Morgunblaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 30
Steingrímur J. Sigfússon,
formaður Vinstrihreyfing-
arinnar, gagnrýnir harð-
lega framgöngu stjórn-
valda í álmálum. Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, for-
maður Samfylkingarinnar
og Guðjón Arnar Krist-
jánsson, formaður Frjáls-
lynda flokksins, lýsa hins
vegar stuðningi við málið,
en benda á ýmsa ann-
marka á því. Iðnaðarráðherra og forystumenn sveitarfélaganna ræddu
30 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Það eru engin ný sannindiað ásjóna og ímynd ereinhver dýrmætastaeign fyrirtækis, samtaka
og opinberra aðila. Gott orðspor er
á sama hátt verð-
mætasta eign ein-
staklings. Það tekur
langan tíma að
byggja upp sterka
ásýnd en aðeins fáein
augnablik að rústa
henni. Hinn frægi
Henry Ford, sem
innleiddi fjöldafram-
leiðslu bíla, sagði eitt
sinn: „Þú getur ekki
byggt upp ásjónu á
því sem þú ætlar að
gera.“
Í Reykjavíkurbréfi
Morgunblaðsins sl. sunnudag er
rætt um það hversu illa stjórnvöld
og fjármálastofnanir standa sig í
að miðla jákvæðum fréttum og
upplýsingum erlendis. Blaðið seg-
ir: „Menn hljóta að spyrja hvort
ríkisstjórnin þurfi ekki að veita
meiri upplýsingar og leggja ríkari
áherslu á tengsl við erlenda grein-
ingaraðila, fjárfesta og fjölmiðla,
en nú er.“ Blaðið bætir við á öðr-
um stað í greininni: „Stjórnvöldum
hér hefur aldrei tekist sérlega vel
upp í almannatengslum á erlend-
um vettvangi.“
Ég hef lengst af unnið við fjöl-
miðlun, almannatengsl og sam-
skiptaráðgjöf og hefi lengi velt fyr-
ir mér af hverju
bankarnir, ríkið og
aðilar fjármálamark-
aðarins hafa ekki
staðið sig betur en
raun ber vitni á
þessu sviði. Það er
eins og upplýsinga-
og almannatengsla-
málin séu afgangs-
stærð öfugt við það
sem gerist erlendis.
Við látum nánast
allt yfir okkur ganga.
Það er dapurt að sjá
t.d. hvernig danskir,
sænskir og breskir miðlar geta
sagt nánast hvað sem er um at-
hafnalífið og fjárfestingarmál Ís-
lendinga. Nánast ekkert heyrist
um að reynt sé að snúa vörn í sókn
til að koma réttum fréttum á fram-
færi og eyða gróusögum. Það er
dapurt að sjá hvernig erlendir fjöl-
miðlamenn velta sér upp úr alls
kyns endaleysum um íslenska fjár-
málalífið. Í grein sem Martin Van
der Weyer ritar í breska blað
The Spectator hinn 21. jan. s
ir hann m.a. að hin neikvæða
un sé að fjármagnið sem ísle
fjárfestarnir hafi á milli hand
sé komið frá „vafasömum aði
Rússlandi“. Weyer segir sam
enn hafi „engar sannanir kom
fram“ um að þetta sé rétt.
Þessi kjaftasaga hefur leik
land illa í viðskiptamiðlum E
ópu. Ég hef ekki, þrátt fyrir
irspurnir hér og erlendis, ge
komið höndum yfir upplýsing
um hvort unnið hafi verið ski
lega að leiðréttingu þessa ra
hermis sem og aðrar endaley
sem birst hafa um íslensku ú
ina og fjárfestingar bankann
Af hverju látum við öllu ósv
Eftir Jón Hákon Magnússon
’Íslensk fyrirtæki ohið opinbera eru lan
eftir grannríkjum ok
í almannatengslum,
samskiptatækni nú-
tímans og skipulagð
upplýsingastarf-
semi …‘
Jón Hákon Magnússon
ÁLVER Á HÚSAVÍK?
Ákvörðun álfyrirtækisins Alcoaum að láta kanna nánar hag-kvæmni þess að reisa álver á
Bakka við Húsavík gerir út af fyrir
sig líklegra að álver verði reist á
Norðurlandi. Í fyrsta lagi liggur fyr-
ir að áhugi heimamanna í Þingeyj-
arsýslum á álveri er mun meiri en í
Eyjafirði og Skagafirði. Í öðru lagi
er væntanlega auðveldara að afla
orku til álvers í Þingeyjarsýslu í hér-
aðinu sjálfu og þá fyrst og fremst
jarðvarmaorku. Í þriðja lagi virðist
sem meiri pólitísk sátt sé að verða
um jarðvarmavirkjanir en um vatns-
aflsvirkjanir vegna minni áhrifa
þeirra á landslag og náttúrufar og að
því leyti geti virkjanaframkvæmdir
vegna álvers á Húsavík orðið minna
umdeildar en t.d. Kárahnjúkavirkj-
un.
Bæði Þingeyingar og Eyfirðingar
hafa fagnað ákvörðun Alcoa um stað-
arvalið og það liggur auðvitað fyrir
að við byggingu og rekstur álvers við
Húsavík verði margvísleg þjónusta
sótt til Eyjafjarðarsvæðisins. Hér er
því um mál að ræða, sem snertir
stóran hluta Norðurlands.
Hins vegar þýðir þessi ákvörðun
Alcoa alls ekki að álver verði byggt á
Húsavík. Bernt Reitan, aðstoðarfor-
stjóri Alcoa, sagði í gær að enn þyrfti
að gaumgæfa marga þætti, sérstak-
lega sem sneru að afhendingu og
verðlagningu orkunnar. Það er ekki
sjálfgefið að samningar náist um
orkuverðið. Það þarf að sjálfsögðu að
gæta að arðsemi þeirra virkjana, sem
yrðu reistar vegna álvers á Húsavík.
Jafnframt eiga áfram við ýmis þau
sjónarmið, sem komið hafa fram á
undanförnum misserum hvað varðar
áframhaldandi uppbyggingu áliðnað-
arins hér á landi. Áður en ráðizt
verður í að reisa fleiri álver og stór-
virkjanir þarf að liggja fyrir hver
áhrifin verða á efnahagslíf landsins
og stöðu annarra atvinnugreina.
Uppbygging áliðnaðar má ekki verða
á kostnað fjölbreytni í atvinnulífi og
uppbyggingar annarra nýrra at-
vinnugreina. Það þarf að meta áhrif-
in á náttúru landsins gaumgæfilega.
Það þarf að gæta að því að Ísland
uppfylli skuldbindingar sínar um út-
blástur gróðurhúsalofttegunda.
Síðast en ekki sízt er rangt að
nálgast álver sem stóru lausnina og
einu lausnina á byggðavanda. Norð-
lendingar ættu ekki að einblína á ál-
ver eingöngu næstu árin. Í fyrsta
lagi er ekki víst að það komi, í öðru
lagi er margt annað hægt að gera til
að skapa arðbær störf í byggðum
landsins.
NÝFÆTT BARN,
BILAÐUR ÍSSKÁPUR
Sú staða, sem komin er upp í deiluljósmæðra og Tryggingastofnun-
ar ríkisins vegna greiðslna fyrir
heimaþjónustu við sængurkonur, er
auðvitað alveg afleit. Frá og með
gærdeginum fá nýbakaðir foreldrar
ekki heimaþjónustu ljósmæðra, enda
samningur þeirra við TR runninn út.
Ætla má að fyrir vikið verði margar
sængurkonur að dvelja lengur á fæð-
ingardeild en ella.
Þetta er vont, bæði fyrir þá sem
njóta þjónustunnar og fyrir skatt-
greiðendurna, sem standa straum af
kostnaðinum við hana.
Allir, sem notið hafa heimaþjón-
ustu ljósmæðra, vita hversu frábær
sú þjónusta er. Hún gefur foreldrum
færi á að njóta samvista við nýja
barnið sitt í næði og þægindum eigin
heimilis og losar fyrstu dagana í lífi
nýs Íslendings við óþarfan stofnana-
brag. Aukinheldur sjá ljósmæður
miklu betur en ella hvernig aðbún-
aður nýfæddra barna er heima fyrir
og geta gefið ráð og ábendingar hvað
hann varðar. Þegar bæði móður og
barni heilsast vel eftir fæðingu velja
foreldrar undantekningarlítið þenn-
an kost, enda njóta nú um 65% nýbak-
aðra mæðra heimaþjónustu.
Um leið og heimaþjónustan eykur
lífsgæði barna og foreldra, sparar
hún skattgreiðendum háar fjárhæðir.
Það er miklu ódýrara að þjónusta
sængurkonur og börn þeirra heima
en að þau taki upp pláss á hátækni-
sjúkrahúsi dögum saman. Í máli Guð-
laugar Einarsdóttur, formanns Ljós-
mæðrafélags Íslands, í
Morgunblaðinu í gær kemur fram að
heimaþjónusta í heila viku kosti
minna en sólarhringur á sjúkrahúsi.
Þannig hafa ljósmæður boðizt til að
vinna þessa vinnu fyrir rúmlega
38.000 krónur, sem þó er lægra en
kostnaðargreining, sem byggist á
meðallaunataxta ljósmæðra, gerir
ráð fyrir. Sólarhringur á sængur-
kvennadeild kostar hins vegar 47–50
þúsund krónur. Það er því ljóst að
með aukinni heimaþjónustu á undan-
förnum árum hefur verulegur kostn-
aður sparazt inni á sjúkrahúsum.
Á þeirri greiðslu, sem ljósmæður
voru reiðubúnar að sætta sig við fyrir
átta heimaþjónustuvitjanir – sem var
um 18% lægri en sú upphæð, sem
kostnaðargreiningin gaf til kynna –
og því, sem Tryggingastofnun var
reiðubúin að greiða, munaði um ellefu
hundruð krónum. Það samsvarar
rúmlega tveimur milljónum króna á
ársgrundvelli, sem er skiptimynt í
rekstri TR. Engu að síður var TR
ekki reiðubúin að hækka sig. Deilan
hljóp þá í enn verri hnút, þar sem
ljósmæðrum þótti lítið gert úr störf-
um sínum og neita nú að sætta sig við
lægri greiðslu en sem nemur þeirri
upphæð, sem kom út úr kostnaðar-
greiningunni.
Sú upphæð er 5.903 krónur á vitj-
un. Er það hátt gjald, miðað við það
sem aðrar stéttir fá fyrir vinnu sína?
Rafvirki, sem kemur til að líta á bil-
aðan ísskáp í heimahúsi, fær 7.700
krónur fyrir viðvikið – áður en hann
byrjar að gera við eða rukka fyrir
varahluti. Eru 5.900 krónur miklir
peningar fyrir að líta á nýfætt barn í
heimahúsi og fylgjast með að því og
móður þess heilsist vel?
Hér virðist á ferðinni enn eitt
dæmið um að í íslenzka heilbrigðis-
kerfinu hefur málum verið svo kjána-
lega fyrir komið, að menn spara eyr-
inn en kasta krónunni.
MÉR finnst
þetta táknrænt
fyrir þá und-
irlægju- og út-
söluniðurlæg-
ingarhugsun
sem einkennir
það að erlend
stórfyrirtæki
eigi að ráða ör-
lögum byggða og leiða svona stór
mál til lykta,“ segir Steingrímur
J. Sigfússon, formaður VG. „Ég
tel einboðið að að því marki sem
og ef við Íslendingar viljum taka
ákvarðanir um uppbyggingu af
þessu tagi, þá gerum við það sjálf
á okkar forsendum og veljum þá
stað, stund og stærð og slíkt. Það
er alger misskilingur að skýla sér
á bak við það að erlendum fyr-
irtækjum verði ekki sagt fyrir
verkum í þessum efnum. Að sjálf-
sögðu verða þau ekki neydd til að
byggja álver gegn vilja sínum. En
við erum heldur ekki neydd til
neins, eða hvað? Það sem við get-
um sagt ef svo ber undir er að frá
og með tilteknu ári kemur til
greina að reisa verksmiðju af
þessari stærð á þessum stað,
hverjir hafa áhuga og hvaða skil-
mála bjóða þeir?
Ég held að sú aðferðafræði sem
nú er notuð sé hörmuleg arfleifð
frá árdögum þeirrar stefnu sem
byggðist á því að við yrðum með
einhverjum ráðum að fá einhverja
til að koma hingað og nýta auð-
lindirnar, þótt það yrði að gerast
alfarið á þeirra forsendum og við
yrðum jafnvel að borga með raf-
magninu.“
Steingrímur varar stórlega við
því að stóriðjustefnan muni valda
gríðarlegum erfiðleikum í öðrum
útflutnings- og samkeppn-
isgreinum með tilheyrandi kjara-
skerðingu sjómannastéttarinnar
og fleiri stétta.
Steingrímur J. Sigfússon,
formaður VG
„Táknrænt
fyrir undir-
lægjuhugsun“
GUÐJÓN A.
Kristjánsson,
formaður
Frjálslynda
flokksins,
sagðist fagna
því að menn
skyldu vera
tilbúnir að
fjárfesta í at-
vinnulífinu „Út af fyrir sig get-
ur maður alveg glaðst yfir því ef
menn eru tilbúnir til þess að
fjárfesta í atvinnufyrirtækjum
eins og álveri.“
Hann taldi hins vegar mik-
ilvægt að huga að því að fram-
kvæmd sem þessi blandaðist
ekki erfiðleikum vegna geng-
ismála og annarra mála. „En ef
menn setja þetta í þá röð að það
verði ekki byrjað á fram-
kvæmdum fyrr en 2010 sýnist
mér nú að þetta ætti að mörgu
leyti að geta gengið upp og því
ber að fagna.“
Guðjón sagði að sér fyndist
ekki nauðsynlegt að byggja ál-
ver af þessari stærðargráðu í
byrjun. „Mér finnst ekki na
synlegt að stefna alltaf á álv
sem eru með framleiðsluget
hátt í 300 þúsund tonn. Ég
að það hefði verið betra ef r
isstjórnin hefði tekið stefnu
stærð álversframkvæmda, h
sem það væru einhverjir stæ
unarmöguleikar þegar fram
sækti eða ekki. Álverið á
Grundartanga var til dæmis
með bullandi hagnað hjá sér
þegar það var með 90 þúsun
tonna framleiðslu.“
Guðjón taldi það ekki skil
að byggja upp hvert álverið
250–300 þúsund tonna fram
leiðslugetu á fætur öðru. „Þ
má byrja á að byggja 150 þ
und tonna álver með stækk-
unarmöguleikum. Ég tel að
eigum að fara þessi skref va
lega og þá getum við nýtt þ
tækifæri víðar á landinu. Ei
hvers staðar lendum við í va
ræðum með hvað við getum
leyft okkur í þessa veru, bæ
orkulega séð og mengunarle
Að öðru leyti ber að fagna þ
ef þetta getur orðið til þess
efla atvinnustig í landinu.“
Guðjón A. Kristjánsson, for-
maður Frjálslynda flokksins
Vill minna
álver til að
byrja með
Í MORGUNBLAÐINU
kirkjumálaráðherra þar sem
leit, að ráðherra leysi bisku
Tilefni tilmælanna eru orð h
sonar biskups um hjónaban
annars að því í nýárspredik
síðan á öðrum vettvangi.
Þar sem bréfritari er ósa
að biskup sé sviptur embæt
Björn Bjarnas
Opnu br