Morgunblaðið - 06.03.2006, Blaðsíða 62
62 F MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030.
Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar.
564 1500
27 ára
EIGNABORG
Fasteignasala
Furugrund Glæsileg 3ja herb. 88 fm
endaíbúð, íbúðin er endurnýjuð mjög
smekklega, m.a. er verið að ljúka við bað-
herbergið.
Hjallabrekka 173,2 fm einbýli, 4
svefnherb., eldhús endurnýjað að hluta,
baðherbergi nýlega flísalagt. Heitur pottur
er við suðurhlið. Stór garður.
Núpalind 116,7 fm glæsileg 4ra her-
bergja íbúð ásamt stæði í lokuðu bílskýli.
Rúmgóð þrjú svefnherbergi. Íbúðin getur
verið laus fljótlega.
Goðakór-Kóp. Í byggingu 208 fm hús
á tveimur hæðum, 4 svefnherb. og 35 fm
bílskúr. Húsið verður afhent múrhúðað að
utan, en fokhelt að innan. Til afh. strax,
mikið útsýni.
Flesjakór-Kóp. Í byggingu 208 fm
hús á tveimur hæðum, 5 svefnherb. og 37
fm bílsk. með mikilli lofthæð. Húsið verður
afhent múrhúðað að utan, en fokhelt að
innan. Mikið útsýni.
Lautasmári Glæsileg 134 fm 5 herb.
íbúð á 8. hæð, 4 svefnh. flísalagt baðh.,
parket á stofu og herb. Mikið útsýni.
Hesthús Glæsilegasta 34 hesta hús í
Fjárborg, þrjú útigerði, 49 fm kaffistofa, til
afhendingar strax. V 22,5 m.
Dalshraun Hfj. Atvinnuhúsnæði til
sölu, um ræðir tvær 120 fm hæðir með
innkeyrsluhurðum. Húsnæði er í leigu.
Smiðjuvegur
561 fm atvinnuhúsnæði með
stórri innkeyrsluhurð, möguleiki er
á að skipta eigninni í þrjá hluta.
Laust 1. maí.
FJÖLGUNARAÐFERÐIR plantna eru margvíslegar
og hafa garðyrkjumenn fylgst með aðferðum plantna í
náttúrunni í gegnum tíðina og reynt að tileinka sér þess-
ar aðferðir í framleiðslu sinni á plöntum.
Ágræðsla er fjölgunaraðferð sem gengur út á það að
lítil grein af sérstakri plöntu er grædd ofan á rót af ann-
arri plöntu og upp vex ný planta samsett úr tveimur eða
jafnvel fleiri plöntum. Talið er að ágræðsluaðferðin eigi
uppruna sinn að rekja til þess að menn tóku eftir því að
þar sem tré standa þétt saman geta greinar tveggja mis-
munandi einstaklinga vaxið saman ef greinarnar eru fast
upp við hvora aðra og hreyf-
ast ekki mikið. Vitað er að
Kínverjar vissu heilmikið um
ágræðslu löngu fyrir Krists-
burð og Rómverjar voru eld-
klárir í ágræðslu. Þeir not-
uðu ágræðsluaðferðina
meðal annars á ólífutré en
þau eru alræmd fyrir það
hversu erfitt er að fjölga
þeim kynlaust. Á miðöldum
jukust vinsældir ágræðsl-
unnar til muna í kjölfar
landafundanna miklu og
gríðarlegra flutninga á
plöntuefniviði milli heimsálfa
en smám saman varð ljóst að
þessar fjölgunaraðferðir
væru sérstaklega heppilegar
við fjölgun aldintrjáa.
Til eru ótal aðferðir við ágræðslu. Neðri hluti plönt-
unnar, sá sem myndar rótakerfið og hugsanlega neðri
hluta stofnsins, kallast grunnstofn en litla greinin sem
grædd er ofan á grunnstofninn nefnist ágræðslukvistur.
Nauðsynlegt er að skera plöntuhlutana þannig til að
skurðir grunnstofns og ágræðslukvists passi saman.
Þessir plöntuhlutir þurfa einnig að vera skyldir hvor öðr-
um því annars geta þeir ekki vaxið saman. Það er til
dæmis ekki hægt að græða saman í eina plöntu appels-
ínur og epli eða greni og birki en hins vegar er hægt að
hafa margar mismunandi gerðir af eplum á sama trénu.
Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að nota ágræðslu
en ekki einhverja aðra, ódýrari fjölgunaraðferð. Sumum
tegundum er erfitt eða jafnvel ómögulegt að fjölga á
annan hátt, hægt er að fá fram plöntur sem þola erfiðari
aðstæður en ágræðslukvisturinn einn og sér þolir og svo
er þetta einkar sniðug leið til að framkalla öðru vísi vaxt-
arlag hjá plöntum. Eins og meðfylgjandi mynd gefur til
kynna eru möguleikarnir í ágræðslunni ákaflega fjöl-
breyttir.
Ágræðsla er ekki mikið stunduð á Íslandi en þó er eitt-
hvað um það að garðyrkjumenn fikti við hana. Hérlendis
er einungis hægt að framkvæma þessa fjölgunaraðferð
innandyra og er það þá gert að vetrarlagi eða snemma
vors. Plöntuhlutarnir eru skornir til eftir kúnstarinnar
reglum og þeir bundnir saman með sérstökum teygjum
eða þunnu plasti. Ágræðslustaðurinn er svo þakinn með
vaxi til að koma í veg fyrir að hann þorni upp áður en
plöntuhlutarnir hafa náð að gróa saman. Eftir ágræðsl-
una þarf svo að geyma plönturnar í röku og hlýju um-
hverfi þar til ágræðslan hefur tekist.
Íslendingar hafa tekið ágræddum plöntum fagnandi
og nota mikið af ágræddum skrautplöntum sem sést best
á fjölda hengibaunatrjáa, garðagullregna, hengigull-
regna, eðalrósa og margra annarra ágræddra tegunda
sem auðga flóru garða okkar. Ágræddar plöntur með
sérstakt vaxtarlag eru notaðar stakstæðar og setja
skemmtilegan svip á garðinn.
Guðríður Helgadóttir,
garðyrkjufræðingur
Ágræðsla trjáplantna
Möguleikar í ágræðslu eru ótrúlega fjölbreyttir.
Þátturinn birtist í blaðinu fyrir viku en þá vantaði síðasta hlutann og er
hann því birtur aftur í fullri lengd.
VIKUNNAR
BLÓM
Um s j ó n S i g r í ð u r
H j a r t a r
561. þáttur
DAGUR málarans var yfirskrift opins húss
sem Slippfélagið efndi til í húsakynnum sínum
í Skútuvogi síðastliðinn föstudag og bauð til
sín fagmönnum í greininni og áhugamönnum
um málningarkúnstir. Húsakynnum, verslun
og málningarverksmiðju var breytt í sýning-
arsal þar sem starfsemin og allt það nýjasta
sem félagið hefur upp á að bjóða var kynnt.
Var kynningin vel sótt og gerður góður rómur
að því sem kynnt var.
Erlendir gestir frá fyrirtækjum sem tengj-
ast Slippfélaginu voru í heimsókn og kynntu
fjölmargar nýjungar hver á sínu sviði innan
greinarinnar. Frá sænska fyrirtækinu
Scanspak kynnti Kjell Arne Olander það nýj-
asta í spörslun en á þeim bæ segja menn að
það sem þeir ekki vita um spörslun sé ekki
þess virði að vita. Hans Weggeman kynnti
málningarsprautur af ýmsum stærðum sem
sænska fyrirtækið Graco framleiðir en það er í
fararbroddi á heimsvísu á sínu sviði.
Erfitt er að ímynda sér heiminn án lita er
slagorð finnska fyrirtækisins Tikkurila og
Johan Hansen kynnti það nýjasta í framleiðslu
gólfefna og gólfmálningar. Vegna styrkleika
eru efnin einkum hentug þar sem áníðsla er
mikil á gólfum.
Ítalirnir Filippo Caliara og Alberto Gianelli
komu frá Verona þar sem ítalska fyrirtækið
Safra er. Þeir eru sérfræðingar í skrautmálun
með málningarspöðum og kynntu þetta sér-
stæða listform sem má nota í barnaherbergi,
baðherbergi eða nánast hvar sem er.
Ennfremur voru kynntar nýjungar frá
Alcro-Beckers auk þess sem starfsmenn Slipp-
félagsins kynntu margþættar vörur þess.
Kolbeinn Sigurjónsson, sölustjóri Slipp-
félagsins, hafði veg og vanda af þessari kynn-
ingu og var viss um að Dagur málarans yrði
árlegur viðburður því móttökurnar sýndu að
slík kynning ætti sannarlega erindi til við-
skiptavina fyrirtækisins.
Kolbeinn Sigurjónsson sölustjóri, lengst til hægri, bauð erlendu gestunum upp á hrútspunga. Ítalinn Filippo Caliara sýnir skrautmálun með málningarspöðum.
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Hans Weggeman kynnir málningarsprautur frá Graco í Svíþjóð.
Málarakúnstir hjá
Slippfélaginu
Eftir Kristin Benediktsson