Morgunblaðið - 06.03.2006, Blaðsíða 34
34 F MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
N
ýtt deiliskipulag fyrir
Borgarsvæðið í kringum
Borg í Grímsnesi var ný-
lega auglýst. Um er að
ræða 50 íbúðarhúsalóðir, einbýlis-
hús, parhús og raðhús. Einnig eru á
svæðinu nokkrar 4.500 fermetra at-
hafnalóðir sem hugsaðar eru undir
mjög snyrtilega starfsemi sem þolir
vel nálægð við íbúðarhúsabyggð. Í
næsta nágrenni við íbúðarbyggðina
er hreppurinn með 18 hektara svæði
sem fyrirhugað er að skipuleggja
fyrir hesthúsalóðir og athafnalóðir
en einnig er fyrirhugað að nýta
hluta svæðisins fyrir útivistarsvæði.
Á svæðinu verður einnig mjög full-
komin hreinsistöð fyrir skólp sem
mun fullnægja kröfum framtíðar-
innar. Hún verður meðal annars
með innrauða geisla sem drepa alla
sýkla í skólpvatninu áður en það fer
frá henni. Það er Hönnun hf. sem
sér um hönnun stöðvarinnar sem er
um 200 fermetrar að flatarmáli en
það er mun minna en hefðbundnar
stöðvar með svipuð afköst. Upp-
byggingin á Borg er eftirtektarverð
því áhugi virðist vaxandi á því meðal
fólks að búa á rólegum stöðum þar
sem stutt er í grunnþjónustu fyrir
börn á skólaaldri og auðvelt að
sinna útivistaráhuga í góðri nálægð
við náttúruna. Grímsnes- og Grafn-
ingshreppur veðjar á þennan áhuga
fólks.
Framkvæmdir hafnar
Á Borgarsvæðinu eru nú átta hús,
fimm einbýlishús, eitt raðhús og tvö
parhús. Á Borg er leikskóli og nýr
grunnskóli en við hann er unnið að
byggingu sundlaugar og íþrótta-
húss. Sundlaugin verður tilbúin í
sumar og íþróttahúsið í haust. Á
svæðinu er einnig félagsheimili
sveitarinnar, Borg, og síðan er þar
einnig Gamla Borg sem er eins kon-
ar menningarhús staðarins og
stendur við hlið verslunarinnar
Borgar. Nýja hverfið sem hefur ver-
ið skipulagt byggist á eldra skipu-
lagi sem var tilbúið og er austan við
Borgarkjarnann.
Gert er ráð fyrir nýju hringtorgi
á Biskupstungnabrautina á gatna-
mótum Sólheimavegar. Þar verður
ekið inn í hverfið eftir Borgarbraut.
Nú þegar er búið að úthluta til
byggingaraðila nokkrum lóðanna
sem eru á eldri hluta skipulagsins.
Fyrirtækinu Tindaborgum ehf. hef-
ur verið úthlutað nokkrum lóðum og
eru framkvæmdir hafnar á staðn-
um. Ein gata efst í hverfinu, Hóls-
braut, er tilbúin og gert er ráð fyrir
að aðrar götur verði tilbúnar í vor.
Bundið slitlag verður strax sett á
göturnar og gengið frá gangstéttum
og öllu umhverfi. „Ég verð vör við
mikinn áhuga á svæðinu, bæði eftir
lóðum og svo eftir leiguhúsnæði,“
segir Margrét Sigurðardóttir, sveit-
arstjóri í Grímsnes- og Grafnings-
hreppi. „Ég held að fólk sjái þetta
sem vænlegan kost að vera hér utan
við mesta þéttbýlið og sækja vinnu
annað. Við erum hér með alla
grunnþjónustu, leikskóla og grunn-
skóla á einum stað og erum svo í ná-
lægð við þéttbýlið á Selfossi og
reyndar líka í Reykjavík. Ég á von á
því að verslunin okkar stækki með
vaxandi byggð en hún þjónar okkur
mjög vel með ýmislegt sem þarf til
heimilisins.“
Í hreppnum búa nú 356 íbúar en
þeim fjölgaði um 12 á síðasta ári og
gerir Margrét ráð fyrir verulegri
fjölgun á næstu árum þegar byggð-
in við Borg verður að veruleika.
Auk uppbyggingarinnar á Borg hef-
ur hreppurinn staðið að gerð bygg-
ingarlóða í Ásborgum við Sogið þar
sem gert er ráð fyrir íbúðarhúsum
fyrir fólk sem vill setjast að í
hreppnum með lögheimili. Nú þegar
er þar risið eitt hús og gert ráð fyrir
að fleiri rísi á næstunni.
Margrét segir fyrirhugaðar hest-
húsalóðir í nágrenni Borgar hugs-
aðar til að koma til móts við vaxandi
hóp hestaáhugafólks. Þá stendur
hreppurinn að gerð reiðvega í sam-
starfi við Vegagerðina út frá Borg
og ráðgert er að leggja reiðveg með
uppbyggingu Sólheimavegar. Þá
hefur hestamannafélagið Trausti
sótt um styrki til reiðvegagerðar.
„Það er nú þegar gott að búa í
Grímsnesinu og verður enn betra í
framtíðinni,“ segir Margrét Sigurð-
ardóttir sveitarstjóri sem segir upp-
bygginguna á Borg spennandi við-
bót við hina miklu og þekktu
uppbyggingu á sumarhúsasvæðun-
um í hreppnum.
Nýtt deiliskipulag 50 einbýlishúsa, parhúsa og raðhúsa á Borg í Grímsnesi
Gott að búa í Grímsnesinu
og verður bara betra
Eftir Sigurð Jónsson
a1a@simnet.i
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Horft úr einum húsgrunninum, stuttan spöl yfir að leikskólanum.
Framkvæmdir eru hafnar við Hólsbraut efst í íbúðahverfinu á Borgarsvæðinu við Borg í Grímsnesi. Unnið er að byggingu sundlaugar og íþróttahúss við grunnskólann Ljósaborg.
Verslunin Borg og Gamla borg, fjær sést byggingarkraninn við sundlaugina.Búið er að grafa fyrir götunum í nýja hverfinu.