Morgunblaðið - 03.01.2006, Síða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Atvinnuauglýsingar
Sjá ennfremur: www.kopavogur.is og www.job.is
KÓPAVOGSBÆR
Frá Kársnesskóla
• Starfsmaður óskast í Dægradvöl sem
fyrst. Um er að ræða 75% starf frá
kl. 11:00 – 17:00.
Laun skv. kjarasamningi Launanefndar sveitar-
félaga og SfK.
Hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um
starfið
Upplýsingar veitir
Guðrún Pétursdóttir
skólastjóri í
síma 570-4100,
gudrunpe@kask.kopavogur.is
Tannsmiður óskast
til starfa sem fyrst.
Starfssvið: Almenn tannsmíði.
Upplýsingar gefur Pétur Már í síma 861 5279.
Raðauglýsingar 569 1100
Kennsla
Nokkur skólapláss
eru laus á vormisseri 2006
• Fyrir byrjendur í söngnámi / grunnnámi
• Fyrir æfinganemendur söngkennaradeildar
• Fyrir unglinga 11-13 ára og 14-15 ára
9. janúar hefjast kvöldnámskeið
fyrir ungt og hresst fólk á öllum aldri • Engin aldursmörk •
Tómstundanám og/eða góður undirbúningur fyrir frekara
tónlistarnám • Kennt utan venjulegs dagvinnutíma
Upplýsingar á skrifstofu skólans sími 552 7366
songskolinn@songskolinn.is
www.songskolinn.is
http://rafraen.reykjavik.is/rrvk
Skólastjóri
Tilboð/Útboð
Sandgerðisbær
Útboð
Framleiðsla máltíða
Sandgerðisbær óskar eftir tilboðum í fram-
leiðslu á mat fyrir skóla og stofnanir í bænum.
Stofnanir eru:
Grunnskólinn í Sandgerði
Leikskólinn Sólborg
Miðhús, þjónustumiðstöð eldri borgara
Varðan, bæjarstarfsmenn í Sandgerðisbæ.
Útboðsgögn verða seld í ráðhúsi Sandgerðis-
bæjar, Tjarnargötu 4, 245 Sandgerði, og hjá
VSÓ Ráðgjöf ehf., Borgartúni 20, 105 Reykjavík,
frá og með mánudeginum 2. janúar 2006.
Gögnin eru afhent á geisladiski eða á rafrænu
formi. Gjald fyrir útboðsgögn er 3.000 kr.
Tilboðum skal skila á sömu staði eigi síðar en
föstudaginn 13. janúar 2006 kl. 15.00. Opnun
tilboða fer fram í ráðhúsi Sandgerðisbæjar,
þriðjudaginn 17. janúar kl. 11.00 að viðstödd-
um þeim bjóðendum sem þess óska.
Félagslíf
HLÍN 6006010319 IV/V FJÖLNIR 6006010319 I
Vegna mistaka birtist þessi grein
með greinum um Huldu Þorbjörns-
dóttur á gamlársdag. Við biðjum
alla hlutaðeigandi velvirðingar.
Að heilsa og kveðja er lífsins
gangur. Einhvern veginn er þó eins
HULDA
THORARENSEN
✝ Hulda Thor-arensen fæddist
í Hróarsholti í Vill-
ingaholtshreppi í
Árnessýslu 11. des-
ember 1922 og ólst
upp hjá foreldrum
sinnum í Vestri-
Kirkjubæ á Rangár-
völlum. Hún lést á
Landakotsspítala
16. desember og var
útför hennar gerð
22. desember, í
kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
og að þeir, sem hafa
verið hluti af lífi
manns alla tíð, eigi að
vera eilífir. Tilhugs-
unin um að eiga ekki
eftir að eiga fleiri
stundir með ömmu í
litla eldhúsinu hennar
við Öldugötuna er
skrýtin og óraunveru-
leg.
Amma Hulda var
kjarnakona, alin upp á
Kirkjubæ á Rangár-
völlum og vön að
vinna hörðum hönd-
um frá barnæsku. Hún ljómaði allt-
af þegar hún sagði sögurnar úr
sveitinni. Ég veit að hún hefði kosið
að búa í sveit með sína fjölskyldu, en
kannski má segja að Selásinn hafi
komist nálægt því að kallast sveit í
þá daga; örfá hús á stangli, um-
hverfið ævintýri eitt fyrir okkur
elstu barnabörnin og vini. Berjamór
í bakgarðinum, gamall bíll á felg-
unum sem flutti okkur krakkana
heimshornanna á milli og
hænsnabúið hennar ömmu, sem hún
rak af miklum rausnarskap. Hún
seldi eggin og keyrði þau út um bæ-
inn á rússajeppanum sínum – hon-
um „Huldubrandi“. Sennilega ekki
margar ömmur sem þeystu um á svo
flottum jeppa.
Lífið var ömmu ekki alltaf auð-
velt, en hún hafði einstaka lund og
var ekki að láta erfiðleika eða mót-
læti beygja sig – hvað þá brjóta.
Hún mætti lífinu með góða skapinu
sínu og var sátt við allt og alla. Allt-
af kröfulaus á þá sem í kringum
hana voru og duglegri en nokkur
sem ég þekki.
Síðasti kaffibollinn hefur verið
drukkinn í ömmuhúsi og við eigum
öll eftir að sakna hennar sárt, en
megum ekki vera eigingjörn – hún
var hvíldinni fegin og það er gott að
vita að nú líður henni vel.
Ég þakka ömmu minni samfylgd-
ina og er svo miklu ríkari að hafa átt
hana að.
Hulda Ellertsdóttir.
fyrir mér að við værum að vinna að
góðu máli.
Eftir að verkefnið fór að rúlla gerð-
um við stöðumat og ræddum við séra
Ólaf Odd. Þá sagði hann: „Þið megið
vera stoltir, Kiwanis-menn, nú er mál
sem var í þagnargildi komið í mikla
umræðu, Landlæknisembættið er
komið á fullt í útgáfu og ráðgjöf, ég
segi þið ýttuð þessum bolta af stað og
nú rúllar hann.“ Og ef þetta er rétt þá
á séra Ólafur Oddur það mál, því það
var hann sem kallaði okkur til starfa.
Ég votta fjölskyldu séra Ólafs
Odds innilegustu samúð. Blessuð sé
minning um mætan mann.
Gylfi Ingvarsson, svæðisstjóri
Ægissvæðis 2001–02.
Á dimmasta degi ársins barst sú
harmafregn að sr. Ólafur Oddur
Jónsson, sóknarprestur í Keflavík,
væri látinn.
Ég átti því láni að fagna að fá að
kynnast Ólafi Oddi, fyrst og fremst
sem kennara.
Persónunni Ólafi Oddi var ekki
auðvelt að kynnast, svo nærri hleypti
hann ekki mörgum.
Kennsla Ólafs Odds í guðfræðideild
einkenndist af skipulagðri framsetn-
ingu og mikilli hvatningu til lestrar og
umræðna, að ógleymdri hvatningu til
þess að hafa skoðun og að láta hana í
ljós. Hann afhenti nemendum sínum
fyrirlestrana á prenti, sem var ný-
lunda á þeim tíma, og tímarnir voru
notaðir til umræðna og að nema af því
er virtist ótæmandi fróðleiksbrunnur
hans í kristinni siðfræði og greinum
henni tengdum.
Ólafur Oddur kynnti mér marga
helstu guðfræðinga 20. aldarinnar,
kenndi mér að meta rit manna á borð
við Dietrich Bonhoeffer, Victor
Frankl, Reinhold Niebuhr, Elísabetu
Schüssler Fiorenza og margra fleiri.
Það var gæfa mín að fá að nema
praktískan hluta míns guðfræðináms
undir handleiðslu Ólafs Odds og sam-
starfsfólks hans í Keflavíkurkirkju og
fá auk þess að vera starfsmaður kirkj-
unnar. Þar kynntist ég m.a. óbilandi
áhuga hans og elju í að efla samræðu
kirkjunnar og samfélagsins í öllum
þeim málum sem varða hag einstak-
lingsins, einkum þeirra sem minna
mega sín og standa höllum fæti.
Allar stundir voru gefandi og hvetj-
andi af hans hálfu, sífellt átti hann
einhverja fróðleiksmola. Mér verður
oft hugsað til stunda yfir kaffibolla í
gamla Kirkjulundi, eða athafna í
kirkjunni.
Einhverju sinni hringdi ég í sr. Ólaf
Odd og tilkynnti honum erfiðleika
samverkakonu okkar. ,,Þetta verðum
við að taka að krossinum,“ sagði hann
og við kvöddumst með bænarorðum
til handa syrgjandanum.
Það er trúa mín að Ólafur Oddur
hafi oft leitað að krossinum, borið
þangað áhyggju- og sorgarefni, bæði
sín eigin og sóknarbarna sinna.
Hann átti trú á hinn upprisna
Krist, sem stendur handan við kross-
inn í uppljómun páskadagsins. Krist-
ur bíður þar með útréttar hendur sín-
ar að styðja hvern þann sem leggur af
stað í för um dimman dal sorgar og
örvæntingar.
Dag er aftur farið að lengja.
Sorg yfir skyndilegu og ótímabæru
andláti sr. Ólafs Odds, samúð mína
með fjölskyldu hans og samverkafólki
í Keflavík, ber ég að krossinum og bið
þess að vaxandi birta dagsins í ljóma
upprisunnar beri þau öll að grænum
grundum þar sem þau mega næðis
njóta.
Blessuð sé minningin um sr. Ólaf
Odd Jónsson.
Lára G. Oddsdóttir.
„Don’t worry, be happy“!
Látinn er langt um aldur fram
Ólafur Oddur Jónsson, sóknarprestur
í Keflavíkursókn.
Ég átti því láni að fagna að starfa
með sr. Ólafi þar syðra og fyrir það er
ég ævinlega þakklát. Kynni okkar
hófust sumarið 1998 er ég var að ljúka
námi frá guðfræðideild HÍ. Hann var
þá prófdómari við deildina. Að hans
áeggjan sótti ég um djáknastarf í
Keflavíkursókn þegar það var auglýst
um haustið og ég held að hann hafi átt
þátt í því að ég var ráðin sem djákni
að kirkjunni.
Eftir djáknavíglsu í Dómkirkjunni
var vígsluþegum, vígsluvottum og
mökum þeirra boðið til hádegisverðar
heim til biskupshjónanna. Þetta var í
fyrsta sinn sem herra Karl Sigur-
björnsson vígði þjóna kirkjunnar. Í
þessu boði kom berlega í ljós, í ávarpi
sem sr. Ólafur flutti, hvern hug hann
bar til kærleiksþjónustunnar. Hann
afhenti okkur öllum fjórum nývígðum
djáknum skjal sem hann hafði útbúið
þar sem hann segir m.a. að ,,Tákn
kærleiksþjónustunnar (diakoníunn-
ar) er krossinn með kórónu lífsins,
sem táknar að neyð og dauði séu sigr-
uð í upprisu Jesú Krists og þeirri trú
sem starfar í kærleika. Hann bendir
einnig á texta Páls postula í
Rm.16:1-2 og segir: ,,Þetta er eini
staðurinn í Nýja testamentinu þar
sem orðið djákni (þjónn) er notað um
konu, en margar konur báru trú sinni
vitni með miskunnar- og kærleiks-
verkum á tímum frumkirkjunnar og
stuðluðu þannig að útbreiðslu kristn-
innar.““
Ekki amalegt fyrir nývígðan
djákna, þann 13. á landinu, að hefja
starfið við hlið svo jákvæðs og víðsýns
prests.
Sr. Ólafur var ávallt að fræða og
fræðast. Hann fylgdist vel með nýj-
ungum jafnt á sviði guðfræði, siðfræði
og á því hvernig koma mætti Orðinu
til skila. Hann nýtti sér tæknina á því
sviði og notaði t.d. stundum mynd-
varpa meðan hann flutti predikanir í
guðsþjónustum. Ég tók þátt í allsér-
stakri sjónvarpsguðsþjónustu með
honum sem Ríkissjónvarpið tók upp í
Keflavíkurkirkju og sjónvarpað var á
hvítasunnudag 1999 en þar var frétta-
myndum fléttað inn í predikunina
með áhrifamiklum hætti.
Ólafur var heilsteyptur og traustur
maður. Hann þoldi illa óréttlæti, alla
sýndarmennsku og hræsni og sagði
stundum að það þyrfti ekki að sjást
utan á fólki að það væri trúað.
Samstarf okkar í Keflavíkurkirkju
stóð aðeins í eitt ár, vegna þess að ég
fékk djáknastöðu í annarri kirkju sem
var nær heimili mínu, en á því ári
lærði ég mikið.
Keflavíkursókn og kirkjan öll hefur
misst góðan þjón. Guð blessi minn-
ingu sr. Ólafs Odds Jónssonar og veri
með fjölskyldu hans og samstarfs-
mönnum á erfiðum tímum.
Lilja G. Hallgrímsdóttir.
Leiðir okkar Ólafs Odds hafa oft
legið saman undanfarin tæp 30 ár.
Hann var tiltölulega nýskipaður
prestur í Keflavík þegar ég gekk til
fermingarfræðslu hjá honum vorið
1977. Áherslur hans á siðfræði, kær-
leik og rétta breytni hafa haft áhrif á
mig allar götur síðan. Ólafur Oddur
vígði hjónaband okkar hjóna á afar
eftirminnilegan hátt, skírði börn mín
og fermdi dóttur mína. Fyrir örfáum
dögum ræddum við saman í hinsta
sinn þegar hann vígði Íþróttaaka-
demíuna. Hann leysti það verkefni af
alkunnri virðingu og alúð, líkt og önn-
ur verkefni sem flest voru þó alvar-
legri og erfiðari viðfangs. Á liðnum
árum leitaði ég í nokkur skipti ráða
hjá honum vegna erfiðra mála. Og
alltaf brást hann vel við. Í raun voru
öll hans störf sem snert hafa mig á
einn eða annan hátt vel framkvæmd,
jákvæð og uppbyggileg. Hann kunni
þá vandasömu list að leiða erfið verk-
efni til lykta á farsælan hátt þannig að
menn stóðu uppréttir á eftir með leið-
sögn um hvernig halda ætti áfram.
Allt sem ég hef heyrt hann segja í
gegnum tíðina hefur einkennst af
miklum kærleika og djúpum skilningi
á lífinu. Ólafur Oddur var í afar mikl-
um metum hjá mér og minni fjöl-
skyldu, mikill mannvinur og ávallt
reiðubúinn til að setja sig í spor ann-
arra til að veita gagnleg ráð. Hann
var trúaður mjög, en þó á þann hátt
að hann talaði mannamál, hafði fæt-
urna á jörðinni, ef svo má segja, þann-
ig að leikmenn eins og ég áttum auð-
velt með að skilja hann og meðtaka
hans boðskap. Um leið og ég votta
hans nánustu alla mína samúð vil ég
þakka honum fyrir sterka og áhrifa-
mikla leiðsögn í lífinu.
Hrannar Hólm.
ÓLAFUR ODDUR
JÓNSSON
Fleiri minningargreinar um Ólaf
Odd Jónsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Höfundar eru: Bryndís María og
fjölskylda og Guðbjörg Ólöf.