Morgunblaðið - 02.03.2006, Page 23

Morgunblaðið - 02.03.2006, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 23 MINNSTAÐUR AKUREYRI AUSTURLAND Höfn | Sænska hljómsveitin Emil & the Ecstatics verður aðalgestur blúshátíðarinnar Norðurljósablús, sem haldin verður á Hornafirði um næstu helgi. Auk sænsku blús- aranna munu margir af helstu blús- tónlistarmönnum landsins koma fram á hátíðinni. Hornfirska skemmtifélagið stendur að hátíð- inni, með þá Sigurð Kr. Sigurðsson, Heiðar Sigurðsson og Sigurð Mar Halldórsson í fararbroddi. Af listamönnum skal fyrst nefna Blúskompaníið undir forystu Magn- úsar Eiríkssonar og KK mun einnig leika á hátíðinni. Þá koma hljóm- sveitirnar Mood, Kentár, Vax og Síðasti sjens fram á hátíðinni og Hornfirðingurinn Sæmi Harðar leiðir blúsdjamm í Nýheimum. Þar eru allir velkomnir að koma, hlusta og taka í hljóðfæri. Blúsað á þremur stöðum KK mun opna hátíðina með tón- leikum á Hótel Höfn á fimmtudags- kvöldinu. Á föstudag og laugardag verður blúsdjamm með Sæma Harðar í Nýheimum en tónleikar hátíðarinnar fara fram á veitinga- húsunum á Höfn. Aðaltónleikarnir á föstudagskvöld eru með Blúskomp- aníinu á Víkinni en Emil & the Ecstatics leika á aðaltónleikunum á laugardagskvöld á Hótel Höfn. Eft- ir aðaltónleikana hvort kvöld verður byrjað að blúsa á þremur stöðum í bænum og geta gestir gengið á milli og staldrað við eftir því sem þá lyst- ir á hverjum stað. Veitingahúsin eru öll við Víkurbrautina á Höfn sem verður sannkallað „Blues Avenue“ um helgina, að sögn Horn- firska skemmtifélagsins. Sænsku blúsararnir spila einnig í Nýheimum á sunnudag og eru tón- leikarnir opnir öllum aldurshópum. Grunnskólabörn á Höfn fá sinn skerf af blúsnum því KK mun heim- sækja alla skólana á Höfn á föstu- daginn og leika og syngja fyrir börnin. Ljósmynd/Hornfirska skemmtifélagið Sveiflumeistarar á Höfn Johann Bendrik hammondleikari og Emil Ar- vidsson söngvari og gítarleikari í Emil & the Ecstatics. Norðurljósablús haldinn á Hornafirði Egilsstaðir | Ístölt Austurland 2006 var haldið í einmuna veð- urblíðu á Eiðavatni sl. laugardag að viðstöddu fjölmenni. Guðmundur Björgvinsson fór þar með glæsilegan sigur af hólmi í tölti á Takti frá Tjarnarlandi, eftir harða baráttu við Hans Kjer- úlf og Leó Geir Arnarson. Fjölnir Þorgeirsson vann svo verðlaunin, Skeiðdrekann, örugglega sam- kvæmt fyrri yfirlýsingum sem hann hafði haft uppi. Erla Guðbjörg Leifsdóttir á Strák frá Neðri-Skálateigi varð efst í unglingaflokki, í ungmenna- flokki bar Nikólína Rúnarsdóttir á Snoppu frá Kollaleiru sigur úr býtum, í unghrossaflokki sigraði Hans Kjerúlf á Assa frá Úlfs- stöðum, Ármann Örn Magnússon á Blæ frá Egilsstaðabæ vann áhugamannaflokkinn, og í opnum flokki sigraði sem áður sagði Guðmundur Björgvinsson á Takti frá Tjarnarlandi. Fjölnir Þor- geirsson vann svo 100 m fljúgandi skeið með glæsibrag á Lukku- Blesa frá Gýgjarhóli á 8,55 sek- úndum. Taktur bestur í töltinu Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Hlutskarpastir Guðmundur Björgvinsson sigraði í ístöltmótinu á Takti frá Tjarnarlandi og tók við Ormsbikarnum úr hendi Eiríks Bj. Björgvinssonar, bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs. Neskaupstaður | Harmónikku- unnendur á Austurlandi bjóða til tónleika sunnudaginn 5. mars nk. í safnaðarheimili Norðfjarð- arkirkju og hefjast kl. 15. „Í tengslum við 20 ára afmæli Harmonikkufélags Reykjavíkur koma hingað til lands tveir harmonikkusnillingar frá Skandinavíu, þeir Lars Karls- son frá Svíþjóð og Övind Far- men frá Noregi,“ segir sr. Sig- urður Rúnar Ragnarsson, formaður Félags harmonikku- unnenda í Norðfirði . „Að loknu tónleikahaldi í Reykjavík koma þeir austur í samvinnu harmon- ikkufélaganna á Norðfirði og á Héraði.“ Sr. Sigurður Rúnar segir Lars Karlsson íslenskum harm- onikkuunnendum löngu þekkt- ur, en hann lék m.a. á lands- mótinu á Ísafirði og gerði mikla lukku. „Övind er einnig vel þekktur í sínu heimalandi og þeir félagar leika alhliða tónlist m.a. frá Brasilíu, Svíþjóð, Nor- egi og fleiri löndum. Félag harmonikkuunnenda í Norðfirði og Harmonikkufélag Héraðs- búa vonast til að sem flestir sjái sér fært að mæta og njóta góðr- ar tónlistar í höndum mikilla snillinga.“ Aðgangseyrir er 2.000 kr. Nikku- snillingar væntan- legir á Norðfjörð „VIÐ urðum af einhverjum ástæðum eftir, gleymdumst,“ segja þær Anna María Hjálmarsdóttir, Rannveig Guðnadóttir og Sæunn Guðmunds- dóttir hjá Aflinu, systursamtökum Stígamóta. Aflið hefur verið starfandi í núverandi mynd frá árinu 2002 og hafði aðstöðu í húsakynnum Mennta- smiðjunnar við Glerárgötu. Starfsemi smiðjunnar var flutt nýverið í hús- næði gamla Barnaskóla Akureyrar. „Við höfum eiginlega verið húsnæðis- lausar frá því í nóvember,“ segja þær, en til bráðabirgða hafa þær komið sér fyrir í herbergi sem fékkst leigt hjá Reyni, ráðgjafastofu við Tryggva- braut. Þá hafa þær Aflskonur fengið inni í Lautinni, dagvist fyrir geðfatl- aða við Þingvallastræti þar sem hóp- astarf á þeirra vegum fer fram. Þær stöllur segja að sífellt fleiri kjósi nú að leita sér aðstoðar í kjölfar kynferðislegs ofbeldis. Þannig voru veitt 134 einkaviðtöl á liðnu ári, 122 við þolendur og 12 við aðstandendur, en þær segja mjög að aukast að að- standendur leiti eftir samtölum og óski aðstoðar. Þá bættust 52 nýjar konur við í hópinn á síðastliðnu ári og 4 karlmenn. „Það má segja að ein kona hafi bæst í hópinn í hverri viku í fyrra,“ segja þær. Auk einkaviðtala, ráðgjafar í síma og fleira eru einnig starfandi hópar á vegum Aflsins, þrír slíkir voru í gangi í fyrra, 6–8 manns í hverjum hópi og hittist fólkið minnst í 15 skipti. Leið- beinendur fá greidd laun fyrir hóp- astarfið en annað starf sem innt er af hendi er í sjálfboðavinnu. Þar má nefna fyrirlestra um kynferðislegt of- beldi og afleiðingar þess í skólum, m.a. hafa þær komið í Lífsleiknitíma í Verkmenntaskólanum á Akureyri og flutt fyrirlestra í Menntasmiðjunni. „Við myndum gjarnan vilja fara inn í grunnskólana, en höfum ekki enn haft tök á því. Við neitum engum sem biður okkur um að koma til sín, en eins og staðan er núna þurfum við að greiða útlagðan kostnað. Við neit- um heldur ekki neinum sem vill koma og ræða við okkur, en það er sívax- andi fjöldi fólks sem það gerir. Um- ræðan er opnari en áður var um þessi mál og fólk veit af þessari þjónustu.“ Þær segja að starfið spyrjist út, lít- ið fé sé til ráðstöfunar til að auglýsa starfsemina. „Við erum glaðar yfir árangrinum, fólk er ánægt með þá þjónustu sem það fær, við veittum vel á annað hundrað viðtöl í fyrra og eftir því sem við best vitum var árang- urinn góður, fólki líður betur þegar það hefur rætt um þessi mál við aðra sem lent hafa í svipuðum aðstæðum.“ Erfitt skref að stíga Vissulega segja þær Aflskonur að erfitt sé fyrir fólk að koma fyrst og ræða um óhugnanlega reynslu sína, það sé erfitt skref að stíga. Því sé mikilvægt að geta boðið upp á þokka- legt húsnæði, heimilislegt. Að geta boðið fólki sæti í sófa og hellt upp á kaffi. Slík aðstaða sé ekki fyrir hendi nú og alveg óljóst hvort eitthvað ræt- ist úr í þeim efnum. „Margir sem til okkar koma eiga um langan veg að fara, við sinnum fólki á öllu Norður- landi og þá eru dæmi þess að konur austan af fjörðum aki til Akureyrar til að taka þátt í okkar starfsemi, fá einkaviðtöl og vera með í hópastarf- inu.“ Fjögur sveitarfélög veittu styrki í fyrra Aflið hefur verið rekið með styrkj- um, en m.a. sækja þær árlega um styrk til allra sveitarfélaga á Norður- landi. Fjögur sveitarfélög, Ból- staðahlíðarhreppur, Dalvíkurbyggð, Skagabyggð og Öxarfjarðarhreppur svöruðu kallinu á liðnu ári, styrktu starfsemina samtals með 55 þúsund króna framlagi. Þá greiddi Akureyr- arbær Aflinu 155 þúsund krónur til að standa straum af sólarhringsgæslu í bænum í tengslum við hátíðina Ein með öllu um verslunarmannahelgi. Akureyrarbær hefur einnig greitt leigu fyrir húsnæði. Fáum stundum skrýtin svör Önnur sveitarfélög í fjórðungnum sáu sér ekki fært að styrkja Aflið að þessu sinni. Til allrar lukku voru fleiri sveitarfélög sem veittu styrki árið 2003 og 2004, þannig að unnt var að mæta útgjöldum liðins árs, þau námu rúmum 600 þúsund krónum. „Það viðurkenna allir að þetta er til, enginn vill að þetta sé við lýði og fólk vill að hægt sé að leita sér að- stoðar til að bæta úr vanlíðan sinni í kjölfar kynferðislegs ofbeldis. Samt fáum við stundum skrýtin svör frá sveitarfélögum þegar við leitum eftir styrkjum. Sumir halda því m.a. blá- kalt fram að það sé nú ekkert af þessu tagi í gangi í sínu sveitarfélagi og því ekki nauðsyn að styrkja þessa starfsemi. Það eru dæmi þess að við höfum sagt að víst hafi íbúi í viðkom- andi sveitarfélagi leitað til okkar og þá vilja menn vita hver. Þetta er með ólíkindum. Líka þegar bent er á að fólk eigi að leita sér hjálpar innan síns sveitarfélags, þar sé boðið upp á ágæta þjónustu, en staðreyndin er sú að fólk kærir sig flest ekki um að opna á þessi mál þar sem það þekkir alla. Þetta er ákveðið þekking- arleysi.“ Þá hafa Aflskonur einnig reynt að fá styrk frá félagsmálaráðuneyti, en verið hafnað. Ástæðan að þeirra sögn sú að Stígamót fái styrk til sinnar starfsemi. „Staðan hjá okkur er sú að við eig- um þrjá stóla og gamla tölvu, vantar húsnæði, höfum næg verkefni og langar að gera enn meira en við kom- umst yfir. Það er því óþolandi að þurfa svo sífellt að hafa áhyggjur af því hvort við eigum fyrir símareikn- ingi um næstu mánaðamót.“ Sífellt fleiri konur leita sér aðstoðar vegna kynferðislegs ofbeldis en Aflið er í húsnæðishraki Ein ný kona bætist í hópinn í hverri viku Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Aflskonur Anna María Hjálmarsdóttir, Sæunn Guðmundsdóttir og Rannveig Guðnadóttir, sem heldur á Ingólfi, starfa fyrir Aflið, systursamtök Stígamóta á Norðurlandi. Sífellt fleiri leita sér aðstoðar í kjölfar kynferðislegs of- beldis, en þær segja ótrúlega algengt að fólk haldi að ekkert svoleiðis sé í gangi í sínu sveitarfélagi. Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.