðvikudaginn 4. janúar kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jón Gunnarsson,
Guðrún Gunnarsdóttir.
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi,
PÉTUR ÞÓRARINN ÞORLEIFSSON,
síðast til heimilis
á Dalbæ,
Dalvík,
verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju í dag, þriðju-
daginn 3. janúar, kl. 13.30.
Þorbjörg Þórarinsdóttir, Jón Auðunn Guðjónsson,
Þórarinn Sigvaldsson, Sigríður Erla Sigurðardóttir,
Guðjón Auðunsson, Sandra Nielsen,
Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir, Ragnar Pálmason,
Ásdís Elín Auðunsdóttir, Sveinn Valgeirsson
og langafabörn.
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er sýndu
samúð og vináttu við andlát og útför
LÁRU ÓSKAR ARNÓRSDÓTTUR,
Eiríksgötu 6.
Við sendum ykkur öllum nýárskveðjur.
Rúnar Sigurðsson,
Arna Rúnarsdóttir, Helgi Leifur Sigmarsson,
Gauja Rúnarsdóttir, Emilía Rafnsdóttir,
Hlynur Rúnarsson, Margrét Ásdís Haraldsdóttir,
Valgerður Rúnarsdóttir, Vignir Rafn Valþórsson
og barnabörn.
Ástkær eiginkona, móðir, amma og langamma,
SÓLVEIG ÓSK SIGURÐARDÓTTIR,
Veghúsum 31,
lést á Landspítala Fossvogi fimmtudaginn
22. desember.
Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðviku-
daginn 4. janúar kl. 13.00.
Hreinn Ólafsson,
Ásta Björgvinsdóttir, Páll Heiðar Jónsson,
Jóhanna Johnston, Ed Johnston,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir
og amma,
SIGRÍÐUR SVAVA KRISTINSDÓTTIR,
Espilundi 5,
Garðabæ,
sem andaðist á Landspítalanum við Hringbraut
þriðjudaginn 27. desember, verður jarðsungin frá
Vídalínskirkju miðvikudaginn 4. janúar kl. 11.00.
Sigfús Þormar,
Fjóla Guðlaugsdóttir
börn, tengdabörn og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
ÞÓRDÍSAR ÞORGRÍMSDÓTTUR
frá Baldurshaga í Ólafsvík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild E 2 á
Hrafnistu í Reykjavík fyrir góða umönnun.
Anna Þórarinsdóttir, Sigursteinn Sævar Hermannsson,
Sólveig Jóhannesdóttir, Ívar Steindórsson,
Þorgrímur Benjamínsson, Kristín Björg Kjartansdóttir,
Rúnar Benjamínsson, Ragnhildur Albertsdóttir,
Sigrún M. Arnarsdóttir, Kristján Sturluson,
Ólína B. Kristinsdóttir, Þórður Stefánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur frændi,
FRIÐFINNUR PÁLSSON,
Þríhyrningi,
Hörgárdal,
verður jarðsunginn frá Möðruvallakirkju í Hörgár-
dal fimmtudaginn 5. janúar kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Haukur Steindórsson,
Guðmundur Steindórsson,
Þórður Steindórsson.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og
útfarar okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
BETTÝJAR MARSELLÍUSDÓTTUR.
Guð blessi ykkur öll.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk gjörgæslu Land-
spítala háskólasjúkrahúss.
Sigurbjörn S. Magnússon,
Magnús Sigurbjörnsson, Þóranna G. Óskarsdóttir,
Alberta Sigurbjörnsdóttir, Jóhann Guðbrandsson,
Finnur B. Sigurbjörnsson, Solveig Pétursdóttir,
Guðmundur K. Sigurbjörnsson, Guðrún E. Björnsdóttir,
Sigurlaug E. Sigurbjörnsdóttir, Sveinn Árnason,
ömmu- og langömmubörn.
Sendum innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns,
föður, tengdaföður, afa og langafa,
EINARS GUÐMUNDSSONAR
flugvélstjóra,
Kirkjulundi 6.
Jóhanna Pétursdóttir,
Elísabet Einarsdóttir, Sigurður Hansson,
Róbert G. Einarsson, Steinunn Gunnarsdóttir,
Erna Einarsdóttir,
Edda Einarsdóttir, Jan Hansen,
Pétur Einarsson, Katrín Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og útför eiginmanns,
föður, tengdaföður og afa,
SNORRA BJARNASONAR,
Flúðabakka 1,
Blönduósi.
Erla Aðalsteinsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa
og langafa,
JÓHANNS JÓNASSONAR
frá Öxney,
Sveinskoti,
Álftanesi,
fer fram frá Bessastaðakirkju föstudaginn
6. janúar kl. 14.00.
Margrét Sigurðardóttir,
Elín Jóhannsdóttir, Jón B. Höskuldsson,
Snorri Jóhannsson, Hrönn Sveinsdóttir,
Sturla Jóhannsson, Sólborg Pétursdóttir,
Jónas Jóhannsson,
Sigrún Jóhannsdóttir,
Sigríður Tryggvadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.