Morgunblaðið - 02.03.2006, Síða 6

Morgunblaðið - 02.03.2006, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „ÉG ER ánægður með að þetta varð niðurstaðan,“ segir Reynhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík. „Ég get ekki beinlínis sagt að hún komi á óvart, það var margt sem benti ákveðið í þessa átt, en engu að síður er ánægjulegt að fagna því nú að Alcoa-menn vilji skoða þennan stað, Bakka, betur.“ Hann segir ánægjulegt að nú sé komin niðurstaða í undirbúningi málsins fyrir norðan, hvað varðar staðarvalið „Nú geta Norðlend- ingar sem vilja sjá þessa atvinnu- uppbyggingu í landsfjórðungnum þjappað sér saman um þetta verk- efni. Ég vil raunar setja þetta í samhengi við landið allt og at- vinnuuppbyggingu. Ef stjórnvöld vilja með einhverjum hætti stýra henni, hvernig hún byggist upp, þá gæti það gerst með þeim hætti að þetta svæði hér, sem átt hefur undir högg að sækja, njóti nú ákveðins forgangs t.d. umfram það að byggja allt að þrjú álver í kraga kringum Reykja- víkursvæðið.“ Reinhard segir afar mikilvægt að tryggja grunnund- irstöður sam- félagsins nyrðra, þær séu for- senda þess að margvísleg þjón- usta þrífist á staðnum. „Ef ekkert fólk er fyrir verður auðvitað engin þjónusta í boði.“ Reinhard segir að næstu skref verði að huga að nánari undirbún- ingi. Fá þurfi fram niðurstöðu um hvort menn nái saman um raf- orkuverð, hafnarmál þurfi að skoða vel, gera fleiri athuganir á lóðinni á Bakka og hönnun mannvirkja auk þess að huga þurfi að þeim ferli sem fer í gang vegna umhverf- ismálanna. „En boltinn er farinn að rúlla og það er ánægjulegt.“ Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, fagnar niðurstöðu Alcoa Nú geta Norðlending- ar þjappað sér saman Reinhard Reynisson „SÆTUR sigur,“ sagði Hreinn Hjartarson, framkvæmdastjóri Orkuveitu Húsavíkur. „Besta af- mælisgjöf sem hægt er að hugsa sér,“ sagði Hallveig Höskuldsdóttir, hótelstjóri á Fosshóteli Húsavík, sem átti afmæli í gær, 1. mars, dag- inn sem stjórnendur Alcoa til- kynntu þá ákvörðun sína að kanna ítarlega hagkvæmni þess að reisa nýtt 250 þúsund tonna álver á Bakka við Húsavík. Bæði voru þau stödd á Gamla Bauk, notalegum veitingastað niðri við Húsavíkur- höfn, síðdegis í gær. Þangað streymdu bæjarbúar og gerðu sér glaðan dag, fögnuðu ákvörðun Al- coa um staðarval vegna nýs álvers á Norðurlandi. Tveir aðrir staðir voru einnig til athugunar, Dysnes í Eyja- firði og Brimnes í Skagafirði. Marg- ir klæddu sig upp á, enda að auki öskudagur. Álhattar voru áberandi og nokkrar ungar konur höfðu gert sér lítið fyrir og saumað „starfs- mannabúning“ sem þær skörtuðu í gleðskapnum. Þá má nefna að í versluninni Kaskó var í tilefni dags- ins tilboð á álpappír. Verði niðurstaðan sú að álver verði reist á Bakka norðan Húsa- víkur er áætlað að framkvæmdir hefjist í kringum árið 2010 og að framleiðsla gæti hafist tveimur ár- um síðar. Um 1.300 störf myndu að öllum líkindum skapast við bygg- ingu álversins frá árinu 2010, en í álverinu sjálfu yrðu um 300 til 350 ný störf. Samanlagt er talið að álver muni skapa 6–800 störf á Norður- landi. Lengi barist fyrir því að orkan yrði nýtt heima í héraði Hreinn Hjartarson sagðist lengi hafa barist fyrir því að reist yrði stóriðja í Þingeyjarsýslu, „byrjaði strax og ég flutti hingað norður árið 1996, sá marga spennandi kosti á því að nýta orkuna heima í héraði“, segir hann en áður var hann stað- arverkfræðingur við Nesjavalla- virkjun. „Þetta er áfangasigur,“ segir hann, endanleg ákvörðun hef- ur ekki verið tekin. „En ætli ég hafi ekki verið manna vissastur um að Bakki yrði fyrir valinu, þótt bar- áttan við nágranna okkar hafi verið erfið, þeir standa pólitískt sterkar en við,“ segir hann og vísar til ná- granna sinna í Eyjafirði. Það sem mestu skiptir segir hann varða orkuöflun, það hefði aldrei verið samþykkt, m.a. vegna umhverfis- sjónarmiða, að byggja risamöst- ur til að flytja orkuna úr Þing- eyjarsýslu yfir til Eyjafjarðar, slíkt hefði með öllu verið óviðunandi. „Þetta er ein mesta hátíðar- stund hér frá því Garðar kom 870,“ segir Hreinn og slær á létta strengi. Berglind Svavarsdóttir, lögmaður og fasteignasali á Húsavík, segir að nokkur uppgangur hafi verið í sveit- arfélaginu undanfarin misseri, eitt og hálft ár eða svo, „sem að hluta til hefur byggst upp á væntingum manna um að hér rísi stóriðja“. Lít- ið sem ekkert hefur verið byggt í bænum, fólki fækkað jafnt og þétt, m.a. um 50 milli áranna 2004 og 2005, og þá hefur atvinnuástand ekki verið með besta móti. „Nú er að koma skriður á þetta hjá okkur,“ segir hún en byrjað er á ný að byggja íbúðir á Húsavík til sölu á frjálsum markaði og þá „var brjálað að gera síðustu tvo daga, fólk, m.a. fasteignasalar og fjárfestar, að spyrjast fyrir“. Gert er ráð fyrir að byggja þurfi 3–400 nýjar íbúðir á Húsavík verði álverið reist og segir Berglind nægar lóðir fyrir hendi, nýtt aðalskipulag er komið í ferli og væntanlega samþykkt síðar á árinu. „Ég fagna þessu mjög og er afar ánægð með þessa niðurstöðu, hún er jákvæð fyrir allt Norðurland.“ Veitti ekki af innspýtingu Hallveig Höskuldsdóttir, hótel- stjóri á Fosshóteli, taldi fullvíst að áhrif af byggingu og rekstri álvers við Húsavík yrðu mikil og góð á allt samfélagið. Ekki hefði af veitt að fá innspýtingu í þá stöðnun sem ríkt hefði undanfarin ár, hún nefndi að mjólkursamlagi hefði verið lokað, kaupfélagið lagt upp laupana, fisk- vinnsla færst út á sjó og rækju- vinnsla verið aflögð. „En það býr mikið af hugsjónafólki hérna,“ segir hún, nefnir m.a. að í bænum sé framleitt rauðvín, kjötvinnsla með hreindýr frá Grænlandi og þá sé miðstöð hvalaskoðunar í Evrópu á Húsavík. Þá nefndi hún að til staðar væri gott og traust starfsfólk. Svartadauðanum fórnað „Við keyptum tvær kampavíns- flöskur og eina af svartadauða,“ segja þeir félagar Oddur Örvar Magnússon og Áki Hauksson, báðir iðnaðarmenn á Húsavík. Kampavín- ið átti að nota ef niðurstaðan yrði Húsvíkingum hagstæð, álveri valinn staður þar, „en ef mál myndu þróast á versta veg ætluðum við að drekka svartadauðann hér við Grát- múrinn“, segja þeir, standandi við áðurnefndan múr, steingirðingu niðri við höfn. Þeir ákváðu að fórna brennivínsflöskunni, brutu hana með viðhöfn á múrnum. Á eftir tíndu þeir samviskusamlega upp glerbrotin. Húsvíkingar fögnuðu staðarvalsákvörðun Alcoa að hætti hússins á Gamla Bauk Ein mesta hátíðarstundin frá því Garðar kom árið 870 Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Oddur Örvar Magnússon og Áki Hauksson fórnuðu Svarta dauða flöskunni við Grátmúrinn og voru fegnir að þurfa ekki að drekkja sorgum sínum. Mikill fögnuður braust út á Gamla Bauk þegar tilkynnt var um að Alcoa hygðist kanna frekar hvort ráðist verði í byggingu nýs álvers á Bakka. Hallveig Höskuldsdóttir Berglind Svavarsdóttir Hreinn Hjartarson „AÐ MÍNU mati er mjög jákvætt að tekin hefur verið ákvörðun um að skoða Bakka betur,“ segir Að- alsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur. „Ég vara menn hins vegar við því að ekki er enn búið að taka ákvörðun um að reisa þar álver, bara að skoða þennan stað frekar, kanna kosti hans og hvort það gangi upp að byggja þar álver. Þetta er ákveð- ið skref í þá átt.“ Aðalsteinn segir að menn verði að hafa í huga að álver við Húsavík myndi hafa gífurlega jákvæð áhrif á öllu Norðurlandi, verkefnið yrði það stórt að það teygði anga sína um land allt. „Það er ekki hægt að líta framhjá því að ákveðnar grunn- stoðir í þessu samfélagi hafa verið að gefa eftir, fólki hefur fækkað, þjónustan minnkað og hún er dýr- ari, það er ákveðin skemmd í stoð- unum, en verði þessi hugmynd að veruleika mun allt gjörbreytast hér,“ segir Aðalsteinn. Verði álverið reist við Húsavík í kjölfar þess að nú er unnið að byggingu stór- iðju fyrir austan segir hann að skapist gott mót- vægi, Norður- land, Austurland og höfuðborg- arsvæðið. „Það skiptir miklu máli og því tel ég nauðsynlegt að stjórnvöld horfi til Húsavíkur í þessum efnum. Það eru fyrirhug- aðar stórframkvæmdir syðra og því eðlilegt að menn horfi hingað núna,“ segir Aðalsteinn. Þá kvaðst hann sem forsvarsmaður verkalýðs- félags fagna því ef af byggingu ál- versins yrði, laun í álverum væru há miðað við það sem almennt gerðist meðal verkafólks og starfsaldur í ál- verum á Íslandi væri mjög hár. „Þetta eru einmitt störfin sem okk- ur vantar.“ Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur Einmitt störfin sem okkur vantar Aðalsteinn Baldursson LÖGREGLAN í Kópavogi upp- lýsti í fyrrakvöld vopnað rán sem framið var í Apótekaranum við Smiðjuveg 22. febrúar sl., þar sem grímuklæddur maður ógnaði starfsfólki með búrhnífi og komst undan á hlaupum með níu pakkn- ingar af Ritalin, eftir að hafa ver- ið neitað um morfínlyfið Contalg- in. Rannsókn lögreglunnar leiddi til þess að karlmaður á þrítugs- aldri var færður til yfirheyrslu vegna gruns um aðild að ráninu og játaði hann brotið, en jafn- framt að hafa staðið einn að verki. Hann hefur alloft komið við sögu lögreglunnar áður, þar á meðal vegna brota á fíkniefnalög- gjöfinni. Vopnað rán í Kópavogi upplýst FLEIRI stjórnendur Mennta- skólans á Ísafirði hafa sagt upp störfum, en aðstoðarskólastjóri og áfangastjóri skólans sögðu starfi sínu lausu í gær. Guðbjartur Óla- son aðstoðarskólameistari sagði í samtali við Morgunblaðið að ástæðan að baki uppsögn sinni væri sú að hann teldi skynsamleg- ast að nýr skólameistari veldi sér samstarfsmenn, en hann hefur starfað sem aðstoðarskólameistari síðastliðin þrjú ár. Hann sagði jafnframt að skólanum væri fyrir bestu að hann viki fyrir nýjum stjórnendum. Guðmundur Þór Gunnarsson, áfangastjóri MÍ, staðfesti að hann hefði sagt upp sem áfangastjóri vegna þess að hann væri orðinn þreyttur á því ástandi sem ríkt hefði í skólanum að undanförnu. Aðspurður hvort hann teldi að fleiri starfsmenn skólans myndu fylgja honum og segja upp störf- um sagðist hann hafa heyrt orð- róm þess efnis en ekki fengið neitt staðfest. Guðmundur vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Tveir stjórnendur MÍ segja upp störfum FUNDUR í kjaradeilu slökkviliðs- manna hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara í dag kl. 13 þar sem samninganefnd sveitarfélaga og samninganefnd Landssambands slökkviliðsmanna ræðast við. Í gærmorgun ræddi ríkissáttasemj- ari við deiluaðila hvorn í sínu lagi en ekki var um formlegan samn- ingafund að ræða. Staðan í kjara- deilunni er óbreytt. Auk þess fundaði launanefndin ein sér og sagðist Bragi Mikaels- son, formaður samninganefndar sveitarfélaganna í þessari kjara- deilu, búast við lausn á málum fljótlega. „Ég mun gera mitt besta til að þetta taki ekki langan tíma úr þessu,“ sagði hann í gær en kaus að tjá sig ekki frekar um mál- ið að svo stöddu. Slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamenn voru með mótmælastöðu fyrir framan Borgartún 30 þar sem launanefndin fundaði í gær. Þar var mótmælt seinagangi og skiln- ingsleysi LN í viðræðum við Lands- samband slökkviliðsmanna. Í beinu framhaldi var haldinn félagsfund- ur í Breiðfirðingabúð þar sem far- ið var yfir stöðu mála. Þá voru fé- lagar í LSS með mótmælastöðu á Akureyri í gær. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Staðan óbreytt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.