Morgunblaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 47
HESTAR
H
estur er ekki bara
hestur. Hestur er
hundur, lækjar-
spræna og réttar-
dagur, hríðarhragl-
andi og sumarþeyr, jórtrandi kýr og
jafnvel köttur. Reyndar er alkunn-
ugt að hestur er með hófa en ekki
þófa – en hann stendur fyrir sveit,
náttúru, og skal því haldið fram að
maðurinn þrífist ekki, hvorki lík-
amlega né andlega, án skilnings á
henni. Eftir að hafa eytt stórum
hluta síðustu aldar í að sverja af
okkur torfkofann, afneita ömmu
gömlu og þeirri staðreynd að við er-
um hluti af móður jörð er eins og
nokkurt afturhvarf hafi orðið og eiga
hestamenn ekki síst þátt í því.
En sumum finnst enn allt sem
tengist sveit afskaplega hallærislegt
og fyndið og finnst sér bera menn-
ingarleg skylda til að brosa út í ann-
að þegar minnst er á bændur t.a.m.,
enda hafa fjölmiðlar verið duglegir
við að draga upp mynd af „afdala-
bóndanum“, sem fyrirfinnst reyndar
líka í 101 Reykjavík. En það er ekki
bara afneitunarferlið og álglýjan
sem eiga hlut að máli heldur einnig
kunnáttuleysi og hræðsla. Við hræð-
umst það sem skiljum ekki og felum
okkur því með brosinu, afbökum fyr-
irbærið og tölum um það á barna-
máli: Hestur verður hoho og
gobbidígobb og köttur að eilífu kisa.
Að taka feil
á lóunni og gemsanum
Hestamenn eru hinir nýju bænd-
ur og ég bind vonir við að þeir muni
halda merkjum sveitarinnar á lofti,
enda ekki púkó að vera hestamaður.
Hrossabændur eru í mörgum sveit-
arfélögum orðnir mun fleiri en hefð-
bundnir kúa- og fjárbændur og að
auki er mikil ásókn hjá þétt-
býlisbúum í að kaupa jörð á lands-
byggðinni undir hross eða vegna
annarra hugðarefna og þeir búa í
raun á tveimur stöðum. Er nú svo
komið að bændur eru jafnt í sveit og
borg. En betur má ef duga skal og í
ljósi svokallaðra uppkaupsmála í
hesthúsahverfinu í Kópavogi eru
margir hestamenn í þéttbýli ugg-
andi yfir framtíðinni og óttast að
verða með tíð og tíma hraktir upp til
fjalla.
Nú má ljóst vera að hér talar
sveitamaður, sveitavargur ef ein-
hverjum sýnist svo, núna reyndar á
mölinni. Sveitamenn eru ekki lausir
við firringu nútímans frekar en aðrir
og á útreiðum í Heiðmörk á suðvest-
urhorninu alræmda þreifa ég í fáti
eftir símanum þegar aumingja lóan
dirrindíar, bara fyrir mig. Hins veg-
ar hætti ég að tala um kisu, nema í
vissu samhengi, um það leyti sem
mér fannst ég orðin of gömul til að
syngja hástöfum: „Komdu, kisa
mín …“ Fátæklegt orð eins og kisu-
stelpa fær svo hárin til að rísa á
rótgróinni læðu. Ég óttast það nefni-
lega að menningin og orðaforðinn
sem sveitamanninum er í blóð bor-
inn hverfi og bóndi fái spurningu á
borð við: Hvaða dýr ertu með? eða
hann segi sjálfur: Hesturinn dó í
morgun. Má ég þá frekar biðja um
að skepnan hafi drepist – af ekki
minni virðingu.
Í fréttum fyrir nokkru var sagt
frá leikskóla sem heldur gæludýr og
börnin hirða og leist mér vel á – þar
til talið barst að jarðarför eins
dýrsins. Auðvitað er gott og gilt að
kenna börnunum að líf og dauði eru
systkin en varla eru orð eins og
jarðarför og leiði viðeigandi og er
þetta dæmi um hve allt skal beinast
að hinum sjálfhverfa manni. Á net-
inu er til dæmis hægt að fletta upp
orðinu gæludýrakirkjugarður og
hefur einhverjum sem sagt tekist að
kristna gæludýrið sitt áður en það
lést. Það yrðu víst allnokkrar jarð-
arfarir sem meðalbóndinn færi í á
starfsævinni ef hann færi að dæmi
leikskólans og jörðin fylltist af
krossum merktum Skrautu, Skjóna
og Flekku, Snata og Bröndu.
Eða er það kannski bara eðlilegt
að útför kanínu sé gerð frá leikskóla
þegar litið er til þess að blessuð
börnin hafa varla séð mold á ævinni,
hvað þá blóð? Er ekki fokið í flest
skjól þegar ég smala afrétt sem nær
lengst upp á Sprengisand að klárinn
skuli skransa undir mér á malbiki,
allt í boði virkjunarmanna? Ætli
Spaugstofumenn reynist ef til vill
sannspáir og eina úrræði hesta-
manna í þéttbýli verði að hýsa hest-
inn í íbúðinni eða á svölunum og
hann éti upp úr poppskálinni eins og
hvert annað gæludýr? Að minnsta
kosti voru hestar skilgreindir sem
gæludýr í einu blaðanna nýlega.
Víða erlendis eru hestar raunar
orðnir eins konar gæludýr og hafa
þeir þar með tapað eðli sínu og verða
loks lýsandi dæmi þess að sjaldan
launi kálfur ofeldi sitt.
Bóndi í sveit og borg
Ef vel er haldið á spilunum mun
landinn búa áfram í sveit í borg/borg
í sveit, sem Ísland vissulega er, og
það varðar þjóðarheill að bóndinn í
Íslendingum – eða jarðarbúum yf-
irhöfuð – verði ekki útlægur ger.
Golfvellir fá alla vega að blómstra á
höfuðborgarsvæðinu, víða á góðu
byggingarlandi, og er ágætis sveit
að finna í golfinu þó að mörgu leyti
sé hún manngerð. Og stundum mæt-
ast tveir heimar og er skemmst að
minnast þess þegar hrossastóð
nokkurt komst í fréttirnar þegar það
brá sér einn góðan veðurdag á reyk-
vískan golfvöll í Grafarvogi og gerðu
þar margir holu í höggi – skiljanlega
við lítinn fögnuð mannspilara.
Nú er bara að vona lóan hafi ekki
móðgast endanlega við sveitamann-
inn mig og hún haldi uppteknum
hætti í vor og kveði burt snjóinn.
Lítil frænka mín gefur fyrirheit um
vorkomuna er hún segir mér al-
vörugefin frá því að kálfur hafi drep-
ist í morgun.
[Þeir sem skildu hvorki upp né
niður í þessum skrifum eða þóttu
þau hallærisleg með afbrigðum
verða annaðhvort að bíta í það
súra epli að vera ekki nógu miklir
sveitamenn í sér eða gerast
„landsbyggðarfrík“ við fyrsta
tækifæri, skilurru?]
Dáin dýr og
dauðar skepnur
Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur
thuridur@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Hestar, sem sumir kalla gobbidígobb, eru óvelkomnir kylfingar. Ef vel er
haldið á spilunum mun landinn búa áfram í sveit í borg/borg í sveit og það
varðar þjóðarheill að bóndinn í Íslendingum verði ekki útlægur ger.
STÓRSÝNINGIN Æskan og hesturinn verður
haldin 11. og 12. mars næstkomandi í Reið-
höllinni í Víðidal og fer sýningin nú fram í sex-
tánda sinn. Hestamannafélögin Andvari, Fák-
ur, Sörli, Hörður, Gustur, Sóti og Máni standa
að sýningunni og það er unga fólkið í félögun-
um sem kemur þar fram í ýmsum atriðum
með hesta sína. Skipuleggjendur búast við ríf-
lega 250 börnum og unglingum og auk þess
munu birtast landsfrægir skemmtikraftar.
„Mjög fjölbreytt atriði eru í boði en fram
koma bæði yngstu knapar landsins og Íslands-
meistarar síðasta árs. Skemmtilegt er að
benda á að margir þeirra sem hömpuðu Ís-
landsmeistaratitli á síðasta ári komu einmitt
fram sem pollar á sýningu hjá Æskunni og
hestinum fyrir nokkrum árum. Það má því
reikna með að einhverjir af þeim glaðlegu
ungu knöpum sem koma fram í Grímureiðinni
í ár muni koma fram sem Íslandsmeistarar
eftir nokkur ár,“ segir í fréttatilkynningu.
Tvær sýningar verða haldnar hvorn daginn,
fyrri sýningin hefst klukkan 13 og sú seinni kl.
16. Aðgangur er ókeypis og eins gott að mæta
snemma á þennan vinsæla viðburð í hesta-
mennskunni því árlega hafa mætt um 5.000
gestir.
Æskan og hesturinn í sextánda sinn
LÍFLEGT hefur verið undanfarna daga hjá
hestamönnum sem sótt hafa mót. Hinni nýju
Meistaradeild VÍS var hleypt af stokkunum
fyrir helgi í Ölfushöllinni og keppt í fjórgangi
þar sem Þorvaldur Árni Þorvaldsson varð
hlutskarpastur á Ör frá Prestbakka. Svell-
kaldar konur reyndu hesta sína á ísnum í
Laugardalnum sl. laugardag og bar Birgitta
Dröfn Kristinsdóttir sigur úr býtum í fyrsta
flokki á Dröfn frá Höfða. Mikil stemning og
góð þátttaka var á þessum mótum. Hörður í
Mosfellsbæ hélt auk þess fjörugt mót um
helgina, víðavangshlaup eða peningahlaup, og
er um að ræða kappreiðar um Leirurnar þar
sem keppendur verða að leysa ákveðna þraut
til að ná settu marki. Keppt er til verðlauna
og var mótið það fyrsta af fimm. Segjast
mótshaldarar sumpart vera að endurvekja
Leirugleðina sem var aðalskemmtun Mosfell-
inga fyrir nokkru. Sigurður Straumfjörð átti
besta tímann og hlaut 50 þúsund kr. í verð-
laun.
Ístölt Austurland fór einnig fram um liðna
helgi og tókst vel til í góðu veðri. Guðmundur
Björgvinsson sigraði í opnum flokki á Takti
frá Tjarnarlandi eftir harða baráttu við Hans
Kjerúlf og Leó Geir Árnason, sem sigraði í
fyrra. Finna má úrslit móta á mbl.is undir
ítarefni.
Fram undan er Meistarakeppni Húnvetn-
inga sem verður haldin á morgun, 3. mars, í
reiðhöllinni í Arnargerði og er keppt í tölti að
þessu sinni. Á laugardaginn verður síðan
haldið annað vetrarmót Geysis á Gaddstaða-
flötum, sem og aðrir vetrarleikar Andvara á
Kjóavöllum og vetrarleikar Glaðs í Búðardal.
Fyrsta vetrarmót Sleipnis og Ljúfs fer að
auki fram 4. mars.
Fjör á ís,
leirum og í höll
Meira á mbl.is/itarefni