Morgunblaðið - 02.03.2006, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 49
DAGBÓK
Sérhæð við Ægisíðu óskast
- staðgreiðsla
Sérhæð við Ægisíðu óskast - staðgreiðsla
Óskum eftir 120-150 fm hæð við Ægisíðu, stað-
greiðsla í boði.
Íbúðin þarf ekki losna fyrr en á seinni hluta ársins.
Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson.
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
Raunvísindaþing verður haldið í Öskju,náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands,dagana 3. og 4. mars. Raunvísinda-þingið er ætlað sem vettvangur rann-
sóknarnámsnemenda, kennara og sérfræðinga við
raunvísindadeild og þær stofnanir sem henni
tengjast: Raunvísindastofnun og Líffræðistofnun,
til að kynna störf sín.
Bæði er þinginu þannig ætlað að auka upplýs-
ingaflæði innan deildarinnar og stofnananna, sem
og að gefa fræðimönnum tækifæri á að kynna sér
störf kollega sina. Um leið er þingið vettvangur til
að kynna almenningi viðfangsefni raunvísinda-
manna hér á landi.
Raunvísindaþing var síðast haldið hér á landi
fyrir tveimur árum en þá lögðu um 250 manns
fram efni til kynningar á þinginu.
Meðal þeirra sem flytja erindi á Raunvísinda-
þinginu að þessu sinni er Þóra Ellen Þórhallsdóttir
plöntuvistfræðingur sem mun fjalla um nánari
greiningu á niðurstöðum fyrsta áfanga ramma-
áætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma:
„Rammaáætluninni var hleypt af stokkunum fyrri
hluta árs 1999 og er markmið hennar að meta alla
helstu orkukosti landsins, bæði í vatnsafli og jarð-
varma, þannig að litið sé til sem flestra þátta; bæði
orkugetu og arðsemi, sem og áhrifa á umhverfi,
efnahag og samfélag,“ segir Þóra.
„Fyrsta áfanga lauk í árslok 2003 með mati og
röðun á 41 virkjunarkosti. Unnið var í fjórum fag-
hópum sem hver um sig átti að meta og raða virkj-
unarkostunum út frá ólíkum forsendum sem gefn-
ar voru,“ útskýrir Þóra sem var formaður faghóps
1 sem meta átti virkjunarkosti út frá áhrifum á
náttúru- og menningarminjar.
„Íslenska rammaáætlunin á sér líklega aðeins
eina hliðstæðu, í Noregi. Niðurstöðurnar veita ein-
stakt tækifæri til að kryfja nánar í hverju um-
hverfisáhrif mögulegra virkjanaframkvæmda
kunna að felast, og munar þar ekki síst um að beitt
var heildstæðri og samræmdri aðferðafræði við at-
hugun allra orkukosta. Niðurstöðurnar leyfa þann-
ig t.d. að könnuð sé fylgni milli ýmissa þátta nátt-
úrufars, s.s. hvort svæði sem eru verðmæt vegna
jarðminja séu líka líkleg til að verða verðmæt
vegna landslags eða lífríkis. Einnig hvort líklegt er
að virkjanir hafi meiri áhrif á suma þætti nátt-
úrufars en aðra, hvaða munur sé á náttúru-
verndargildi svæða sem henta til virkjunar vatns-
afls annar vegar og jarðhitasvæða hins vegar. Að
lokum má svo bera saman líkleg umhverfisáhrif
virkjunar vatnsorku og jarðvarma og hvort, og
hversu sterk, fylgni sé á milli umhverfisáhrifa og
orkugetu virkjunar.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Vísindi | Raunvísindaþing verður haldið í Háskóla Íslands 3. og 4. mars
Rannsóknir í raunvísindum
Þóra Ellen Þórhalls-
dóttir fæddist í Reykja-
vík 1954. Hún lauk
stúdentsprófi frá MH
1974, BS í grasafræði
frá Háskólanum í Wales
og doktorsgráðu í
plöntuvistfræði frá
sama skóla 1984.
Þóra starfaði við rann-
sóknir á áhrifum miðl-
unarlóns í Þjórsár-
verum 1982–1994 og sat í náttúruverndarráði
1987–1990. Hún sat í verkefnisstjórn ramma-
áætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma
1999–2003. Þóra Ellen er nú prófessor í
grasafræði við Háskóla Íslands.
Þóra er gift Helga Björnssyni jöklafræðingi
og eiga þau tvö börn.
Baráttuspil.
Norður
♠9
♥KD103 S/AV
♦Á10983
♣ÁK7
Vestur Austur
♠G7654 ♠ÁK2
♥97 ♥ÁG9
♦-- ♦D542
♣DG10842 ♣965
Suður
♠D1083
♥8642
♦KG76
♣3
Spil dagsins er frá tvímenningi
Bridshátíðar. Svo sem sjá má eru fjög-
ur hjörtu freistandi samningur í NS, en
legan er slæm – austur er með ÁGx í
hjarta og vestur tíguleyðu. Í reynd
fóru fjögur hjörtu því 1-2 niður.
Sigurvegararnir tvímenningsins,
þeir Jón Baldursson og Þorlákur Jóns-
son, lentu í harðri sagnbaráttu gegn
Svíunum Johan Sylvan og Maarten
Gustawsson. Allt fór þó rólega af stað:
Vestur Norður Austur Suður
Sylvan Jón Gustawsson Þorlákur
-- -- -- Pass
Pass 1 lauf * Pass 1 tígull *
Pass Pass ! Dobl 3 tíglar
3 spaðar 4 tíglar Dobl
Allir pass
Þorlákur og Sylvan passa í byrjun
og Jón vekur á sterku laufi (Precison).
Þorlákur afmeldar og Jón ákveður að
passa tígulsvarið með góðan tígul og
einungis 16 punkta. Gustawsson vakn-
ar þá til lífsins með dobli og Þorlákur
stekkur í þrjá tígla, enda með góðan
tígulstuðning og hámark fyrir afmeld-
ingunni. Sylvan berst í þrjá spaða og
Jón í fjóra tígla, sem Gustawsson dobl-
ar.
Laufdrottning kom út, sem Þorlákur
drap og spilaði spaða. Gustawsson tók
með kóng og spilaði laufi áfram. Þor-
lákur drap í borði og spilaði trompi á
sjöuna. Þegar hún hélt var eftirleikur-
inn auðveldur: tíu slagir, 510 í NS og
96% skor.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
1. e4 c5 2. c3 d5 3. exd5 Dxd5 4. d4 g6 5.
Rf3 Bg7 6. Ra3 cxd4 7. Rxd4 Rh6 8.
Bb5+ Bd7 9. O-O O-O 10. Bxd7 Rxd7
11. He1 e6 12. Bxh6 Bxh6 13. c4 Dc5
14. Rb3 De7 15. Df3 Rc5 16. Rxc5 Dxc5
17. Had1 Bg7 18. Db3 Had8 19. Rc2 b6
20. h3 Hxd1 21. Hxd1 Hc8 22. Ra3 De5
23. Rb5 Df4 24. g3 Dxc4 25. Hd8+ Bf8
26. Dxc4 Hxc4 27. Rxa7 Hc2 28. b4
Hxa2 29. Rc6 Hc2 30. Re5 Kg7 31. Hd7
Bxb4 32. Hxf7+ Kg8 33. Hb7 Bc5 34.
Hb8+ Kg7 35. Hb7+ Kf6 36. Rd7+
Kf5 37. Rxc5 bxc5 38. Hxh7 c4 39. h4 c3
40. Kg2 Ke4 41. He7 e5 42. He6 Kd5
43. Hxg6
Staðan kom upp á Meistaramóti
Taflfélagsins Hellis sem lauk fyrir
skömmu. Stigahæsti keppandi móts-
ins, Sigurbjörn Björnsson (2337), hafði
svart og sneri nú laglega á andstæðing-
inn sinn, Tómas Björnsson (2213). 43...
Hxf2+! 44. Kxf2 c2 nú vekur svartur
upp nýja drottningu og þarf þá ekki að
spyrja að leikslokum. 45. Ha6 c1=D
46. Ha5+ Ke4 47. Ha4+ Kd3 48. Ha8
De3+ og hvítur gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Svartur á leik.
Hagnaður Orkuveitunnar
ÉG er einn af þjóðfélagsþegnum
þessa lands og hef nú verið að velta
því fyrir mér, eftir að þær fréttir
bárust að hagnaður Orkuveitunnar
væri upp á nokkra milljarða, hvort
Orkuveitan og önnur vatns- og raf-
orkufyrirtæki séu ekki þjóðareign.
Ef svo er þá get ég ekki séð annað í
stöðunni en að þegar hagnaður er
umtalsverður eigi landinn að njóta
góðs af. Einhver starfsmaður hjá
Orkuveitunni hélt því fram þegar
þetta var borið upp um daginn að
orkuverð hefði ekki hækkað um
nokkurt skeið, en ég spyr til hvers ef
hagnaðurinn er svo mikill? Þið, yfir-
menn þessara fyrirtækja, eigið þetta
ekki einir og komið þessum aurum
út í formi lægri vatns- og raforku-
gjalda. Það má geta þess að á sínum
tíma hafði Orkuveitan mikla peninga
til ráðstöfunar og þá, viti menn,
byggðu þeir Perluna (alveg fyrir-
myndarhöll) en ég man ekki betur
en svo að kostnaðurinn þá hafi farið
langt fram úr fjárhagsáætlun og
halli komið á reksturinn. Hvar gerð-
ist þá, jú, við sem búum á þessu
skeri þurftum að borga brúsann með
hærri gjöldum. Svei ykkur.
Sá sem borgar brúsann.
Hemmi Gunn samur við sig
MIG langar bara til að þakka sjón-
vapsmanninum Hermanni Gunnars-
syni fyrir fyrir að létta okkur lands-
mönnum lífið með glaðværð sinni og
jákvæðni. Við munum eftir honum
frá því í þáttunum „Á tali hjá
Hemma Gunn“, hérna um árið, þar
sem hann hreif alla með sér, jafnt
þáttakendur sem áhorfendur.
Undanfarin misseri hefur hann hald-
ið úti bráðskemmtilegum sjónvarps-
þætti á Stöð 2, „Það var lagið,“ og
þar er sama sagan. Það er alltaf létt
yfir Hemma og hafi hann þökk fyrir
að stytta okkur stundir við sjón-
varpsskjáinn.
Þakklátur sjónvarpsáhorfandi.
Bíllyklar töpuðust
BÍLLYKLAR með fjarstýringu töp-
uðust við Sigtún á fimmtudag í síð-
ustu viku. Finnandi vinsamlegast
hafið samband í síma 568-8165.
Fundarlaun í boði.
Friðrik og Laufey.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Hemmi Gunn ásamt tónlistar-
stjórum þáttarins „Það var lagið“,
Pálma Sigurhjartarsyni og Karli
Olgeirssyni.
90 ÁRA afmæli. Í dag, 2. mars, erníræður Indriði Guðjónsson,
Vogatungu 3, Kópavogi. Eiginkona
hans er Selma Friðgeirsdóttir og eru
þau að heiman í dag
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
60 ÁRA afmæli. Í dag, 2. mars, ersextug Júlía Baldursdóttir. Í
tilefni þess býður hún þeim sem vilja
gleðjast með henni í léttar veitingar
laugardaginn 4. mars kl. 17 í húsi Frí-
múrara að Stillholti 14 á Akranesi.
HLYNUR Hallsson opnar sýn-
inguna MYNDIR – BIDER –
PICTURES í Jónas Viðar Gallery á
Akureyri laugardaginn 4. mars
klukkan 14. Hlynur sýnir hér 14
textaljósmyndir sem eru nokkurs
konar dagbók eða myndaalbúm.
Myndirnar eru af hversdagslegum
hlutum sem eru ef til vill ekki hvers-
dagslegir og textarnir eru hugleið-
ingar um hlutina eins og þeir eru ef
til vill þá stundina. Hlynur byrjaði á
þessari myndröð með sýningu í Ný-
listasafninu 2003 og hefur haldið
henni áfram síðan og sýnt úr henni í
Sojo gallery í Kumamoto í Japan,
Galleri 21 í Malmö í Svíþjóð, Galerie
Robert Drees í Hannover í Þýska-
landi og ash gallerí í Varmahlíð svo
einhverjir staðir séu nefndir. Þetta
er þó í fyrsta skipti sem flestar þess-
ara mynda eru sýndar á Íslandi.
Hlynur Hallsson var bæjarlista-
maður Akureyrar 2005 og sýningin
í Jónas Viðar Gallery er fjórða og
síðasta sýningin í röð sýninga á
Akureyri sem Hlynur setur upp af
þessu tilefni. Sýningin AFTUR –
WIEDER – AGAIN stendur yfir í
Gallerí + en henni lýkur á sunnu-
dag. Hinar voru í Populus Tremula
og á Háskólabókasafninu.
Sýningin í Jónas Viðar Gallery
stendur til 26. mars 2006.
Dagbók í myndum
TENGLAR
..............................................
www.hallsson.de
LAUGARDAGINN 4. mars kl. 16
opnar Jónas Viðar Sveinsson
sýningu sína, Óskabrunn, í
Populus tremula í Listagili á Ak-
ureyri.
Jónas er einn af þekktustu
listamönnum Akureyringa og er
umfram allt þekktur af mál-
verkum sínum.
Að þessu sinni sýnir Jónas á
sér nýja hlið og sýnir innsetn-
ingu, þrívítt verk sem hann vinn-
ur í sýningarrýminu.
Sýningin verður einnig opin
sunnudaginn 5. mars frá klukkan
14–17. Aðeins þessa einu helgi.
Jónas Viðar sýnir
innsetningu í Listagili