Morgunblaðið - 02.03.2006, Side 1
TIL 21
OPI‹
Í KVÖLD
hefst
í dag!
Stafræn
mynd af mér
Heimasíður fullar af myndum af vin-
um við ýmis tækifæri | 54
Viðskipti og Íþróttir í dag
Viðskipti | Fréttaskýring: Átökin harðna á byggingarvörumarkaði
Íslendingar komnir með ítök í helstu fasteignafélögum Fréttir
Íþróttir | Viðtal: Arnór Atlason Cole hetja Englendinga
RANNSÓKN efnahagsbrotadeildar
Ríkislögreglustjóra á meintum ólög-
legum viðskiptum með stofnfjárhluti í
Sparisjóði Hafnarfjarðar beinist með-
al annars að því hvort fimm félög hafi
fjármagnað kaup fjölmargra einstak-
linga á stofnfjárbréfum í sjóðnum.
Þessi félög eru A. Holding S.A., dótt-
urfélag Baugs, Hagar ehf., sem einnig
er dótturfélag Baugs, Bygg ehf., Sax-
hóll ehf. og Íslensk-ameríska ehf.
Fjármálaeftirlitið (FME) tilkynnti
efnahagsbrotadeild Ríkislögreglu-
stjóra 16. desember sl. að grunur léki
á um að lög um fjármálafyrirtæki
hefðu verið brotin við kaup á stofn-
fjárhlutum í SPH. Í tilkynningu
FME, sem Morgunblaðið hefur undir
höndum, segir að í ljós hafi komið við
skoðun FME á bankareikningum lög-
mannsstofunnar Lögmanna Laugar-
dal ehf., sem FME telur að hafi haft
milligöngu um sölu stofnfjárbréfa í
SPH, að félögin fimm lögðu fjárhæð-
ir, sem nema samtals um 2,6 millj-
örðum kr., inn á reikninga lögmanns-
stofunnar. Er stærsta fjárhæðin í
nafni A. Holding S.A., sem lagði um
1,9 milljarða kr. inn á reikninginn. A.
Holding var stofnað 2001 um fjárfest-
ingu í verslunarkeðjunni Arcadia.
1,6 milljarðar virðast hafa verið
færðir á reikninga seljenda
Fram kemur í gögnum sem blaðið
hefur undir höndum að Fjármálaeft-
irlitið fái ekki betur séð en að
greiðslur upp á um 1,65 milljarða kr.
hafi verið færðar á bankareikninga
ákveðinna seljenda stofnfjár og ann-
arra aðila sem málinu tengjast af
reikningum lögmannsstofunnar.
Ekki verði hins vegar séð að þeir
kaupendur stofnfjár sem um ræðir,
að einum undanskildum, hafi reitt
fram greiðslur í tengslum við kaupin.
Í tilkynningu FME til Ríkislög-
reglustjóra segir að þær spurningar
vakni einnig „hvort tiltekinn aðili eða
aðilar hafi fjármagnað viðskiptin, en
af umræddum bankareikningum má
sjá að nokkur félög hafa lagt umtals-
verðar fjárhæðir á reikningana. Þetta
eru A. Holding S.A., sem hefur lagt
ca. 1,9 milljarða kr. á reikninga lög-
mannsstofunnar, og þá hafa Bygg
ehf., Saxhóll ehf., Íslensk-ameríska
verslunarfélagið ehf. og Hagar ehf.
lagt 180 milljónir hver inn á reikninga
lögmannsstofunnar. Þá hafa ca. 1,3
milljarðar kr. verið lagðir inn á reikn-
inga A. Holding S.A. af reikningum
lögmannsstofunnar“, segir þar.
FME bendir á að athugun þess hafi
verið umfangsmikil og leitt í ljós að
óbeinn virkur eignarhlutur virðist
vera til staðar í SPH í andstöðu við
lög. Jafnframt verði ekki annað séð en
að tilteknir aðilar hafi veitt FME
rangar eða villandi upplýsingar.
Stofnfjáreigendum fækkað í 31
Miklar breytingar hafa orðið á hópi
stofnfjáreigenda SPH frá því sl. vor
er þeir voru 47 talsins, en þeim hefur
nú fækkað í 31. Í yfirlýsingu stjórnar
sparisjóðsins sem birt var í janúar sl.
sagði að meðal margra nýrra stofn-
fjáraðila væru Sjóvá-tryggingafélag
hf., Magnús Ármann, SPV-fjárfest-
ingar, MP-fjárfestingarbanki hf., Sig-
urður Á. Bollason, Íslandsbanki hf.,
Sigurður G. Guðjónsson og Björn
Þorri Viktorsson. Hefðu m.a. Saxhóll
ehf., Bygg ehf. og Guðmundur A.
Birgisson óskað samþykkis stjórnar á
kaupum á stofnfé. Þá eru skv. heim-
ildum Morgunblaðsins Karen Millen,
Kevin Stanford og Hagar meðal
nýrra stofnfjáreigenda.
Lögðu 2,6 milljarða á
reikninga Lögmanna
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is Rannsókn á stofnfjárviðskiptum
í SPH beinist m.a. að fjármögnun
kaupanna og milligöngu lögmanna
George W. Bush Bandaríkjaforseti
heilsar indverska forsætisráð-
herranum Manmohan Singh á al-
þjóðaflugvellinum í Nýju Delí í gær
þegar hann kom í opinbera heim-
sókn til Indlands, fjölmennasta lýð-
ræðisríkis heims. Þetta er fyrsta
ferð Bush til Suður-Asíu. | 18
Reuters
Bush á Indlandi
Berlín. AFP. | Heilbrigðisyfirvöld í
fimm sambandslöndum Þýskalands
hafa skipað svo fyrir að fólk skuli
halda heimilisköttum sínum innan-
dyra. Ennfremur eiga hundar að
vera tjóðraðir öllum stundum.
Gripið var til þessara ráðstafana í
þeim sambandslöndum, þar sem
fuglaflensunni hefur skotið upp, eft-
ir að rannsókn á dauðum ketti á eyj-
unni Rügen við Eystrasalt leiddi í
ljós að hann hafði drepist af völdum
H5N1-afbrigðis fuglaflensuveir-
unnar.
Þetta er í fyrsta skipti sem stað-
fest er að veiran hafi borist úr fugl-
um í spendýr í Evrópu. Telja fulltrú-
ar heilbrigðisyfirvalda að kötturinn
hafi étið sýktan fugl, en skammt er
um liðið síðan staðfest var að villtir
svanir á Rügen hefðu drepist úr
fuglaflensu.
Í Þýskalandi hafa menn miklar
áhyggjur af tíðindunum frá Rügen
enda mikið um heimilisketti í land-
inu, talið er að þeir séu um 7,5 millj-
ónir.
Talsmaður Alþjóðaheilbrigð-
ismálastofnunarinnar (WHO) í Genf
sagði að óljóst væri hvort fugla-
flensuveiran gæti borist úr köttum í
menn. Hann bætti þó við að hættan
á því virtist vera lítil.
Fólk beðið
um að loka
kettina inni
ÍSLENSK stjórnvöld og fyrirtækið
Alcoa undirrituðu í New York í gær
samkomulag um ítarlega könnun á
hagkvæmni þess að reist verði 250
þúsund tonna álver á Bakka við
Húsavík. Gert er ráð fyrir að jarð-
varmi verði sá orkugjafi sem not-
aður verður til álframleiðslunnar og
er fyrstu framkvæmda á svæðinu að
vænta árið 2010 nái þessar fyrirætl-
anir fram að ganga og að fram-
leiðsla geti hafist tveimur árum síð-
ar.
Um 1.300 störf myndu að öllum
líkindum skapast við byggingu ál-
versins frá árinu 2010, en í álverinu
sjálfu yrðu um 300 til 350 ný störf,
og byggja þyrfti 3–400 nýjar íbúðir
á Húsavík. Samanlagt er talið að ál-
ver myndi skapa 6–800 störf á
Norðurlandi.
Mikill fögnuður braust út á Húsa-
vík þegar fréttist af ákvörðuninni og
söfnuðust bæjarbúar saman á
Gamla Bauk, veitingastað við höfn-
ina á Húsavík. „Sætur sigur,“ sagði
Hreinn Hjartarson, framkvæmda-
stjóri Orkuveitu Húsavíkur. „Besta
afmælisgjöf sem hægt er að hugsa
sér,“ sagði Hallveig Höskuldsdóttir,
hótelstjóri á Fosshóteli Húsavík, í
samtali við Morgunblaðið en hún
átti afmæli í gær.
Friðrik Sophusson, forstjóri
Landsvirkjunar, sagði að orka til
rekstrar álversins ætti að geta feng-
ist frá fjórum háhitasvæðum á
Norðausturlandi, Kröflu, Bjarnar-
flagi, Gjástykki og Þeistareykjum,
og orkuafhending farið fram í
tveimur áföngum, 2012 og 2015. Áð-
ur þyrfti hins vegar að efna til dýrra
og umfangsmikilla rannsókna á
svæðunum. Talið væri að rannsókn-
irnar gætu kostað um tvo milljarða
króna, en á móti kæmi að rannsókn-
arholurnar gætu nýst líka í orku-
vinnslunni. „Við förum ekki í millj-
arðarannsóknir nema við finnum
það á næstu mánuðum að það sé al-
vara í þessu öllu saman og það auð-
vitað byggist á því að verðhugmynd-
ir þeirra og okkar fari saman,“
sagði Friðrik ennfremur.
Tveir aðrir staðir á Norðurlandi
komu einnig til greina undir álver,
Dysnes við Eyjafjörð og Brimnes í
Skagafirði, og segjast talsmenn
þessara staða hafa fullan skilning á
niðurstöðunni varðandi staðarvalið.
Alcoa valdi Bakka
Mikill fögnuður á Húsavík: „Besta afmælisgjöf sem hægt er að hugsa sér“
300–350 ný störf verða til í álverinu og 6–800 störf á öllu Norðurlandi
Orkan frá fjórum háhitasvæðum en leggja þarf tvo milljarða í rannsóknir
Húsvíkingar fagna | 6
Undirritun í New York | 10
Forstjóri Landsvirkjunar | 12
Stjórnarandstaðan | Miðopna
Álver á Húsavík? | Forystugrein
Mótmæli | Baksíða
„MÉR finnst þetta mjög ánægjulegt
skref sem hérna var stigið í morg-
un. Ef af verður mun þetta aug-
ljóslega hafa gríðarleg áhrif fyrir
Norðurland og þá sérstaklega
Húsavík, en áhrifin verða miklu
víðar, ekki síst á Akureyri þar sem
Akureyri er stór þjónustubær og
afleiddu störfin verða mjög mikið
þar,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir
iðnaðarráðherra eftir undirritun
samningsins í New York.
Bernd Reitan, aðstoðarforstjóri
Alcoa, sagði að ákvörðunin um
Bakka á Húsavík hefði verið tekin í
kjölfar mjög nákvæmrar og yf-
irgripsmikillar vinnu. „Mér líður
vel með [þessa ákvörðun] vegna
þess að fundurinn í dag staðfesti
sannarlega að það er stuðningur
við álver á Norðurlandi og stuðn-
ingur við ákvörðun okkar.“
Ljósmynd/Keith Bedford
Valgerður Sverrisdóttir og Bernd Reitan undirrituðu yfirlýsinguna.
„Hefur gríðarleg áhrif“
STOFNAÐ 1913 60. TBL. 94. ÁRG. FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is