Morgunblaðið - 03.01.2006, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 39
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Barnavörur
Útsalan er hafin.
30% afsláttur af öllum vörum.
Róbert bangsi og... unglingarnir
Hlíðasmára 12 Hverafold 1-3
555 6688 567 6511
Barnagæsla
Aðstoð óskast Barngóð kona
óskast til að sinna 1 árs gamalli
stúlku fram til hausts 2006. Um
ræðir 30-40 tíma á viku. Staðsetn-
ing er á Seltjarnarnesi. Upplýs-
ingar í síma 664 1976 / 825 6147.
Bækur
Góðir lesendur nær og fjær
Við þökkum samfylgdina á liðnu
ári. Höldum svo okkar striki á
nýja árinu. Ekkert vesen eða væl!
Upp með Vestfirði!
Vestfirska forlagið
jons@snerpa.is.
Heimilistæki
Eldhúsinnrétting m. gaseldav/
háfi. Úr rósaviði m. granítplötu
og reyklituðu gleri í hurðum.
SMEG 6 hellu gaseldavél og háf-
ur. Mál 370x110 cm eyja, + U-laga
eining. Sími 561 2807.
Húsnæði í boði
Til leigu lítið einbýlishús í Hvera-
gerði frá 3. janúar. Upplýsingar í
síma 553 8911 eða 896 6611.
Húsnæði óskast
Karlmaður á miðjum aldri óskar
eftir íbúð. Skilvís og reglusamur.
Sími 864 6706.
Sumarhús
Sumarhús — orlofshús.
Erum að framleiða stórglæsileg
og vönduð sumarhús í ýmsum
stærðum. Áratuga reynsla.
Höfum til sýnis á staðnum fullbú-
in hús og einnig á hinum ýmsu
byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Námskeið
Reykstopp árið 2006
Sjálfstyrking - reykstopp - frelsi
frá streitu og kvíða.
Notuð er m.a. EFT (Emotional
Freedom Techniques) og
dáleiðsla (Hypnotherapy).
Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslu-
fræðingur, sími 694 5494,
www.EFTiceland.com .
Til sölu
Bílamottur - snjómottur í miklu
úrvali. 20% afsl. í desember.
Póstsendum samdægurs.
G.S. varahlutir ehf.,
Bíldshöfða 14, sími 567 6744.
Þjónusta
Þakþéttingar, viðgerðir og ný-
lagnir. Er komið að viðhaldi á
þakinu hjá þér? Tökum að okkur
lagfæringar á þökum. Viðurkennd
efni. Vönduð vinnubrögð. Þjón-
usta um land allt.
Uppl. í s. 690 1770 og 661 4832.
Byggingavörur
www.hardvidur.is
Nýkomið: Hnota (ipe-tegund).
Gegnheill planki 19x195 mm,
fasaður. Verð 6.990 kr. m² m. vsk.
Sjá nánar á hardvidur.is. Upplýs-
ingar hjá Magnúsi í s. 660 0230.
Ýmislegt
Fjarnám á vorönn 2006. Þriðja
og fjórða árið á stúdentsbrautum.
30 rúmlesta skipstjórnarréttindi.
Allir áfangar í WebCT.
Námið kostar einungis 4.250
krónur á önn fyrir utan náms-
gögn. Skráning á vef skólans.
Umsóknarfrestur til 12. janúar.
www.fas.is . Sími 470 8070.
fas@fas.is . Skólameistari.
6 vikna morgunþjálfun!
Vatnsleikfimi. Frábær hreyfing
fyrir konur og karla.
Hefst 11. janúar nk. í innilauginni
í Mýrinni, Garðabæ. Þjálfunin fer
fram 2x í viku frá kl. 9:30-10:10
mánud. og miðvikud.
Takmarkaður fjöldi.
Fyrirspurnir og skráning hjá
annadia@centrum.is .
Anna Día íþróttafræðingur.
Bílar
Toyota Avensis Wagon, 1,8
sjsk., árg. '03, ek. 49 þús. ABS
hemlar, fjarstýrðar samlæsingar,
hiti í sætum, litað gler o.fl. 1.800
þús. kr. stgr. S. 861 8691.
Tilboð óskast. Fiat Seicento,
árgerð 1999, til sölu, ekinn 58
þús. km. Sumar- og vetrardekk.
Viðmiðunarverð 400 þús. Áhv. 80
þús. Einn eigandi. Upplýsingar í
síma 899 0600.
Nissan Almera 4 SLX.1600
Bíllinn minn er til sölu árg. 1996,
lítið keyrður aðeins 130.000 km.
Sjálfskiptur, rafmagn í rúðum,
sumar- og vetrardekk. Skoðaður
án athugasemda, mjög vel
hugsað um hann að öllu leyti.
Upplýsingar í síma 694 2326.
Hyundai Santafe 4x4 árgerð
2003. Silf/dökkgrár, beinsk., spoil-
er, litað gler. Álfelgur, hiti í sæt-
um, ABS bremsur, rafmagn í
rúðum og speglum, vökva- og
veltistýri, cd spilari, álfelgur,
sumar/vetrardekk. Fjarst. sam-
læsingar, líknarbelgir, þjófavörn
o.fl. Ekinn 57.000 km. Upplýsingar
síma 866 0530 eða 586 1033.
Jeppar
Toyota Land Criuser 90 Gx new
dísil árg. 6/03, ekinn 85 þús. Sjálf-
skiptur, geislaspilari, litað gler
o.fl. Vel um genginn bíll. Ath.
skipti á ódýrari. Verð 3,8 m. Sími
898 8813.
Ökukennsla
Ökukennsla Reykjavíkur ehf.
Ökukennsla akstursmat.
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat, '05
892 4449/557 2940.
Vagn Gunnarsson
Mersedes Benz,
894 5200/565 2877.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '02,
863 7493/557 2493.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza,
696 0042/566 6442.
Gylfi K. Sigurðsson
Suzuki Grand Vitara,
892 0002/568 9898.
Snorri Bjarnason
BMW 116i, nýr,
892 1451/557 4975.
FRÉTTIR
BANDARÍSK blöð hafa nýlega
greint frá því að Bush forseti hafi
endurreist mannorð þeirra sem
ráðnir voru til þess af stjórnvöldum
að hlera símtöl bandarískra borgara.
Var lögð áhersla á að þeir hefðu unn-
ið þjóðnýt störf. Guðmundur bróðir
minn var lærður loftskeytamaður og
símritari. Hermann Jónasson dóms-
málaráðherra réð hann til þess að
ráða dulmál landhelgisbrjóta. Tókst
það og hlutu þeir dóma. Síðar réð
Hermann Guðmund til þess að koma
upp um brennivínssala á bifreiða-
stöðvum borgarinnar. Var það við-
kvæmt mál því símar margra bif-
reiðastjóra voru hleraðir. Það hafði
þó einnig gerst í Hvíta stríðinu svo-
kallaða og voru þá íhaldsmenn að
verki.
Morgunblaðið fann upp mjög
smellið uppnefni á Guðmund bróður.
Það kallaði hann hlustarverk.
Þegar ég las fregnina um Bush og
hlustarverki hans hringdi ég til
Styrmis ritstjóra og spurði hvort
ekki væri tímabært að Morg-
unblaðið lyfti Guðmundi á stall. Ekki
síst þar sem sannast hefir að tveir
bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins
fengu að gjöf frá Jónasi Jónssyni
dómsmálaráðherra áfengisútsölu í
Hafnarfirði. Það voru þeir Kjartan
Ólafsson, faðir Magnúsar Kjart-
anssonar, og Björn Jóhannesson,
faðir Guðmundar prófessors og afi
og nafni Björns, þess sem ritað hef-
ur sögu trachoma á Íslandi, en ekki
viðurkennt lækningu Marinós bak-
ara í Hafnarfirði og vantar þar vís-
indaheiður.
Pétur Pétursson þulur.
Guðmundur Pétursson með starfsfélaga sínum Gunnari Bachmann, sem
kunnur var m.a. fyrir „Rafskinnu“, auglýsingabók sína í Skemmuglugg-
anum í Austurstræti.
Þjóðnýt störf
FJÖLTÆKNISKÓLI Íslands út-
skrifaði sína fyrstu nemendur undir
nýju nafni skólans og úr samein-
uðum skóla 20. desember sl. en á
vorönn var Vélskóla Íslands og
Stýrimannaskólanum í Reykjavík
formlega slitið í síðasta sinn. Nem-
endur Fjöltækniskólans útskrif-
uðust með skipstjórnarpróf og vél-
stjórnarpróf og vélstjórar samhliða
með stúdentspróf. Nemendur sem
luku námi frá Fjöltækniskólanum
að þessu sinni voru 14.
Viðurkenningar hlutu Andri
Leifsson skipstjórnarsviði fyrir
hæstu einkunn siglingagreina, Atli
Sigmar Hrafnsson skipstjórnarsviði
fyrir íslensku, Sigurður Bergmann
Gunnarsson fyrir vélstjórn-
argreinar, Sigurður Bergmann
Gunnarsson og Bjarni Valur Ein-
arsson, báðir á vélstjórnarsviði, fyr-
ir vélstjórnargreinar. Viðurkenn-
ingu fyrir 100% mætingu fengu
þeir Davíð Óðinn Bragason, Guð-
mundur Grétar Bjarnason, Halldór
Ingi Ingimarsson og Reynir Bald-
ursson.
Fyrsta útskriftin frá
Fjöltækniskólanum
RAGNAR Sær
Ragnarsson hef-
ur verið ráðinn
framkvæmda-
stjóri félags- og
útbreiðslusviðs
SÁÁ. Ragnar
Sær hefur starf-
að sem sveit-
arstjóri Blá-
skógabyggðar undanfarin ár en
var áður sveitarstjóri Biskups-
tungnahrepps.
Ragnar Sær er menntaður leik-
skólakennari en hefur einnig lokið
námi í rekstrar- og viðskiptafræð-
um og opinberri stjórnsýslu frá
endurmenntun Háskóla Íslands.
Hann er nú í meistaranámi í op-
inberri stjórnsýslu við Háskóla Ís-
lands.
Ragnar Sær hefur víðtæka
reynslu af stjórnun og rekstri auk
rúmlega tveggja áratuga reynslu
af störfum að félagsmálum. Hann
hefur unnið að þróunarverkefnum
stofnana á sviði félags- og skóla-
mála.
Ragnar Sær er kvæntur Unni
Ágústu Sigurjónsdóttur hjúkr-
unarfræðingi og eiga þau tvö
börn.
Nýr framkvæmdastjóri hjá SÁÁ
STYRKTARFÉLAG vangefinna
hefur síðastliðin tvö ár tekið þátt í
verkefni sem nefnist „Ég er til, þess
vegna elska ég“. Verkefnið er að
hluta til fjármagnað af Evrópusam-
bandinu undir merkjum Socrates-
Grundtvig-áætlunarinnar og unnu
eftirtalin 6 Evrópulönd; Ítalía,
Bretland, Spánn, Frakkland, Rúm-
enía og Ísland, að gerð verkefn-
isins. Tilgangur verkefnisins er að
efla sjálfsvitund fullorðins fólks
með þroskahömlun um sjálfsmynd
þess og kynferði.
Kynntar verða niðurstöður úr
könnununum, ásamt afurðinni sem
er geisladiskur og handbók, á
morgunverðarfundi á Grand hóteli
föstudaginn 6. janúar kl. 8.30–10.
Skráning er hafin á skrifstofu
Styrktarfélagsins í síma 551 5941.
Aðgangseyrir er 1.300 kr. sem
greiðist við inngang og er morgun-
verðarhlaðborð innifalið í verðinu.
Kynna könnun
á sjálfsmynd
VIÐSKIPTAVINIR Og Vodafone
eiga þess ekki kost þegar þeir
hringja í þjónustunúmerið 1811, þar
sem upplýsingar um erlend síma-
númer eru veitt, að láta starfsmann
Já hringja beint í erlenda símanúm-
erið. Lilja Hallbjörnsdóttir, svæð-
isstjóri Já í Reykjavík, segir að þetta
sé vegna þess að Síminn og Og
Vodafone hafi ekki gert með sér
samning vegna gjaldfærslu fyrir
þessa þjónustu. Því sé nauðsynlegt
að fólk hafi aðgang að símanúmeri
sem skráð er hjá Símanum vilji það
notfæra sér hana.
Lilja segir að það sé ekki stór hóp-
ur viðskiptavina sem óski eftir því að
starfsmaður Já hringi í erlend síma-
númer sem fólk þarf að ná í, en sum-
um finnist þó þægilegt að eiga kost á
þessari þjónustu. Hún segir að fólk
geti hins vegar hringt í 1811 og
fengið upplýsingar um símanúmer
erlendis, óháð því hvort það skiptir
við Símann eða Og Vodafone.
Geta ekki nýtt
sér þjónustu 1811
að öllu leyti