Morgunblaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 152. TBL. 94. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is F A B R I K A N M Æ TUM ALLAR! Allar upplýsingar á www.sjova.is Kvennahlaupið um land allt 10. júní Vellíðan með nýjum lífsstíl Lífræn veröld Önnu Karenar Kristinsdóttur | Daglegt líf Fasteignir | Alltaf Garðbæingur  Fyrstu íbúðarkaup æ erfiðari  Turninn á Málmhaugum Íþróttir | Versta byrjun ÍA í 39 ár  Eiður Smári til United eða Barcelona?  Viðræður á milli Arnórs og FCK Fasteignir og Íþróttir í dag HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra hefur ákveðið að draga sig í hlé úr stjórnmálum og tek- ur Geir H. Haarde við embætti forsætisráðherra á næstunni. Halldór mun hætta sem formaður Framsókn- arflokksins á flokksþingi sem haldið verður snemma í haust en ekki liggur fyrir hver tekur við embætti formanns af Halldóri og hann og aðr- ir forystumenn flokksins vildu lítið segja um hver yrði næsti formaður. Halldór kynnti ákvörðun sína í gærkvöldi fyrir framan ráðherrabústaðinn á Þingvöllum en þing- flokkur og landstjórn Framsóknarflokksins höfðu fundað þar í rúma klukkustund áður og Halldór kynnt hópnum ákvörðun sína. Hann sagðist ætla að nota sumarið til að heimsækja fé- lög flokksins, undirbúa flokksþingið og hvetja sitt fólk til átaka. „Ég mun leggja allt kapp á að flokkurinn komi sterkur til kosningabaráttunnar á næsta vori,“ sagði Halldór. Hann sagði það hafa legið fyrir að hann hefði ekki verið sáttur við stöðu flokksins að loknum sveitarstjórnarkosningum og að hann myndi axla ábyrgð. Það væri hann að gera með ákvörðun sinni og á sama tíma að skapa rúm fyrir nýtt fólk. Framundan eru viðræður milli stjórnarflokk- anna um hvaða breytingar verði gerðar á rík- isstjórninni og mun Halldór leiða þær viðræður fyrir Framsóknarflokkinn. Hann mun ekki láta af þingmennsku en hverfur úr ríkisstjórninni þegar samkomulag hefur náðst við Sjálfstæðis- flokkinn. Annað en að Geir H. Haarde taki við embætti forsætisráðherra hefur ekki verið ákveðið og þegar Halldór var inntur eftir því hvort stefnt yrði að jöfnun ráðherraembætta sagðist hann ekki ætla að ræða það frekar. Ríkisstjórnarsamstarfið ekki í hættu „Við höfum rætt þessi mál, ég og formaður Sjálfstæðisflokksins en ég ætla ekki að skýra frá þeim viðræðum sem við höfum átt saman. Við munum halda áfram að gera það en það liggur al- veg ljóst fyrir að við munum ná saman um þá rík- isstjórn þannig að ríkisstjórnarsamstarfið er ekki í neinu uppnámi, ég fullvissa alla um það.“ Aðspurður hvort aðrar breytingar yrðu á for- ystu flokksins en að formaðurinn hætti, sagðist Halldór ekki vita það. „Það liggur fyrir að við Guðni Ágústsson áttum fund saman og gerðum formanni þingflokksins grein fyrir því að við vær- um báðir viljugir til þess að hætta. Ég ætla að hætta á flokksþinginu, það liggur fyrir en vara- formaðurinn svarar því að sjálfsögðu fyrir sig.“ Halldór var spurður hvort hann gæti staðfest að rætt hefði verið við Finn Ingólfsson um að koma inn sem formaður. Því svaraði hann þannig til að þegar ljóst hefði verið að hann og Guðni væru tilbúnir til að hætta, hefði skapast mikill áhugi fyrir því að fá Finn til starfa í flokknum. Hefur rætt við Finn „Við ræddum við hann, það er rétt, og það ligg- ur fyrir að hann hefur ekki útilokað það að koma til starfa í stjórnmálum á nýjan leik. Við höfum öll séð mikið eftir Finni, hann var afskaplega öfl- ugur maður í flokknum, bæði sem ráðherra og sem varaformaður. Hann hefur öðlast mikla reynslu síðan, bæði sem seðlabankastjóri og sem forstjóri eins stærsta fyrirtækis í landinu, þannig að ég tel að það væri mikill fengur í því að fá hann til starfa á ný og ég fyrir mitt leyti hef mikla trú á honum.“ Aðspurður hvort hann vildi sjá Finn sem sinn eftirmann sagði Halldór að það væri ekki hans heldur flokksþingsins að taka ákvörðun um það. „En ég er búinn að segja það að ég hef mikla trú á Finni Ingólfssyni og ég hef séð eftir honum og teldi það mikinn feng fyrir Framsóknarflokkinn að fá hann til starfa á ný.“ Halldór sagði að mikilvægt væri að ná sam- stöðu um nýjan formann. Hann sagðist hafa tekið sér góðan tíma til að taka ákvörðun sína og að hann væri ánægður með hana. Morgunblaðið/ÞÖK „Ég hef ákveðið að draga mig í hlé úr stjórnmálum,“ sagði Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, á Þingvöllum í gærkvöldi. Að loknum fundi þingflokks og landstjórnar flokksins í ráðherrabústaðnum kynnti hann fjölmiðlum um ákvörðun sína. Halldór Ásgrímsson hættir í stjórnmálum Geir H. Haarde tekur við embætti forsætisráðherra Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is London. AFP. | Kostnaður breska þjóðarbúsins vegna áhorfs knatt- spyrnuunnenda í vinnunni á leiki heimsmeistarakeppninnar í knatt- spyrnu sem hefst í Þýskalandi á föstudag gæti numið allt að 533 milljörðum íslenskra króna, ef marka má nýja skýrslu sem birt var í gær. Breska ríkisútvarpið, BBC, til- kynnti í síðustu viku að það hygð- ist bjóða upp á valda leiki keppn- innar án endur- gjalds fyrir breska notendur á vefsíðu sinni og eru höfundar skýrslunnar, Brabners Chaffe Street, ekki svo vissir um ágæti þessarar þjón- ustu. Þannig áætla skýrsluhöf- undar að ef allir breskir launþegar verji einum tíma á dag í að horfa á leiki keppninnar á netinu, muni það kosta breska þjóðarbúið sem nemur 5,8 milljörðum evra, eða um 533.000 milljónir króna. Í þessari tölu er ekki tekið tillit til glataðra vinnustunda vegna knatt- spyrnuunnenda sem taka sér frí frá vinnu vegna „veikinda“, þ.e. slæmra timburmanna að morgni dags, eftir að hafa drukkið nokkra bjóra með HM-leik. HM kostar Breta 533 milljarða GEIR H. Haarde formaður Sjálfstæðis- flokksins, sem nú er ljóst að færir sig senn úr stóli utanríkisráðherra yfir í forsætis- ráðuneytið, lagði áherslu á það í gær að þrátt fyrir að mannaskipti yrðu í forystu Framsóknarflokksins væri sama ríkisstjórn við völd í landinu, ríkisstjórn Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks. Geir sagði eftir að Halldór Ásgrímsson tilkynnti að hann myndi láta af embætti for- sætisráðherra, að það væri eftirsjá að Hall- dóri úr ríkisstjórn. Hann sagðist þakklátur fyrir það langa og góða samstarf sem verið hefði á milli hans og Halldórs. Geir sagði ákvörðun Halldórs á engan hátt komna til fyrir þrýsting af hálfu Sjálfstæðisflokksins né tengjast nýafstöðnum sveitarstjórnar- kosningum: „Þetta er ákvörðun sem hann tekur sjálfur og við virðum hana.“ Á Geir mátti skilja að tilkynning Halldórs mundi ekki hafa áhrif á stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og ekki mætti vænta mikilla breytinga á sam- setningu ríkisstjórnarinnar. Hann sagði stjórnarsamstarfið í grunninn gott og standa á gömlum og góðum merg: „Þetta verður áfram sama ríkisstjórnin. Það á eftir að ganga frá nokkrum lausum endum og tökum við okkur til þess þann tíma sem við teljum okkur þurfa,“ sagði Geir. Geir mun taka við embætti forsætisráð- herra og forystu stjórnarinnar en ekki ligg- ur fyrir hvaða frekari breytingar verða á ráðherraskipan eða hvort breytingar verða á skiptingu þingsæta: „Það verða stóla- skipti en ríkisstjórnin verður sú sama,“ sagði Geir og bætti við að formönnum flokk- anna lægi ekkert á að endurskipuleggja rík- isstjórnina og að stjórnarflokkarnir hefðu sjálfdæmi um það hvernig þeir röðuðu sín- um mönnum til verka. Áfram sama ríkisstjórnin Morgunblaðið/Kristinn Geir H. Haarde utanríkisráðherra ræddi við blaðamenn fyrir utan heimili sitt í gær. Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.