Morgunblaðið - 06.03.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.03.2006, Blaðsíða 35
Markaðurinn eftir Magnús Árna Skúlason, dósent og forstöðumann Rann- sóknarseturs í húsnæðismálum við Viðskiptaháskólann á Bifröst Rafræn stjórnsýsla (e. gov-ernment) er lykilorð nú ádögum í stjórnun hins op-inbera. Hugtakið felur m.a. í sér að miðla upplýsingum til borgaranna á skilvirkan hátt um net- ið. Birtingarmynd rafrænnar stjórn- sýslu er margs konar, t.d. skil á skattframtali á vef ríkisskatt- stjóra www.rsk.is, verðsjá fasteigna á vef Fast- eignamats rík- isins www.fmr.is, löggjöf á vef Al- þingis og svo mætti lengi telja. Allt til þess gert að upplýsa borgara landsins um starfsemi hins opinbera og ráðstöfun skattfjár. Hvað um lóðaúthlutanir og skipu- lag? Vissulega eru lóðir oft auglýstar á vefsvæðum sveitarfélaga og hægt er að afla upplýsinga um skipulag og úrskurði þar að lútandi ef djúpt er kafað inn á vefsvæði viðkomandi sveitarfélags. En hvað um framboð á lóðum? Í næstum öllum sveit- arfélögum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess hafa verið deilur eða kærur vegna lóðaúthlutana. Ein regla í dag og önnur á morgun. Vænt- anlegir húsbyggjendur vita lítið um hvort, hvar og hvenær næsta lóðaút- hlutun á sér stað og með hvaða hætti hún verður. Hvaða reglur munu gilda: Uppboðsreglan, fegurðar- samkeppni, happdrætti, eða einhver önnur regla sem sveitarstjórn- armönnum dettur í hug í það skiptið. Vita væntanlegir húsbyggjendur og byggingaverktakar hversu mörgum lóðum verður úthlutað næstu fimm árin og hvar? Það má líklega giska á það með því að rýna í aðalskipulag. Byggingarlóðir eru eins og hver önnur markaðsvara – upplýsingar um framboð, staðsetningu og eftirspurn í dag og til nánustu framtíðar gefa okkur grundvöll að verðmyndum. Af hverju hafa sveitarfélög og helstu landeigendur á höfuðborgarsvæðinu ekki komið sér saman um sameig- inlegt vefsvæði t.d. www.lodir.is? Á því vefsvæði gætu verið upplýsingar um skipulag, lóðaframboð og stað- setningu lóða, ásamt upplýsingum um hvaða reglur gilda um lóðaúthlut- anir í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Einnig upplýsingar um hvenær er ráðgert að úthluta þeim, deiliskipulag o.s.frv. Uppsetning vefsvæðisins þarf ekki að vera flókin og hvað varðar lóðaframboð mætti setja það upp í einfalda töflu. Sambærilega töflu mætti setja upp varðandi aðrar sam- anburðarupplýsingar eins og útsvar og fasteignagjöld í viðkomandi sveit- arfélagi, uppbyggingu skólakerfis og heilsugæslu, ásamt öðrum þjón- ustuþáttum sem sveitarfélagið getur státað sig af. Einnig gæti vefsvæðið hýst lóðauppboðskerfi eða umsókn- areyðublöð vegna lóðaúthlutunar. Af hverju að gera lóðaúthlutun tor- tryggilega þegar í raun er hægt að upplýsa íbúa höfuðborgarsvæðisins um slíkt á einfaldan hátt, en benda má á að íbúar höfuðborgarsvæðisins greiða þegar með stofnun sem heitir Samtök sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu. Hér e.t.v. verðugt verk- efni fyrir þá stofnun ásamt öðrum góðum verkefnum á höfuðborg- arsvæðinu, en þar má nefna sam- göngumál, sbr. Strætó. Slíkt vefsvæði gæti einnig verið hýst af einkaaðilum, t.d. á www.mbl.is. Uppbygging og skipulag í sveitarfélögum kemur okk- ur öllum við, og við sem kjósendur og skattgreiðendur eigum það skilið að sveitarstjórnarmenn upplýsi okkur sem best um starfsemi sveitarfélaga og ekki síst um skipulag og lóðaút- hlutanir. Koma mætti í veg fyrir skipulags- og lóðaúthlutunarklúður með samstarfi við borgara þessa lands sem gætu komið athuga- semdum á framfæri á vefsvæðinu lodir.is. Magnús Árni Skúlason Lodir.is – lóða- markaður sveitarfélaga MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 F 35 P E R L A i n v e s t m e n t s Vandaðar og fallegar eignir í raðhúsakjarna á svæði Villamartin. Eignir eru með 2-3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum í fallega skipulögðum hverfum með sameiginlegum sundlaugum og grænum svæðum. Hér um ræðir ýmist eignir á einni eða tveim hæðum og fylgir einkagarður og/eða sólverönd á þaki. Göngufæri er í ýmsa þjónustu s.s. Veitingastaði, bari og verslanir. Að ógleymdum hinum vinsæla Villamartin golfvelli. Verð frá 170 100 € Fallegt einbýlishús á einni hæð með sólverönd ofan á þaki í bænum La Alfoquia í Almería héraði. Þessi huggulega eign hefur 2 svefnherbergi og 2 baðherbergi . Fallegt landslag umlykur La Alfoquia en það er fjalllent og útsýni gott frá byggingarstað. Um 30 mín akstur er að fara á sívinsælar strandir Almeriu héraðs þar sem smábátahafnir, hótelrekstur og golfvellir eru í miklum uppgangi. Verð frá 190 155 € Þ Í N FA S T E I G N A S A L A Á S P Á N I S í m i : 0 0 3 4 9 6 6 7 6 4 0 8 6 w w w . p e r l a i n v e s t . c o m Raðhús í El Melrose, Los Altos með góðum sameiginlegum garði og sundlaug.2 svefnherbergi, 2 baðherbergi og borðstofa. Sér verönd og þakverönd. Þessi eign hefur verið snyrtilega endurbætt. Stutt í alla þjónustu, veitingarhús og matvöruverslanir í grennd. Mjög góðir útleigumöguleikar. Verð aðeins 165 000€ Það er eftirsóknarvert að eiga íbúð eða hús á La Finca golfvellinum, fagurt golfumhverfi, snyrtimenska í fyrirrúmi og stutt að fara í verslun og í smábæinn Algorfa. Hægt er að fá eignir með 2 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum með sérgarði eða sér sólverönd á þaki. Golfið er við hendina og ca 15 mín akstur að strönd. Sameiginleg græn svæði og sundlaug fylgja öllum eignum. Verð frá 174 500 € Glæsilegt raðhús á tveimur hæðum í Paraiso Maracajaú III. Eignin er staðsett á afgirtu svæði en tveggja metra hár veggur umlykur svæðið. Maracajaú III svæðið stendur við strönd. Húsið skiptist í 3 svefnherbergi, 2 baðherbergi. Svæðið sjálft er stórglæsilegt með ca. 600 m2 sameiginlegri sundlaug, leiksvæði fyrir börn og sundlaugabar. Á svæðinu verður móttaka og öryggisþjónusta. Frábær eign við strönd á hagstæðu verði. Verð frá 86.300 € Skemmtilega litrík, tvílyft fjórbýlishús byggð í námunda við Villamartin golfvallarsvæðið. Frábært útsýni er frá svölum og sólverönd hússins en í garðinum er einkasundlaug og pláss fyrir ökutæki. Eignin er með 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum að auki fylgja henni öryggisgrindur, loftkæling, og öryggiskerfi. Stutt er í alla þjónustu. 40 mín frá Alicante flugvelli, 5 mín frá strönd og golfvelli. Verð frá 183 849 € Lágreist fjórbýlishús með sólaraðstöðu á þaki. Þessar eignir eru byggðar með hágæða staðli með marmara á gólfum og vönduðum innréttingum. Staðsetningin er úthverfi San Miguel de Salinas en það er ört vaxandi bær stutt frá 4 golfvöllum, spænsku mannlífi og strönd. Í San Miguel er góður barnaskóli og heilsugæsla. Sameiginleg sundlaug og græn svæði eru í hverfinu sem er í senn rólegt og fallegt. Verð frá 158 000€ Frítt flug og gisting fyrir kaupendur hjá Perla Investments . . . þ i n n l í f s s t í l l Þ í n u p p l i f u n . . . A l l t a ð 1 0 0 % F j á r m ö g n u n Stórfallegar eignir í Torrevieja. Hér bjóðum við upp á íbúðir í þrílyftu fjölbýli eða raðhús á einni hæð með sólverönd á þaki. Stórt og rúmgott afgirt svæði, þar sem sameiginleg sundlaug og garður er fyrir íbúa. Hverri íbúð fylgir einkastæði á hinu sama. Íbúðir eru með 2 svefnherbergjum og 1 baðherbergi en raðhúsin ýmist 2-3 svefnherbergi og 1-2 baðherbergi. Öll verslun og þjónusta er innan seilingar í litlu stórborginni Torrevieja. Verð frá 136 000 € Eskifjörður– Fasteignasalan Eigna- val/Húsin í bænum er með í sölu tíu glæsileg fimm til sex herbergja lúx- useinbýlishús, sem Eskihús ehf. eru með í byggingu í Árdal, Eskifirði. Staðsetningin er mjög góð með mjög fallegt útsýni og nálægð við alla þjón- ustu. Einnig er stutt til Reyð- arfjarðar, um 15 mínútna akstur. Fyrstu húsin verða afhent í apríl/maí 2006 og síðan með jöfnu millibili til loka haustsins. Húsin eru byggð úr eðalharðviði og þolir þessi viður íslenskar að- stæður mjög vel. Að innan er gegn- heilt frekar ljóst harðviðarparket á gólfum og fallegar flísar á baðher- bergjum (tvö), eldhúsi, forstofu, þvottahúsi og bílskúr. Allar innrétt- ingar, þ.e. eldhús, baðherbergi og skápar, eru frá HTH. Eldhústæki eru frá AEG og er háfurinn úr burst- uðu stáli. Úr stofu er gengið út á um 40 fermetra yfirbyggðan pall í suður. Í þvottaherbergi er sturta og þaðan gengið út á hellulagða stétt með heit- um potti. Húsin eru byggð í tveimur stærð- um, 160 fm og 179 fm með inn- byggðum bílskúr. Húsin skiptast í fjögur (eða þrjú) svefnherbergi, tvö baðherbergi, eldhús, borðstofu, stofu, forstofu, þvottahús, geymslu og bíl- skúr (23,8 fm). Stærri húsin kosta 26 millj. kr. og þau minni 24,5 millj. kr. Arkitekt er Björn J. Emilsson og getur hann aðstoðað við breytingar á stærð og skipulagi. Einnig er mögu- leiki að breyta innréttingum og gólf- efnum. Árdalur Fasteignasalan Eignaval/Húsin í bænum er með í sölu tíu glæsileg fimm til sex herbergja lúxuseinbýlishús, sem Eskihús ehf. eru með í byggingu í Árdal, Eski- firði. Húsin kosta 24,5 og 26 millj. kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.