Morgunblaðið - 03.01.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.01.2006, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK  Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Jafnvel hin ýktasta beiðni virðist sjálf- sögð í huga hrútsins, svo innvígður er hann. En dagurinn hefur einkennst af gríðarlegu annríki, samt sem áður. Hættu að vinna eins og hestur og farðu snemma heim. Naut (20. apríl - 20. maí)  Sérðu pappírshrúguna á borðinu þínu? Þig vantar ekki einkaritara, heldur klukkutíma í einrúmi og bunka af spaldskrám og bréfamöppum. Hvettu ástvini til þess að styðja þig með því að veita þér svigrúm. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tvíburinn ætlast til hins besta af sjálfum sér og sættir sig ekki við neitt minna. Þess vegna er hann hálfyfirbugaður og dálítið þreyttur í augnablikinu. Hann brosir reyndar örlítið líka og gleðst yfir því sem hann hefur áorkað. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Newton uppgötvaði að líkama á hreyf- ingu væri eðlilegt að halda áfram að hreyfast. Það er ástæðan fyrir því að önnum kafnasta manneskja sem þú þekkir er jafnframt heppilegasti við- skiptafélagi þinn. Útdeildu verkefnum til einhvers sem framkvæmir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Notaðu gaman til þess að rjúfa veggina milli fólks. Ljónið er heillandi frá náttúr- unnar hendi og kemst upp með að gera og segja hluti sem engum öðrum myndi líðast. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Himintunglin draga fram stórkostlega möguleika, en orka meyjunnar ræður úrslitum um það hvort henni tekst að gera þá að veruleika. Viðhaltu kraftinum með því að vera dálítið kvik, hvort sem þú ert í stuði til þess eða ekki. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Merkúr (hugsun) gerir voginni skrá- veifu. Forðaðu þér frá þeirri tímasóun að leita að hlutum með því að skipuleggja þig betur. Allt hefur sitt pláss. Ef ekkert er plássið er hugsanlegt að þú þurfir ekki á því að halda. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdrekinn er í miðju hraðrar at- burðarásar. Það er ekki gott að átta sig á því að allt sem þú hefur valið til þessa, leiddi þig að þessum tímapunkti. Ef þú gengst við því, eykst máttur þinn og megin að sama skapi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Nýtt samband stendur og fellur með við- horfi bogmannsins. Fylgstu með athöfn- um þínum af sömu gaumgæfni og þú myndir gera ef um mikilvæg viðskipti væri að ræða. Einkalíf þitt flokkast und- ir mjög þýðingarmikil viðskipti. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin er eilíflega á hreyfingu. Hún leysir vandamálin, jafnvel á meðan hún sefur. Vertu með penna og skrifblokk á náttborðinu og punktaðu hjá þér lausn- irnar um leið og þú vaknar í fyrramálið. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Væri það ekki frábært ef ástfangið fólk væri alltaf jafn tillitssamt? En þannig er það bara ekki. Ekki láta brot ástvinar gott heita, bentu á mistökin á þinn fyndna og krúttlega máta. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er dálítið síðan fiskurinn fann til hressleika. Nú er komið að því. Eftir há- degi í dag gefst kjörið tækifæri til þess að leiða hinn líflega fisk fram á sjón- arsviðið. Ekki hika við að stíga fram með tilþrifum – engum á eftir að leiðast. Stjörnuspá Holiday Mathis Tungl í fiskum hjálpar okkur við að trúa á það sem við sjáum ekki og sjá það sem við eigum erfitt með að trúa. Kannski tekst þér að koma auga á aðra vídd, eða skímu hulinna heima í draum- um, hugleiðslu, listum og fantasíu. Það boðar gæfu að leyfa annars heims tilfinn- ingum og myndum að seytla inn í hvers- dagslegustu þætti daglegrar tilveru. Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 nánasarlegt, 8 spjarar, 9 tilfæra, 10 elska, 11 meðvitundin, 13 skynfærið, 15 hæðir, 18 meiða, 21 bókstafur, 22 aflagi, 23 skyldmennið, 24 farangur. Lóðrétt | 2 yfirhöfnin, 3 sleifin, 4 ljúka, 5 tigin, 6 í fjósi, 7 vegg, 12 keyra, 14 reyfi, 15 sorg, 16 dána, 17 illu, 18 slappt, 19 karl- fuglsins, 20 kvenmanns- nafn. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 lasta, 4 hregg, 7 neyða, 8 ósinn, 9 ref, 11 alin, 13 Esja, 14 illri, 15 fant, 17 rjól, 20 ara, 22 liðug, 23 not- ar, 24 nárar, 25 aurar. Lóðrétt: 1 linka, 2 seyði, 3 apar, 4 hróf, 5 efins, 6 gunga, 10 eflir, 12 nit, 13 eir, 15 fýlan, 16 níðir, 18 játar, 19 lúr- ir, 20 agar, 21 ansa. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Myndlist 101 gallery | Jólasýning til 6. jan. Aurum | Lóa Hjálmtýsdóttir sýnir fígúra- tíva mynd sem unnin er með lakki. Til 6. jan. Gallerí Húnoghún | Soffía Sæmundsdóttir til 5. jan. GUK+ | Hartmut Stockter til 16. jan. Hallgrímskirkja | Kristín Gunnlaugsdóttir og Margrét Jónsdóttir til febrúarloka. Hitt húsið | Sýningin Skúlprút í gallerí Tukt, Hinu húsinu, Pósthússtræti 3–5. Þar sýna nemendur af listnámsbraut í FB verk sín. Sýningarsalurinn er opinn alla virka daga frá 9–17 til 5. janúar 2006. Hrafnista Hafnarfirði | Ellen Bjarnadóttir sýnir í Menningarsal til 7. febrúar. Iða | Sölusýning á málverkum Þóru Guð- rúnar Benediktsdóttur til loka janúar 2006. Kaffi Sólon | Dóra Emils – Heyr himna smiður – til 14. jan. Karólína Restaurant | Óli G. með sýn- inguna Týnda fiðrildið til loka apríl 2006. Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýning. Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist II – Um rými og frásögn. Sýning á verkum 13 ísl. samtímalistamanna. Til 12. febrúar 2006. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið, yfirlitssýning. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Bernd Koberling til 22. janúar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Erró til 23. apríl Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Jóhannes Sveinsson Kjarval. 120 ár frá fæðingu málarans. Til 19. mars. Yggdrasill | Tolli til 25. jan. Þjóðmenningarhúsið | Á veitingastofunni Matur og menning í Þjóðmenningarhúsinu eru sýnd málverk eftir Hjört Hjartarson – Myndir frá liðnu sumri. Þjóðminjasafn Íslands | Huldukonur í ís- lenskri myndlist í Bogasal, til 28. maí. Ljós- myndir Marco Paoluzzo í Myndasal og ljós- myndir Péturs Thomsen í Myndasal. Til 20. febrúar. Söfn Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Sýning Borgarskjalasafns „Býarmenningin Tórs- havn 1856–2005“ er í Grófarsal, Tryggva- götu 15, en hún fjallar um þróun og upp- byggingu byggðar í Þórshöfn í Færeyjum. Sýningin kemur frá Landskjalasafni Fær- eyja og Bæjarsafni Tórshavnar. Á sýning- unni eru skjöl, ljósmyndir, skipulagskort og tölfræði. Hönnunarsafn Íslands | Feðginin Erla Sól- veig Óskarsdóttir, iðnhönnuður, og Óskar L. Ágústsson, húsgagnasmíðameistari, sýna verk sín. Sýningin er í tilefni af 85 ára af- mæli Óskars sem hefur hannað og smíðað húsgögn frá því hann lauk sveinsprófi árið 1942. Safnið er opið kl. 14–18, lokað mánu- daga. Til 20. jan. Þjóðmenningarhúsið | Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá Nóbelsverðlaunaveitingunni til Halldórs Laxness hefur Gljúfrasteinn sett upp sýningu í bókasal Þjóðmenning- arhússins. Sjá má sjálfan Nóbelsverð- launapeninginn, kjólinn sem Auður Lax- ness klæddist við afhendingarathöfnina, borðbúnað frá Nóbelssafninu í Svíþjóð og fleira. Sýnishorn af árangri fornleifarannsókna sem njóta stuðnings Kristnihátíðarsjóðs eru til sýnis í anddyri Þjóðmenningarhúss- ins. Rannsóknirnar fara fram á Skriðu- klaustri, Hólum, Þingvöllum, Keldudal, Reykholti, Gásum, Kirkjubæjarklaustri og Skálholti. Auk þess eru kumlastæði um land allt rannsökuð. Þjóðminjasafn Íslands | Boðið upp á fjöl- breytta fræðslu og þjónustu fyrir safn- gesti. Þar eru nýstárlegar og vandaðar sýningar auk safnbúðar og kaffihúss. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Fyrirlestrar og fundir Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn verður við B&L Grjóthálsi, 4. janúar. Líknarsamtökin höndin – sjálfstyrkt- arhópur | Opinn aðalfundur kl. 20.30, í Ás- kirkju. Edda Ýrr Einarsdóttir og Alma Geir- dal kynna samtök sín, Forma, félag um átröskun. Fundirnir eru ætlaðir fólki sem hefur áhuga á að koma saman og ræða til- finningar og líðan. Fréttir og tilkynningar Bláa lónið hf. | Málbjörg býður til fræðslu- fundar um stam í Bláa lóninu kl. 19. Hjör- leifur Ingason fjallar um kenningar Johns Harrissons um Stam-sexhyrninginn. Þátt- taka tilkynnist til malbjorg@stam.is eða síma 8566440. Nánari uppl. á www.stam- .is Staðlaráð Íslands | Framleiðendur, hönn- uðir, verkfræðingar, 1. desember gekk í gildi íslensk þýðing staðalsins ÍST EN 206-1 Steinsteypa? 1. hluti: Tæknilýsing, eig- inleikar, framleiðsla og samræmi. Staðall- inn skilgreinir verksvið hönnuðar, framleið- anda og notanda. Nánari upplýsingar á vef Staðlaráðs www.stadlar.is Morgunblaðið/GolliÞjóðminjasafn Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.