Morgunblaðið - 06.03.2006, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 06.03.2006, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 F 63 Opið mánudaga - fimmtudaga frá kl. 9-12 og 13-17.30, föstudaga frá kl. 9-12 og 13-17. Hæðir GARÐSTÍGUR - HAFNARFJÖRÐUR Erum með í sölu mikið endurnýjaða hæð og ris auk bílskúrs á þessum vinsæla stað í Hafnarfirði. Eign fyrir vandláta. Nánari uppl. á skrifstofu FM Hlíðasmára 17, sími 550-3000. Einnig mbl.is 50510 ÖLDUGATA - HAFNARFJÖRÐUR Erum með í einkasölu áhugaverða hæð og ris í eldra húsi byggðu 1932, auk bíl- skúrs, samt. 135 fm. Töluvert hefur verið endurnýjað og lagfært, t.d. nýtt dren, ris endurnýjað, nýleg eldhúsinnrétting o.fl. Gólfefni upprunalegar gólffjalir. Áhugaverð eign á góðum stað. Nánari uppl á skrift- stofu FM, sími 550-3000. 4ra herbergja LUNDARBREKKA - KÓPAVOGUR Erum með í sölu 4ra herb. endaíbúð á annarri hæð með sérinngangi af svölum. Afar snyrtileg sameign með gufubaðsað- stöðu fyrir stigagang. Eign sem vert er að skoða. Laus til afhendingar við undirr. kaups. Nánari uppl á skrifstofu FM, sími 550-3000. Verð 18,6 millj. 30864 LAUTASMÁRI - KÓPAVOGUR Erum með í sölu fallega 134 m2 íbúð á 8. og efstu hæð með gríðarlega miklu útsýni. Gólfefni, parket og flísar. Tvennar svalir. Snyrtileg sameign. Eign sem vert er að skoða. Nánari uppl á skrifst. FM, sími 550- 3000. 30865 3ja Herb. ESPIGERÐI Erum með í sölu 102 m2 íbúð á 8. hæð með miklu útsýni í þessu vinslæla húsi. Vel hefur verið vandað til allra innréttinga. Til- valin eign fyrir hjón sem eru að minnka við sig. Nánari uppl á skrifst. FM, sími 550- 3000. 21157 TORFUFELL - BREIÐHOLT Erum með í einkasölu þriggja herb. íbúð á efstu hæð í snyrtilegu húsið við Torfufell. Hluti innbús getur fylgt með í kaupum. Nánari uppl á skrifstofu FM, sími 550- 3000. Verð 13,7 millj. 21163 2ja herb. GARÐHÚS - GRAFARVOGUR Erum með í sölu snyrtil. 2ja herb. íbúð á 2. hæð (miðhæð), auk bílskúrs. Þvottahús í íbúð. Gólfefni parket. Rúmgóðar suður- svalir. Snyrtileg sameign. Stutt í skóla og þjónustu. GETUR VERIÐ LAUS VIÐ UND- IRRITUN KAUPSAMNINGS. Nánari uppl á skrifstofu FM, sími 550-3000. 1847 Atvinnuhúsnæði KÓPAVOGUR - ATVINNUHÚSNÆÐI Erum með u.þ.b. 808 m2 atvinnuhúsnæði í góðri leigu til sölu við Hamraborg. Áhuga- verður fjárfestingakostur fyrir fjárfesta. Nánari upplýsingar á skrifstofu FM (Hinrik) sími 550-3000. 90704 Landsbyggðin ARABÆR - GAULVERJABÆJARHREPP Til sölu er jörðin Arabær í Gaulverjabæjar- hreppi. Jörðin er talin vera um 80 ha. og á land að Þjórsá. Á jörðinni er gott íbúðarhús 144 m2, byggt úr timbri árið 1990 og úti- hús í góðu ástandi samtals um 480 m2. Útihúsin hafa að mestu verið nýtt sem garðávaxtageymslur en undanfarin ár hef- ur jörðin að mestu verið nýtt fyrir garðrækt. Nánari upplýsingar á skrifstofu FM, sími 550-3000. Sjá einnig fmeignir.is. 101282 Fyrirtæki PUB - REYKJANESBÆR Erum með í sölu vel rekinn veitingastað “Pub” á frábærum stað í hjarta Reykjanes- bæjar. Hægt er að kaupa alla húseignina og reksturinn, eða bara rekstur og innrétt- ingar. Nánari uppl á skrifst. FM, sími 550- 3000 einnig fmeignir.is.180189 HVERFISKRÁ - KÓPAVOGUR Erum með í sölu vinsæla hverfiskrá á góð- um stað í Kópavogi. Traustur rekstur sem hefur mikla tekjumöguleika fyrir rétta aðila. Nánari uppl á skrifstofu FM, sími 550- 3000. 180190 Geymslur MÓHELLA - HAFNARFJÖRÐUR Erum með í sölu 26,3 m2 geymslu (bílskúr) í lengju fleiri geymslna við Móhellu í Hafn- arfirði. Tilvalið fyrir geymslu dóts sem ekki er oft not fyrir, t.d. snjóleða, tjaldvagna o.m.fl. Nánari upplýsingar á skrifst. FM, sími 550-3000. Verð 2,4 millj. 80010 Sími 550 3000 fmeignir@fmeignir.is www.fmeignir www.fasteignamidstodin.is FJÁRFESTAR - BYGGINGAVERKTAKAR Hjá Fasteignamiðstöðinni er til sölu umtalsvert af framtíð- arbyggingarlandi í Reykjavík, og í nágrannasveitarfélög- um einnig á Reykjanesi og í nágrenni við Selfoss, Hvera- gerði, Borgarnesi og Egilsstaði. Nánari uppl á skrifstofu FM (Magnús) Hlíðasmára 17, síma 550-3000. JARÐIR - LANDSPILDUR - SUMARHÚS SJÁ NÁNAR Á fmeignir.is SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ Sölumenn FM aðstoða. Sjá mikinn fjölda eigna og mynda á fmeignir.is og mbl.is. Seltjarnarnes – Miðborg fast- eignasala er með til sölu glæsilegt 224,4 fermetra einbýli á einni hæð með innbyggðum tvöföldum bílskúr á Bollagörðum 8 á Seltjarnarnesi. Húsið skiptist í forstofu, hol, stofur, sjónvarpshol, eldhús með borðkróki, fimm svefnherbergi, snyrtingu, bað- herbergi og þvottahús. Komið er inn í flísalagða forstofu með fataskáp. Hol er parketlagt. Snyrting er flísalögð. Úr holi er gengið inn í þvottahús. Eldhús er parketlagt og það er með snyrtilegri viðarinnréttingu og góðum borð- króki. Samliggjandi stofa og borð- stofa eru parketlagðar. Úr stofu er gengið út á stóra suðurverönd með góðum skjólvegg. Sjónvarpshol er parketlagt og með útgengi út á veröndina. Baðher- bergið er flísalagt í hólf og gólf. Það er með baðkari, sturtuklefa, innrétt- ingu, glugga og hita í gólfi. Svefn- herbergin eru fimm. Þau eru park- etlögð og fjögur þeirra eru með fataskápum. Bílaplan er flísalagt með hitalögn og tvöfaldi bílskúrinn er fullbúinn með rafmagni, hita og dyraopnara. Garðurinn var nýlega endurnýjaður og var verðlaunaður sumarið 2005. Ásett verð er 68,5 millj. kr. Miðborg fasteignasala er með til sölu glæsilegt 224,4 fermetra einbýli á einni hæð með innbyggðum tvöföldum bílskúr á Bollagörðum 8 á Seltjarnarnesi. Ásett verð er 68,5 millj. kr. Bollagarðar 8 RÁÐSTEFNA um þróun fasteigna- markaðarins og rekstur fasteigna verður haldin í nýju íþrótta- og sýn- ingahöllinni í Laugardal fimmtudag- inn 16. mars. Ráðstefnan er haldin í tengslum við stórsýninguna Verk og vit 2006 sem verður í Laugardals- höll dagana 16. til 19. mars. Á ráðstefnunni verður leitast við að svara ýmsum spurningum um rekstur fasteigna, t.d.: Hvernig hafa einkaaðilar og opinberir hagað fast- eignarekstri sínum? Er hagstæðara að einkafyrirtæki eða fasteignafélög eigi og reki fasteignir? Getur hinn frjálsi markaður gert betur en op- inberir aðilar? Ráðstefnan hefst á ávarpi Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra. Halldór B. Þorbergsson, hagfræð- ingur Viðskiptaráðs Íslands, varpar ljósi á eignarhald og rekstur fast- eigna á Íslandi og fer yfir niður- stöðu nýrrar könnunar þar um. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumað- ur greiningardeildar Landsbanka Íslands, flytur erindi um atvinnu- húsnæði á umbrotatímum og Sigfús Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Nýsi, fer yfir það hvenær henti frekar að leigja húsnæði en eiga. Stefán Hermannsson, fram- kvæmdastjóri Austurhafnar TR, gerir grein fyrir hvernig var staðið að útboðs- og samningsformi vegna tónlistar- og ráðstefnumiðstöðvar í Reykjavík og Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri hjá Landspítala – háskólasjúkrahúsi, fer yfir und- irbúning og sjónarmið varðandi eignarhald og rekstur nýja Land- spítalans. Á ráðstefnunni verður einnig far- ið yfir ólíkt fyrirkomulag á eign- arhaldi fasteigna hjá hinu opinbera og einkaaðilum. Gunnar I. Birgis- son, bæjarstjóri Kópavogs, flytur erindi um sveitarfélög og rekstur fasteigna. Stoðir hf. keyptu nýlega fasteignafélag í Danmörku, Atlas Ejendomme, og mun Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, fram- kvæmdastjóri hjá Atlas, segja frá innrásinni á danskan leigumarkað. Ásbjörn Gíslason, forstjóri Sam- skipa, segir frá ólíku fyrirkomulagi á rekstri og eignarhaldi fasteigna hjá Samskipum og að lokum mun Olav Egil Sæboe frá Pro-FM í Nor- egi flytja erindi um reynslu af fast- eignastjórnun á Norðurlöndunum. Olav Egil Sæboe hefur áratuga reynslu af fasteignastjórnun og starfar nú við ráðgjöf í fasteigna- stjórnun í Noregi. Fundarstjóri ráð- stefnunnar verður Gísli Marteinn Baldursson. Ráðstefnan er haldin á vegum AP almannatengsla í samstarfi við Fasteignastjórnunarfélag Íslands og Viðskiptaráð. Við ráðstefnulok verður formleg opnun Verks og vits 2006 og er ráðstefnugestum boðið að vera viðstaddir. Skráning á ráðstefnuna fer fram með tölvupósti á netfangið skran- ing@appr.is eða í síma 511-1230 fyrir þriðjudaginn 14. mars. Ráð- stefnugjald er kr. 14.900. Nánari upplýsingar veitir Hrönn Hrafns- dóttir hjá AP almannatengslum. Ráðstefna um þróun fasteigna- markaðarins og rekstur fasteigna SAMTÖK iðnaðarins efna til ráð- stefnu um útboðsmál við verkleg- ar framkvæmdir fimmtudaginn 16. mars á sýningunni Verk og vit 2006. Framsögumenn koma víða að og meðal annars fjallar Kristrún Heimisdóttir, lögfræð- ingur Samtaka iðnaðarins, um lausn ágreiningsmála, Erlendur Gíslason, hrl. hjá Logos lög- mannsþjónustu, ræðir um ábyrgðir í mannvirkjagerð, Kol- beinn Kolbeinsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Ístaks hf., fjallar um útboðsskilmála, Hauk- ur Magnússon, framkvæmda- stjóri tæknisviðs ÍAV hf., fjallar um útboðsgögn og Mikael J. Traustason, hjá Fjölhönnun ehf. verkfræðistofu, um viðhorf eft- irlitsaðila. Ráðstefnan hefst kl. 14.00 í sal-1 í nýju íþrótta- og sýning- arhöllinni í Laugardal og stendur til 16.30. Að lokinni dagskrá bjóða SI ráðstefnugestum að vera við opnun sýningarinnar Verk og vit 2006 sem hefst kl. 17.00 sama dag. Ráðstefnan er öllum opin á meðan húsrúm leyfir og aðgang- ur ókeypis. Skráning þátttak- enda er hafin á www.si.is en Eyj- ólfur Bjarnason hjá SI veitir nánari upplýsingar um ráðstefn- una. Heilbrigður útboðsmarkaður?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.