Morgunblaðið - 02.03.2006, Side 25

Morgunblaðið - 02.03.2006, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 25 DAGLEGT LÍF Í MARS Þ egar meta á hvort plöntum stafar veruleg ógn af frostsköðum þarf fyrst að átta sig á því hve langt þær eru komnar á laufgunarstiginu og einnig þarf að gera sér ljóst að þær þola ágætlega vægt frost í skamman tíma t.d. létt næturfrost,“ segir Þorkell Gunnars- son, formaður Félags skrúðgarð- yrkjumeistara. „Ef spáð er miklu frosti og jafnvel langvarandi er hægt að skýla þeim fyrir frostinu með efni sem ekki lokar á ljós og loft, eins og striga. Annað sem garðplöntustöðvar hafa stundum gert er að sprauta vatni á þær og láta það frjósa á þeim til hlífðar. Þau atriði sem skipta mestu um hversu vel ein- stakar plöntur eru í stakk búnar til að mæta frosti er hversu heilbrigðar plönturnar eru og hvort þær þjáist af næringarskorti eða vatnsskorti. Gott er að vökva plöntur að hausti ef þurrt er, þetta er mikilvægast fyrstu árin eftir plöntun. Einnig þarf að tryggja að jarðvegurinn henti þeim og að í beð- inu séu ekki illgresisplöntur sem stela vatni og eða næringu.“ Óheilbrigðar plöntur verr settar Þorkell segir að ef fólk sé hrætt um að planta hafi orðið fyrir tjóni af völdum frosts sé mikilvægt að forð- ast að fjarlægja næringarforða, að það sé ekki æskilegt að klippa t.d. stórar greinar í burt. „Aðalreglan er sú að ef notast er við framandi eða óheilbrigðar plöntur er hættan meiri og menn verða að sætta sig við að slíkar plöntur geta orðið fyrir áföll- um en ef þær eru ekki of stórar er hægt að hlúa að þeim og láta þannig plöntur, sem í raun ekki þrífast hér, lifa. Oft á tíðum er kalskemmdum ruglað saman við frostþurrk en það er ástand sem kemur til ef planta, sem er sígræn að vetri, verður fyrir mikilli útgufun af völdum vinds og sólar og nær ekki að sjúga vatn úr jarðveginum til að bæta fyrir tapið. Slíkt gerist ef jarðvegurinn er fros- inn niður fyrir rótardýpt sem er ca 30 cm og úti er sólskin og frost, þetta er hægt að forðast með því að skýla þeim fyrir vindi og sól með t.d. striga.“ Harðgerðar í dvalaástandi Þorkell segir að hjá trjákenndum plöntum skiptist árið í dvala-vöknun- laufgun-orkusöfn- un og lauffall. „Tímabilið frá lauf- falli að vöknun er dvalaástand og í því ástandi er plantan nægilega harðgerð fyrir frost. Það gerir hún með því að um- breyta orku í mjölva, sem er þurrefni, og þenst þess vegna ekki út í frosti, um leið tæmir hún allar frumur af vatni. Með þessu móti getur hún frosið án þess að skaðast. Þurrefnið eða mjölvinn inniheld- ur orku sem þær þurfa að nota til að geta laufgast, þessi orka losnar úr læð- ingi á vöknunar- stiginu en þá sýgur plantan vatn og umbreytir mjölv- anum í orkuform sem nýtist henni á þessu stigi. Frá byrjun vöknunar og þar til laufgun er langt komin er plantan að taka af forða sínum og fær nánast engan nýjan, þar sem ljóstillífun er ekki hafin. Orkubirgðir þessar eru geymdar, hjá trjám og runnum, í rót-stofni og greinum en hjá fjölærum plöntum og laukplönt- um í rótum og hnúðum, það er tak- markað magn af orku sem kemst fyr- ir þar og því ekki mikill umframforði til en þó einhver. Þegar planta fer af stað að vori vekur hún ekki öll brumin sem geta orðið að laufi, þannig að ef hún verð- ur fyrir áfalli hefur hún varaforða sem hún getur gripið til. Þetta veldur að þær eru vel í stakk búnar til að takast á við áföll eins og frost eftir laufgun, þetta er þó misjafnt eftir tegundum.“ Þorkell segir plöntur laga sig að þeim aðstæðum sem þær koma úr og vakna við vekjaraklukku sem saman- stendur aðallega af hita og ljósi. „Þegar plöntur eru teknar úr sínu náttúrulega umhverfi og fluttar milli landshluta og jafnvel heimsálfa rugl- ast þessi klukka og því meir sem þær eru framandi því viðkvæmari verða þær fyrir að láta blekkjast og laufg- ast ótímabært, en þess skal þó gæta að það er mjög misjafnt hvenær plöntur fara af stað, t.d. eru til lauk- plöntur sem blómstra að vetri, svo sem margir krókusar og hátíðar- liljur, og þetta virðist ekki gera þeim lífið erfiðara.“ Guðmundur Vernharðsson hjá Gróðrarstöðinni Mörk segir tegundir eins og reyniblöðku, gljámispil og blátopp vera fljótar af stað á vorin og geta farið illa út úr hlýindakafla um vetur. „Þær tegundir sem verða helst fyrir skemmdum eru þær sem blómstra áður en þær laufgast og þá eru það rósakirsi og töfratré.“ Páskaliljurnar geta farið illa Guðmundur segir þó hlýindakafl- ann sem kom nú í febrúar ekki hafa átt að valda neinum skaða. „Hlýinda- kafli í febrúar er ekki eins hættu- legur og hlýindakafli í mars. Því í mars er bæði hlýrra og sólin er kom- in hærra á loft og þá gerist allt miklu hraðar.“ Hann segir fjölærar plöntur, eins og páskaliljur, sem blómstra mjög snemma á vorin geta farið illa út úr hlýindakafla um miðj- an vetur. „Það er sagt að á haustin eigi fólk ekki að hreinsa laufin ofan af fjölæru plöntunum því þau skýla þeim bæði fyrir hita og frosti.“ Guðmundur ráð- leggur fólki að gera ekki neitt við plöntur í hlýindaköflum nema það séu sérstakar dekurplöntur, þá sé hægt að setja striga utan um þær. „Annars verðum við bara að láta náttúruna hafa sinn gang.“  GARÐYRKJA | Flestar plöntur eru nokkuð vel í stakk búnar til að takast á við frost eftir ótímabæra laufgun Strigi skýlir plöntum fyrir miklu frosti Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Þorkell Gunnarsson skrúðgarðyrkjumeistari segir að þegar planta fari af stað að vori veki hún ekki öll brumin sem geta orðið að laufi, þannig að ef hún verður fyrir áfalli hefur hún varaforða sem hún getur gripið til. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Fjölærar plöntur, eins og páskaliljur, sem blómstra mjög snemma á vorin geta farið illa út úr hlýindakafla um miðjan vetur. Morgunblaðið/Ásdís „Þegar meta á hvort plöntu stafar veruleg ógn af frostsköðum þarf fyrst að átta sig á því hve langt þær eru komnar á laufgunarstiginu,“ segir Þorkell.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.