Morgunblaðið - 02.03.2006, Side 42
42 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Tove RigmorGuðmundsson
hjúkrunarkona,
fædd Gliese, fæddist
í Lellinge á Sjálandi
16. júní 1924. Hún
lést á heimili sínu í
Reykjavík sunnu-
daginn 19. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin August og
Dagmar Gliese.
August Gliese var
féhirðir, f. 28.8.
1881 í Taars hjá
Sakskøbing á Lálandi, d. 4.12.
1948 í Faksinge á Sjálandi en er
grafinn í Køge. Dagmar Amalie
Sofie Hansen, fædd Bagge, var
húsmóðir og bakari, f. 3.10. 1886 í
Holeby, Fuglelse á Lálandi, d. 4.8.
1967 í Herfølge á Sjálandi. Systkin
Tove eru: Ellen Kristine Jensigne
Gliese húsmóðir, f. 6.3. 1906, d.
20.1. 1979, Carl Bernhard Gliese,
f. 22.8. 1908, d. 6.6. 1973, Kaj Erik
Gliese garðyrkjumaður, f. 24.9.
1910, d. 23.5. 1981, Anker Emil
Gliese, f. 28.8. 1911, d. 9.8. 1967,
Verner Richard Gliese, f. 6.11.
1913, d. 14.9.1994, Hans Gustav
Gliese þjónn, f. 19.9. 1915, d. 5.5.
1969, Poul Børge Ingemann Gliese
bakari, f. 14.2. 1918, d. 13.7. 1981,
Ove Christian Gliese málari, f. 1.1.
1920, d. 1.12. 1986, og eftirlifandi
Guðmundsson, f. 17.1. 1958, d. 6.3.
1960. 5) Ágúst Gliese Guðmunds-
son rafeindavirki, f. 14.6. 1966,
maki Kristín Arnardóttir, f. 16.7.
1966. Synir þeirra eru Örn, f. 1991,
Eyþór, f. 1992, og Logi, f. 1997.
Tove stundaði undirbúningsnám
fyrir verðandi hjúkrunarnema í
Rødkilde højskole á Møn vor og
sumar 1943. Hjúkrunarnám hóf
hún við Køge Sygehus haustið
1943 og lauk því í september 1946.
Framhaldsnám í geðhjúkrun
stundaði Tove við Sindsygehospit-
al Oringe í Vordingborg veturinn
1946–1947. Tove giftist Guðmundi
Guðmundssyni í Nakskov á Lá-
landi 6. apríl 1947. Hann var við
nám og störf í mjólkurfræðum á
Sjálandi. Tove hóf svo hjúkrunar-
störf á sjúkrahúsinu í Nakskov og
starfaði þar í tvö ár, til ársins 1949.
Árið 1949 fluttist Tove ásamt
manni sínum og tveimur ungum
börnum til Íslands og settust þau
að á Selfossi.
Við Sjúkrahús Selfoss starfaði
Tove í eitt og hálft ár, 1960–1961. Í
desember 1961 hóf hún störf við
St. Jósefsspítalann í Reykjavík
(Landakot) en fjölskyldan hafði þá
nýlega flust til Reykjavíkur. Á
Landakotsspítala starfaði Tove
með nokkrum hléum til 1975,
lengst af á barnadeild.
Í janúar 1977 réðst Tove til
starfa á öldrunardeild Borgarspít-
alans við Barónsstíg og þar vann
hún til starfsloka í desembermán-
uði 1993.
Útför Tove verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
systir Bodil Birgitte
Gliese, f.v. ritari, f.
13.4. 1932.
Eiginmaður Tove
var Guðmundur Guð-
mundsson mjólkur-
fræðingur, f. 22.6.
1916 í Símonarhúsi á
Stokkseyri, d. 21.5.
1974 í Reykjavík.
Foreldrar Guðmund-
ar voru Guðmundur
Guðmundsson, bók-
sali á Stokkseyri, og
Þorbjörg Þorbergs-
dóttir frá Arnarstöð-
um í Hraungerðishreppi. Tove
eignaðist fimm börn með manni
sínum. Þau eru: 1) Helen Gliese
Guðmundsdóttir, f. 2.7. 1947, f.v.
maki Sigurjón Ríkharðsson, f.
25.1. 1946. Börn þeirra eru Rík-
harður, f. 1965, Guðmundur Þór, f.
1968, og Helena, f. 1976. 2) Jón
Gliese Guðmundsson mjólkur-
fræðingur, f. 27.1. 1949, maki
Dóra Bjarnadóttir, f. 17.1. 1948.
Börn þeirra eru Bjarni Róbert, f.
1966, Sigrún Gliese, f. 1971, Birg-
itta Gliese, f. 1972, og Jón Ingi, f.
1983. 3) Eiríkur Gliese Guðmunds-
son sagnfræðingur,, f. 1.5. 1953,
f.v. maki Jensína Waage Jóhanns-
dóttir, f. 15.7. 1954. Börn þeirra
eru Hrefna María, f. 1978, Lilja
Björg, f. 1980, og Heiðrún Dag-
mar, f. 1990. 4) Guðmundur Ágúst
Tove tengdamóðir mín er látin.
Ég kveð hana með miklum söknuði.
Ég kom ung inn á heimili hennar
þegar ég kynntist yngsta syni henn-
ar á menntaskólaárum mínum.
Heimili Tove var mér alltaf opið á
þessum árum.
Síðar þegar við eignuðumst
drengina okkar var Tove alltaf boð-
in og búin að hjálpa okkur á allan
hátt. Ég get þakkað tengdamóður
minni fyrir að ég lauk kennaranámi
mínu á sínum tíma búin að eignast
tvo eldri drengina en hún hvatti mig
óspart áfram að ljúka námi.
Tove kom ung til Íslands með eig-
inmanni sínum og þá tveimur börn-
um.
Ég gat sett mig svolítið í spor
hennar þegar við fjölskyldan fórum
saman til Álaborgar og dvöldum þar
við nám og störf og strákarnir okk-
ar þrír stunduðu leik- og grunnskóla
í dönsku samfélagi í þrjú ár. Það var
ómetanleg reynsla fyrir okkur öll að
kynnast föðurlandi tengdamóður
minnar og okkur fannst við vera
nánar tengd henni fyrir vikið.
Síðustu mánuði fræddi hún okkur
um æskuslóðir sínar og tíðarandann
og margar skemmtilegar sögur
komu fram í dagsljósið. Við þessi
þáttaskil er efst í huga þakklæti fyr-
ir þann tíma sem við fengum að
njóta nærveru hennar.
Kristín Arnardóttir.
Það er erfitt að kveðja ástvin, og
nú er komið að því að kveðja Tove
ömmu. Lífsins vegur sem liggur fyr-
ir hverjum manni og gleymir eng-
um. Eirir engum. Þó svo maður leiti
huggunar í að konan átti sín rúm
áttatíu ár með fjölskyldu sinni læð-
ast tárin að manni. Sorgin, eins og
hún er.
En í dag fylgjum við ástkærri
móður, ömmu og langömmu okkar
til grafar, þar sem hún verður jarð-
sett við hlið afa heitins, og hyllum
ævi hennar og arfleifð.
Fyrir átján árum, aðfaranótt jóla-
dags, gisti amma hjá okkur og fékk
hún rúmið mitt en ég fékk gólfið.
Tólf ára gömul stúlka horfir ekki á
ömmu sína og sér fortíð, sögu eða að
hún hafi nokkurn tímann verið
stúlka eins og hún sjálf. Amma hef-
ur alltaf verið amma. En þessa nótt,
eftir allan matinn og yndislegu
pakkana, gat ég engan veginn sofn-
að og lá þarna á harða gólfinu. Þá
byrjaði amma allt í einu að tala.
Ekki eins og vananlega, heldur
heyrði ég að þarna voru sögur að
koma. Hálfhissa á ömmu hlustaði
ég, og þegar ég virkilega fór að
hlusta þá uppgötvaði ég að amma
hafði upplifað allt annan tíma en ég.
Verandi ein af tíu systkinum hefur
amma þurft að vera sjálfstæð og
ákveðinn einstaklingur, á meðan ég
var langyngst af þremur og hálfgert
einbirni, dekruð fram úr hófi.
Hver hefur ekki heyrt ömmur
segja „þegar ég var á þínum
aldri …“ En amma var ekki þannig
þessa nótt. Yfir þessum sögum lá
ævintýrablær.
Amma upplifði hersetu Þjóðverja
í seinni heimsstyrjöldinni og talaði
hún um útgöngubann eftir myrkur,
andspyrnuhreyfingar og fólk sem
upplifði hatur og eyðingu. Ég gat
ekki hætt að spyrja hana. Af hverju
þetta amma? Af hverju hitt? Allt
sem mér datt í hug að spyrja hana
um.
Til að verða fimm um morguninn
svaraði hún mér og gaf mér innsýn í
líf sitt. Hjúkrunarnámið sitt, þegar
hún vann á herrasetrum, þegar hún
hitti afa sem var þá í Danmörku að
læra til mjólkurfræði. Hjólreiðatúr-
ar meðfram ökrum sem uxu það
hátt að aðeins var hægt að sjá bláan
himininn yfir heiðgulum breiðunum.
Búferlaflutningarnir heim til Ís-
lands með tvö ung börn, sjálf fár-
veik, velkjast um á millilandaskipi.
Um missinn þegar Guðmundur
Ágúst lést og einnig þegar Guð-
mundur afi lést. Ekkja rétt rúmlega
fertug, þá með fjögur börn.
Eflaust hef ég á endanum sofnað
af þreytu, en ég man þetta vel. Til-
finningin sem ólgaði í maganum á
mér á meðan hún sagði frá. Seint
gleymi ég þessari nótt.
Margar góðar minningar á ég um
ömmu mína sem eru mér dýrmætar.
Hún kenndi mér að prjóna, leggja
kapal, lesa Andrésar andar blöð á
dönsku og hún kenndi mér að búa til
sósu. Seinna meir fékk ég að eyða
með henni heilu ári þegar ég flutti
til hennar þegar ég byrjaði í fram-
TOVE R.
GUÐMUNDSSON
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
MAGNÚS JÓNSSON,
Flétturima 27,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum í Fossvogi föstu-
daginn 24. febrúar, verður jarðsunginn frá Garða-
kirkju mánudaginn 6. mars kl. 11.00.
Ágústa Magnúsdóttir, Kristján Sigfússon,
Evert Sveinbjörn Magnússon, Hugrún Stefánsdóttir,
Sigrún Magnúsdóttir,
Hildur Kolbrún Magnúsdóttir,
Berglind Agnes Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær konan mín og móðir okkar,
ÞORBJÖRG SVEINBJARNARDÓTTIR,
Huppahlíð,
Miðfirði,
verður jarðsungin frá Staðarbakkakirkju, Miðfirði,
laugardaginn 4. mars kl. 14.00.
Helgi Björnsson,
Ólöf Guðrún Helgadóttir,
Björn Helgason,
Jóhanna Hólmfríður Helgadóttir,
Elínbjörg Helgadóttir,
Hjalti Sigursveinn Helgason.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GRÓA BJARNEY HELGADÓTTIR,
Skúlagötu 20,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Laugarneskirkju föstudaginn
3. mars kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á
Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins.
Sigrún Þorláksdóttir,
María Þorláksdóttir, Þór Jóhannsson,
Sigurjón Þorláksson, Svanfríður Magnúsdóttir,
Gunnar Þorláksson, Kristín Eyjólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn, fósturfaðir, afi, sonur og
bróðir,
ÞORVALDUR ÓSKARSSON
frá Kaldárhöfða,
Mánagötu 3,
Grindavík,
verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju laugar-
daginn 4. mars og hefst athöfnin kl. 13.00.
Þórunn Sigurðardóttir.
Sigríður Ragna Haraldsdóttir, Piotr S. Latkowski,
Berglind Anna Haraldsdóttir, Kjartan Kristjánsson,
Pálína Þorsteinsdóttir,
barnabörn og systkini.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
ÁSDÍSAR ÓLAFSDÓTTUR
hjúkrunarkonu,
Bólstaðarhlíð 15,
Reykjavík.
Þorvaldur Lúðvíksson,
Hervör Lilja Þorvaldsdóttir,
Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir,
Lúðvík Þorvaldsson, Jóhanna Gunnarsdóttir,
Ólafur Börkur Þorvaldsson, Ragnheiður Einarsdóttir,
Þórhallur Haukur Þorvaldsson, Kristín Rut Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástríkur sonur okkar og bróðir,
SIGURÐUR TRAUSTI KJARTANSSON
iðntæknifræðingur,
til heimilis í Kaupmannahöfn,
áður Hjarðarhaga 44,
Reykjavík,
sem lést í vinnuslysi í Kaupmannahöfn miðviku-
daginn 22. febrúar, verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 3. mars kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlegast bent á LAUF (Landssam-
band áhugafólks um flogaveiki) í síma 551 4570.
Unnur Jensdóttir, Kjartan Trausti Sigurðsson,
Kristín Maymann Kjartansdóttir og fjölskylda.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SÓLVEIG HJÁLMARSDÓTTIR,
Þúfubarði 13,
Hafnarfirði,
sem lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði
fimmtudaginn 23. febrúar, verður jarðsungin frá
Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 3. mars og hefst
athöfnin kl. 13:00.
Matthildur Kristensdóttir, Sæberg Guðlaugsson,
Hilmar Kristensson, Sigrún Halldórsdóttir,
Erlingur Kristensson, Gyða Úlfarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.