Morgunblaðið - 03.01.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 45
MENNING
!
"#! $ !
!
%& '%
( ) *
)$
+, , ) $
- "
!
!
! &) &#
, ) ! . +# /
)
!$
- 0 )- ,) 0 )
0 )!
!-
$..1
!
2 34 (5 67
8 9:3 ; *<6 = >5?= =@(?/A7637
A56;4 /65B? B67=76
Í umræðunni um hið alþjóðlegakvikmyndalandslag sem mót-ast einkum af starfsháttum
Hollywood-iðnaðarins svífur yfir
vötnum sú tilfinning að miklar
breytingar fari í hönd á næstu ár-
um. Ljóst er að talsverðar blikur
eru á lofti um að hið fastmótaða
stigskipta mettunardreifingarkerfi,
sem þróaðist í Hollywood með til-
komu risafjármagnsmyndarinnar í
upphafi níunda áratugarins, muni
fara í gegnum endurskipulagningu
af ýmsum ástæðum. Er það einkum
stafræna byltingin sem vegur hér
þyngst, en hún mun að öllum lík-
indum umbylta því hvernig kvik-
myndir eru gerðar, fjármagnaðar,
þeim dreift og þar af leiðandi mark-
aðssettar og þeirra „neytt“.
Stafræna byltingin hefur þegarvaldið breytingum sem hrófla
allverulega við þeirri dreifingar-
stýringu sem Hollywood-iðnaður-
inn hefur viðhaft um árabil, þar
sem mismunandi markaðir fyrir
sömu vöruna eru þurrausnir stig
fyrir stig, t.d. með því að dreifa
stórmyndum fyrst í kvikmyndahús
á stórum skala, og hefja síðan sölu
mynddiskaútgáfunnar að nokkrum
vikum liðnum, og herja síðan á sjón-
varpsmarkaðinn, o.s.frv. Með auk-
inni sjóræningjastarfsemi á netinu
og í ólöglegum mynddiskaútgáfum
sjá stóru kvikmyndaverin sig knúin
til að breyta kerfinu og hafa mörg
brugðið á það ráð að gefa út mynd-
diskana mun fyrr eftir frumsýningu
í kvikmyndahúsum í von um að ná
bita af þeim markaði sem annars
fer í sjóræningjastarfsemina. Kvik-
myndaverin eru jafnframt farin að
horfa í auknum mæli til beinnar
mynddiska- og stafrænnar dreif-
ingar á framleiðslu sinni, þar sem
dregið hefur úr aðsókn í kvik-
myndahús samhliða aukinni þróun í
fullkomnum sjónvarps- og heima-
bíókerfum og stafrænum sjónvarps-
veitum inn á heimili kvikmynda-
áhorfendanna. Enn umfangsmeiri
breytingar fara hins vegar í hönd
þar sem bandaríski kvikmyndaiðn-
aðurinn býr sig nú undir það að
hefja dreifingu á kvikmyndum í
kvikmyndahús í stafrænu formi í
stað filma. Á nýliðnu ári bárust m.a.
fregnir af því að stóru kvikmynda-
fyrirtækin hefðu sammælst um
samræmdan staðal, svonefndan
DCI-staðal, fyrir slíka dreifingu og
nú standa yfir samningaviðræður
við kvikmyndahúsakeðjur um við-
unandi viðskiptahætti sem munu
tryggja það að viðamikil og sam-
ræmd fjárfesting kvikmyndahúsa í
því að koma sér upp stafrænum
sýningarbúnaði muni borga sig.
Ekki eru allir á sama máli umhvaða áhrif stafræna bylt-
ingin mun hafa á kvikmyndamenn-
ingu og kvikmyndagerð. Þar er
annars vegar bent á að þróunin í
stafrænni vinnslu kvikmynda muni
gefa framleiðslu hasar- og æv-
intýramynda með tilheyrandi
tæknibrellum byr undir báða
vængi. Á hinn bóginn binda margir
vonir við að þróun í stafrænni fram-
leiðslu og dreifingu muni lækka
framleiðslukostnað í kvikmynda-
gerð og gera óháðri kvikmynda-
gerð auðveldara fyrir.
Í nýjasta hefti kvikmynda-
tímaritsins Empire er fjallað um yf-
irvofandi umbyltingar á kvik-
myndalandslaginu sem vænta má
nú strax á nýju ári. Þar er bent á að
stafræn þrívíddartækni muni taka
mikið stökk er Disney-fyrirtækið
kynnir nýja tækni á því sviði sem
hlotið hefur einkaleyfi undir heit-
inu Disney Digital 3D, en raun- og
þrívíddargerving tækninnar mun
vera engu lík. Þetta er liður í þróun
í átt til kvikmyndagerðar sem er
stafræn frá upphafi til enda, en
Empire spáir í því samhengi fyrir
um dauða sviðsmyndarinnar í kvik-
myndagerð sem víkur fyrir blá- og
grænskjám stafrænnar umhverf-
isgervingar. Næsta stórvirkið á því
sviði á eftir myndum á borð við Sky
Captain and the World of Tomorr-
ow og Sin City er ævintýrið Mirr-
orMask sem frumsýnd verður
snemma á árinu.
Bandaríski leikstjórinn StevenSoderbergh er einn þeirra sem
telur mikil tækifæri felast í þeim
umbyltingum sem liggja í loftinu,
tækifæri sem nýst geta óháðri og
metnaðarfullri kvikmyndagerð. Að
hans mati er bandaríski kvik-
myndaiðnaðurinn kominn í ógöng-
ur, m.a. vegna þess hvers dýrt það
er orðið að gera kvikmynd á öllum
stigum, jafnvel kvikmyndir sem
teljast til svokallaðrar „óháðrar“
kvikmyndagerðar. „Það þarf ein-
faldlega að hugsa kerfið upp á nýtt.
Og það ferli er þegar farið af stað,“
sagði Soderbergh m.a. á Toronto-
kvikmyndahátíðinni sl. haust en
hann telur nýrra viðhorfa þörf í við-
skiptaháttum. Sjálfur hyggst So-
derbergh t.d. fara nýjar leiðir í
dreifingu á næstu sex kvikmyndum
sem hann sendir frá sér, en þar
verða tímalandamærin milli bíó-
dreifingar, mynddiska- og sjón-
varpsdreifingar þurrkuð út. Þannig
verður næsta kvikmynd Soder-
berghs, Bubble, aðgengileg neyt-
endum á öllum þessum þremur svið-
um þegar hún verður frumsýnd.
Þetta er þriðja meginþróunin sem
Empire-tímaritið tiltekur í spá sinni
fyrir nýja árið. Dreifingarmynstur
munu breytast og kvikmyndaáhorf-
endur munu þannig geta valið um
að sjá kvikmyndir í sjónvarpinu
heima hjá sér eða í bíói um leið og
þeir koma út. Þegar eru farnar að
heyrast spádómsraddir um að kvik-
myndahúsin muni á endanum eyð-
ast út úr þessari jöfnu, kvikmynda-
dreifing muni eftir áratug eða svo
felast í óhindruðu flæði kvikmynda
í gegnum stafrænar veitur sem
færa þær á skjáinn beint fyrir fram-
an nefið á áhorfendum þar sem þeir
liggja í sófanum heima hjá sér á
kvöldin. Kvikmyndahúsin verða þá
ef til vill eins og listasöfn fyrir
kúltúrkvikmyndaáhorf fárra, með-
an fjöldaframleiðslunni er veitt til
neytenda með öðrum leiðum. Um
þetta er erfitt að spá en ljóst er að
þónokkurra umbyltinga er að
vænta í kvikmyndalandslaginu á
næstu árum.
Kvikmyndin á
stafrænum tímum
’Ekki eru allir á samamáli um hvaða áhrif staf-
ræna byltingin mun hafa
á kvikmyndamenningu
og kvikmyndagerð.‘
AF LISTUM
Eftir Heiðu Jóhannsdóttur
Reuters
Soderbergh segir bandaríska kvik-
myndaiðnaðinn kominn í ógöngur.
heida@mbl.is