Morgunblaðið - 06.03.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.03.2006, Blaðsíða 2
2 F MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ M ikil gróska hefur verið í nýbyggingum víða um land undanfarin miss- eri og ljóst að margir hafa skipt um íbúð. Fólk er enda alltaf að flytja, eins og einhver sagði, en það á þó ekki við um hjónin Ingu Jóelsdóttur og Björn Guðjónsson sem giftu sig 1942 og hafa síðan búið saman á sama blettinum við Ægisíðuna í Reykja- vík. Hann reyndar lengur því hann fæddist þar fyrir nær 85 árum. Síðasti grásleppukarlinn Líf og fjör hefur einkennt Ægi- síðuna og einhverra hluta vegna dettur manni í hug þjóðvegur númer 66 eða Route 66 vestur í Bandaríkjunum þegar tekið er hús á Birni og Ingu á Ægisíðu 66 þar sem þau ólu upp fimm börn. „Ég var gamaldags húsmóðir og hugs- aði um börnin mín en hér hefur alltaf verið mikil umferð síðan gat- an var lögð,“ segir Inga. „Þegar enn var róið héðan hittust menn gjarnan hérna við vörina og oft var margt um manninn,“ segir Björn. „Þetta var eins konar samkomu- staður þar sem var hlegið og rifist. Það var ákaflega skemmtilegur tími.“ Á árum áður stunduðu menn út- gerð frá Ægisíðunni og er Björn síðasti grásleppukarlinn sem gerði út frá Grímsstaðavörinni en nú minna aðeins fáeinir skúrar fyrir ofan vörina á það mikilvæga starf sem unnið var við Ægisíðuna og frá henni um aldir. „Ég fæddist inn í grásleppuna, pabbi var í henni og afi og svona gekk þetta mann fram af manni,“ segir Björn. „Nú á ég ekkert færi, ekkert net, engan bát og hef sótt sjóinn í síð- asta sinn, en nýt þess að horfa út á hafið héðan úr stofunni okkar. Fer reyndar stundum niður að skúr- unum til að minnast gamalla tíma. Það er ekki hægt annað, þótt ekki megi lengur míga utan í skúrana því þeir eru nýfriðaðir. En hérna var mikil útgerð, allt upp í 16 bátar reru héðan þegar mest var á árunum fyrir stríð.“ Inga segir að göngustígarnir þjóni sínum tilgangi og það sé dásamlegt að hafa allt útsýnið sem þau hafi úr stofuglugganum. „Það er sérstaklega fallegt að horfa út á hafflötinn og fylgjast með sólarlag- inu,“ segir hún. „Útsýnið er svo sannarlega gott.“ Í túninu heima Björn fæddist á býli foreldra sinna sem hét Bjarnastaðir. Þar bjó hann með þremur systkinum og foreldrum sínum auk þess sem móðurafi hans og -amma bjuggu í viðbyggingu. Jörðin náði frá þar sem Tómasarhagi liggur mitt á milli Dunhaga og Hjarðarhaga og niður að sjó, þar sem grásleppu- skúrarnir eru fyrir ofan vörina. „Ég er úr Flóanum, ólst upp suður með sjó en flutti til Reykjavíkur 1940 og það hefur mjög margt breyst síðan, ekki síst hérna við Ægisíðuna,“ segir Inga. „Bjarna- staðir voru ósköp venjulegur bær með húsi, fjósi og hænsnakofa. Hér voru bara engi og tún allt í kring og til dæmis aðeins troðn- ingur út í Skjól. Ægisíðan var síð- an lögð í túnið hjá tengdapabba og það voru mestu viðbrigðin að fá umferðina hérna við húsdyrnar. Borgin kom til okkar í sveitina.“ Björn segir að hann hafi vissu- lega alist upp á venjulegum bæ í Reykjavík. „Það var smábúrekstur á Bjarnastöðum eins og algengt var í þá daga, kálgarður fyrir framan húsið og túnið fyrir neðan. Margir áttu eina kú eða tvær og kannski hross. Við vorum með nokkrar kýr og hænsni og veidd- um í soðið frá Ægisíðunni. Húsið var nokkuð reisulegt en það var hins vegar rifið þegar Tómasar- hagi var lagður. Þá byggði ég hérna og við fluttum inn 1955. Tómasarhaginn liggur þar sem Bjarnastaðir voru og því var ekki um annað að ræða en byggja nýtt neðar í lóðinni. Sumum þótti það samt brjálæði og ég var talinn vit- laus að leggja út í svona vitleysu en húsið reis, ég sótti sjóinn eins og ég átti kyn til og ég er hérna enn, sit við Ægisíðuna og horfi út á sjóinn. Ég hef það ljómandi gott og get ekki haft það betra en í túninu heima. Ég þurfti ekki að fara nema nokkur skref frá Bjarnastöðum og er ekki margfar- inn í flutningum.“ Inga segir að þegar þau byrjuðu að búa á Bjarnastöðum hafi þau í raun búið í sveit og það hafi í sjálfu sér ekkert breyst. „Það eru engar verslanir lengur í göngufæri fyrir fólk á okkar aldri, enginn strætó. Við erum bara út úr öllu og öðrum háð með akstur. En það eru líka miklir kostir við að búa hérna og margt fallegt í umhverf- inu.“ Stofnuðu Þrótt og tryggðu landið Knattspyrnufélagið Þróttur var stofnað 1949, í bragga sem var of- an við Grímsstaðavörina, og var Björn á meðal stofnenda félagsins. Þessi sjósóknari lék áður í vörn- inni hjá Val og hélt uppteknum hætti um tíma hjá Þrótti. Það var fyrir áratugum og nú er hann fóta- lúinn en slær á létta strengi. „Ég get farið í fótbolta við þig ef þú vilt og ef þú þarft á æfingu að halda,“ segir hann kankvís. „En við urðum að stofna félagið til að halda í knattspyrnuvellina okkar á milli Aragötu og Suðurgötu. Borgaryf- irvöld ætluðu að taka þá af okkur en vegna þess að við stofnuðum fé- lagið fengum við að halda þeim.“ Björn fylgist enn með Þróttur- unum en nú í sjónvarpinu. „Mér finnst gaman að spekúlera í ung- um upprennandi leikmönnum – það er ekki verra að spekúlera í því en öðru – en þegar maður er kominn á þennan aldur er alltaf einhver að koma í heimsókn og næðið til að fylgjast með boltanum ekki eins mikið og áður.“ Óþarfi að fara yfir lækinn Björn er merki þess að ekki þarf að fara yfir lækinn til að sækja vatnið. „Ég fæddist hérna og hef hvergi búið annars staðar. Héðan stundaði ég mína vinnu alla tíð, reri frá Ægisíðunni til fiskjar, gutlaði við þetta til að fá í soðið eða til að fá nokkrar krónur eins og gengur, og fór ekkert annað nema þegar ég þurfti að fara norð- ur á síld. Fór þrjú sumur í röð norður. En nú er ekki nokkur maður lengur í þessu. Það var far- ið að skattleggja okkur fiskimenn- ina svo mikið að við gáfumst allir upp. En það er ágætt að búa hérna og það er enn mikið líf við Ægisíð- una þótt breytt sé. Hávaðinn er samt miklu minni en maður gerði ráð fyrir. Umferðin er að vísu stundum mikil og það kemur fyrir að menn aki hratt enda leiðin góð. Fólk nýtur þess að ganga sér til hressingar á göngustígnum með sjónum hérna fyrir framan gluggann hjá okkur og við lifum eins og blóm í eggi á þessum ánægjulega stað.“ Morgunblaðið/ÞÖK Inga Jóelsdóttir, Björn Guðjónsson og Bjarni Guðjónsson í stofunni heima á Ægisíðu. Oft var mikið um að vera og margt um manninn í Grímsstaðarvörinni. Bjarnastaðir var reisulegt hús með tveimur viðbyggingum. Björn Guðjónsson og Inga Jólesdóttir búa við Ægisíðuna beint fyrir ofan spilið hans og vinnuskúrinn. Bjarni, bróðir hans, byggði húsið við hliðina og þangað flutti móðir þeirra líka en fjölskyldan fékk þessar tvær lóðir fyrir jörðina. Eins og blóm í eggi við Ægisíðuna Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fasteignablað Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Magn- ús Sigurðsson, magnuss@mbl.is, sími 5691223, og Steinþór Guðbjartsson, steinthor@mbl.is, sími 5691257 Aug- lýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins. 101 Reykjavík ............................. 20 Akkurat ....................................... 28 Ás .................................................. 42 Ásberg ......................................... 48 Ásbyrgi ........................................ 50 Berg .............................................. 49 Borgir ........................................... 46 Brynjólfur Jónsson ............ 30–31 Byr .................................................. 17 Eign.is .......................................... 60 Eignaborg .................................... 62 Eignamiðlunin ...................... 18–19 Eignaval ........................................ 35 Eik fasteignafélag ...................... 15 Fasteign.is ........................... 32–33 Fasteignafélagið Kirkjuhvoll ... 61 Fasteignamarkaðurinn .......... 6–7 Fasteignamiðlunin ............ 42–43 Fasteignamiðstöðin ....................63 Fasteignasala Íslands .............. 54 Fasteignasala Mosfellsbæjar .. 10 Fasteignastofan ......................... 53 Fjárfesting ................................... 55 Fold ............................................. 8–9 Foss .............................................. 58 Garðatorg .................................... 59 Garður .......................................... 30 Gimli ...................................... 26–27 HB fasteignir ............................... 48 Heimili ........................................... 45 Híbýli ............................................. 56 Hof ................................................... 3 Hóll ................................................ 22 Hraunhamar ........ 36–37–38–39 Húsakaup .................................... 64 Húsavík .......................................... 11 Höfðabakki 9 .............................. 52 Höfði ............................................. 57 ÍAV ......................................... 40–41 Kjöreign .......................................... 5 Klettur .................................... 12–13 Laugarnes ................................... 24 Lundur ..................................... 16–17 Nethús ........................................... 14 Perla ............................................. 35 Skeifan ......................................... 23 Valhöll ........................................... 51 Efnisyfirlit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.