Morgunblaðið - 02.03.2006, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
BUSH Í AFGANISTAN
George W. Bush Bandaríkja-
forseti hafði óvænta viðkomu í Afg-
anistan í gær á leið sinni til Indlands
í opinbera heimsókn. Á fundi með
forseta Afganistans fór Bush fögr-
um orðum um sókn Afgana til lýð-
ræðis eftir að Bandaríkjamenn réð-
ust inn í landið síðla árs 2001.
Þýskir kettir lokaðir inni
Heilbrigðisyfirvöld í fimm sam-
bandslöndum Þýskalands hafa skip-
að svo fyrir að fólk skuli halda heim-
ilisköttum sínum innandyra. Þetta
var ákveðið eftir að rannsókn á
dauðum ketti á eyjunni Rügen leiddi
í ljós að hann hafði drepist úr fugla-
flensu.
Stefna að álveri við Bakka
Alcoa hefur ákveðið að hefja
könnun á því hversu hagkvæmt sé
að reisa nýtt 250 þúsund tonna álver
á Bakka við Húsavík. Mótmælaað-
gerðir voru við skrifstofur Alcoa í
Reykjavík í gær þegar á annan tug
ungmenna kom þar saman til að
mótmæla ákvörðun fyrirtækisins.
Rannsókn á viðskiptum
í SPH
Rannsókn efnahagsbrotadeildar
Ríkislögreglustjóra á meintum ólög-
legum viðskiptum með stofnfjárhluti
í Sparisjóði Hafnarfjarðar beinist
meðal annars að því hvort fimm fé-
lög hafi fjármagnað kaup fjölmargra
einstaklinga á stofnfjárbréfum í
sjóðnum.
Sjálfstæðisflokkur
með átta fulltrúa
Sjálfstæðisflokkurinn fengi átta
borgarfulltrúa af 15, Samfylkingin
sex og VG einn ef kosið yrði nú í
borgarstjórnarkosningunum, sam-
kvæmt nýrri könnun Gallup á fylgi
flokkanna.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 32
Fréttaskýring 8 Umræðan 32/39
Úr verinu 16 Bréf 39
Erlent 18/19 Minningar 40/43
Minn staður 20 Hestar 47
Höfuðborgin 22 Myndasögur 48
Akureyri 23 Dagbók 48/50
Suðurnes 21 Staður og stund 49
Landið 22 Leikhús 52
Daglegt líf 24/27 Bíó 54/57
Neytendur 26/27 Ljósvakamiðlar 58
Menning 28/29 Veður 59
Forystugrein 30 Staksteinar 59
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson,
fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is
Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H.
Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
DORRIT Moussaieff forsetafrú hóf söfnun ABC
barnahjálpar í gær þegar hún tók á móti börnum
á Bessastöðum og gaf pening í söfnunarbauka
þeirra. Börnin sem heimsóttu Bessastaði voru
klædd grímubúningum í tilefni öskudagsins og
eins og sjá má vildu flestir líkjast Silvíu Nótt.
Söfnunin Börn hjálpa börnum, sem hófst í
gær, er árlegt söfnunarátak ABC barnahjálpar.
Peningarnir sem safnast verða notaðir til að
byggja skóla og heimavistir fyrir fátæk börn í
Pakistan sem annars hefðu ekki möguleika á að
mennta sig.
„Silvía Nótt“ hóf söfnunina á Bessastöðum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÞOKAST hefur í samkomulagsátt á
milli Ljósmæðrafélags Íslands og
samninganefndar ríkisins að sögn
Guðlaugar Einarsdóttur, formanns
ljósmæðrafélagsins, en sáttafundi
deiluaðila lauk síðdegis í gær eftir
rúmlega einnar og hálfrar klukku-
stundar fundarsetu. Guðlaug sagði að
á fundinum hefði samist um það að
ljósmæður sem hófu heimaþjónustu
fyrir miðnætti aðfaranótt 1. mars
fengju greitt fyrir þau verkefni.
Samningur Tryggingastofnunar við
ljósmæðrafélagið um heimaþjónustu
rann þá út en ekki hefði náðst að leysa
hnútinn um greiðslur Trygginga-
stofnunar til ljósmæðra sem sinna
heimaþjónustu.
Guðlaug sagði að enginn samninga-
fundur hefði verið boðaður á næst-
unni, en ljósmæður myndu funda í
kvöld þar sem borið yrði undir þær
það sem Tryggingastofnun hefur
boðið.
Ásta Hlín Ólafsdóttir, ljósmóðir á
Hreiðrinu á kvennadeild Landspítala
– háskólasjúkrahúss, sagði að deildin
væri í þann mund að fyllast þegar
Morgunblaðið hafði samband við
hana í gærkvöldi. Þær hefðu yfir að
ráða sex stofum sem notaðar væru
fyrir sængurkonur auk einnar sem
notuð væri í neyð, en deildin gæti
einnig samnýtt stofu með fæðingar-
deildinni þótt það væri ennþá óljóst.
Aðspurð hvort konum yrði vísað frá
deildinni ef hún fylltist sagði Ásta að
hún teldi svo ekki vera en mögulegt
væri að fá aðgang að þremur stofum
annars staðar á kvennadeildinni. Að
öðru leyti hefði ekki neitt verið ákveð-
ið um framhaldið. Hún taldi þó ljóst
að deildin gæti ekki annað þessari
fjölgun sængurkvenna.
Þokast í sam-
komulagsátt
FJÓRIR sérfræðilæknar á Barna-
og unglingageðdeild Landspítala –
háskólasjúkrahúss, BUGL, lýsa yfir
miklum áhyggjum af þróun þjónustu
við börn og unglinga með geðrask-
anir. Þetta kemur fram í opnu bréfi
þeirra til Jóns Krisjánssonar heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra.
Bréfið var sent ráðherra í gær.
„Ljóst er að ástandið í geðheilbrigð-
ismálum barna og unglinga hefur
sjaldan verið erfiðara og grípa þarf
til róttækra ráðstafana án tafar.“
Gísli Baldursson barna- og unglinga-
geðlæknir, einn þeirra sem skrifa
undir bréfið, segir í samtali við
Morgunblaðið að þau hafi með bréf-
inu viljað vekja athygli á erfiðu
ástandi. Í lok bréfsins segir: „Ekki
er lengur þörf á að skipa nefndir
heldur þarf að auka úrræði í nær-
umhverfi þessara barna.“
Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlækn-
ir á BUGL, segir að álagið á BUGL
hafi aukist jafnt og þétt. Þeim sem
koma á göngudeild BUGL hafi fjölg-
að um 30% á milli ára, frá sama tíma
í fyrra. Yfir 100 börn bíði eftir fyrstu
komu á göngudeild, en auk þess bíði
tugir barna eftir innlögn.
Ólafur nefnir einkum þrjá þætti
þegar hann er spurður hvernig bæta
megi þjónustuna. Í fyrsta lagi þurfi
að bæta grunngeðheilbrigðisþjón-
ustu við börn og unglinga í öllum
landsfjórðungum, í öðru lagi þurfi að
bæta og stækka húsakynni BUGL í
Reykjavík og í þriðja lagi þurfi að
endurskipuleggja stjórnskipulag
deildarinnar.
Ólafur segir enga einfalda skýr-
ingu á aukinni þörf fyrir umrædda
þjónustu. „En þetta er ekkert sér-
íslenskt fyrirbæri,“ segir hann.
Hann nefnir þó m.a. meiri þekkingu
á eðli geð- og þroskaraskana og segir
jafnframt að foreldrar séu upplýst-
ari nú en áður um þarfir barna sinna.
Fjórir sérfræðilæknar á BUGL
Hafa áhyggjur af
þróun þjónustunnar
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
ÍBÚÐARHÚS í Sælingsdal í Dala-
byggð eyðilagðist í bruna í gær en
engin slys urðu á fólki. Húsið var
mannlaust þegar eldurinn kom upp.
Svo háttaði til að bróðir ábúandans,
sem átti leið hjá, varð reyksins var
og hraðaði hann sér niður að Laug-
um í Sælingsdal, þaðan sem hægt
var að hringja á lögregluna, en
GSM-samband er ekkert á svæðinu.
Eftir tilkynninguna, sem kom kl.
13.50, voru liðsmenn Brunavarna
Dalabyggðar kallaðir á vettvang og
höfðu þeir náð tökum á eldinum
klukkan 15.45.
Í húsinu, sem er tvílyft steinhús,
byggt árið 1946, bjuggu hjón með
tvö börn.
Upptök eldsins verða tekin til
rannsóknar hjá lögreglunni á Búð-
ardal og fær hún aðstoð tæknideild-
ar lögreglunnar í Reykjavík í dag.
Lögreglan segir símasambands-
leysið mikið vandamál á þessu land-
svæði, því hvorki náist samband við
NNT-síma né GSM-síma.
Hús í Sælingsdal
ónýtt eftir bruna