Morgunblaðið - 06.03.2006, Blaðsíða 35
Markaðurinn
eftir Magnús Árna Skúlason,
dósent og forstöðumann Rann-
sóknarseturs í húsnæðismálum við
Viðskiptaháskólann á Bifröst
Rafræn stjórnsýsla (e. gov-ernment) er lykilorð nú ádögum í stjórnun hins op-inbera. Hugtakið felur
m.a. í sér að miðla upplýsingum til
borgaranna á skilvirkan hátt um net-
ið. Birtingarmynd rafrænnar stjórn-
sýslu er margs
konar, t.d. skil á
skattframtali á
vef ríkisskatt-
stjóra www.rsk.is,
verðsjá fasteigna
á vef Fast-
eignamats rík-
isins www.fmr.is,
löggjöf á vef Al-
þingis og svo
mætti lengi telja.
Allt til þess gert
að upplýsa borgara landsins um
starfsemi hins opinbera og ráðstöfun
skattfjár.
Hvað um lóðaúthlutanir og skipu-
lag? Vissulega eru lóðir oft auglýstar
á vefsvæðum sveitarfélaga og hægt
er að afla upplýsinga um skipulag og
úrskurði þar að lútandi ef djúpt er
kafað inn á vefsvæði viðkomandi
sveitarfélags. En hvað um framboð á
lóðum? Í næstum öllum sveit-
arfélögum á höfuðborgarsvæðinu og í
nágrenni þess hafa verið deilur eða
kærur vegna lóðaúthlutana. Ein regla
í dag og önnur á morgun. Vænt-
anlegir húsbyggjendur vita lítið um
hvort, hvar og hvenær næsta lóðaút-
hlutun á sér stað og með hvaða hætti
hún verður. Hvaða reglur munu
gilda: Uppboðsreglan, fegurðar-
samkeppni, happdrætti, eða einhver
önnur regla sem sveitarstjórn-
armönnum dettur í hug í það skiptið.
Vita væntanlegir húsbyggjendur og
byggingaverktakar hversu mörgum
lóðum verður úthlutað næstu fimm
árin og hvar? Það má líklega giska á
það með því að rýna í aðalskipulag.
Byggingarlóðir eru eins og hver
önnur markaðsvara – upplýsingar um
framboð, staðsetningu og eftirspurn í
dag og til nánustu framtíðar gefa
okkur grundvöll að verðmyndum. Af
hverju hafa sveitarfélög og helstu
landeigendur á höfuðborgarsvæðinu
ekki komið sér saman um sameig-
inlegt vefsvæði t.d. www.lodir.is? Á
því vefsvæði gætu verið upplýsingar
um skipulag, lóðaframboð og stað-
setningu lóða, ásamt upplýsingum
um hvaða reglur gilda um lóðaúthlut-
anir í hverju sveitarfélagi fyrir sig.
Einnig upplýsingar um hvenær er
ráðgert að úthluta þeim, deiliskipulag
o.s.frv. Uppsetning vefsvæðisins þarf
ekki að vera flókin og hvað varðar
lóðaframboð mætti setja það upp í
einfalda töflu. Sambærilega töflu
mætti setja upp varðandi aðrar sam-
anburðarupplýsingar eins og útsvar
og fasteignagjöld í viðkomandi sveit-
arfélagi, uppbyggingu skólakerfis og
heilsugæslu, ásamt öðrum þjón-
ustuþáttum sem sveitarfélagið getur
státað sig af. Einnig gæti vefsvæðið
hýst lóðauppboðskerfi eða umsókn-
areyðublöð vegna lóðaúthlutunar.
Af hverju að gera lóðaúthlutun tor-
tryggilega þegar í raun er hægt að
upplýsa íbúa höfuðborgarsvæðisins
um slíkt á einfaldan hátt, en benda
má á að íbúar höfuðborgarsvæðisins
greiða þegar með stofnun sem heitir
Samtök sveitarfélaga á höfuðborg-
arsvæðinu. Hér e.t.v. verðugt verk-
efni fyrir þá stofnun ásamt öðrum
góðum verkefnum á höfuðborg-
arsvæðinu, en þar má nefna sam-
göngumál, sbr. Strætó. Slíkt vefsvæði
gæti einnig verið hýst af einkaaðilum,
t.d. á www.mbl.is. Uppbygging og
skipulag í sveitarfélögum kemur okk-
ur öllum við, og við sem kjósendur og
skattgreiðendur eigum það skilið að
sveitarstjórnarmenn upplýsi okkur
sem best um starfsemi sveitarfélaga
og ekki síst um skipulag og lóðaút-
hlutanir. Koma mætti í veg fyrir
skipulags- og lóðaúthlutunarklúður
með samstarfi við borgara þessa
lands sem gætu komið athuga-
semdum á framfæri á vefsvæðinu
lodir.is.
Magnús Árni
Skúlason
Lodir.is – lóða-
markaður
sveitarfélaga
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 F 35
P E R L A
i n v e s t m e n t s
Vandaðar og fallegar eignir í raðhúsakjarna á svæði Villamartin. Eignir eru
með 2-3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum í fallega skipulögðum
hverfum með sameiginlegum sundlaugum og grænum svæðum. Hér um
ræðir ýmist eignir á einni eða tveim hæðum og fylgir einkagarður og/eða
sólverönd á þaki. Göngufæri er í ýmsa þjónustu s.s. Veitingastaði, bari og
verslanir. Að ógleymdum hinum vinsæla Villamartin golfvelli.
Verð frá 170 100 €
Fallegt einbýlishús á einni hæð með sólverönd ofan á þaki í bænum La
Alfoquia í Almería héraði. Þessi huggulega eign hefur 2 svefnherbergi og
2 baðherbergi . Fallegt landslag umlykur La Alfoquia en það er fjalllent og
útsýni gott frá byggingarstað. Um 30 mín akstur er að fara á sívinsælar
strandir Almeriu héraðs þar sem smábátahafnir, hótelrekstur og golfvellir
eru í miklum uppgangi. Verð frá 190 155 €
Þ Í N FA S T E I G N A S A L A Á S P Á N I
S í m i : 0 0 3 4 9 6 6 7 6 4 0 8 6 w w w . p e r l a i n v e s t . c o m
Raðhús í El Melrose, Los Altos með góðum sameiginlegum garði og
sundlaug.2 svefnherbergi, 2 baðherbergi og borðstofa. Sér verönd og
þakverönd. Þessi eign hefur verið snyrtilega endurbætt. Stutt í alla
þjónustu, veitingarhús og matvöruverslanir í grennd. Mjög góðir
útleigumöguleikar. Verð aðeins 165 000€
Það er eftirsóknarvert að eiga íbúð eða hús á La Finca golfvellinum,
fagurt golfumhverfi, snyrtimenska í fyrirrúmi og stutt að fara í verslun og í
smábæinn Algorfa. Hægt er að fá eignir með 2 svefnherbergjum og 2
baðherbergjum með sérgarði eða sér sólverönd á þaki. Golfið er við
hendina og ca 15 mín akstur að strönd. Sameiginleg græn svæði og
sundlaug fylgja öllum eignum. Verð frá 174 500 €
Glæsilegt raðhús á tveimur hæðum í Paraiso Maracajaú III. Eignin er
staðsett á afgirtu svæði en tveggja metra hár veggur umlykur svæðið.
Maracajaú III svæðið stendur við strönd. Húsið skiptist í 3 svefnherbergi,
2 baðherbergi. Svæðið sjálft er stórglæsilegt með ca. 600 m2
sameiginlegri sundlaug, leiksvæði fyrir börn og sundlaugabar. Á svæðinu
verður móttaka og öryggisþjónusta. Frábær eign við strönd á hagstæðu
verði. Verð frá 86.300 €
Skemmtilega litrík, tvílyft fjórbýlishús byggð í námunda við Villamartin
golfvallarsvæðið. Frábært útsýni er frá svölum og sólverönd hússins en í
garðinum er einkasundlaug og pláss fyrir ökutæki. Eignin er með
3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum að auki fylgja henni
öryggisgrindur, loftkæling, og öryggiskerfi. Stutt er í alla þjónustu. 40 mín
frá Alicante flugvelli, 5 mín frá strönd og golfvelli. Verð frá 183 849 €
Lágreist fjórbýlishús með sólaraðstöðu á þaki. Þessar eignir eru byggðar
með hágæða staðli með marmara á gólfum og vönduðum innréttingum.
Staðsetningin er úthverfi San Miguel de Salinas en það er ört vaxandi bær
stutt frá 4 golfvöllum, spænsku mannlífi og strönd. Í San Miguel er góður
barnaskóli og heilsugæsla. Sameiginleg sundlaug og græn svæði eru í
hverfinu sem er í senn rólegt og fallegt. Verð frá 158 000€
Frítt flug og gisting fyrir
kaupendur hjá
Perla Investments
. . . þ i n n l í f s s t í l l
Þ í n u p p l i f u n . . .
A l l t a ð 1 0 0 % F j á r m ö g n u n
Stórfallegar eignir í Torrevieja. Hér bjóðum við upp á íbúðir í þrílyftu fjölbýli
eða raðhús á einni hæð með sólverönd á þaki. Stórt og rúmgott afgirt
svæði, þar sem sameiginleg sundlaug og garður er fyrir íbúa. Hverri íbúð
fylgir einkastæði á hinu sama. Íbúðir eru með 2 svefnherbergjum og
1 baðherbergi en raðhúsin ýmist 2-3 svefnherbergi og 1-2 baðherbergi.
Öll verslun og þjónusta er innan seilingar í litlu stórborginni Torrevieja.
Verð frá 136 000 €
Eskifjörður– Fasteignasalan Eigna-
val/Húsin í bænum er með í sölu tíu
glæsileg fimm til sex herbergja lúx-
useinbýlishús, sem Eskihús ehf. eru
með í byggingu í Árdal, Eskifirði.
Staðsetningin er mjög góð með mjög
fallegt útsýni og nálægð við alla þjón-
ustu. Einnig er stutt til Reyð-
arfjarðar, um 15 mínútna akstur.
Fyrstu húsin verða afhent í apríl/maí
2006 og síðan með jöfnu millibili til
loka haustsins.
Húsin eru byggð úr eðalharðviði
og þolir þessi viður íslenskar að-
stæður mjög vel. Að innan er gegn-
heilt frekar ljóst harðviðarparket á
gólfum og fallegar flísar á baðher-
bergjum (tvö), eldhúsi, forstofu,
þvottahúsi og bílskúr. Allar innrétt-
ingar, þ.e. eldhús, baðherbergi og
skápar, eru frá HTH. Eldhústæki
eru frá AEG og er háfurinn úr burst-
uðu stáli. Úr stofu er gengið út á um
40 fermetra yfirbyggðan pall í suður.
Í þvottaherbergi er sturta og þaðan
gengið út á hellulagða stétt með heit-
um potti.
Húsin eru byggð í tveimur stærð-
um, 160 fm og 179 fm með inn-
byggðum bílskúr. Húsin skiptast í
fjögur (eða þrjú) svefnherbergi, tvö
baðherbergi, eldhús, borðstofu, stofu,
forstofu, þvottahús, geymslu og bíl-
skúr (23,8 fm). Stærri húsin kosta 26
millj. kr. og þau minni 24,5 millj. kr.
Arkitekt er Björn J. Emilsson og
getur hann aðstoðað við breytingar á
stærð og skipulagi. Einnig er mögu-
leiki að breyta innréttingum og gólf-
efnum.
Árdalur
Fasteignasalan Eignaval/Húsin í bænum er með í sölu tíu glæsileg fimm til sex
herbergja lúxuseinbýlishús, sem Eskihús ehf. eru með í byggingu í Árdal, Eski-
firði. Húsin kosta 24,5 og 26 millj. kr.