Morgunblaðið - 02.03.2006, Side 31
Ljósmynd/Keith Bedford
við stjórnendur Alcoa um byggingu álvers á Norðurlandi í New York í gær.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 31
Að undanförnu hefur fariðfram mikil umræða hér álandi og í nágrannalöndumum réttindi samkyn-
hneigðra gagnvart hjónabandi og fjöl-
skyldumyndun og um afstöðu trú-
félaga til þeirra. Sumir
málsvarar evangelísk-
lútersku kirkjunnar
hafa þá vitnað í tiltekna
ritningarstaði þar sem
talað er um hjónabandið
sem samband karls og
konu. Einnig hefur ver-
ið haldið fram sögu-
legum rökum í þá átt að
taka beri sérstakt tillit
til lútersku kirkjunnar á
Íslandi þegar löggjafinn
setur lög um hjóna-
bandið í nafni okkar
allra. Í þessari grein eru
rifjuð upp nokkur atriði hugmynda-
sögunnar sem kunna að vekja menn
til frekari umhugsunar um þessi mál.
Biblían er fjölbreytt rit
Biblían er sem kunnugt er trúar-
bók kristinna manna og Gamla testa-
mentið er jafnframt trúarbók Gyð-
inga. Rit Biblíunnar eru færð í letur
fyrir nokkrum þúsöldum í tilteknu
umhverfi og samfélagi. Þau end-
urspegla þetta umhverfi og þetta
samfélag eins og eðlilegt er, en jafn-
framt ber þó að hafa í huga að sam-
félagið breyttist talsvert og færðist til
á löngum ritunartíma. Þess vegna fer
því fjarri að Biblían sé eins og einn
maður hafi skrifað hana; misræmi er
talsvert í boðskap og tóntegundum
innan þessa mikla rits, enda eru við-
fangsefnin líka fjöldamörg og af ólík-
um toga, allt frá siðapredikunum til
hernaðar og frá kraftaverkum til
dæmisagna.
Þessi mikla fjölbreytni á sinn þátt í
því aðdráttarafli sem Biblían hefur
haft í sögu hugmyndanna og inn-
byrðis baráttu; hún á vafalaust sinn
þátt í því að kristin trú hefur orðið svo
útbreidd og öflug sem raun ber vitni.
Þar geta flestir fundið eitthvað við sitt
hæfi, hvort sem þeir hrífast af hern-
aðarsnilld eða fræknleik, trúarhita
eða yfirnáttúrlegum fyrirbærum,
snjöllum sögum eða fágætum siða-
boðskap. Þar sem Biblían er jafn-
framt trúarrit sem skiptir fólk miklu
hefur fjölbreytileikinn líka orðið til
þess að menn hafa löngum stundað þá
íþrótt að vitna í Biblíuna málstað sín-
um til stuðnings, bæði í stóru og
smáu. Hefur þá oftar en ekki viljað
við brenna þegar deilur verða með
mönnum að báðir aðilar hafa getað
fundið rök fyrir máli sínu í þessari
miklu bók.
Jörðin flöt, föst og í miðjunni
Á allnokkrum stöðum í Biblíunni er
talað um að jörðin sé flöt og standi á
stólpum (1. Sam. 2:8; Job 9:6; Job
38:4-6; Sálmar 75:4; Orðskviðir 8:29;
og víðar). Þetta hefur verið full-
komlega eðlilegur talsmáti á rit-
unartímanum í landluktu og til-
tölulega einangruðu samfélagi fyrir
botni Miðjarðarhafsins. Engu að síð-
ur vissu menn betur annars staðar á
sama tíma, til dæmis í forngríska
menningarheiminum þar sem menn
bjuggu við sjó og stunduðu siglingar
og önnur ferðalög, en þá verður lögun
jarðar nánast sýnileg berum augum
ef menn hafa þau opin. En þeir sem
tóku Biblíuna bókstaflega héldu
áfram að trúa á flata lögun jarðar
löngu eftir að upplýstir sæfarendur
og ferðalangar voru farnir að nýta sér
kúlulögunina í ferðum milli staða. En
síðar meir hvarf þó flata jörðin úr
hugmyndaheimi manna og þeir munu
vera harla fáir nú á dögum sem halda
henni fram af alvöru. Hitt er vert um-
hugsunar að hún hvarf án neinna
verulegra átaka þrátt fyrir það að
bókstafur Biblíunnar hafi staðið
óhagganlegur. Er engu líkara en
menn hafi tekið þann skynsamlega
kost að gleyma honum þegjandi og
hljóðalaust.
Einnig stendur í Biblíunni að jörðin
sé föst og sólin snúist um hana (m.a.
Jósúa 10:12-13; 1. Króníkubók 16:30;
Sálmar 93:1; Orðskviðir 8:29; og víð-
ar). Þegar Biblían var skrifuð var
þetta almenn skoðun jarðarbúa fyrir
utan nokkra forngríska sérvitringa,
enda kemur það vel heim við daglega
reynslu eða upplifun. Hins vegar áttu
þessir ritningarstaðir mikinn þátt í
þeirri hörðu deilu sem varð í upphafi
nýaldar þegar menn eins og Kóp-
ernikus og Galíleó töldu sig geta sýnt
fram á með óyggjandi rökum að jörð-
in snýst um möndul sinn og gengur
jafnframt á braut um
sól. Það tók Vest-
urlandabúa nokkrar
aldir að jafna þessa
deilu og hef ég lýst því
svo að kirkja og vísindi
hafi að lokum sæst á að
hafa sem minnst af-
skipti af landareignum
hvor annars. En þeir
Vesturlandamenn
munu fáir nú á dögum
sem halda því fram í al-
vöru að jörðin sé föst í
miðju alheimsins og
sólin á braut kringum
hana. Menn hafa blátt áfram hætt að
líta á Biblíuna sem heimild um þetta
enda fjalli kjarninn í boðskap hennar
um allt aðra hluti.
Sköpun og þróun
Íslendingar þekkja flestir sköp-
unarsögu Biblíunnar sem finna má í
upphafi hennar í Fyrstu Mósebók.
Hún er að sjálfsögðu barn síns tíma
eins og þau atriði sem þegar hafa ver-
ið rakin. Á 18. og 19. öld fóru rann-
sóknir í líffræði og jarðfræði að benda
til þess að ekki bæri að taka þessa
sögu bókstaflega. Sú framvinda leiddi
að lokum til þess að breski nátt-
úrufræðingurinn Charles Darwin
setti fram þróunarkenninguna í
frægri bók um Uppruna tegundanna,
sem kom út á ensku árið 1859 og hef-
ur nýlega verið þýdd á íslensku. Bók
Darwins var studd rækilegum gögn-
um og athugunum hvaðanæva af jörð-
inni og sett fram með glöggum og
þungum rökum. Hún sætti engu að
síður harðri andstöðu af hálfu þeirra
sem vildu heldur halda áfram að trúa
sköpunarsögunni. En framvinda nátt-
úruvísindanna hefur allar götur síðan
rennt frekari stoðum undir þróun-
arkenninguna og má nú heita ógern-
ingur að stunda náttúruvísindi nema
styðjast við hana beint eða óbeint.
Flestir þeir sem vilja nú á dögum
sætta þróun og sköpunarsögu kjósa
þá leið að líta á vitnisburð Biblíunnar
um þetta sem líkingamál; trúar-
brögðin hafi einfaldlega ekkert um
það að segja sem vísindin hafi skorið
úr um. Með öðrum orðum eru þeir
harla fáir, að minnsta kosti austan
Atlantshafsins, sem taka á annað
borð mark á vísindum nútímans og
reyna jafnframt að líta á sköp-
unarsögu Mósebókar sem heimild um
náttúrufræðileg efni samkvæmt bók-
stafnum.
Hver á hjónabandið?
Hér er líka skylt að minna á að ým-
islegt af því sem við tengjum kannski
kristni og kirkju nú á dögum er í
rauninni miklu eldra með mönnum en
þessi tilteknu trúarbrögð sem algeng-
ust eru á Vesturlöndum nú á dögum.
Þetta á til dæmis við um hjónabandið
sem félagslega stofnun því að hjóna-
band og einkvæni er miklu eldra en
trúarbrögð nútímans og jafnvel jafn-
gamalt manninum sjálfum. Við Ís-
lendingar vitum líka mætavel af Ís-
lendingasögunum að hjónabandið er
eldra en kristnin í sögu okkar. Þannig
veit ég ekki til að neitt skorti á að við
hugsum okkur Njál og Bergþóru sem
hjón þó að þau hafi verið heiðin sam-
kvæmt sögunni. Trú þeirra vefst eng-
an veginn fyrir okkur í því viðfangi
þótt að vísu megi vel vera að lýsingin
á þeim beri nokkurn keim af kristn-
um penna.
Siðfræði og samkynhneigð
En ekki er nóg með það að við
höfnum Biblíunni sem heimild um
náttúruvísindi heldur getur hið sama
átt við um ýmis siðfræðileg efni, eink-
um þó eins og um þau er fjallað í
Gamla testamentinu. Má ljóst vera að
þau skrif mótast af reynsluheimi
þeirra sem halda á pennanum ekkert
síður en það sem áður var rakið um
náttúru og umhverfi. Þannig blasir til
dæmis við að höfundar Gamla testa-
mentisins hafa ekki spurnir af neinu
jákvæðu sem geti fylgt samkyn-
hneigð; um slíkt eru helst höfð orð
eins og „viðurstyggð“ í íslensku þýð-
ingunni. Hins vegar lýsa rit Forn-
grikkja eins og Platóns og Saffóar frá
Lesbos allt öðrum viðhorfum frá svip-
uðum tíma en í öðru samfélagi þar
sem Vesturlandabúar eiga menning-
arlegar rætur ekkert síður en í sam-
félagi Biblíunnar.
Kirkjur Vesturlanda standa nú enn
einu sinni á krossgötum vegna nýrrar
og breyttrar þekkingar og nýrra við-
horfa í samfélaginu. Enn á ný er bók-
staf Ritningarinnar teflt fram gegn
nýjum hugmyndum sem þróun sam-
félagsins hefur leitt af sér, að þessu
sinni um réttindi og stöðu samkyn-
hneigðra. En við vitum ýmislegt um
samkynhneigð sem var ekki þekkt
þegar Biblían var skrifuð. Við vitum
til dæmis að fólki er kynhneigð ekki
sjálfráð eftir að komið er á fullorð-
insár og að henni verður ekki breytt
með neinum þekktum ráðum sem við
teljum sæmandi. Við vitum líka að út-
breiðslu samkynhneigðar eru tak-
mörk sett og hún getur því aldrei orð-
ið nein ógnun við valdakerfi þar sem
lýðræði ríkir. Við vitum að kynhneigð
annarra þarf ekki að koma okkur
neitt við ef rétt er á haldið og við höf-
um lært að meta þann mannauð sem
skapast af því að hver og einn fái að
þroska sig í þeim samskiptum við
aðra sem hann sjálfur kýs, en í því
viðfangi er ástin einmitt eitt sterkasta
aflið. Margt af þessum hugmyndum
okkar má kannski einmitt rekja til
boðskapar kristninnar um mannúð,
kærleika, mannréttindi og jafnrétti.
Margir telja að þess konar hug-
myndir séu í raun kjarninn í boðskap
kristninnar og bókstafur sem ekki
tengist honum eigi að víkja ef mis-
ræmi kemur upp í skilningi okkar á
mismunandi ritningarstöðum.
Lokaorð
Ég dreg nú saman það sem hér
hefur verið rakið:
Bókstafur Biblíunnar getur ekki
talist þungvæg rök í umræðu um mál
sem kvikna af róttækum breytingum
sem orðið hafa á þekkingu og sam-
félagi frá því að Ritningin var skrifuð.
Boðskapur hugmyndasögunnar
bendir ekki til þess að skynsamlegt sé
fyrir kirkjur Vesturlanda að reyna
enn einu sinni að fara leið bókstafsins
í slíkum málum.
Hjónabandið sem stofnun tilheyrir
ekki einum trúarbrögðum frekar en
öðrum, heldur er það nánast sameign
mannkynsins.
Hugmyndir okkar um samkyn-
hneigð hafa gjörbreyst á síðustu ára-
tugum, bæði í ljósi þekkingar og
reynslu, og jafnframt undir áhrifum
frá hugmyndum okkar um mannrétt-
indi og jafnrétti. Má raunar vel vera
að rekja megi slíkar hugmyndir til
þeirra þátta í kristinni siðfræði sem
skapa kristninni ef til vill sérstöðu
meðal trúarbragðanna.
Ég gerði í upphafi greinarinnar lít-
ið úr þeirri íþrótt manna að finna rök
fyrir málstað sínum í ritningarstöðum
sem hafa kannski lítil tengsl við meg-
inboðskap Biblíunnar eins og flestir
skilja hann. Hins vegar gegnir öðru
máli um þá staði sem kristalla þennan
boðskap og gera Ritninguna einmitt
að merkilegu og sérstæðu verki í sögu
mannsandans. Þess vegna leyfi ég
mér að ljúka þessu með tilvitnun í
frægan stað hjá guðspjallamanninum
Matteusi (7:12). Það er engu líkara en
að sá sem heldur á pennanum geri sér
sjálfur grein fyrir því að þetta vegi
þyngra en flest annað:
Allt sem þér viljið, að aðrir menn
gjöri yður, það skuluð þér og þeim
gjöra. Þetta er lögmálið og spámenn-
irnir.
Hugmyndasagan og hjónabandið
Eftir Þorstein Vilhjálmsson ’Bókstafur Biblíunnargetur ekki talist þungvæg
rök í umræðu um mál
sem kvikna af róttækum
breytingum sem orðið
hafa á þekkingu og sam-
félagi frá því að Ritningin
var skrifuð. ‘
Þorsteinn Vilhjálmsson
Höfundur er prófessor í vísindasögu
og eðlisfræði við Háskóla Íslands.
ðið
sl. seg-
a túlk-
nsku
danna
ilum í
mt að
mið
kið Ís-
Evr-
fyr-
tað
gar
ipu-
ng-
ysur
útrás-
na víða
um lönd. Það kann að vera að á
einhverjum afmörkuðum svæð-
um séu ráðgjafarfyrirtæki notuð
en það fer þá ekki hátt.
Íslensk fyrirtæki og hið op-
inbera eru langt á eftir grann-
ríkjum okkar í almannatengslum,
samskiptatækni nútímans og
skipulagðri upplýsingastarfsemi
sem á ensku nefnist „public rela-
tions“. Erlend fyrirtæki og bankar
eru mjög meðvituð um hversu
mikilvægt það er að stunda skipu-
lögð almannatengsl og upplýsinga-
miðlun. Við getum tekið Alcoa
Corp. sem gott dæmi en það notar
nánast aldrei auglýsingar heldur
leggur mikla áherslu á faglega
vinnslu og dreifingu upplýsinga og
frétta. Alcoa sparar hvorki fyr-
irhöfn né fjármagn í þeim efnum.
Microsoft er annað dæmi um fyr-
irtæki sem eyðir litlu fé í auglýs-
ingar en sparar ekki neitt þegar að
almannatengslum kemur.
Erlendar ríkisstjórnir nota
skipulega almannatengslafyr-
irtæki í borgum eins og London,
Washington, New York, Beijing
og víðar til að styrkja ásýnd lands
síns eða ná til ákveðinna hópa eins
og fjárfesta. Danmörk er í hópi
landa sem verja mestu í slíkt í
Bandaríkjunum. Nýverið gerði
samstarfaðili KOM almanna-
tengsla í Washington könnun með-
al fjárfesta og verðbréfafyrirtækja
í Washington og New York um hve
mikið þessir aðilar vissu um ís-
lenska fjármálamarkaðinn og fjár-
festingarmöguleika á Íslandi. Út-
koman var sú að nánast enginn
hafði minnstu hugmynd um ís-
lenska markaðinn, fjárfesting-
arkosti eða annað í þeim dúr. Er
ekki tímabært að leiðrétta þetta?
Ég hef oft spurt sjálfan mig af
hverju ríkisstjórnin, bankarnir og
önnur fjármálafyrirtæki leggist
ekki á eitt og hefji skipulega al-
mannatengsla-, kynningar- og
fræðsluherferð í Bretlandi, Dan-
mörku, Noregi og Svíþjóð til að
styrkja ímynd og ásjónu Íslands,
sem verðugs þátttakanda í at-
hafna- og fjármálaheimi álfunnar.
Við þurfum líka að bæta stöðuna í
Washington og New York sem er
þungamiðja fjármálalífs heimsins.
Það gengur ekki lengur að láta
eins og ekkert sé í þessum efnum.
Þeir fiska sem róa.
varað?
og
ngt á
kkar
-
ðri
Höfundur hefur rekið almanna-
tengslafyrirtækið KOM ehf. í 20 ár.
KOM hefur unnið að almanna-
tengslum bæði innanlands og er-
lendis frá upphafi.
auð-
ver
tu
held
rík-
u um
hvort
ækk-
m í
s
r
nd
lyrði
ð með
m-
Það
ús-
-
við
ar-
þessi
in-
and-
m
æði
ega.
því
að
INGIBJÖRG
Sólrún Gísladótt-
ir, formaður
Samfylking-
arinnar, segir á
vefsíðu flokksins
að hún telji
Húsavík vera
bestan kost út
frá atvinnu- og
byggðasjónarmiðum, ef af álvers-
framkvæmdum verður á Norður-
landi. Einnig telur hún að skyn-
samlegt sé hjá Alcoa að beina
sjónum að Húsavík vegna þeirra
jarðvarmavirkjana sem hægt er að
ráðast í á Þeistareykjum og við
Kröflu. Hún telur að aðrir virkjunar-
og staðsetningarkostir séu mun við-
kvæmari út frá umhverfissjón-
armiðum. Hugmyndir Alcoa um
stærð álversins gefi hins vegar til-
efni til að óttast það að jarð-
varmavirkjanir dugi ekki til og þ.a.l.
þurfi að ráðast í umdeildar vatnsafls-
virkjanir.
Ingibjörg Sólrún leggur á það
mikla áherslu að fram fari nákvæmt
mat á hvaða virkjunarkosti sé hægt
að sætta sig við út frá umhverf-
issjónarmiðum, og minnir á að vítin
séu til að varast þau og að við meg-
um ekki lenda aftur í þeirri stöðu að
efna til afdrifaríkra átaka um nátt-
úru og umhverfi landsins.
Hætt við Straumsvík
og Helguvík
Ingibjörg segir að ef álver verði reist
á Bakka geti ekki orðið af stækkun
álversins í Straumsvík og byggingu
álvers í Helguvík þar sem þessar
þrjár framkvæmdir rúmist ekki inn-
an skuldbindinga okkar í loftslags-
málum Kyoto-bókunarinnar né held-
ur samræmist þær þeirri áherslu
sem við hljótum að leggja á stöð-
ugleika í hagkerfinu og rekstrarskil-
yrði annarra atvinnugreina. Því
gætu ný álver orðið til þess að auka
einhæfni íslensks atvinnulífs til
ómælds skaða fyrir framtíðina.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
formaður Samfylkingarinnar
Telur Húsavík
besta kostinn
fyrir álver
1. mars er opið bréf til
m bréfritari fer þess á
up Íslands frá störfum.
herra Karls Sigurbjörns-
ndið, en biskup vék meðal
kun í Dómkirkjunni og
ammála biskupi vill hann,
tti sínu. Ég tek ekki und-
ir þessa kröfu bréfritara.
Vegna ágreinings bréfritara við biskup vil ég
árétta, að ég stend að því frumvarpi, sem liggur fyr-
ir alþingi um réttarstöðu samkynhneigðra og kýs,
að það nái óbreytt fram að ganga, eins og stjórn-
arflokkarnir samþykktu að tillögu ríkisstjórn-
arinnar.
son
réfi svarað
Höfundur er kirkjumálaráðherra.